This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar
ég verð að segja að í sambandi með að setja meiraprófs standard á 35″ og yfir eins og umræðan fjallaði hér um fyrir nokkru síðan. Ég lenti í því núna rétt í þessu að ég var að keyra bílinn minn bara nokkuð glaður eins og vanalega:) ég kem í blindbeygju þar sem að óbrotin lína var á veginum (framúrakstur bannaður seinast þegar ég vissi) jújú ég kem í beygjuna og í sirka miðri beygju kemur þessi lýsistrukkur takandi framúr einhverjum smábíl!!! hugsið ykkur ef það hefði verið þarna einhver nýlega kominn með prófið sú manneskja hefði auðveldlega getað frosnað og farið beint framan á trukkinn!!! og svo tekið sé fram að á akreininni sem ég var var smá möl í hægri kantinum og svo barð niður. Ég sé enga ástæðu til að jeppamenn taki meirapróf til að fá að keyra sína jeppa en það mætti láta trauilerbílstjóra sem haga sér eins og ég var að segja frá og senda þá aftur í ökuskólann (þá meina ég ekki alla bara þá sem stofna öðrum í hættu) þessi einstaklingur er ekki beint á minnsta og þæginlegasta bílnum til framúraksturs!!! og ef að hugsað sé aðeins út í þetta þá hefði ég auðveldlega getað slasast illa ef komið hefði verið til áreksturs þótt að ég sé á tiltölulega þungum bíl og til að toppa þetta allt að þá var ég með ólétta manneskju í bílnum hjá mér!!! Endilega segið mér hvað ykkur finnst um þetta því ég er stórhneykslaður á því að svona menn sem að eru búnir að ganga í gegnum ökuskóla og jafnvel komnir með reynslu af svona trukkum detti til hugar að taka framúr í blindbeygju þar sem að óbrotin lína er!!!.Kveðja:Hneykslaður Hraðfari R-2856
You must be logged in to reply to this topic.