This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Agnar Benónýsson 19 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
16.10.2005 at 11:20 #196464
Sælir félagar,
Þeir sem gera út á vélsleðaferðir með túrista kvarta sáran undan því að jeppabílstjórarnir aki iðulega sleðaleiðirnar sem reynt er að halda úti fyrir þennan rekstur. Ef snjóalög eru mjúk þá myndast djúp hjólför og liðið sem er oftast að fara í sína fyrstu (og jafnvel síðustu) sleðaferð veltir gjarnan sleðunum við að lenda í þessum hjólförum, með tilheyrandi tjónum og töfum. Eruð þið virkilega svo aum að geta ekki farið ykkar eigin leiðir,- eða er ekki nóg pláss á jöklunum? Þurfi að fara yfir þessar sleðaslóðir þá endilega farið sem þverast á þær, og hið sama gildir reyndar um hundasleðaslóðirnar.
Frá skálanum í Skálpanesi liggur um 2ja km. langur vegspotti niður að Suðurjökli, í eigu Afþreyingarfélagsins það ég best veit og notaður m.a. til að koma sleðaliðinu á jökul þegar lítill snjór er. Því má vel skilja gremju veghaldarans ef vegurinn er útspólaður og ónothæfur fyrir sleðatúristana. Jeppabílstjórar, vinsamlegast sýnið tillitsemi!
Þess fyrir utan þá er ekki mikill snjór á Suðurjökli og stutt ofan á svelgina sem bíða eftir að svelgja í sig jeppana…- endilega hafið samband við sleðagædana í Skálpanesi ef þið eigið leið hjá. Þeir vilja gjarnan leiðbeina ykkur með hvar best er að fara.
Ingi -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.10.2005 at 12:58 #529448
Góð áminning hjá Þorvarði Inga. Á landsfundi klúbbsins uppi í Setri um síðustu helgi var rætt um slóðamál og ýmislegt sem tengist ferðafrelsinu og möguleika okkar til að hafa áhrif á þróunina í þeim efnum. Það var nokkur einhugur um það að það sem væri mikilvægast til að tryggja stöðu okkar almennt sé baráttan gegn utanvegaakstri og að jeppamenn sýni almennt af sér tillitsemi og góða framkomu í ferðum sínum. Þetta er einmitt eitt af því sem það getur átt við.
Fyrir nokkrum árum kynnti klúbburinn siðareglur jeppamanna. Það er kannski orðið tímabært að minna á þær en ein reglan er svona:"Forðumst að aka í förum vélsleða eða þar sem búast má við umferð sleðamanna.
Í þungu færi geta jeppar skilið eftir sig djúp för. Vélsleðum getur verið hætta búin af slíkum förum. Við höldum okkur því utan við þekktar leiðir vélsleða."Það er nóg pláss fyrir alla á jöklunum, allavega flestum þeirra.
Kv – Skúli
16.10.2005 at 13:19 #529450Það ætti ekki að vera nema sjálfsögð kurteisi að keyra ekki í sleðabrautum.
En Hins vegar pirrar það mig ofboðslega þegar ákveðnir ferðaþjónustuaðilar þykjast eiga hinn eða þennan slóðann uppi á hálendinu líkt og sagt er hér að framan.
Vegir á Afrétti líkt og umræddur vegur eru ekki og geta ekki verið einkavegir óháð því hver lagði þá og heldur þeim við.
Benni
16.10.2005 at 13:38 #529452Sama hver á veginn þá er nú allt í lagi að taka tillit til þess hver hefur kostað lagningu hans og viðheldur honunm. Þetta eru ekki sjálfgefin þægindi að lagðir séu vegir að jökulrótum, jafnvel fólksbílafærir þannig að sýnum tillitsemi.
