Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Jeppamenn eru aumingjar!!! eða hvað……
This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 18 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.11.2006 at 20:51 #199005
Ég sat hér uppi á kvist áðan og var að horfa á börnin með öðru auganu renna sér niður hólinn/hitaveitutankana við Háteigsveg.
Svo um kaffi leitið fóru krakkarnir frá í smá stund, sennilega til að fá sér eitthvað í gogginn, þá birtist einhvert Trúber-flak og fer að reyna hvað hræið kemst langt upp brekkuna, fyrst án framdrifs + nokkrir spólhringir fyrir neðan og svo með framdrifi upp í brekkuna aftur.
Ég reyndar efast um að nokkur sem les þessa síðu mundi gera svona lagað, en mér finnst vera verulega skömm af þessu fyrir okkur Jeppa-liði og ekki okkur til framdráttar.
Kv. Atli E.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.11.2006 at 21:18 #568864
ég vil líka klappa fyrir manninum á patrolnum í gærkvöldi sem fannst ógeðslega gaman að keira niður skíðabrekkuna hérna í breiðholtinu.
Þetta var nýlegur bíll, og vona ég að eithvað pabba greiið hafi lánað syni sínum óvart bílinn.
20.11.2006 at 21:22 #568866Fóstu ekki út og stoppaði þennan bjána það er sem á að gera og taga niður bílnúmer
k,,, MHN
20.11.2006 at 21:30 #568868ná bara í myndavélina og taka myndir og byrta opinberlega. Segja svo í nafni klúbbsins að þetta sé ekki liðið af neinum í okkar félagsskap eða hvað þá stundað af neinum okkar.
Haffi
P.S Hvar var þyrlan núna?
20.11.2006 at 21:39 #568870Mér finnst þessi umræða skjóta upp kollinum í hvert sinn sem snjó festir á höfuðborgarsvæðinu, jeppamenn að keyra í skíðabrekkum eða á öðrum stöðum sem krakkar koma saman til að leika sér.
Hvers vegna fara þessir menn ekki á fjöll???Kv.
Ásgeir
20.11.2006 at 21:49 #568872Sælir félagar, ég er búinn að vera starfsmaður í Bláfjöllum í 7 ár og oft þá meina ég oft höfum við lent í því að við vinnum skíðabrekkurnar á kvöldin svo að þær séu orðnar frostnar að morgni fyrir skíðafólk, en þegar við förum að skoða aðstæður að morgni þá er búið að spóla upp í þær og þar að leiðandi þarf að byrja að vinna þær upp á nýtt,kannski á síðustu stundu er því lokið og þá er snjórinn laus í sér og ekki nærri því jafn gott að skíða,ég tala nú ekki um það ef halda á mót hjá skíðakrökkunum,Ég er nú jeppamaður sjálfur og skil svosem þörf manna á því að fá útrás í snjónum en þetta er samt ekki gott.
21.11.2006 at 01:25 #568874Ég þoli ekki svona alhæfingar, ,,Jeppamenn eru aumingjar“
Allavegana, þá held ég að það sé alltaf lítill hluti af svörtum sauðum sem hugsa ekki alveg áður en þeir framkvæma.
Það er líka nóg af svæðum sem hægt er að leika sér aðeins á. Skreppa uppá Úlfarsfell t.d.kkv, S. Úlfr
21.11.2006 at 09:28 #568876Ég verð nú bara að vera sammála Atla sem hóf þennan þráð. það eru allt of margir sem ættu að skammast sín fyrir hvernig þeir haga sér. Auðvitað er flestir vel hugsandi, en hinir eru samt allt of margir.
Ég sé dæmi um þetta á hverjum morgni þegar ég fer að heiman. Í mínu næsta nágreiini er einhver á 38" bíl sem fer að stytta sér leið yfir tún og gangstéttar um leið og snjór fellur. Hann gerir þetta allan veturinn ef snjór er á jörð og eingöngu til að stytta sér ferðina um ca. 200m.
En eins og máltækið segir, fólk er fífl.Emil
21.11.2006 at 09:53 #568878Svona aðila á hreinlega að svipta skírteininu,að vera að spæna í brekkum barnanna er hreint og beint skemmdarverk,og hrein heimska.
Það er alveg kristalltært að þessir aðilar stíga ekki í vitið.
21.11.2006 at 13:38 #568880Það var eitt svona gáfumenni í Setberginu í gærkvöld, í brekkunni austan við "rúllutertuna". Þarna voru krakkar (og fullorðnir) að renna sér á skíðum og snjóbrettum og förin eftir jeppa eru ekkert annað en slysagildra. Það var hringt á lögregluna sem ræddi við viðkomandi ásamt því sem gaurinn var skammaður á staðnum af þeim sem þarna voru.
22.11.2006 at 00:10 #568882Voðalega eru menn heilagir sem halda því fram að þeir hafi aldrei framkvæmt nein heimskupör af vanþroska eða kjánaskap. Þau voru ófá hjá undirrituðum á yngri árum og enn kemur fyrir að ungæðisháttur grípi mann – sem betur fer.
Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum.
