This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Fyrir skömmu hóf Daimler Chrisler fjöldaframleiðslu á jeppa með flesta þá eiginleika sem erum að sækjast eftir þegar við breytum eða látum breyta bílunum okkar. Þessi bíll er seldur undir nöfnunum Jeep TJ Rubicon í Canada og Jeep Wrangler Rubicon í USA. Hann mun væntanlegur hér snemma á næsta ári.
Rubicon er með sterkari drif og hásingar (Dana 44), lægri drifhluföll, loftlæsingar og skriðgír. Ennfremur er hann á stærri hjólum og með breiðari brettakanta en aðrar útgáfur af Wrangler. Vélin er 4 lítra línu sexa, um 190 hestöfl og þyngdin rúmlega 1500 kg. Skriðhlutfall er 1/66.
Þessi bíll er hannaður til að skröglast í torfærum, en mér sýnist að með því að lyfta boddíi 5-10 sm og skera aðeins úr brettum, þá sé kominn bíll sá slái flest annað út í snjónum.
You must be logged in to reply to this topic.