FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Jeep TJ Rubicon

by Einar Kjartansson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Jeep TJ Rubicon

This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 22 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 17.12.2002 at 23:02 #191911
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant

    Fyrir skömmu hóf Daimler Chrisler fjöldaframleiðslu á jeppa með flesta þá eiginleika sem erum að sækjast eftir þegar við breytum eða látum breyta bílunum okkar. Þessi bíll er seldur undir nöfnunum Jeep TJ Rubicon í Canada og Jeep Wrangler Rubicon í USA. Hann mun væntanlegur hér snemma á næsta ári.
    Rubicon er með sterkari drif og hásingar (Dana 44), lægri drifhluföll, loftlæsingar og skriðgír. Ennfremur er hann á stærri hjólum og með breiðari brettakanta en aðrar útgáfur af Wrangler. Vélin er 4 lítra línu sexa, um 190 hestöfl og þyngdin rúmlega 1500 kg. Skriðhlutfall er 1/66.
    Þessi bíll er hannaður til að skröglast í torfærum, en mér sýnist að með því að lyfta boddíi 5-10 sm og skera aðeins úr brettum, þá sé kominn bíll sá slái flest annað út í snjónum.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 22 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 18.12.2002 at 01:09 #465562
    Profile photo of Birkir Jónsson
    Birkir Jónsson
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 1596

    úff .. ég sem var að enda við að breyta mínum.

    he he.

    En þetta er alveg í takt við allt sem kaninn hefur verið að gera fyrir þessa bíla. Hann hefur verið að taka og setja sterkari og sterkari hluti í þessa bíla. Eitt sem mér finnst skondið er að sjá að sexu línan sem var 168 fyrir 90 og varð 178 hestöfl eftir 90 er núna orðin 190 hestöfl.

    Ég held að það verði gaman að sjá hvað landanum tekst að gera við þessa bíla.

    Ég er að velta fyrir mér hvort einhver á þessu skeri hafi keypt lyft kit í bílinn sinn? Kaninn á lyftkitt fyrir flest tækifæri og flesta bíla.

    Allavegana veit ég það að ef þessi útfærlsa henntar ekki til breyting þá skal ég patrol heita .. eða var það Landcruiser .. æji ég man það ekki en þið vitið þarna sem allir eru alltaf að skipta um

    Kveðja Fastur

    ps. takk kærlega fyrir linkinn..





    08.01.2003 at 16:39 #465564
    Profile photo of Birkir Jónsson
    Birkir Jónsson
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 1596

    Félagar hvað finnst ykkur um þessar myndir af nýjungunum í þessum bílum

    Nýja læsingin sem þeir kalla Tru-Lock
    [img:1az1h0lh]http://www.rockcrawler.com/reviews/jeep/wrangler_2003_rubicon_first_impressions/photos/Tru-Lok.jpg[/img:1az1h0lh]
    http://www.rockcrawler.com/reviews/jeep … ru-Lok.jpg

    og milli kassi með skriðgír.
    [img:1az1h0lh]http://www.rockcrawler.com/reviews/jeep/wrangler_2003_rubicon_first_impressions/photos/DSCN4481.jpg[/img:1az1h0lh]

    http://www.rockcrawler.com/reviews/jeep … CN4481.jpg

    Er þetta hönnun með viti?
    Er þetta einhvað sniðugt?

    myndirnar eru teknar af
    [url=http://www.rockcrawler.com/reviews/jeep/wrangler_2003_rubicon_first_impressions/gallery.asp:1az1h0lh]síðu[/url:1az1h0lh] á [url=http://www.rockcrawler.com:1az1h0lh]http://www.rockcrawler.com[/url:1az1h0lh]

    Kveðja Fastur





    08.01.2003 at 17:30 #465566
    Profile photo of Valdimar Nielsen
    Valdimar Nielsen
    Member
    • Umræður: 31
    • Svör: 253

    Þetta eru nú engar nýjungar sko! Nema kannski að það er nýtt að þetta sé original í þessum bílum…

    Ég er með svona læsingar í Súkkunni minni og ég veit að Einar Kjartans (eik) er búinn að stúta 3 svona læsingum.