Kv. Davíð
16.10.2005 at 14:01 #529454Já þetta með einkavegi er svolítið snúið. Mér skilst að það sé klárt að hafi verið fengið opinbert fé í lagningu vegar, t.d. styrkur frá Ferðamálaráði, Vegagerðinni eða öðrum aðilum, þá má ekki loka honum fyrir almennri umferð. Ef einhver leggur veg alfarið á eigin kostnað og fær til þess leyfi skipulagsyfirvalda á svæðinu er þetta kannski snúnara en þarna er landið náttúrulega í almenningseign en ekki einkaeign. En þá komum við einmitt aftur að þessu með tillitsemina. Veghaldarinn kostar viðhald á veginu og þá er eðlilegt að ræða við hann. Í slíkum tilvikum getur það þýtt fjárhagslegt tjón fyrir þá ef vegurinn er blautur og þungur bíll kemur og grefur slóðina og spólar hana út.
Kv – Skúli
16.10.2005 at 14:02 #529456Það er ekki nema sjálfsagt að virða umgengni annara að hálendinu og er nokk sama hverjir eiga í hlut en ég tek undir með Benna að vegir lagðir í almenningi geta ekki verið í einkaeigu hver svo sem kostaði lagningu þeirra, En svo má lika gera kröfu til ferðaþjónustuaðila um að þeir gæti þess að vera ekki að loka eða gera sér brautir á stöðum sem jeppar hafa farið á hveju ári inn á jökla og þar með torvelda jeppum aðkomu með tilheyrandi ásökunum á víxl.Virðingin verður að vera báðu megin frá
Klakinn
16.10.2005 at 14:14 #529458Ég var nú ekki með þessu að hvetja menn til að sýna ekki tillitssemi – hún er sjálfsögð og á við í umferðinni hvar sem ekið er.
Og að sama skapi er sjálfsagt og eðlilegt að sýna þeim aðilum sem lagta hafa fé í vegi tillitssemi með akstur á þeim vegum.
En það breytir ekki þeirri skoðun minni að vegir á almannalandi verða alltaf almannavegir og aðalskipulag miðhálendisins er á sama máli.
Það að einhver ferðaþjónustuaðili sjá SÉR hag í að halda veginum góðum fyrir SÍNA starfsemi er bara jákvætt og það ber að virða – en að láta í það skína hér að ofan að við séum að fá að fara á jökulinn við Skálpanes fyrir náð og miskun þessa aðila er bara bull og að við þurfum að spyrja hann um leyfi er líka bull – en að sýna tillitsemi og bera virðingu fyrir fjárfestingum annarra, það er ekki annað en sjálfsagt og eðlilegt og ekki mun ég aka þennan veg blautann frekar en aðra vegi nema í neyð.
En það að aka aðra vegi blauta virðist þó ekki vefjast fyrir ferðaþjónustuaðilum samanber útganginn á Kjalvegi að Skálpanesi í vor. Magnað hvað vegurinn lagaðist mikið þegar komið var framhjá Skálpanesafleggjaranum – og það eru meðal annars MÍNIR skattpeningar sem fara í að laga þær skemmdir.
Benni
16.10.2005 at 18:30 #529460Mikið innilega er ég sammála þér Benni.
Gísli Þór
16.10.2005 at 20:51 #529462Það er nú einfaldlega þannig, ferðamenn góðir, að ef ekki fyrir frumkvæði Valda Víbon á þeim tíma hjá ‘Islenkum ævintýraferðum að mig minnir,- , þá væri einfaldlega enginn uppbyggður vegur frá Bláfellshálsi á Skálpanesið, og enginn ruddur slóði þaðan að jökli. Sem sé, við hefðum ekki þennan aðgang að Langjökli sem við höfum nú. Sama gildir um aðkomuna að jöklinum við Jaka, þó svo sá vegur hafi eflaust verið byggður fyrir almannafé þá var það aðeins fyrir atbeina þeirra sem gerðu út á jökulinn. Því er kannski í lagi að taka tillit til þeirra sem eru að vinna þarna flesta daga, -svo koma jepparnir um helgar aðallega og grafa sínar grafir. Ekki algilt auðvitað, -og ég bist forláts fyrir hönd þeirra sleðagæda sem fúlir eru orðnir, þetta er bara svo andskoti lýjandi að þurfa að kljást við hjól- og spólförin með sleðatúristana þegar þannig til háttar.
