Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Jeppa-veiki LC70 hásingu
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Grimur Jónsson 16 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.06.2009 at 21:34 #204628
Jæja…
Nú er jeppaveikin að drepa okkur á 44tommunni.
Kem honum ekki upp fyrir 50km/h.
Þetta er 4Runner með LC70 hásingu.Hverju hafa men verið að skipta út fleirra en þverstífu-gúmmí og hvar fæ ég stífustu þverstífu-gúmmíin?
Hafa stýristjakkar verið að bjarga þessum málum alveg 100%?Veit alveg hvað jeppa-veiki er, þannig að ég þarf ekki að fá útskýringu á því.
Vil gjarnan heyra í einhverjum sem hafa lent í þessu með þessa hásingu og náð að laga málið.
Tími varla að fara að skipta út öllum gúmmíum, spindillegum og fl, ef hægt er að komast hjá því.
Sérstaklega þar sem allt virðist í góðu lagi.Kv. Atli E.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.06.2009 at 21:40 #649426
Prófaðu að þrengja hann aðeins að framan áður en þú gerir annað, kostar ekkert nema nennu og skrúfa saman
12.06.2009 at 23:53 #649428Hér er jeppaveikispistillinn hans samúels en hann er með 70 cr hásingu:
https://old.f4x4.is/index.php?option=com … 731#p95731
sorry að ég skildi benda þér á þessi dekk ;o) kv Andri
12.06.2009 at 23:56 #649430…er búinn að eiga þá nokkra;
skiptu neðri fóðringuni út fyrir LC80 fóðringu með stærra boltagatinu (þarf líka hólk til a’ð sjóða á stífuna)
og hertu svo vel uppá spindillegunum
13.06.2009 at 20:15 #649432…gleymdi að geta þess, að þú þarft að bora boltagatið í fóðringunni út í 20mm ef mig minnir rétt.
13.06.2009 at 20:59 #649434Stál og Stansar hafa selt stífar stífufóðringar með offsett gati sem eykur spindilhallann í leiðinni, hef haft góða reynslu af þeim. Var einnig að glíma nokkra Patrola með allt í orden sem ætluðu bara ekki að losna við þennan vírus, setti í þá stýristjakk og málið dautt. Ætlaði ekki að trúa muninum.
Hvað ertu annars með í spindilhalla?Kv. Sigurþór
13.06.2009 at 23:22 #649436Góða kvöldið . Hefurðu farið ifir hersluna á boltunum ofaná liðhúsinu þar er oft vandans að leita.
Ef þetta dugar ekki er líka möguleiki að orginal jafnvæisstillingarnar sem eru
gúmídruslur sem eru límdar innaní dekkið hafi losnað og séu á flandri u
dekkið, Þá er fjandinn laus ekki hægt að jafnvægisstilla eða neitt.
Kveðja Þórir,
14.06.2009 at 00:16 #649438Sæll
Gott væri að spindil-halli væri um 12-14 gráður
+ allt það sem hinir herramenn bættu við.
kv,T
14.06.2009 at 00:38 #649440Sæll Atli ég tók eftir að þú sagðir ekki segja að þetta séu spindillegurnar en samt ætla ég nú að benda á þær
því að nákvæmlega svona varð þetta hjá mér á gömlum Luxa þegar ég gerði þetta, þegar ég losaði stýrisendann og liðhúsið varð laust þá datt það til hliðar undan sjálfu sér það er ekki eðlilegt svo ég skifti um
spindillegurnar, þó svo ekki sæist neitt á þeim en bíllinn snarbreyttist á eftir.
kveðja Helgi
14.06.2009 at 14:06 #649442[quote:3vhro0o3]Tími varla að fara að skipta út öllum gúmmíum, spindillegum og fl, ef hægt er að komast hjá því.[/quote:3vhro0o3]
Ég tók einusinni stýrisdempara úr hilux hjá mér sem var svona mátulega slitinn í stýrisgangin og það var eins og við mannin mælt að bíllinn neitaði að fara uppfyrir 50km/h. Stýrið slóst svo svakalega til að ef maður hélt því föstu þá reyndi hann að hrista boddýið af grindini, og þetta var bara á 35" á 10" felgum.
