This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Georg Þór Steindórsson 18 years ago.
-
Topic
-
Eftir að hafa lesið þráðinn um Grímsfjallsferðina (vonandi ganga viðgerðir vel og þið verðið fljótt komnir aftur á fjöll strákar) þá langar mig að velta upp tryggingamálum jeppamanna. Margir hafa ekki tekið svokallað utanvegakaskó þar sem þeirri tryggingu virðist vera verulega áfátt, samanber það að ekki er hægt að fá vatnstjón bætt nema bíllinn sé í stöppu. Eitthvað fleira virðist vera loðið við þessa tryggingu. Nú eru jeppamenn sem ferðast á fjöllum og utan alfaraleiða í stöðugri fjölgun og ferðaklúbburinn ætti að vera orðið talsvert þrýstiafl.
Er ekki smuga að koma í nefnd hópi sem myndi taka það að sér að herja á tryggingafélög að tryggja bílana almennilega? Hefur það verið reynt? Ég fyrir mína parta er alveg til í að borga extra til að vera örugg um bílinn þar sem ég hef engan veginn efni á að tapa honum eða lenda í tjóni sem kostar formúur og er ekki bætt. Ég myndi halda að þrýstingur á tryggingafélög gæti vel skilað árangri.
You must be logged in to reply to this topic.