Varðandi skemmdir á Kjalvegi að Bláfellshálsi, -ég sé bara ekki muninn á því hversu oft maður hrærir í sömu drullunni. Það sem skiptir máli er að vegurinn sé heflaður svona rétt þegar hann er að verða þurr. ‘Eg er hættur að trúa á lokun vega vegna aurbleytu, held að það sé bara betra að hræra svolítið upp í þeim og sökkva grjótinu.
Ingi
16.10.2005 at 21:49 #529464
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Vild bara stinga inn smá leiðréttingu varðandi vegslóðann sem liggur frá Bláfellshálsi að Skálpanesi. Sá sem ýtti upp þessum veg/slóða heitir Sigurður Sigurðsson og var það gert haustið 1990 (að mig minnir). Þetta var fyrsti slóði sem gerður var inn að Skálpanesi og var hann ætlaður fyrir sleðaleigu í eigu Sigurðar.
Bara að segja til um uppruna vegarins, kemur því ekkert við hverjir mega keyra þar eða ekki, enda enginn einkavegur.
Kveðja frá baunalandi
Eyþór
16.10.2005 at 23:02 #529466Mér finnst þarft að það sé minnst á þetta efni öðru hvoru.
Sjálfur hef ég nú starfað í þessum bransa talsvert og finnst það alvegt sjálfsagt og oft á tíðum gaman þegar jeppamennirnir kíkja inn á okkur skálunum til að spjalla og spyrja ráða varðandi færð og leiðir, og munið að það er alltaf heitt á könnunni.Að sama skapi er frekar pirrandi þegar menn nota rampinn sem við notum til að leggja sleðum á er notaður sem jeppastökkpallur eins og gerðist í dag.
Hinsvegar er oft á tíðum mikill erill þegar stórir túristahópar koma og erfitt að spjalla, þessir túristar eru oft á tíðum eins og stór börn þarna, náttúrulega umhverfi sem er þeim eins framandi eins og japanskt Geishu hús væri okkur.
Ég sjálfur hrylli oft við þegar menn bruna fram hjá skálunum án þess að tala við einn eða neinn og oftar en ekki án þess að slá af, það gerðist marg oft upp við Jaka í sumar. Vil bara minna á að það eru fullorðnir, börn og dýr að væflast í kringum skálana og sjálfsögð tillitssemi að slá aðeins af. Oftar en ekki eru sleðaslóðirnar sem búið er að eyða tíma og einhverju smá af peningum svo notaðar til að komast áfram.
Þegar svo er þá fýkur nú aðeins í mann. Við viljum helst nota sömu slóðirnar og þá sérstaklega fyrstu kílómetrana upp jökulinn. Annar viðkvæmur staður er þar sem ferðin byrjar það er frekar erfitt að koma óvönum, oft fólki í yfirvigt með eiginkonuna eða manninn aftan á, af stað þegar það þarf að byrja að krossa djúp jeppaför og það eru ófáar velturnar sem hafa gerst þá.Annars hefur þetta batnað mikið síðan ég byrjaði í þessu fyrir rúmum fimm árum, þá var það nánast undantekning að menn keyrðu annars staðar en í sleðaförunum núna er það frekar undantekning að menn keyri í þeim.
Varðandi Kjalveginn þá er hann oft ansi skrautlegur á vorin og það eru nú ekki bara ferðaþjónustujeppar sem keyra hann þó ég gæti trúað að það væri kannski helmingur traffíkurnar á þessum tíma. Vegagerðin veit vel af þessu og það er haft samband við þá á hverju vori og fengið einhverskonar samþykki frá þeim. Ferðaþjónustan hefur haft ágætis samstarf við Vegagerðina enda eru þeir flestir öðlingar sem þar starfa. Einnig er efnið í Kjalvegi mun moldarkenndara milli Sandár og Bláfells heldur en hinum megin og þ.a.l. sést mikið meira á honum.