Ég er andskoti hræddur um að þú þurfir að fara í gegnum allan pakkann eins og allir aðrir sem hafa átt við þetta vandamál að stríða. Ég myndi skipta um spindillegurnar fyrst og kónana sem ganga ofaní spindilinn þegar er hert, það kostar ekki svo mikið. Svo herða uppá hjólalegum og fara yfir stýrisenda og gúmmí.
Þetta eru fullt af hlutum sem spila saman í að valda þessu en bara spurning um hver. Ágætt að byrja á því ódýrasta og enda á dýru stýrisendunum og stýfufóðringum.
14.06.2009 at 20:38 #649444[quote="stebbi":11fsdr0g]..end á því ódýrasta og enda á dýru stýrisendunum og stýfufóðringum.[/quote:11fsdr0g]
Stýfufóðringin var undir 2000kr þegar ég keypti hana 😉
Eitt sem vantar inn, og það er að til að aherða á spindillegunum, þá eru stilli skinnur milli liðhúsa og stýrisarms, og með þvi að setja þynnri skinnu eða taka eina, þá herðist upp á spindillegunum.
Liðhúsið á ekki að leika laust heldur á að þurfa 5kg kraft í stýrisenda gatið til að byrja að hreyfa það, og já það kemur oft rið í efri legunaþví smurningin sígur niður og raki kemst að .
15.06.2009 at 22:28 #649446Takk fyrir hugmyndir.
Ég þengdi hann að framan (gerði hann meira innskeifan) og kom honum í 60km/h

Næst er sennilega að setja í hann stýrisdempara. Er bara með þennan litla sem er á klafabílnum orginal.
Veit ekki hvað mikið gagn hann gerir.Er betra að vera með demparann á milli:
hásingar og millibilsstangar
eða á milli
grindar og stýrisstangar (stöngin frá maskínu í sýrisarm).
Kv. Atli jeppaveiki.
15.06.2009 at 22:46 #649448Klárlega málið að uppfæra stýrisdemparan, er með dempara af 44" patrol sem ég ætla setja í minn og klafademparinn er bara rindill við hliðina á honum. Er ekki málið að dempa millibilsstöngina?
16.06.2009 at 03:34 #649450Demparinn ætti að fara á millibilstöngina. En ef þú ert með tjakk settu hann frekar þar. Ef þú ert á 44" og ekki með tjakk. Gerðu sjálfum þér og okkur öllum þá þann greiða að púsla þér saman tjakk og troða undir þetta… 38" ætti samt alveg að lifa án tjakks. Ekki illa meint, en ég hef alveg prófað að keyra 44" án tjakks þó að ég sé búinn að gera ýmislegt annað, þá hefur hann alveg rosaleg áhrif. Líka bara hvað það verður auðveldara að hafa stjórn á kvikindinu.
En fyrir 44" með hásingu undan LC70, þá er alveg nauðsynlegt að vera með:
Stýristjakk.
Auka flæðið og stækka forðabúrið fyrir hjálparátakið á stýrið.
Þverstífufóðringu úr HZJ80 (og renna innan úr henni uppí 20mm við hásingu)
Restin bætir bara keyrsluhæfileikana.
Ég hef t.d. keyrt í vetur með gjörsamlega algjörlega svoleiðis handónýta spindillegu að það hálfa væri nóg, og eina sem ég fann að bíllinn var "skrítinn" í stýri. (rásaði óvenjumikið um vegina)Vona að þetta komi að gagni.
kkv, Samúel Úlfr semnáðiaðútrýmajeppaveikinniloksins…
16.06.2009 at 22:48 #649452Þetta með staðsetningu stýrisdempara er umdeilt mál, en mig minnir að það hafi verið trix í gamladaga með stóra Bronco að setja stýrisdemparann á milli millibilsstangar og togstangar. Þannig eru fóðringarnar á millibilsstönginni óbeint dempaðar um leið.
Í sumum breytingum hef ég séð stýrisenda í annan endann á þverstífunni. Ég er ekki frá því að ég græji svoleiðis næst þegar ég "röra" bíl, það þarf bara gúmmí í annan endann til að einangra hávaða úr hásingunni.
Svo er annað sem er auðvelt að klikka á…það þarf oftast að stífa grindina yfir í hina hliðina á móts við maskínu, annars er bara að snúast uppá grindarræfilinn þegar þetta er að fara af stað. Í versta tilfelli næst "resónans" sem við þekkjum sem jeppaveiki….
kkv
Grímur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