    En þær virka vel á Súkkunni …(ennþá) !! En ég myndi segja að þetta sé engin búnaður til borgaraksturs eða fyrir bíl sem er notaður dagsdaglega. Allavega er konan ekkert sérstaklega hrifin, ….. fyrr en við komum í snjó :-)

    Kv, Valdi





    08.01.2003 at 18:09 #465568
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Þarna er smá misskilningur hjá Valda. Læsingin sem entist ekkert í Trúpernum mínum heitir [url=http://www.powertrax.com/locker.htm:351dnbvf]Lock-Right[/url:351dnbvf] og vinnur svipað og No-Spin. Það sem er óvenjulegt er að Rubicon er bæði með handvirka loftlæsingu og "limited slip" í afturdrifinu. Ég hef ekki heyrt af þessari samsetningu áður. Reyndar virðist nýji Barbí vera með svipað í millikassanum.

    En það sem er einstakt við þennan bíl að þarna er komið allt nema hjólin, sem þarf í fullbreyttan snjójeppa. Berið þessa saman við barbí, þar sem þarf m.a. að skipta út öllum bremsum og [url]LC 100[/url] þar sem byrjað er á að henda toyta drifinu að framan og setja dana 50 í staðinn.





    08.01.2003 at 18:38 #465570
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    Og þú heldur virkilega að þú sért öruggur með dana 44 að aftan í þessum Rubicon með 190hö….Right. Líst annars alls ekki svo illa á gripin.

    Kv.
    Ég





    08.01.2003 at 21:23 #465572
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Dana 35 hásingin hefur staðið sig nokkuð vel undir Cherokee með 190+ hö þannig að Dana 44 ætti að duga undir þennan bíl Benedikt. Je Right.

    Kveðja





    08.01.2003 at 22:53 #465574
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    Right…
    Keng boginn og svo framv…..RIGHT!





    08.01.2003 at 23:00 #465576
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    Hvernig er það annars "króni" hver er munurinn á Dana 30 og 44.





    08.01.2003 at 23:23 #465578
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Í fljótu bragði… Dana 14





    08.01.2003 at 23:29 #465580
    Profile photo of Valdimar Nielsen
    Valdimar Nielsen
    Member
    • Umræður: 31
    • Svör: 253

    Já, Einar það er rétt að þetta var ekki rétt hjá mér. Það sem var rétt er að þú varst með eins læsingar í Troopernum og ég er með í Súkkunni en það sem var vitlaust hjá mér er það að þetta eru ekki þesskonar læsingar í Rubicon bílnum. Hér er smá lýsing copy/paste af http://www.rockcrawler.com :

    Once in low range, Jim explained to me how the air lockers worked. When in normal 2WD or 4WD High, the Tru-Lok? differentials run normally, with the addition of torque-sensing limited slips. The limited slips can be a great help when the weather turns sour or if you get into some mud or other slippery surfaces. The real excitement, however, kicks in when you enter 4WD Low. If you are under 10mph, pressing the switch once will engage the rear air locker. Pressing it a second time engages the front, thus locking both front and rear axles. Lifting the switch or shifting out of 4WD Low will disengage the lockers. Running at only 5 pounds of pressure, the air lockers are completely silent, unlike other aftermarket models available.

    Virðist drullusniðugt !! Ég biðst afsökunar á að hafa ekki lesið þetta í gegn áður en ég svaraði. My fault entirely !!

    Meira [url=http://www.rockcrawler.com/reviews/jeep/wrangler_2003_rubicon_first_impressions/index.asp:13b3itm5]hér[/url:13b3itm5]

    [url=http://www.rockcrawler.com/reviews/jeep/wrangler_2003_rubicon_preview/moab_ejs_2002/index.asp:13b3itm5]hér[/url:13b3itm5]
    [url=http://www.rockcrawler.com/reviews/jeep/wrangler_2003_rubicon_preview/index.asp:13b3itm5]og hér[/url:13b3itm5]

    Gaman að lesa þetta…..vonandi kemur svona bíll sem fyrst hingað til lands !

    Kv, Valdi





    09.01.2003 at 00:01 #465582
    Profile photo of Ingi Björnsson
    Ingi Björnsson
    Participant
    • Umræður: 73
    • Svör: 1022

    Það eru fleiri búnir að mæla með en á móti þessum hásingum við mig. Þannig að ég held að ég haldi mig við þessar hásingar undir Wranglernum mínum.





