This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 22 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Í fyrramálið (uppúr kl. 07.30) verður spjall í morgunþætti RÚV, þar sem undirritaður og Ágúst Mogensen frá rannsóknarnefnd umferðarslysa hafa verið boðaðir til að taka þátt.
Umræðuefnið er hlutur jeppa í banaslysum í umferðinni. Það á ekki að þurfa að koma okkur á óvart að umræða um þetta mál sé hafin á nýjum vetvangi í kjölfar frétta af jeppum í þessu sambandi undanfarið.
Í stuttu máli mun ég koma mínum skoðunum og sjónarmiðum á framfæri á eins málefnalegan hátt og kostur er. Mér finnst í sjálfu sér eðlilegt að hlufall jeppa í alvarlegum umferðarslysum sé hátt í ljósi eftirfarandi staðreynda:
1) Jeppum hefur fjölgað gífurlega á síðustu árum og ef ég man rétt, þá var t.d. LC 90 mest seldi bíllinn á Íslandi árið 1999.
2) Jeppar eru almennt mikið eknir pr. ár, mun meira en meðalfólksbíl, þannig að áhættan er auðvitað meiri þess vegna. Það er ekkert fréttaefni þó dieseljeppi sé ekinn 30-50 þ. km. á ári, meðan meðalfólksbíll er ekinn 15-20 þ. km.
3) Fleiri og fleiri velja jeppa til að ferðast á úti á landi, þar sem þeir eru öruggari og þægilegri. Þeir sem þurfa mikið að vera á ferðinni, oft vegna erfiðra aðstæðna velja gjarnan jeppa.
4) Samfara því að vera öruggari fyrir þá sem eru innanborðs, er því miður verra fyrir þá sem eru á fólksbílum (sérstaklega þeim allra minnstu) að lenda í árekstri við jeppa.
Mér er ekki kunnugt um að nein könnun hafi farið fram á hlut breyttra jeppa sérstaklega í umferðarslysum og tel því að fullyrðingar um að þeir séu hættulegri í umferðinni byggist á fordómum. Eins og fram hefur komið hér á spjallinu má benda á ýmsa þætti varðandi aksturseiginleika og stöðugleika breyttra jeppa sem beinlínis auka aksturshæfni þeirra (hefur þó aldrei verið tekið út á heildstæðum grunni)
Gaman væri að fá komment á þessar grófu hugmyndir mínar, sérstaklega ef menn bregðast skjótt við og tjá sig, endilega ef þið lumið á góðum punktum, komið þeim þá á framfæri helst í kvöld, þannig að þei geti þá ratað í útvarp allra landsmanna í morgunsárið.
Ferðakveðja,
BÞV
You must be logged in to reply to this topic.