This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Baldvin Zarioh 17 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Árið 1994 kom út bókin Jeppar á Fjöllum og var önnur prentun gefin út árið eftir.
Þetta er eiginlega flottasta jeppabók sem til er þótt 13 ára gömul sé.
Bókin er löngu uppseld, ég man ég keypti mína í Bílabúð Benna 1997/8.
Auðvitað er margt í henni úrelt, eins og lóran umfjöllun ofl. en hún er stórmerkileg
að mínu mati og synd hvað fáir eiga hana í ljósi aukinnar jeppamennsku
síðustu ár.Ég átta mig ekki alveg á því hvort klúbburinn gaf hana út, held samt ekki.
Ég er að spá, hvað þyrfti að gera til fá að gefa hana út á rafrænu formi?
Ég er ekki að tala um að uppfæra hana eða neitt, bara koma henni til jeppaáhugamanna
ókeypis, á löglegan hátt, og þá sem PDF, þar sem mig grunar að marga langi í hana og enn
fleiri vita ekki af henni en myndu hafa gaman af.-haffi
You must be logged in to reply to this topic.