This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Þorsteinn Svavar McKinstry 15 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Jeppamenn óskast
Fjallarallfélag Íslands, sem er nýstofnað félag um keppnishald á svokölluðum Cross Country Rally keppnum, óskar eftir að komast í samband við áhugasama jeppamenn. Leitað er að úrræðagóðum og traustum jeppamönnum sem vilja taka að sér ýmis verkefni á fjöllum.
Verkefnin eru tengd öryggismálum, eftirliti, kvikmyndatöku og tímatöku á meðan keppni stendur. Væntanlegir starfsmenn fá allan nauðsynlegan sérhæfðan búnað til þeirra verka sem þeir koma til með að sinna ásamt námskeiðum um tæknimál, öryggismál og tímatöku eftir þörfum. Einnig fá þeir GPS tæki og kort ásamt sérstökum gerfitunglaeftirlits- og neyðarkalls-búnaði.
Um er að ræða 5 daga verkefni á hálendi Íslands dagana 19. – 23. ágúst. Leitað er af vönum fjallamönnum sem eru staðkunnugir á hinum ýmsu vegum og slóðum og geta lagt til jeppa. Greitt verður fyrir bíl og mann en viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt og hafa einhverja tungumálakunnáttu. Með ökumönnum munu fara aðstoðarmenn sem hafa farið á sömu námskeið eða sérhæfðir „Marshals“ erlendis frá í einhverjum tilfellum. Um er að ræða 4 -18 bíla mismunandi eftir dögum Þannig geta menn tekið að sér einn eða fleiri daga eftir hentugleikum. Einnig kemur til greina að greiða mönnum fyrir gistingu í eigin tjöldum, tjaldvögnum, fellihýsum, hjólhýsum eða húsbílum. En annars verður mönnum séð fyrir gistingu.
Hér er um skemmtilega og spennandi nýjung að ræða sem gefur mönnum og vélfákum kærkomið tækifæri til að viðra sig á fjöllum og taka þátt í alþjóðlegu ævintýri. Þó óskað sé eftir manni og bíl hentar þetta einnig tveimur eða fleirum saman jafnvel fjölskyldum sem vilja gera skemmtiferð úr verkefninu. Jafnframt er þetta mikilvæg viðbót fyrir ferðaþjónustufyrirtækin í landinu sem munu þjónusta, hýsa og fæða keppendur og lið þeirra. Keppnin er atvinnuskapandi og ætti að hafa jákvæð áhrif á samfélagið og vera í sátt við umhverfið enda verður sérstök áhersla lögð á umverfismál.
Þetta er einstakt tækifæri til að fá að kynnast fjallaralli og þeirri stemmningu sem fylgir. Þess má geta að þeir sem eiga ekki heimangengt meðan rallið stendur geta horft á það á Motors TV síðar á þessu ári eða keypt DVD mynd um keppnina. Allir sem að keppninni munu koma fá sérstaka minjagripi í viðurkenningar og þakklætisskyni og til minningar um viðburðinn.
Frekari upplýsingar um Íslenska Fjallarallið eða Iceland Cross Country Rally ICCR má finna á heimasíðu félagsins: iccrc.is
Kveðja
Steini
You must be logged in to reply to this topic.