Ferðaþjónusta á jöklum er orðin talsvert mikil þrátt fyrir að það séu oft afspyrnuerfiðar aðstæður sem við þurfum að glíma við. Og það er alveg ljóst að það verður ekkert hætt að keyra Kjalveg á þessum tíma, þar sem peningarnir í kringum þetta eru orðnir of miklir (þó þeir skili sér reyndar ekki í vasa fyrirtækjanna því miður).
Þetta mun ekkert batna fyrr en Kjalvegur verður byggður upp að Grjótá.Vinsamlegast takið tillit til sleðaslóða, kíkjið í kaffi og afsakið ef menn eru eitthvað þurrir í skálum það á sennilega sínar ástæður (slæmur dagur).
Það er nóg pláss á jöklum.Kveðja
16.10.2005 at 23:53 #529468Þetta er athyglisverð umræða og virðist vera að kurteisi, geðprýði og virðing fyrir öðrum skiptir mestu máli. En ég staldraði við eina setningu: "Og það er alveg ljóst að það verður ekkert hætt að keyra Kjalveg á þessum tíma, þar sem peningarnir í kringum þetta eru orðnir of miklir (þó þeir skili sér reyndar ekki í vasa fyrirtækjanna því miður)." Nú vakna reyndar spurningar hjá mér því ég hélt að akstursbann gilti fyrir alla. Sé það svo að sumir fari lokaða vegi með ‘samþykki’ vegagerðarinnar þá þurfa þeir aðeins að yfirfara regluverkið sitt. Ekki það ég hafi neitt við það að athuga að menn sinni sinni atvinnu, en manni finnst að maður ætti rétt á að vita af hverju má hann enn ekki ég; hvað þarf ég að gera til að mega og hvað gæti breyst svo að hann mætti ekki.
kv.
ÞÞ
17.10.2005 at 07:52 #529470Þetta finnst mér vera afskaplega vel orðað og kurteisislegt erindi um að við tökum tilit til vinnuaðstæðna þessara manna og er ekki nema sjálfsagt að bregðast jákvætt við.
En því miður er ekki hægt að bregðast jákvætt við aðstæðum eins og Tuddinn lýsti það að sýna óviðkomandi frekju og yfirgang er ekki afsakanlegt með þvi að viðkomandi hafi haft erfiðan dag og jú það eru misjafnir sauðir báðu megin því miður.
En flest allir sem koma nálæt vinnu við ferðamenn þekkja erfiða daga en kunningi minn kom að skála þar sem svona vélsleðaferðir eru stundaðar út frá og óskaði eftir upplýsingum sem hann fékk ekki og var tjáð er hann óskaði eftir að fá að nota salerni að þetta væri ekki fyrir almenning.eins í einni Litludeildarferð var konum neitað um aðgengi að salernum og að ná fram upplýsingum um hvar mætti fara upp var ómögulegt með þeim afleiðingum að 2-3 bílar lögðu upp vélsleðaslóðan en þá komu upplýsingarnar og þær hastarlegar.
Ég fyrir mitt leiti tel það vera sjálfsagt að virða aðgengi og vinnu þessara ferðþjónustu aðila en geri fulla kröfu um að þegar leitað sé upplýsinga,Sé mér mætt með fullri kurteisi og er mér alveg slétt sama um það hversu erfiður dagur viðkomandi guide hefur haft hann hefur ekki frekar en ég leyfi til að taka það út á öðrum það kalla ég hroka og frekju og mæti slíkri framkomu með engu minni frekju og hroka.En ég hafna með öllu að það séu einkavegir í Almenningi í óbyggðum.
