Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Jeppar eru umhverfisvaenni en Toyota Prius :)
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Hörður Guðjónsson 17 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.09.2007 at 10:09 #200759
Sja http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1290033
linkur.kv, Bergur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.09.2007 at 10:48 #596156
Ég hef aldrei skilið þetta bull með að rukka meira fyrir bíla með stærri vél. (t.d. tollar á bíla með vél stærri en 2.0 lítra)
sérstaklega ekki eftir að ég skipti um vél í bílnum hjá mér úr 2.4 túrbódísel yfir í 4.0 túrbódísel, og eyðslan fór úr 16 á hundraðið niður í 10.
það er enginn sparnaður fenginn með því að vera með litla og pínda vél, hún eyðir bara meiru í ekkert.
svo er kostulegt að hugsa til þess að það séu svo mikil eiturefni í Prius að hann sé óumhverfisvænni en amerísk átta gata sleggja! hvar ætla menn að hafa fókusinn á umhverfisvernd eiginlega?
07.09.2007 at 11:03 #596158Í þessari grein skiptir miklu máli upphaf fréttarinnar held ég: "Bandarísk rannsókn…"
Þetta tiltekur m.a. að dýrara sé að eyða nýjum Tvinn bílum en eldri hönnun. Dýrt er að vissu leyti ekki umhverfisvænt, en það breytir því ekki að útblásturinn er mun minni frá Tvinn’inum.Kv. Baddi
07.09.2007 at 11:21 #596160Ég held að megininntakið sér:
.
,,Ef reiknuð er út orkunotkun bíla og kolefnislosun frá því þeir eru keyptir og þar til þeir eru settir í brotajárn til endurvinnslu hafa stóru bensínbílarnir vinninginn."
.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta kemur fram og í annari könnun (nema þetta sé gömul könnun sem fyrst nú er að ná eyrum manna) var talað um að Hummer væri umhverfisvænni en Prius.
.
JHG
07.09.2007 at 11:57 #596162Þesser fréttir eru meira og minn tómt bull. Með því að velja forsendur fá menn út þá niðurstöðu sem þeir vilja.
Þarna er Jeep Wrangler tekinn sem dæmi um stóra 8 gata jeppa.
Wranglerinn er og hefur verið einn léttasti jeppinn á markaðinum og hefur aldrei fengist með 8 cylindra vélum.-Einar
07.09.2007 at 12:04 #596164Þeir reyndar miða líka við Range Rover sem er nú ekkert léttmeti.
.
En í greininni sem ég las fyrir allnokkru sem var um það sama þá var gerður samanburður á Hummer og Prius. Það þurfti mun meiri orku til að framleiða Prius, áætluð ending Prius er 100.000 mílur en 300.000 mílur hjá Hummer. Svo voru einhverjir fleiri þættir teknir til þegar orkuþörfin var reiknuð.
.
Að auki var bent á að þörf fyrir rafgeyma fyrir Priusin skapaði líka aukna mengun (og var vísað til Nikkelnáma í Kanada og súrs regns).
.
Ég veit ekki hvort þessar kannanir séu sanngjarnar en opnar kannski augu manna að horfa ekki bara á það sem kemur útum púströrið þegar mengun er annars vegar.
.
JHG
07.09.2007 at 12:42 #596166Bensín vinnur diesel..
hahah..
V8 Wrangler….
Ég er á umhverfisvænasta bíl landsins…
Hugsiði um umhverfið.. fáið ykkur wrangler.
kv
Gunnar hinn grænips,
Þeir eru sérstaklega að taka inn í reikninginn, mengunin sem er þegar losna þarf við alla rafgeymana sem eru í prius.. þess vegna eru þeir hættulegri umhverfinu heldur en útblásturinn okkar.