22.11.2006 at 08:08 #568884er það heimska eða gáleysi,nema hvortveggja sé.En ég sé ekki að það sé nein afsökun fyrir áframhaldandi skemmdir og gáleysi sé afsakað með því að aðrir hafi gert þetta eða ég þegar maður var ungur og fallegur,(það er langt síðan),það er einfaldlega óafsakanlegt að vera að skemma brekkur og leiksvæði fyrir öðrum,með fiflaskap,og eins og Emil benti á þá virðist þessi jeppaeigandi gera sér að leik á hverjum einasta vetri að aka yfir umferðareyju og gangbraut,til þess eins að stytta sér aksturinn um 150m,hvimleiður andskoti að horfa uppá á hverjum einasta vetri,og svo mikið er víst að ef ég sé eitthvern aka þarna yfir mun ég umsvifalaust láta lögreglu vita.
Klakinn
22.11.2006 at 12:01 #568886Þetta er ekki spurning um að menn megi ekki leika sér, bara að gera það á þann hátt að þeir skemmi ekki fyrir öðrum.
T.d. hef ég mjög gaman af því að kremmja saman bíla með stórvirkum vinnuvélum. Ég lít svo á að ég megi ekki gera það við Patrolinn þinn, því þá er ég að skemma fyrir þér, en ég má gera það við bíl sem ég á sjálfur, því þá er ég bara að skemma frá sjálfum mér.
Kv. Atli E.
22.11.2006 at 13:11 #568888Atli hefurðu einhverja sérstaka löngun í að ráðast þá eingöngu á Patrol jeppa. Mér finnst þú fordómafullur, af því að þú ekur Toyotu geturðu ekki kramið Toyotu.
Skammastu þín bara.LG
22.11.2006 at 13:23 #568890Nú vorum við heppnir Lúther,hann hefði getað nefnt MMC hehe.
Kannski það sé skemmtilegra að kremja Patta :-).
Lúther hvernig var annars lagið,var það ekki / Patrol er fastur og vantar nýja vél.Kv
JÞJ
22.11.2006 at 14:47 #568892Atli eru þetta bara ekki þeir sem eiga jeppa sem hafa aldrei farið útfyrir Elliðaár?
Ég skil alveg að þeir þurfi á þessu að halda.
Lausnin held ég að sé að dreifa götukortum af Reykjavík sem ná út fyrir Elliðaár á bensínstöðvum bæjarins.
Þannig myndu þessir 101 jeppa menn rata út fyrir bæinn til að leika sér.Kveðja Fastur
22.11.2006 at 20:06 #568894Ég veit ekki með þetta, auðvitað á ekki að spóla í skíðabrekkum, en það sem mér þykir öllu leiðinlegra er þegar menn á 38" bílum og þaðan af stærra eru að keyra fram hjá pikk föstum fólksbílum án þess að bjóða aðstoð sína. Ég veit það bara að þar sem ég bý þá er fólk alveg stein hissa að maður gefi sér tíma í hádeginu á sunnudegi til að hjálpa því að komast upp brekkur. eða til að komast út botlanga og uppá götu þar sem búið er að skafa. Þar sem ég bý voru amk. 15 fastir bílar um hádegi á sunnudag og ég tók mér 1 klukkutíma til þess að hjálpa þeim uppá skafinn veg. (Og oftar en ekki heyrði ég: Ég sem hélt að jeppa menn væru svo hrokafullir að þeir myndu ekki hjálpa neinum: og ég svaraði um hæl svona er þetta hjá félögum í F. 4X4) En hvað varðar að keyra uppá allt og út um allt þegar snjór er, þá er það nú bara oft þannig að maður þarf að fara uppá gangstétt eða annað til að koma framm fyrir fasta bíla eða annað, því jú fólksbílaeigendur þurfa oft að skilja bíla sína eftir.
Kv. ljósmyndarinn
22.11.2006 at 20:34 #568896Varð svolítið var með þetta á sunnudaginn,en ég var um 2 1/2 tíma í að draga fasta bíla.
En þegar maður bauðst til aðstoða fólkið með bílanna,var það frekar hissa og sagði oft,stoppa jeppamenn og draga þessa fólksbíla.Kv
JÞJ
22.11.2006 at 22:32 #568898uppfæra
22.11.2006 at 22:34 #568900
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég dró ekki eina einustu druslu í ófærðinni um dagin…. er ekki græjaður í það er bara með stóran teygjuspotta sem passar ekki a neina fólksbila plús Það að þegar eitthvað kemur uppá þá langar mig ekkert að bera ábyrgðina því þá verður allt vitlaust……. hjálpaði ekki einu sinni lögguni fólk á bara að vera heima hjá sér…… aftur á móti keyrði eg heilt kvenna fótboltalið heim úr bænum og hafði gaman af
22.11.2006 at 23:13 #568902Ég reyni nú yfirleitt að hjálpa þessum greyjum. En mér finnst stundum að það sé gert ráð fyrir því að við hjálpum.
.
Eitt sinn er allt var ófært í bænum þá hafði fjölskyldumeðlimur samband og var í vanda. Ég dreif mig af stað og hafði ekki tíma til að hjálpa ókunnugum (fjöldskyldan fyrst, hinir seinna).
.
Það var litið á mig eins og ég væri að svíkja þá sem ég keyrði framhjá.
.
En spaugilegast fannst mér þegar ég stoppaði áður en í bratta brekku var komið til að setja í drifið. Bíll fyrir aftan mig flautaði og keyrði síðan framúr. Nokkru ofar þá festi viðkomandi sig og varð svolítið kindarlegur þegar ég stoppaði og bauð spottann
.
En hvað málefnið varðar þá trúi ég ekki að þetta séu þroskaðir jeppamenn. Líklegast hafa þetta verið guttar annað hvort á fyrsta jeppanum sínum eða það sem líklegra er, jeppanum hans pabba síns.
.
JHG
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.