Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Jeppaslóði í friðlandi Þjórsárvera
This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 15 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.08.2009 at 08:39 #205948
Mig langaði bara að benda á þessa frétt.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/08/22/jeppaslodi_i_fridland_thjorsarvera/
Kjartan
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.08.2009 at 21:00 #654970
Þakka þér Ofsi, þann tíma og fyrirhöfn sem þú notar í okkar allra þágu.
Það sem einu sinni voru kallaðar leiðir brautryðjenda eru nú hálendisvegir, mis mikið notaðir. Flestir hafa þeir upphaf og endi og tilgang. Enn í dag þyrfti að gera nokkra nýja há- og láglendisvegi, þá helst sem tengivegi og þá ekki síst fyrir túristaaksturinn!
Besta leiðin til að koma í veg fyrir landspjallandi utanvegaakstur er að merkja leiðir og koma þeim inn á kort, þar með þurfa menn ekki að leita nýrra leiða. Hringsól bílaleigubíla og alls konar bullakstur utan vega er helst hægt að koma í veg fyrir með betri upplýsingum og sektaráróðri.
Jeppaferðamennska er að engu leyti ómerkilegri en gangandi, ríðandi eða hjólandi, oft trufla hófför og fótspor og hjólför mig þar sem mér finnst óvarlega hafa verið farið, og tel ég mig nokkuð dómbær á þetta. Tel mig einnig nokkuð vita hvenær óhætt er að fara um land og hvenær ekki. En grátlegt þykir mér oft að sjá svæði þar sem maður hefur gætt sín að skilja ekki markað land eftir sig; þar er síðan rutt upp vegi eða hverju öðru mannvirki sem aldrei fellur eins vel inn í landið og falleg jeppaslóð eða gönguslóð eða kindagata.
Ég tel að friður og sátt megi vera um leið undir Hofsjökli ef sveit manna fer þar um (ríðandi þá ef ekki betur vill, -eða þá á jeppum á frosinni jörðu) og velji bestu jeppaleiðina, -í gegnum Múlana eða þá undir þeim, grófstiki hana og fastsetji í GPS. Gerð sé krafa um að ferðast sé eftir GPSi um slóðir sem þessar að þannig að villuslóðar og villur almennt verði þar með úr sögunni.
Baráttukveðjur,
Ingi
25.08.2009 at 21:29 #654972Ég er með svona MapSource korta dæmisgrunndæmi frá R-Sigmundsson og ég furðaði mig á þessum slóða sem er sýndur í honum þegar ég rak augun í hann fyrst. Virkar á mig eins og hvert annað grín að sýna jeppaslóða meðfram Hofsjökli sunnanverðum á ofurviðkvæmu Þjórsárverasvæðinu. Gerði ráð fyrir að slóðinn væri miðaður við vetrarferðir en fannst samt ansi glannalegt að bjóða hættunni heim að einhver myndi taka slóðann bókstaflega og aka eftir trakkinu þegar jörð er ófrosin. Ég leitaði að þessum slóða austanverðum núna í júlí þegar ég gekk á Arnarfell hið mikla. Fyrst þar sem slóðinn endar eða byrjar eftir því hvernig á það er litið við vestanverða stíflu sem safnar vatni frá efstu upptökum Þjórsár og einnig vatni frá Fjórðungskvísl. Þar er enginn slóði sjáanlegur þar sem MapSource sýnir slóða. Að vísu skoðaði ég umhverfið ekki vel þar. En ég leitaði sérstaklega vel að honun í kverkinni á milli Arnarfellanna og einnig fyrir sunnan Arnarfell hið mikla með kíki af Arnarfelli hinu mikla. Ekki til í dæminu að það séu sjáanleg þaðan för eftir jeppa á MapSource trakkinu. Aftur á móti er gamall og ógreinilegur slóði sem liggur að Arnarfelli úr suðurátt eins og hann liggi frá t.d. Sóleyjarhöfðavaði. Mjög ógreinilegur og hafði ég ekki tekið eftir honum þó svo ég hafi tjaldað í 20 metra fjarlægð frá honum nema með yfirsýn frá stóra Arnarfellinu. Líklega gamall slóði frá gangnamönnum myndi ég giska á, þó ég hafi ekki hugmynd um það, því slóðinn endar við Arnarfellið í einhverru tilgangsleysi öðru en að ferja gangnamenn. Ef svo er þá er ég ekki að setja út á að bændur fái að smala sína afrétti á þann hátt sem þeir hafa líklega gert í áratugi. Þetta er stormur í vatnsglasi í þetta sinn að minnsta kosti á svæðinu fyrir austan Múlajökul en þetta Þjórsárveratrakk í MapSource er ekki að hjálpa neinum.
