This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Jónas Guðmundsson 17 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.03.2008 at 10:30 #202093
Sælir félagar
Ég er að velta því fyrir mér hvort ykkur þyki við vera að eyða tímanum til einskis með því að fara í bíltúr á laugardaginn.
Við höfum sent pósta á allar nefndir í klúbbnum með óskum um aðstoð, og einnig stofnað annan þráð hér á vefnum þar sem við óskum eftir umræðu og aðstoð. Fram að þessu hafa 5 manns boðist til að aðstoða okkur, en enginn séð þörf til að ræða um þetta á nokkurn hátt.
Samkv. skoðanakönnuninni sem við settum í gang ætla 22,5% af þeim 31. sem hafa svarað könnunninni örugglega að koma með, eða ca. 6 manns. Því spyr ég aftur. Er þetta alger tímaeyðsla hjá okkur?
Kv.
Emil -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.03.2008 at 10:46 #617406
Sæll Emil
###### er þetta lélegt, það er greinilegt hér á spjallvefnum að ef ekki er verið að rífast eða aflífa menn og málefni þá hefur engin áhuga. Þessa hugmynd að bíltúr eða jeppadegi hefur klúbburinn staðið nokkru sinni að og gengið mjög vel. Einu sinni komu hátt í 1000 bílar, þannig að menn sjá að við þurfum aðeins fleirri farastjóra en 10 – 20. Svona dagur er góð kynning á klúbbnum og því sem við erum að gera. því vill ég hvetja alla þá félaga í klúbbnum að taka þátt sem farastjóra. Ég gef að sjálfsögðu kost á mér, get skaffað tvo bíla og tvo bílstjóra (einn breittann á 44" og annan á 31")
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson R-43
12.03.2008 at 10:51 #617408Skelli mér með
kv.
Barbara Ósk R-3919
12.03.2008 at 11:02 #617410Mér finnst þetta bara mjög flott og er löngu búinn að bjóða fram aðstoð. Það þarf kannski að auglýsa þetta aðeins meira, ég er t.d. búinn að skella pósti á vinnufélagana um þetta.
Svo væri ágætt að fá sem fyrst upplýsingar um tilhögun, hvort hugmyndin sé að skipta niður í hópa eftir getu og hafa leiðarval miðað við það, eða hvort þetta verður bara bíltúr þar sem allir eru í hóp.
Kv. Óli
12.03.2008 at 11:04 #617412Sæll Emil
Var þessi ferð auglýst nógu vel ?
Spurning hvort það sé sem betur fer ef að það eru svona fáir sem vilja leggja hönd á plóg.
12.03.2008 at 11:12 #617414Ég verð á norðurlandinu, annars hefði ég komið. Líst vel á svona "goodwill" ferð.
Siggi_F
12.03.2008 at 11:22 #617416Beggi spyr hvort ferðin hafi verið auglýst nógu vel. Það er spurning. Við erum búnir að setja tvær fréttir hér á forsíðuna, það er búið að auglýsa hana á allavega einum, ef ekki tveirmur félagsfundum, búið að auglýsa hana í Fréttablaðinu og í útvarpi.
Spurning…..
Og varðandi tilhögun, þá verður þeim sem hafa sýnt áhuga sendar allar upplýsingar eftir fund hjá okkur aðstandendum í kvöld. Við höfum ekki viljað klára skipulagið fyrr, aðallega vegna þess að nú fyrst er komin marktæk veðurspá fyrir helgina.
Emil
12.03.2008 at 14:14 #617418Ég er að spá í að koma með ykkur á 35" Trooper, þarf að svíkja bílinn út úr kallinum en takist það þá kem ég með
kv. Bragi hinn Jeppalausi
12.03.2008 at 15:24 #617420þessi ferð hefur svosem ekki farið framhjá mér en miðað við síðustu svona ferð sem var farin fyrir einhverjum 3- 4 árum man ekki alveg, þegar allir söfnuðust saman við bílaumboðin að þá fer nánast ekkert fyrir henni og hvergi hef ég rekist á ósk um aðstoð þannig að ég held að þetta sé ekki nógu vel kynnt ef að miðað er við það.
myndi hjálpa til en kemst því miður ekki.