07.09.2007 at 13:08 #596168Þá er þessi með þeim umhverfisvænasti bara með v8 5,7 Hemi um 330 hp og tog 528 Nm
[img:1p7778qr]http://www.wjjeeps.com/engine/5_7hemi_wrangler_01.jpg[/img:1p7778qr]
kv,,, MHN
07.09.2007 at 13:14 #596170Þessi Wrangler er mjög eigulegur… úff hvað þetta tæki hlýtur að hreyfast vel…
kv
Gunnar
07.09.2007 at 13:32 #596172Í aðferðinni tilgangurinn týnist. Það er oft mikill sannleikur í þessu. Umhverfisverndun er eiginlega svo flókin að maður lendir alltaf í stöðugum þversögnum. Rakarðu þig með rafmagnsrakvél eða spararu orku með því að nota sköfu? Rafmagnsrakvélin eyðir orku en með sköfunni notar þú sápu sem mengar umhverfið og veldur kannski í raun meiri skaða. Ef gömlum og endingargóðum bíl er lagt vegna þess að hann mengar svo mikið þýðir það að annar nýr þarf að taka við af honum og hversu sparneytinn sem nýji bíllinn er þá hefur framleiðsla á honum í för með sér margvíslega mengun og orkunotkun sem getur verið mun meiri en það sem gamla greyið hefði látið frá sér næstu árin. Umhverfismengun er ekki hvað minnst vegna sóunar og einnota drasls sem er framleitt og notað í massavís. Þannig eru gamlir bílar sem endast lengi í sjálfu sér umhverfisvænir, þó svo það komi kannski meiri mengun út um pústurrörið heldur nýrri (og hugsanlega endingarminni) bílum.
En er þetta nokkuð vandamál, bara pota niður nokkrum trjám og allt verður í himna lagi!!!
Kv – Skúli
07.09.2007 at 14:11 #596174
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það sem verið er að benda á er að hagkvæm orkunýting bíla er ekki bara eyðsla á hundraði, heldur öll sú orka sem fer í bílinn frá upphafi til enda þ.e. hönnun, framleiðslu, notkun og eyðingu (the energy necessary to plan, build, sell, drive and dispose of a car from the initial conception to scrappage). Í skýrslunni [url=http://cnwmr.com/nss-folder/automotiveenergy/DUST%20PDF%20VERSION.pdf:1dmhmqiw][b:1dmhmqiw] Dust to Dust [/b:1dmhmqiw][/url:1dmhmqiw](The Energy Cost of New Vehicles From Concept to Disposal) kemur þetta fram að í hybrid bíla fer mikið meiri orka yfir lifitíman heldur en hefðbundna frumstæðari bíla.
[url=http://cnwmr.com/nss-folder/automotiveenergy/Hidden%20Cost%20of%20Driving%20a%20Prius%20Commentary.pdf:1dmhmqiw][b:1dmhmqiw] Falin orkunotkun við að aka Prius [/b:1dmhmqiw][/url:1dmhmqiw]
ÓE
07.09.2007 at 15:01 #596176Sumsé; bifreiðarnar í hlaðinu á Reyrengi 35 eru bara umhverfisvænar par excellance eftir allt saman. Góðar fréttir það, enda í fáum bílum fallegra hljóð en Patrolnum hans Óskars. Ég var að segja einum vini mínum þessar fréttir, en hann á Jeep Cherokee með V8 4,7 lítra, sem er kraftmikil og líklega alls ekki eyðslusöm að öllu skoðuðu. Sá varð harla glaður við og ekki að undra. Kannski ég hendi bara gamla Lancernum mínum og fái mér draumabílinn minn, Jeep Wrangler Unlimited Rubicon!
07.09.2007 at 15:20 #596178
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já maður er umverfisvænni en maður hélt Wranglerinn með hálfáttamótorinn er greinilega grænni en ég gerði ráð fyrir …hvernig var ekki borgin að bjóða frítt í stæði fyrir umhverfisvæn ökutæki?
ÓE
07.09.2007 at 16:43 #596180Þessir reikningar eru út í loftið. Það er t.d. ekki tekið fram hvort um er að ræða Hummer 1,2 eða 3 og þeir gefa sér að meðalending jeppanna sé þreföld á við fólksbílinn.
Ég er sammála því að þurfi að taka tillit til fleiri þátta en bara eldsneytis eyðslu ef menn ætla að meta áhrif bílavals á umhverfið, en að gefa sér að Hummer (eða wrangler) séu að jafnaði eknir þrefalt meira en bílar sem eyða minna eldsneyti en einfaldlega út hött.-Einar
07.09.2007 at 17:35 #596182Rafgeymarnir í þessum tvinnbílum endast bara ákveðið lengi. Það er takmarkað hvað hægt er að endurhlaða slíka rafgeyma, þeir eyðileggjast smátt og smátt.
Þarmeð þarf að losa sig við rafgeymana og kostnaðurinn við að skipta um allt draslið fer langleiðina í nýjan bíl, og því verður bílunum að öllum líkindum hent eftir þennan ákveðna tíma sem mengar svona svakalega..
Endingin er semsagt mun minni heldur en á venjulegum bíl.Þar eru forsendurnar fyrir þessu sem þeir eru að gefa sér.
kv
Gunnar.
07.09.2007 at 18:17 #596184sælir
Þetta eru skemmtilegar pælingar en ég held að ég verði að vera sammála EIK um að þetta er nú hálf hæpnar forsendur eins og þær eru settar fram þarna.