25.08.2009 at 23:24 #654974Ég held að Tómas hitti nokkuð vel með að það hjálpar ekki neinum að þessi leið sé þarna inni á Mapsource. Ég hef heyrt af þessari leið í gegnum tíðina og held reyndar að þarna í kringum 1950 hafi ekki einn heldur tveir leiðangrar farið þarna um. Annar á léttum bílum Willisar held ég það hafi verið allt saman og tók nokkuð skemmri tíma en hinn. Kann þó ekki nógu vel að segja frá þeim eða hvernig hinn leiðangurinn var skipaður. Á seinustu árum hafa menn eitthvað verið að fara þetta síðla hausts á pikkfrosnu en líklega augljóst öllum sem þekkja til svæðisins að þetta er ekki fær slóð að sumri, allavega miklar líkur á vandræðum og náttúruskemmdum ef mönnum dettur það í hug. Ef Mapsource væri eitthvað sem aðeins væri notað af þröngum hópi og þá vönum og reyndum fjallamönnum sem vita hvernig á að ferðast og hvar og hvernig eigi að forðast skemmdir á náttúru og vegslóðum, þá væri þetta ekkert vandamál. En Mapsource er selt á almennum markaði og notað af jafnt reyndum sem óreyndum ferðamönnum, íslenskum sem erlendum, og inn í slíkt gagnasafn á þessi slóð ekkert erindi. Skapar bæði hættu á skemmdum á náttúru og málstað frjálsrar ferðamennsku eins og dæmin sanna.
Kveðja – Skúli
26.08.2009 at 00:43 #654976Ég legg til að Kaldidalur, Sprengisandur, Kjölur og fleiri hálendisvegir verði fjarlægðir úr mapsource enda má öllum vera ljóst að þessir vegir eru ekki færir allt árið um kring. T.d. þegar leysingar eru á vorin þá er þeim lokað og gætu menn hreinlega ekki áttað sig á þessum varhugaverðu aðstæðum á vorin og því er bara best að vera með foræðishyggju og loka þeim alfarið.
Skrítið að ekki skuli vera t.d. hægt að setja inn á vegagerðina að þessi slóði í þjórsárverum sé opinn einungis á haustin eftir að frysta tekur og þegar snjór er komin yfir allt þá skiptir það í raun ekki máli opið eða lokað.
Það má eiginlega segja að þessi ógáfulega grein Kolbrúnar Halldórsdóttur upplýsi um það að þessi leið sé greinilega ekki fjölfarin að sumarlagi. Hins vegar er hún gjörsamlega búin að fá þá bestu auglýsingu sem hægt er að huXa sér og jafnvel gera hana það spennandi að menni renni þangað til að kíkja á hana sem annars hefðu ekkert verið að spá í hana.
Ég hef farið þessa leið einmitt yfir vetrartímann og var þetta mjög skemmtileg og eftirminnileg leið og það hefur enginn hugmynd um það enda engin umerki að sjá eftir þá ferð.
26.08.2009 at 09:08 #654978Þetta er útúrsnúningur Stefanía. Þessar leiðir sem þú nefnir eru vel færar yfir sumartíman þegar mesta umferðin er í gangi og margir á ferð sem ekki hafa mikla þekkingu. Arnarfellsleiðin liggur hins vegar í gegnum eitt blautasta en jafnframt gróðursælasta svæði hálendisins og svæði sem talið er einstakt á heimsvísu sem gróðurvin í mikilli hæð og eitt stærsta varpsvæði gæsa. Það er þess vegna sem þetta var gert að friðlandi og þess vegna fékk Landsvirkjun ekki að setja lón þarna. Það er stór munur á Þjórsárverum og svo Sprengisandi og Kili sitt hvoru megin við.
Kveðja – Skúli
26.08.2009 at 09:20 #654980Það er ekki útséð með Norðlingaveitu enn Skúli (LV eru með grænt ljós enn).
Umræðan hefur heldir ekki eingöngu snúist um það hvort við séu á því hvort þessi leið eigi að vera þarna eða ekki ( opið inn að Nautöldu frá 15 okróber-annað lokað er mín tillaga )
Skúli nú ert þú lentur í Árna Braga taktíkinni. Manstu þegar ég mátti ekki skrifa um Hófsvað af því að það var svo hættulegt ( forræðishyggja ).
Svo er hér önnur stór frétt sem ætti heima á forsíðu Moggans.
Í FRIÐLANDINU AÐ FJALLABAKI ERU 60 JEPPASLÓÐIR það gæti verið næst upphlaup þegar einhver fattar það
26.08.2009 at 12:04 #654982Sælir félagar. Ég vil benda mönnum á að lesa ferðasögu í Árbók Ferðafélagsins 1951. Greinin er á blaðsíðu 172 og heitir Bílferð um suðuröræfin og er eftir Einar Magnússon sem ég held að hafi verið kennari í MR og mikill frumkvöðull í hálendisferðum. Lýst er ferð á 3 bílum sunnan Hofsjökuls til Kerlingafjalla. Bílarnir voru þungir og eflaust hefur eitthvað tekið breytingum síðan 1950 en sagan er fróðleg. Kv. olgeir
26.08.2009 at 18:12 #654984Nýr vinkill. Kristinn Guðmundsson sem segist vera ábyrðarmaður fyrir Samsýn sem á að hafa gefið út kortagrunninn MapSource fyrir skrifar grein í Moggann í dag. Þar segir að hann að "umræddur slóði er sýndur á kortum Landmælinga Íslands 1:100.000 blaði 66"
Landmælingakortið sýnir eins og ég skil það gamla götu Arnarfellsveg þ.e. þjóðleið sem fólk fyrr á öldum fór gangandi eða ríðandi og á ekkert skylt við jeppaslóða. Þar að auki ekki sama leiðin. Slíkar götur eru sýndar á 1:100.000 skalanum á ýmsum kortablöðum þar sem jeppar fara aldrei um t.d. um Leggjabrjót ofan við Sandvatn, Ólafskarðveg fyrir ofan Jósefsdal, Selvogsgötu á milli Hafnarfjarðar og Selvogs. Ef það á að taka jeppamenn alvarlega almennt og þeir hafi vægi við fyrirhugaðar breytingar á leyfi fólks að aka um hálendið verða þeir að sýna skilning í málum sem þessum.
