Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Jeppaferðir í norður ameríku
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Eiríksson 16 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.03.2008 at 09:54 #202163
Gaman að lesa um þá í leika sér snjónum þarna fyrir vestan og ekki skemmir að hafa sjálfsálitið í lagi.
Then pictures may come into your mind of Iceland and Arctic Trucks – probably because they get TV airtime. I can say they are wimps in comparison.http://www.can4x4.com/articles/winterCamp/winterCamp.htm
Kv.Trausti
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.03.2008 at 13:25 #618260
Það er ágætt að þessir andskotar geti skemmt sér. En þetta eru samt upp til hópa viðbjóðslega ljótir (og illa breyttir imho) bílar. Sést vel hvernig fallegir bílar geta orðið í höndum rangra aðila.
.
Frábært líka með hrokann í þeim, engin minni dekk en 40". Og svo var þetta troðið af snjóbíl þannig að, þetta er ekki alveg jafn mikið ekta og það sýnist.
Gott samt að fólk skemmti sér og hefur sjálftraustið í lagi. 😉
.
kkv, Úlfr
E-1851
23.03.2008 at 13:39 #618262Amatorar
23.03.2008 at 14:06 #618264Hvaða hvaða ……
Mér fannst þetta bara nokkuð skemmtilegt grein og gaman að sjá að Kaninn sé farinn að kunna að hleypa úr. Þeir virðast líka eyða peningnum í vélar og bensín en ekki einhverjar tilgangslausar fegrunaraðgerðir. Auðvitað er 38" hilux frá AT með 3.0 lítra dísel vél sprenghlægilegur í þeirra augum enda keyra þeir um með big block. Svo sofa þeir bara í tjöldum en ekki skála eins og fordekraðir íslenskir jeppamenn og greinilega ekkert gps drasl heldur með í för. Doldið orginal og minnir á árdaga jeppamenskunar hér heima.
Þetta eru bara flottir gaurar og svæðið sem þeir hafa til að leika sér í er ekkert minna en geggjað…..
23.03.2008 at 14:17 #618266Myndirnar frá þessari ferð minna mann á ferðamyndir frá 80 og eitthvað hérna heima. Gamlir sjúskaðir amerískir jeppar á stórum dekkjum og heil bensínstöð í nesti. Er ekki bara málið að jeppasportið hérna heima hefur ca. 20 ár í þróunarforskot á þessa kalla. Svona var þetta hérna áður fyrr, allt með bensínvélum og allt staðið í botni, svo þróast hlutirnir og risaeðlurnar deyja út.
Eftir 10 ár þá verða þeir hættir þessu afþví að það kostar heilt hús að kaupa bensín í þessa ferð og verða allir á 4cyl japönskum fóstureyðingarvélum. Eins og við fyrir 15 árum.
23.03.2008 at 15:00 #618268Vissulega er þetta í þróun hjá þeim og í raun gaman að fylgjast með þessu. Hleypa úr? Það hefur nú ekki verið vandamál hjá þeim hingað til miðað við það sem ég þekki til, þeir hleypa oft úr í klettaklifrinu til að ná meira gripi á erfiðum stöðum og skríða betur oná lausamöl og grjóti. Gallinn við þetta hjá þeim er samt sá að þeir eru að nota of stíf dekk að mínu mati. Það er samt staðreynd þarna að þeir eru að fara að mestu í för eftir snjóbíla.
Þætti gaman að fara þarna út og prófa jeppann minn t.d. í svona ferð með þeim. Sýna þeim örlítið af okkar þekkingu og jafnframt, læra örlítið af þeim, enda eflaust margt sem við eigum sameiginlegt og getum lært af hvorum öðrum.
.
Jeppakveðjur, Úlfr
E-1851
23.03.2008 at 15:54 #618270Eins og kemur fram í greininni líta þeir á þessa bíla sem vélsleða á hjólum. Þeir eru ekki notaðir yfir sumarið, einungis í snjókeyrslu. Leiðin sem þeir keyra í winter camp er ,,slóðuð" af vélsleða og þeir eru ekki að keyra í förum eftir snjóbíla.
Þessir menn búa líklegast við þær aðstæður að annaðhvort er vetur eða sumar hjá þeim, ekki hvortveggja í senn, eða hvorugt, megnið af árinu eins og hér. Fyrir vikið aka þeir sennilega bara malbikið á fólksbílum en nota jeppann í hitt. Engin ástæða til að hræra þessari notkun saman.