Jeppar eru yfirleitt keyrðir mun meira yfir sama tímabil og fólksbíll og því ekki hægt að miða endingartíma bifreiðar við akstursvegalengd.
Svo er það nú deginum ljósara að þetta er keypt rannsókn af bandarískum bílaframleiðendum …
kv
Agnar
07.09.2007 at 18:29 #596186hmm, ég skil ekki alveg. Ef við gefum okkur að jeppar séu keyrðir meira almennt (sem ég efast um að sé rétt) þá skil ég ekki að sami einstaklingur myndi keyra minna ef hann væri á annarskonar bíl. Eru þá ökumenn jeppa kannski öðruvísi en ökumenn annara bíla? Spyr sá sem ekki veit.
.
Mér finnst lógískt að miða við heildarakstur ökutækjanna, því væntanlega myndi sami einstaklingur keyra jafn mikið á annarskonar bíl (nema það sé svona miklu skemmtilegra að keyra jeppa að maður keyri miklu meira…).
.
Ég myndi ekki þora að fullyrða að þetta væri keypt niðurstaða, ekki frekar en ég þori að fullyrða að þetta sé ekki keypt.
.
Þarna er nálgast viðfangsefnið á annan hátt en oft áður og teknir fleiri þættir í jöfnuna, þættir sem ég held að menn hefðu mátt taka inní fyrir löngu síðan.
.
JHG
07.09.2007 at 18:40 #596188kanarnir eru ekki þeir einu sem hafa komist að þessari niðurstöðu með rannsóknum.
áður í sumar komu fram niðurstöður frá rannsóknum sem gerðar voru af virtum bílaspegulöntum í evrópu, þar sem kom fram að 500 hestafla v8 vél frá BMW væri umhverfisvænni en toyota hybrit vél úr príus.
það hefur alla tíð verið þekkt að rafgeymar eru mestu mengunarvaldar. þungmálmar og brennisteinssýra sem brotnar hægt niður í umhverfinu og valda skelfilegum genagöllum og örkumlu á fólki. í kanada eru stór landsvæði sem eru jafn illa farin af mengun frá rafgeymaverksmiðjum eins og finna má í fyrrum sovétríkjum eftir kjarnorkutilraunir.
ímyndið ykkur hvernig ástandið verður eftir 10 ár þegar koma þarf fyrir kattarnef milljónum stórra og baneitraðra rafgeyma úr príus og engin endurvinnsluúrræði til. þetta verður grafið eða sökkt í sjó við hliðina á gömlum kjarnorkuúrgangi.
07.09.2007 at 18:53 #596190
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Einar er ekki einn um að gagnrýna áætlaðan endigartíma hybrid bíla, [b:2me9n61e][url=http://www.nvo.com/cnwmr/nss-folder/automotiveenergy/Response%20to%20Pacific%20Institute.pdf:2me9n61e]hér[/url:2me9n61e][/b:2me9n61e] eru viðbrögð við erindi Pacific Institude sem gagnrýnir Dust to Dust skýrsluna. Og hér [b:2me9n61e][url=http://www.nvo.com/cnwmr/nss-folder/automotiveenergy/Why%201001000%20Miles%20for%20Prius.pdf:2me9n61e]hvers vegna 109.000 mílur[/url:2me9n61e][/b:2me9n61e] og einnig [b:2me9n61e][url=http://www.nvo.com/cnwmr/nss-folder/automotiveenergy/Who%20funds%20our%20research.pdf:2me9n61e]hver fjármagnar?[/url:2me9n61e][/b:2me9n61e]
ÓE
07.09.2007 at 21:11 #596192Vélin komin úr pattanum, kannski maður ætti að lækka hann og …..
[img:19w4fd33]http://www.pipeline.com/~bkyaffe/altfuel/image/fnwincar.jpg[/img:19w4fd33]
08.09.2007 at 11:02 #596194Ofurjeppakallar sem aka mest einir um á fáránlega stórum og þungum farartækjum eru umhverfisóðar einfaldlega vegna þess að þeir gætu komist af með minni og léttari farartæki. þetta hefur ekkert að gera með hvort bíllin er búin til úr grasi eða úraníum. Það er grátbroslegt að að lesa þennan þráð og fréttina á mbl, þar sem menn sem eru að nota þyngri farartæki en þeir raunveruleg þurfa grípa þessa annars ágætu rannsókn á lofti og snú svo út úr henni að þeir eru farnir að trúa því að þeir séu umhverfisvænir.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.