This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjálmar Sigurðsson 15 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Kæru jeppamenn,
Nú stendur yfir áhugaverð sýning, Limboland, eftir Ólaf Elíasson í galleríi i8 í Reykjavík. Eitt verkið á sýningunni er safn ljósmynda sem sýna jeppa fasta í ám.
Á meðan á sýningunni stendur gefst fólki kostur á að skila inn myndum með þessu myndefni og bæta þannig við verkið og stækka það. Að lokinni sýningunni verður verkið síðan gefið Listasafni Íslands. Okkur þætti mjög gaman að fá inn fleiri myndir en allir sem eiga mynd í verkinu fá sérstakt listaverk, fjölfeldi af listaverkinu áritað af listamanninum.þannig að ef að þú lumar á mynd af jeppa föstum í á endilega sendu hana í góðri upplausn á loa@i8.is eða líttu við í gallerí i8, Klapparstíg 33, 101 Reykjavík, (opið þri-fös 09-17, lau 13-17) sími 5513666
með von um jeppamyndir
Lóa Auðunsdóttir
You must be logged in to reply to this topic.