Grunar að snjóalög þarna séu öðruvísi en við þekkjum, það er líklegast lygnara þarna almennt og meira frost að staðaldri. Þeir eru því líklega að jafnaði að slást við lausan púðursnjó, sem er ósnortinn af vindi. Skjólið af trjánum hefur mikið að segja. Þetta sport hjá þeim snýst því um að drífa og komast áfram fyrst og fremst.
Léttir bílar með stórar vélar á stórum dekkjum. Einföld uppskrift. Brettakantapjatt, aksturseiginleikar á malbiki eða innanbæjar kemur ekki málinu við. Mismunandi skattlagning á eldsneyti gerir síðan að verkum að þeir hafa enn ekki hrakist í aflminni vélar eins og við gerðum fyrir áratugum síðan. Ég er ekki viss um að ,,þróun" íslenskrar jeppamennsku eigi neitt erindi við þessa ágætu menn.
23.03.2008 at 17:28 #618272Ég held satt best að segja að aðal munurinn á þessum mönnum og vel flestum íslenskum jeppaköllum sé að þessir drífa í snjó. : ) 46" dekk, rúm tvö tonn og stórir mótorar er að virka í snjó burt séð frá því hvort jeppinn sé með flottum köntum eða ekki. Núna um páskanna er búið að vera renni færi um allt fyrir létta jeppa með aflmiklum vélum samt eru menn vælandi yfir þungu færi, lúsast áfram í lógírum með eyðslu upp á 500 lítra á hundraðið. Flestir þessir jeppar þarna myndu fleyta kerlingar fram hjá ísenskum bílahommum á grútarbrennurum og of litlum dekkjum og gleymið ekki að eyðslan á bíl sem drífur ekki er óendanlega mikil. : )
23.03.2008 at 18:49 #618274Gummi j eg var einn af þeim sem ætluðu upp
a Eyjafjallajökul a föstudaginn og þar var mjög
þungt færi allar gerðir af bilum þar a meðal var
Dodge Ram 5.9l stuttur og lettur a 46 dekkjum
og það var frabært að sja hann þeysast upp um
allt þarna nog orka var nanast einsog sleði en
biðið við þegar aðeins ofar var komið þa stoppaði
umræddur Dodge,og 2 bilar bunir lolo patrol og
jeep comanche voru þeir einu sem mjökuðust upp.
Og annað Gummi mer finnst það ekki gafulega mælt þegar þu talar um mikla eyðslu i lolo!!hallo!!
það er aldrei lettara fyrir bilinn að snua draslinu en einmitt i lolo.
Það er alveg sama hvaða ofurbil þu hefðir komið með þarna hann hefði ekki sprautað þarna um
en hann myndi mokeyða við að reyna það.kveðja Helgi
23.03.2008 at 19:18 #618276Ég veit nú ekki með aðra staði á landinu, en það var ekkert rosalega þungt færi á langjökli á föstudaginn langa, meðalhraðinn var um 30km/h (enginn þjóðvegahraði en maður komst vel áfram)
Ég reyndar veit ekkert hvað ég eyddi miklu þarna því olíumælirinn er bilaður og ég hef ekki enn fyllt á bílinn síðan ég var þarna uppfrá. Myndi samt skjóta á að ég hafi farið með um 30l í snjónum bara.
.
En það er alveg satt að þessir bílar hjá þeim eru vélsleðar á hjólum, en það breytir engu um það að mér finnst þessir bílar ekki vera vel breyttir. Alltof háir og ýmislegt annað sem mér finnst athugavert.
.
Góð og fjörug umræða, gaman að þessu.
.
Lýsiskveðjur, Úlfr
E-1851
23.03.2008 at 19:41 #618278Ætli þeir winter campers yrðu ekki hissa ef til þeirra mætti fölleitur íslendingur og hýjaði á þá af því að bílarnir þeirra eyða svo miklu.
Enn meira hissa yrðu þeir sennilega ef íslendingurinn mundi flauta græjurnar þeirra af með sömu rökum og telja ónothæfar og asnalegar. Þessi grein fjallar að mestu um winter camp sem virðist vera einskonar rallýkeppni. Svoleiðis sigra menn seint í ló-gírnum (Hver veit nema þeir eigi svoleiðis líka). Svo kostar bensínið hjá þeim innan við helming af því sem við borgum fyrir það hér.
Sýnist þetta gengi sem myndirnar eru af yrði í kaffistoppi og Miller time við Goðastein á Eyjafjallajökli meðan við værum enn að raða í lógírana á Hamragarðaheiðinni.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.