Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Jeppasýning 4×4
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.06.2002 at 18:37 #191560
Sælir félagar ég var að velta fyrir mér hvort það yrði aftur ´jeppasýning í sumar eins og var í fyrra og hvenar þá??
Kv:Hraðfari R-2856 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.06.2002 at 13:06 #461820
Sýningar á vegum 4×4 hafa yfirleitt verið haldnar á 2ja ára fresti og er sýning ekki á döfinni á þessu ári
Kveðja
Kjartan
22.06.2002 at 22:39 #461822
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar,
væri það endilega svo hlandvitlaust að halda e.s.k. sýningu hitt árið, þ.e. ekki endilega stórsýningu í Smáranum eða Höllinni, heldur að aka fylktu liði einhvern góðviðrishaustdaginn á löglegum hraða og á einhvern máta að reyna að ná tiltrú almennings á það að við getum alveg verið fyrirmyndar ökumenn á öruggum tækjum,- eða eitthvað í þá áttina. Raða e.t.v. bílum eftir tegundum og sýna það að við séum ekki bara örfáir sérvitringar á súperjeppum, heldur virkilegur "massi" sem mark sé takandi á???????
Ingi.
23.06.2002 at 02:46 #461824Sælir/ar
Hvernig væri að gera eins og Ingi segir hérna fyrir ofan taka okkur saman einn sumardaginn hittast sem flestir á tröllunum okkar og keyra um reykjavíkina allir í röð á löglegum hraða svipað og fornbílaklúbburinn hefur gert og svo raða öllum tröllaflotanum td á höfninni bæði hægt að raða eftir teg eða breytingum og svo ætla ég að koma með smá hugmynd í sambandi með að styrkja klúbbinn gætum við sett auglýsingar á bílana og keyrt til dæmis eitthvert út á land og fengið fyrirtæki til að styrkja okkur, þar að segja klúbbinn og til dæmis stoppað í einhvern tíma á hverjum stað og raðað bílunum upp en eins og ég segi þá er þetta bara hugmynd hjá mér en ég er meira en til í að gera eins og Ingi var að tala um en ég læt þetta vera nóg í bili.
Jeppakveðja: Davíð R-2856
25.06.2002 at 00:19 #461826Þetta er mjög skemmtileg hugmind.Það væri gaman að heyra frá stjórninni umm þetta.Kveðja G.L R-229.
06.08.2002 at 12:14 #461828Sælir félagar.
Rakst á þetta í eldra spjalli….
Þar sem félagið á 20 ára afmæli á næsta ári, tel ég líklegt að eitthvað verði gert í þessum málum. Á ég þá við eitthvað "svakalegt" svo eftir verður tekið. Væntanlega skipar stjórn einhverja nefnd, sem tekur að sér afmælisuppákomur.
Fara td um og eftir næstu páska, flottar ferðir sömu helgina…td eitthvað sem héti 10 ferða helgi… Allt frá því að skreppa á Grímsfjall eða bara að skreppa Nesjavallaleiðina. Er þá að hugsa um að allir félagsmenn kæmust með í ferð, sem passar hverjum og einum…..
Halda flotta sýningu um vorið í nýju höllinni í Grafavoginum, kannski í samstarfi við aðra…(Sportbílamenn, fornbílamenn, keppnismenn, tjaldvagna innflytjendur og að sjálfsögðu þá aðila sem hafa verið á okkar sýningum ???)
Gaman væri að fá 1000 bíla í smá bíltúr á sumardegi… Úff..þá þyrfti þetta vera eins og í rallýkeppni, ræst út með mínútu millibili…, en djö.. væri gaman að finna eitt stórt plan undir allann flotann áður en ræst væri út… Allir rauðir bílar saman í hóp…, eða eftir tegundum…..
