FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Jeppar og tryggingar

by Barbara Ósk Ólafsdóttir

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Jeppar og tryggingar

This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Georg Þór Steindórsson Georg Þór Steindórsson 18 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 07.01.2007 at 13:26 #199313
    Profile photo of Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Participant

    Eftir að hafa lesið þráðinn um Grímsfjallsferðina (vonandi ganga viðgerðir vel og þið verðið fljótt komnir aftur á fjöll strákar) þá langar mig að velta upp tryggingamálum jeppamanna. Margir hafa ekki tekið svokallað utanvegakaskó þar sem þeirri tryggingu virðist vera verulega áfátt, samanber það að ekki er hægt að fá vatnstjón bætt nema bíllinn sé í stöppu. Eitthvað fleira virðist vera loðið við þessa tryggingu. Nú eru jeppamenn sem ferðast á fjöllum og utan alfaraleiða í stöðugri fjölgun og ferðaklúbburinn ætti að vera orðið talsvert þrýstiafl.
    Er ekki smuga að koma í nefnd hópi sem myndi taka það að sér að herja á tryggingafélög að tryggja bílana almennilega? Hefur það verið reynt? Ég fyrir mína parta er alveg til í að borga extra til að vera örugg um bílinn þar sem ég hef engan veginn efni á að tapa honum eða lenda í tjóni sem kostar formúur og er ekki bætt. Ég myndi halda að þrýstingur á tryggingafélög gæti vel skilað árangri.

  • Creator
    Topic
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)
  • Author
    Replies
  • 07.01.2007 at 14:30 #574320
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Síðasta vetur þá sendi stjórn klúbbsins erindi á Tryggingafélög þar sem að farið var fram á svör við ýmsum spurningum um utanvegakaskó og tryggingamál jeppa á fjöllum.

    Það urðu mjög lítil viðbrögð við þessum spurningum og ef ég man rétt þá var eitt félag sem svaraði.

    Þetta er mál sem hefur verið ofarlega á baugi með reglubundnu millibili og það hafa aldrei fengist fullnægjandi svör.

    Ég held að ef að þessi mál eiga að verða eins og við viljum þá sé ekkert annað að gera fyrir klúbbinn en að semja við eitt félag um almennilega tryggingu fyrir félagsmenn sem tekur á ÖLLUM óhöppum á fjöllum. Ef þetta næst þá væri það best og það er vel reynandi að setja okkur í samband við þá á næstu vikum.

    Benni





    07.01.2007 at 14:30 #574322
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    …





    07.01.2007 at 14:32 #574324
    Profile photo of Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 775

    Ég er með ef þannig samningur næst.





    07.01.2007 at 14:39 #574326
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Ferðaklúbburinn 4×4
    Spurningar um tryggingastöðu breyttra jeppabifreiða.

    Tryggingafélag:

    1. Hvaða viðmiðanir notið þið við verðmat á breyttri jeppabifreið við altjón?
    a) Viðmiðunarverð óbreyttrar bifreiðar skv. lista Bílgreinasambandsins.
    b) Verðmat bílasölu á viðkomandi jeppa eða sambærilegs breytts jeppa.
    c) Mat starfsmanna tryggingafélagsins á viðkomandi bifreið.

    Svar:

    2. Þarf tryggingataki að gera einhverjar ráðstafanir til að tryggja að bótafjárhæð sé í samræmi við raunverulegt verðmæti breyttrar bifreiðar?

    Svar:

    3. Getur tryggingataki áfrýað úrskurði um bótafjárhæð eða brugðist við með einhverjum hætti sé hann ósáttur við bótafjárhæð?

    Svar:

    4. Hvað af eftirtöldum aukabúnaði er bætt þegar um er að ræða tjón sem fellur undir kaskótryggingu / utanvegakaskó ?
    a) Fjarskiptabúnaður (talstöðvar, símar)
    b) Fasttengd GPS fjarskiptatæki
    c) Hljómflutningstæki
    d) Loftnet
    e) Ljóskastarar
    f) Farangursbox og aðrar utanáliggjandi hirslur
    g) Fasttengdur straumbreytir
    h) Fartölvur fyrir leiðsögukerfi

    Svar:

    5. Bætir kaskótrygging eða utanvega kaskó tjón á vélbúnaði eða drifás bifreiðar við vatnstjón eða annað tjón sem ekki er rekið til slits?

    Svar:





    07.01.2007 at 14:42 #574328
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Ég er fylgjandi þessu máli og þrátt fyrir að Tryggingarfélögin hafi í engu sinnt okkar erindum frekar en annara sem hafa reynt að fá vit í þessi mál,trúi ég því að dropin holi steininn.
    Mætti leita samsterfs við fleirri aðila svo sem félag sendibílstjóra og fl sem hafa verið að vinna í þessu mörg undanfarin ár.
    Málið er bara að menn eru tregir að færa sig á milli félaga og kemur margt þar til,svo sem bílalán og sérsamningar sem menn hafa náð.
    Og það er það sem er vandamálið er samstaðan,ef hægt væri að fá fjölda sem skipta trygginarfélögin málin þá væri von.
    En stjórn 4×4 er öflug og hver veit ?? Allavega reyna.
    Klakinn





    07.01.2007 at 15:05 #574330
    Profile photo of Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 775

    Ég er með allar mínar tryggingar á einum stað og hef verið í mörg ár. Mér hefur nú hins vegar sýnst að tryggingar séu mikið til eins og á sama verði milli tryggingafélaga. Þessvegna væri ég fljót að stökkva á að skipta öllum mínum tryggingum yfir á annað félag ef ég gæti fengið einu eignina sem ekki er nógu vel tryggð (Mikka ref) tryggða þannig að ég væri örugg um að fá tjón greidd. Ég hef tröllatrú á þrýstingsmætti klúbbsins. Ég held að mörg af okkar hagsmunamálum gætu leyst farssællega ef við notum þennan mátt vel.





    07.01.2007 at 15:46 #574332
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    Já það væri gott að setja þrýsting á tryggingafélögin.
    Og fá almannilega í ljós. hvað er tryggt og hvað ekki.
    Það virðist vera eins og hverju félagi hentar hverju sinni..
    ég fæ tilboð frá öllum tryggingafélögum á hverju ári.
    og skipti um telji ég ástæðu til þess.
    Eitt árið sparaði ég mér 80.000 fyrir 12 mánaða tímabil.
    á því að skipta um félag.
    ég er að borga 41 þús + kaskó af mínum 3 tonna jeppa.
    ég er að borga nákvæmlega sömu upphæð af
    800kg litlum fíat. Enda báðir jafn illa tryggðir 😉





    07.01.2007 at 16:48 #574334
    Profile photo of Georg Þór Steindórsson
    Georg Þór Steindórsson
    Participant
    • Umræður: 46
    • Svör: 474

    ég er með allar mínar tryggingar þar og skv. skilmálum er utanvegakaskó á öllum mínum bílum meir að segja benzanum sem kemst ekki á malarveg. ég ætla samt að fara á mánudag og fá uppáskrifað fyrir hvað þeir bæta, það er tvennt ólígt að tala við sölumann sem er að selja þér tryggingu eða borga tjón þótt það sé sami sölumaðurinn, allavega ég er búinn að fjárfesta í lausafjárstryggingu sem tryggir allt í bílnum sem honum ekki fylgir honum gps,laptop og innbrot eða skemmdir, þessi trygging kostaði mig 6500kr á ári





  • Author
    Replies
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.