26.08.2009 at 18:34 #654986Góða kvöldið.
Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki fyllilega á umræðunni um þennan tiltekna slóða. Þetta er leið sem allt í einu er orðin afar umdeild enda þótt hún hafi verið farin að hluta á sumrin og í heild yfir vetrartímann um margra áratuga skeið. Yfir sumartímann er hún einkum notuð af hestamönnum, en á haustin af upprekstraraðilum (bændum) og meðlimum Jöklarannsóknarfélagsins vegna sporðamælinga við Nauthagajökul og Múlajökul sem mældir eru árlega. Leiðin í heild milli Blautukvíslar undir Arnarfellsmúlum og Kvíslaveituvegar er ekki farin á vélknúnum ökutækjum á sumrin, heldur aðeins yfir vetrartímann þegar frost er í jörðu og snjór. Á sumrin er einungis ekið í mesta lagi að Múlajökli frá Blautukvísl. Sú leið liggur öll á flæðum Blautukvíslar og Miklukvíslar og á melum undir jöklinum að undanskyldum u.þ.b. 100 metra kafla sem kallast gæti gróinn við Nautöldu, þar sem gamli leitarmannaskálinn er.Leiðinni var lokað nýlega við aura Blautukvíslar undir Arnarfellsmúlum. Algerlega að óþörfu. Leiðin þaðan liggur sem áður segir á áraurunum til Nautöldu. Þaðan liggur hún áfram um aura Miklukvíslar og síðan um mela og grjót. Lengra er ekki farið akandi á sumrin. En slóð eftir hundruð hrossa, sem marka mun dýpri för í jörð heldur en breyttir fjallabílar, njóta eftir vill meiri skilnings meðal vandlætingarmanna. Ef ekki, erum við þá heldur ekki líka komin út á þrælhálan ís í umhverfismálum megi heldur ekki orðið fara ríðandi á hestum um landið? Mér finnst of margir fara úr límingunum þegar orðið Þjórsárver er nefnt, þeir sem aldrei hafa komið á svæðið virðast halda að þar sé um að litast eins og í Vaglaskógi. Þegar Jöklarannsóknafélagið fer til mælinga fljótlega, eins og þeir hafa gert um áratugaskeið, eiga þeir þá að fara gangandi? Mega ekki lengur sjást för í árfarvegum?
05.09.2009 at 12:55 #654988Hér má sjá grein eftir Ara Trausta á mbl.is http://www.visir.is/article/20090905/SK … /504663712 Það sem er athyglisvert er þróunin á umræðunni um akstur vélknúna ökutækja um landið. Nú eru menn komnir fram úr umræðunni um akstur utanvega og vilja nú fara tækla slóða sem eknir hafa verið frá því að menn hættu að nenna að fara á hestum landshornanna á milli og fóru að nota bíla. Það er rétt að benda á það að kort Landmælinga Íslands hafa ekki haft það að leiðarljósi að vera tæmandi upplýsingar um hvaða slóða megi keyra á landinu.
Slóðavinum þótti nú ástæða til að gera athugasemdir við þessi greinarskrif hans.
http://www.slodavinir.org/
05.09.2009 at 16:47 #654990
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Alveg er það nú rosalegt hvað göngufólk þarf mikið pláss á hálendinu, vandlætingarsvipurinn á þeim oft þegar maður mætir þeim á sumrin er ekkert venjulegur, nema að það sé öfundarsvipur yfir að vera labbandi en ekki akandi, ég hefði nú haldið að það væri nóg pláss á hálendi Íslands fyrir báða hópana, og varðandi nýja slóða þá held ég nú að flestir þeirra séu nú tilkomnir vegna erlendra ferðamanna á eigin farartækjum, ég hef séð það sjálfur en þeir virðast því miður halda að þeim sé heimilt að keyra hvar sem er.
En það virðist líka vera einhver tískubóla hérlendis að það þurfi að banna og takmarka allan andsk….. hérna,
og mikið er ég sammála þessu með hestana þeir tæta upp viðkvæman mosann og annan gróður inn á fjallabaki en allir virðast fyrirgefa það, já þaðer ekki sama séra Jón eða bara Jón, það er bannað, það er bannað og það er bannað.
kveðja Helgi sem vill fá að ferðast um hálendisslóða í friði fyrir einhverjum möppudýrum
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.