This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefanía Guðjónsdóttir 17 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Aðdragandinn að því að ég pára niður þessar línur er auðvita orðin langur. En þó hefur ýmislegt nýverið hreyft meira við mér en venja er til. Þar er aðalatriðið að allir mögulegir eru að hafa áhrif á ferðafrelsi okkar. Ég ætla að útskíra það í stuttu máli. En fyrst langar mig að minna menn á hvað Ferðaklúbburinn 4×4 er: Ferðaklúbburinn er fyrst og fremst hagsmunasamtök jeppamanna og eru grunn atriðin einföld. Þ.a.s að viðhalda frelsinu til þess að aka um á breyttum jeppum um óbyggðir ísland. Margir hafa kannski gleymt þessu höfuðmarkmið og halda að grillerí og fjallaferðir og skemmtanir sé markmiðið, en ég lít á slíka hluti sem bónus ofaná grunn markmiðin.
Þá að aðal atriðinu, af hverju þessar línur nú, jú fyrir skemmstu hefur stækkun friðlandsins í Þjórsárverum verið til umfjöllunar og í tengslum við verkefnið kom fram í viðtali við Árna Bragason fyrrverandi formann náttúruverndarsvið umhverfisstofnunar, að haft hafi verið samband við alla hagsmunaraðila í tengslum við stækkun friðlandsins.
Það sem er sérkennilegt við máli er að svo að segja einu ábúendurnir ( við ) erum ekki virtir viðlit, en með stækkun friðlandsin verður friðlandir komið í hlaðið á Setrinu. Auk þess eru við þeir sem hvað mest nýtum svæðið til ferðalaga.
Annað mál er ný stofnuð nefnd samgönguráðuneytisins sem á að fjalla um hálendisslóða. Þar komum við ekki að máli og ekki heldur nokkuð annað útivistarfélag eða Samút.
Það er með ólíkindum hvernig sífellt er hægt að sniðganga 30.000 manna, sífellt stækkandi hóp útivistarfólks. Á sama tíma er oft kallað í smá örfélög með fáeina félagsmenn að því að þau skilgreina sig sem náttúruverndarfélög.
Þriðja máli er samningur Loftmynda og Fljótsdalshrepp, en nota á loftmyndir Loftmynda til þess að skilgreina og loka slóðum, þarna er reyndar verið að sniðganga fleiri heldur en útivistarfólk, þarna er verið að sniðganga bróðurpart þjóðarinnar.
Því ætla ég enn einu sinni að minna menn á það að ferlagrunnur Ferðaklúbbsins 4×4 er besta varnartækið og í raun nánast það eina. Þar verða menn að taka sér tak og aðstoða klúbbinn og senda ferla í grunninn. Með því að vera með öflugast gagnagrunn landsins, þá eykur það trúverðuleika klúbbsins og mögulega innkomu okkar í mál sem skipta okkur öllum máli ( ferðafrelsið ).
Ferlameilið rotta01@gmail.comPs þinn ferill getur skipt máli, þannig getur þú lagt Ferðaklúbbnum lið.
You must be logged in to reply to this topic.