This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Oddur Örvar Magnússon 22 years ago.
-
Topic
-
Jæja strákar og stúlkur. Mig langar að hvetja alla þá sem eru að standa í breytingum á bílum að leyfa hinum að vera með. Þá á ég við hvort fólk sé ekki til í að skella inn myndum af framkvæmdum og þess háttar. Þetta gæti nýst öllum vel sem eru með eins bíla og geta menn þá lært af reynslu annara í þeim málum. Það er líka hitt og þetta sem mætti koma fram með slíkum myndum og þá á ég við af hverju menn færðu hásingu fram eða aftur, var það vegna þess að stýrismaskína var fyrir eða til að flytja þungan meira á framhás og svo videre. Þeir sem hafa verið með bílana sína á sýningum 4×4 hafa verið þar með fullt af myndum af breytingum og það væri meiriháttar gaman að sjá þessar myndir hérna á netinu. Ég er viss um að það hafa allir sannir jeppakallar gaman af að sjá hvað er að gerast í skúrunum hjá hinum.
PS. Hvet Ýktan til að setja inn myndir af smíði Land Rovers þar sem allir hlutir voru nánast sérsmíðaðir og já alla þá jeppakalla sem hafa eitthvað spes í pokahorninu.
Kveðja Theodór.
You must be logged in to reply to this topic.