Þar fyrir utan væri klókt að halda upp á afmælið bara svona fyrir okkur. td upp í Skíðaskálanum í Hveradölum heilan laugardal, þar sem fólk gæti komið við um daginn í kakó og vöfflum og kynnst félaginu og starfi þess. Um kvöldið alvöru stórveisla þar sem færru kæmust að en vildu. Bjóða þangað velunnurum félagsins, embættismönnum og fl. Í leiðinni væri upplagt að einhverjir gamlir jaxlar væru gerðir að heiðursfélögum og fleira í þeim dúr. Reynt sem sagt að snobba út í eitt…
Nú er ég kannski kominn allt of langt í þessu bulli mínu og kveð að sinni…
Palli
06.08.2002 at 21:50 #461830Sælir félagar
Mér sýnist verðugt verkefni núverandi stjórnar að huga að 20 ára afmæli klúbbsins á næsta ári.
Hugmynd um sýningu á þar fullan rétt á sér. Þá ætti klúbburinn að finna nýtt form, þar sem peningahliðin spilaði ekki eins stórt hlutverk og áður, heldur yrði hér einungis sýning á bílum félagsmanna í einhverri og nýrri mynd, og þá sem flestum. Jafnvel væri spurning að stilla þeim upp á útisvæði á næstu helgi við afmælisdaginn, 10. mars.
Skora á sem flesta félagsmenn að ýta á takkana á tölvunum hjá sér og tjá sig um þetta mál.ps. Palli, ert þú ekki til í slaginn ?????
Kveðjur
Óli Óla
07.08.2002 at 08:33 #461832Sæll Óli og þið hin.
Já gaman væri að gera eitthvað svakalegt….
Þú veist að ég er til í allt nema uppvask og giftingu…
Kv
Palli
07.08.2002 at 12:53 #461834Sælir..
Eins og þið flestir vitið þá er ég meira en til í þetta og finnst þetta alls ekki slæm hugmynd.
En í sambandi með stórt plan er þá planið niðri á höfn of lítið (þar sem tívolíið var) en annars er alltaf hægt að finna eitthvað plan sem hentar og svo langar mér svoldið að vita ef af þessu verður hvort ætti það þá að vera eingöngu fyrir félagsmenn eða bara fyrir alla jeppamenninguna þ.a.s sem tækju þátt í planarstoppinu og bíltúrnum?? en þar sem að sumarið fer að enda fljótlega er þá ekki upplagt að fara að gera eitthvað í þessu fljótlega en gaman væri að fá fleiri hugmyndir og þessháttar so speak up!!!:)Kveðja: Davíð R-2856
18.08.2002 at 02:28 #461836
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
úmræðan hérna um að jeppaeigendur fari einhverja skrúðgöngu á vögnunum sínum og aki "löglega" einn sólríkan dag fynst mér jafn bjánaleg og reyklausi dagurinn. á að bæta upp ökuníðingshátt 364 daga ársins með því að aka um borgina á blöðrudekkjunum rólega svona einu sinni!?!?! það væri nær að taka fornbílaflokkinn til fyrirmyndar þar sem maður sér þá aldrei aka eins og bavíana um götur bæjarins. þegar maður sér suma jeppaeigendur troðast, aka yfir umferðareyjur og leggja bílunum þannig að enginn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi missir maður andlitið og það sem verra er, maður er alltaf að missa andlitið yfir akstursmátanum á sumum. og hvað er svo sagt! við bendum bara á hvað sportbílaeigendur aki asnalega! hvurslas svar er það??? mér fynst að við ættum að aka til fyrirmyndar alltaf og alls staðar ekki bara einhvern einn dag á ári.
24.08.2002 at 04:22 #461838
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég skil ekki þetta fjas um það að jeppamenn séu að ryðjast yfir umferðar eyjur til að ná bílstæðum af littlum bíltíkum, mér finnst alger óþarfi að stimpla jeppa sem einhverskonar tæki sem lútir sínum eigin lögum og gefur aldrei stefnuljós og annað þess háttar, það eru allsstaðar svartir sauðir, hvort sem það eru sportarar, jeppar, eða eitthvað annað og ef þú villt ekki aka í fögrum flokk bifreiða vegna stæða og hraða vandamála geturur bara verið heima.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.