kv. Axel Sig…
12.03.2008 at 15:51 #617422Síðasta stórferð var farinn fyrir 5 árum og var partur af 20 ára afmæli Ferðaklúbbsins. Sent var bréf á öll umboðin og þeir sendu út bréf á sína viðskiptavini og boðuðu þá til sín í morgunkaffi. Við lögðum síðan til fararstjóra í hvert umboð og farið var í allar áttir, út frá borginni og voru brottfarir á ýmsum tímum, langar ferðir, stuttar ferðir svo fólk gæti valið á milli. Stefnt var að ná 1.000 bílum og allir áttu að enda í Kringlunni seinnipart sama dag í veislu á vegum 4×4. Eitthvað um 800 – 850 bílar tóku þátt, en það munaði mestu um að Toyota sá sér ekki fært um að vera með í þessum degi, svo boðun á Toyota eigendum var ekki góð, og menn áttuðu sig ekki á því að mæta auðvitað í næsta umboð. En dagurinn var góður fyrir alla, sérstaklega lögregluna, sem hafði miklar áhyggjur af umferðaöngþveiti, en allt fór þetta vel og sennilega vegna þess að ekki komu allir hópar inn á sama tíma í Kringluna.
kv
Palli
12.03.2008 at 15:58 #617424já þú ert greinilega vel inni í þessu palli, málið er að það hefur ekkert í líkingu við þetta verið gert fyrir þessa ferð og því kannski ekki von á mikilli þáttöku.
12.03.2008 at 16:03 #617426Sælir
Okkur dettur ekki í hug að komast nálægt því sem Palli stóð fyrir hér um árið. það hefur aldrei staðið til.
það sem mér vakir er ekki að skamma neinn fyrir að nenna ekki að taka þátt. Frekar að koma umræðu af stað, og heyra skoðanir ykkar á því hvort þetta sé þarft, eða tímaeyðsla.
Það hefur oft verið kvartað yfir skorti á dagsferðum, en þörfin hefur líka verið frekar óljós.
Kv.
Emil
12.03.2008 at 16:23 #617428Það er að sjálfsögðu búið að auglýsa ferðina í blöðum og útvarpi einnig var öllum bílaumboðum send tilkynning.
Sendi hér með tilkynninguna
" Góðan daginn.
Mánudaginn 10 mars verður Ferðaklúbburinn 4×4 25 ára, en þann dag var stofnfundur klúbbsins haldinn árið 1983 í Sjómannaskólanum (Tækniskóla Íslands). Í tilefni afmælisins ætlar Ferðaklúbburinn 4×4 að hafa nokkrar uppákomur á árinu. Laugardaginn 8 mars verður gefið út afmælisrit í samvinnu við Fréttablaðið. Afmælisfundur verður haldinn mánudaginn 10. mars í Fjöltækniskólanum kl 20:00. Einnig verður haldinn jeppadagur með leiðsögn félaga í Ferðaklúbbnum og dagana 8. – 10. október verður svo haldin sýningí Fífunni Kópavogi, á bifreiðum og búnaði.
Þetta er svona það helsta sem Ferðaklúbburinn stendur fyrir á afmælisárinu. Það er von klúbbsins að fyrirtæki yðar hafi áhuga á þátttöku í uppákomum klúbbsins á einhvern hátt.
Næsta stóra uppákoma Ferðaklúbbsins verður laugardaginn 15. mars en þá verður öllum jeppaeigendum (bíltegund skiptir ekki máli) boðið í smá bíltúr, ég sendi með viðhengi sem er augl. klúbbsins sem birt var í Fréttablaðinu í dag 7. mars 2008.
Það er von okkar hjá Ferðaklúbbnum að þú sjáir þér fært að bjóða viðskiptavinum og starfsmönnum fyrirtækisins yðar að taka þátt í þessum jeppadegi með okkur með því að senda þessa augl. á þá."Tvö bílaumboð eru þegar búin að svara og senda á starfsfólk og viðskiptavini.
Sveinbjörn R-43
12.03.2008 at 19:22 #617430sælir
Ein smá ábending strákar, í auglýsingunni í Fréttablaðinu kemur ekki fram að allir ÓBREYTTIR jeppar séu velkomnir, aðeins að allar jeppategundir séu velkomnar.
Ég sé þessa ferð aðallega sem tækifæri fyrir þá sem eru ekki klúbbmeðlimir en eiga jeppa og langar að spreyta sig í smá ófærum. Það er ekki ólíklegt að einhverjir þarna úti misskilji þetta og haldi að þetta sé aðeins fyrir breytta jeppa….
Annars flott framtak hjá ykkur !
kveðja
Agnar
15.03.2008 at 11:26 #617432Sammála að það hefði mátt tilgreina betur að þetta væri líka fyrir óbreytta, ég er á 35" og vissi það t.d. ekki hvort sem það var ég eða auglýsingin

En mér finnst framtakið frábært sbr annan þráð hér á síðunni.
Bendi einnig á að klúbburinn má vera duglegur við að senda tilkynningar á http://www.utivera.is á netfangið jonas@utivera.is svo og auðvitað í tímaritið Útiveru.
En frábært framtak sem ég vona að verði endurtekið fljótt og þá á degi sem maður er ekki upptekinn
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