Og þótt ég beri mikla virðingu fyrir Inga og tel hann vera einn færasta og fróðasta fjallamann sem ég þekki ásamt því að heilsteyptari maður er vart fundinn þá fer ég fram á að hann og Birgir snúi sér að sínum félögum og lagi framkomu þeirra þá lagast hitt.Kv Klakinn
17.10.2005 at 09:44 #529472Ferðaþjónustan hefur ekki leifi til þess að fara um lokaða vegi þó að vegagerðin viti af því að það sé gert. Þannig að það má kanski kalla þetta þögult samþiki.
En ég stórefa það að Birkir geti tekið sig til og lagað viðmót allra þeirra sem koma að sleðaferðum á jöklum landsins en ég held að oftast nær geti menn ekki kvartað yfir því viðmóti sem þeim mætir hjá þessum þjóðflokki sem kúldrast í þessu túristabrasi.
Allir geta átt þessa umtöluðu erfiðu daga en það réttlætir auðvitað ekki dónaskap en hér komum við að því sem er rauði þráðurinn í þessu, tillitsemi og virðing af beggja hálfu er bráðnauðsinlegur þáttur í ferðamennsku almennt og gerir hana skemtilegri fyrir vikið.Kv. Davíð
17.10.2005 at 10:01 #529474Ég held að vegurinn frá skálanum við Mýrdalsjökul, að jökli sé einkavegur. Vegurinn upp að skála er öllum opin, enda er vegagerðin með hann á sinni könnu. Frá skála og að jökli held ég að sé einkavegur, á einkalandi lagður fyrir eigið fé.
Hlynur
17.10.2005 at 12:31 #529476… er einkavegur á einkalandi og lagður fyrir eigið fé. Mér skilst að það hafi aldrei verið vandamál að fá að nota hann svo framarlega sem menn valda ekki skemmdum og fara um hann í samráði við landeiganda.
Tökum tillit og verum til fyrirmyndar sem ábyrgt jeppafólk.
Kv, Ólafur
Jeppa og sleðamaður.
17.10.2005 at 12:39 #529478
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
er ekki bara málið að hætta að pæla í hver á veginn, bara ganga um með virðingu um alla vegi landsins, svo vitum við það að einkavegum má loka, en það er yfirleitt ekki gert að ástæðulausu…en ef að við göngum vel um vegina, þá eru allir sáttir 😀
17.10.2005 at 13:22 #529480Mig minni að fyrir c 2 árum hafi verið rætt um tiltekinn slóða og hafi þar komið fram að Vegagerðin léti fé í viðhald slóðans sem væri á hendi Landeigenda
Klakinn
17.10.2005 at 15:10 #529482… er á hendi vegagerðar, enda vegur nr. 221.
Umræddur vegur í þessum þræði er frá skála Arcanum og upp á Mýrdalsjökul.
17.10.2005 at 15:20 #529484Samkvæmt gildandi [url=http://www.althingi.is/altext/131/s/1441.html:2xjf354m]samgönguáætlun[/url:2xjf354m] liggur þjóðvegur númer 222 frá hringvegi að Mýrdalsjökli, um Sólheimakot. Áætlað er að setja 21 miljón í þennan veg á árinu 2008. Það væri frekar fyndið ef "landeigendur" kæmust upp með að stjórna umferð á jökulinn með því að skilgreina síðustu metrana sem einkaveg.
Á vef vegagerðarinnar eru upplýsingar um [url=http://www.vegagerdin.is/leidir/mst_0134/vl_066244.html:2xjf354m]vegalengdir[/url:2xjf354m] að Mýrdalsjökli.-Einar
17.10.2005 at 16:18 #529486eru þeir eitthvað að reyna að stjórna umferð um þennan veg, veit ekki betur en að jeppamenn aki þennan slóða að vild í góðu samráði við sleðamenn?
Ætlast þeir ekki bara til þess að menn umgangist þennan veg eins og hvern annan slóða á hálendinu, þ.e. skemmi hann ekki í bleytutíð o.s.frv. Það er nú einu sinni þannig að ef þú býrð eitthvað til þá viltu síður að það verði eyðilagt, sérstaklega ef þú notar það daglega.
AB
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.