FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Jeppaferð heyrnarlausra

by Óskar Erlingsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Jeppaferð heyrnarlausra

This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Sverrir Már Jónsson Sverrir Már Jónsson 14 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 04.12.2010 at 09:29 #216233
    Profile photo of Óskar Erlingsson
    Óskar Erlingsson
    Participant

    Þá er Litlanefndin lögð af stað í ferð með jeppaklúbb Félags heyrnarlausra. Síðasti bíll fór frá Select Vesturlandsvegi kl.9:00 í morgun.
    Alls eru um 16 jeppar í ferðinni og er förinni heitið að Langjökli við skálann Jaka. Ekið verður um Þingvelli og Kaldadal og malbikið líklegast lil baka. Áætluð heimkoma kl. 19:00

    ÓE

  • Creator
    Topic
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)
  • Author
    Replies
  • 04.12.2010 at 14:23 #712610
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Heyrnarlausir eru ad komast ad afleggjaranum ad Jaka. Her eru djup gaddfrosin hjolfor sem aru adeins erfid en allt gengur vel. Kv. Oli





    04.12.2010 at 15:56 #712612
    Profile photo of Sæbjörg Richardsdóttir
    Sæbjörg Richardsdóttir
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 127

    Náði í Óla og hann var ásamt ferðafélögum við leik í jökulsporðinum við Jaka. Hann lét vel af ferðinni, allir kátir og hressir – ekkert var um bilanir. Sjóakstursæfingar jeppana náðu eina 300 metra upp í Langjökul, allir höfðu gaman af. Einhverjir gripu til skiða og skemmtu sér á þann máta.
    Fljótlega verður förinni heitið niður í Húsafell þar sem pumpað verður í dekk og ferðinni slitið.
    Kveðja Didda





    04.12.2010 at 20:15 #712614
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Þá er ferð F4x4 með heyrnarlausum lokið. Ferðin gekk mjög vel og flestir ef ekki allir hinir ánægðustu með hvernig allt gekk. Eins og fram hefur komið fórum við um Kaldadal, að Jaka og endað í Húsafelli. Nokkur stopp voru á leiðinni, bæði til að taka myndir og snæða nesti, en legst vorum við ofan við Jaka, þar sem allir spreyttu sig við snjóakstur upp í jökulinn. Sáralítið var af snjó á leiðinni, mest í slóðanum á leiðinni, en í honum voru djúp för eftir að ekið hafði verið þar í bleytu eða krapa og allt síðan pikkfrosið.

    Vegna ástands jökla, fórum við stutt upp í Langjökul frá Jaka, ekki nema svona 2-300 metra. Enda var þunn snjóskán ofaná jökulísnum, nægjanlega mikið til að fela sprungur og ójöfnur, en ekki nægjanlega mikið til að halda nokkrum hlut.

    Hinir heyrnarlausu bílstjórar stóðu sig með stakri prýði. Þeir fylgdu leiðbeiningum samviskusamlega og voru liprir ökumenn, læddust varlega yfir erfiðustu partana. Aðrir ferðalangar stóðu sig líka vel og fararstjórarnir auðvitað til fyrirmyndar.

    Fyrir hönd Litlunefndar 4×4 klúbbsins þakka ég öllum þeim sem voru með okkur í dag fyrir flotta ferð á fjöllum.

    Kv. Óli, Litlunefnd





    04.12.2010 at 20:35 #712616
    Profile photo of Þórarinn Guðjónsson
    Þórarinn Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 121

    Hérna er fréttin á stöd 2 sem var tekin á Select fyrir ferðina

    http://www.visir.is/-thad-vaeri-gaman-a … 0299503326

    Smella svo á "Horfa á myndskeið"





    04.12.2010 at 22:45 #712618
    Profile photo of Hilmar Örn Smárason
    Hilmar Örn Smárason
    Participant
    • Umræður: 22
    • Svör: 493

    Frábært framtak hjá litlunefnd, og til hamingju jeppaklúbbur Félags heyrnarlausra með þessa ferð. Þá er búið að brjósta ísinn og opna hálendið fyrir vetraferðum heyrnalausra með F4x4 klúbbnum. Hlakka til að sjá ykkur á fjöllum í vetur.

    kv Hilmar





    05.12.2010 at 11:58 #712620
    Profile photo of Árni Björnsson
    Árni Björnsson
    Participant
    • Umræður: 4
    • Svör: 64

    Ánægjulegt að sjá þetta.





    05.12.2010 at 12:05 #712622
    Profile photo of Hörður Bjarnason
    Hörður Bjarnason
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 438

    Þetta er frábært. Vonandi verða myndir úr ferðinni til sýnis.
    Ég sé að ég þarf að skrá mig í jeppaklúbb félags heyrnarlausra, konan er alltaf að minna mig á hvað ég heyri illa..





    05.12.2010 at 23:45 #712624
    Profile photo of Gunnar Arngrímur Birgisson
    Gunnar Arngrímur Birgisson
    Participant
    • Umræður: 35
    • Svör: 284

    fórum á þetta svæði í dag nokkrir á fjórhjólum en snérum við í um 900 metrum það vantar meiri snjó á jökulinn
    svelgir og sprungur sjást illa og snjórin ótraustur
    skelltum okkur í staðinn uppá ok sem var alveg frábært sáum til nokkra jeppa koma niður kaldadal
    myndir http://www.flickr.com/photos/gunnarpowe … 537395814/





    07.12.2010 at 08:20 #712626
    Profile photo of Sverrir Már Jónsson
    Sverrir Már Jónsson
    Participant
    • Umræður: 9
    • Svör: 24

    Jæja, loksins búinn að setja inn myndirnar sem ég tók í ferðinni.

    https://old.f4x4.is/index.php?option=com … mId=278939





  • Author
    Replies
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.