    09.01.2003 at 00:01 #465584
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég hef nú alltaf verið hrifin af Willis en hef sett það fyrir mig hve þeir eru stuttir. Þyrfti ekki að lengja Rubicon til þess að eitthvað vit væri í honum. Hjólhafið er einungis 2,37m. Það er t.d. 2.97m á Patrol og 2,87m á Barbí.

    kv Svenni





    09.01.2003 at 07:33 #465586
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég held að TJ sé með svipað bil milli hjóla og XJ (cherokee). Ég hef ekki fundið fyrir því á mínum að hjólahafið háði honum. Fjöðrunin og demparar hafa mikið að segja í þessu. Trúperinn minn var með svipað hjólahaf en hann var mjög gjarn á að steypa stömpum, sem XJ hefur eldrei gert eftir að ég setti loftpúða undir að aftan. Það skiptir líka máli hvernig þyngdin dreyfist ég held að á TJ sé massinn nært þyngdarmiðjunni en á Patrol eða Barbi. TJ er á gormum allan hringinn, þetta er aðal munurinn á TJ (>96) og YJ (<96).
    Ég sé bara tvo ókosti við þennan bíl, plássið og það að skuli ekki er boðið upp á díselvél. Nú er það svo að oftast ferðast menn tveir í bíl, plássið ætti að duga fyrir tvo og dótið þeirra.
    Cherokee og Grand Cherokee eru boðnir með Benz dieslvélum í Evrópu það ætti að vera gerlegt að setja svoleiðis vél í TJ, fyrir þá sem vilja endilega díselvél. [url=http://www.f4x4.is/auglysingar/lesa.asp?a=3819:3j8x80iy]Þessi[/url:3j8x80iy] vél ætti líka að passa.





    09.01.2003 at 09:22 #465588
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Þessi læsing er algjör snilld. Heyrði fyrst af henni í Toyota Mega Cruiser (að mig minnir). Þetta er 100% læsanleg tregðulæsing, gott ef ekki eins uppbyggð og millikassalæsingin í 120 krúser (læsanleg Torsen).

    Annars er þessi TJ Rubicon merkilegastur í mínum huga fyrir það að þarna tóku þeir Heep menn sig til og fóru að fjöldaframleiða bíl, sem er byggður á breyttum bílum. Þ.e.a.s. kaupandinn getur núna keypt bílinn nánast tilbúinn, í staðin fyrir að þurfa að eyða $$$$ í að koma honum í nothæft ástand (hlutfall í millikassa, sterkari hásingar, læsingar, breytingar á drifkeðju til að hægt sé að hækka þá).
    Það eina sem þeir slepptu var hluti af upphækkuninni, en breyttu samt afturdrifskaftinu svo hægt væri að hækk’ann upp.

    Kveðja
    Rúnar.





    09.01.2003 at 09:38 #465590
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég er samála Rúnari. Þarna er hægt að fá það sem þarf með 7 ára ábyrgð á krami, (3 ára á öðru). Halið þið að Toyota eða Nissan eigi eitthverntím eftir eftir að fjöldaframleiða bíl með svona eiginleikum?





    09.01.2003 at 13:33 #465592
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég veit nú ekki hvernig maður fær út að hjólahafið á TJ sé það sama og á Cherokee. Allavega er Wranglerinn það mikið styttri en Cherokee. En þarf ekkert að færa framhásinguna fram og þá aftari aftar þegar hann er hækkaður upp?





    09.01.2003 at 14:35 #465594
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Nákvæmar tölur eru 237 cm á TJ, 256 cm á XJ, þarna munar 19 cm Ég ætla ekki leggja dóm á það hvort þetta telst mikill aða lítill munur. Fjöðrun og demparar hafa mjög mikið um það að segja um hreyfingar bílanna, ekki síður en hjólahafið.





    09.01.2003 at 18:23 #465596
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sæll eik og gleðilegt ár.

    Ég hef aldrei heyrt að þeir byðu 7 ára ábyrgð á krami í þessum ammerísku bílum. Ef það er hins vegar rétt, þá er það örugglega skýringin á því að öll bifreiðaumboð hér á landi sem hafa boðið ammeríska bíla eru farinn á hausinn!

    Ég myndi ekki ráðleggja nokkrum að taka ábyrgð á ammerísku krami fram í tímann. Þá er hreinlegra að sturta úr veskinu beint í klósettið.

    Ég er hins vegar sammála þér að þetta væri flottur búnaður ef hann virkar.

    Helvítis pillu fékkstu annars í síðasta SETRI og það frá heilli landsbyggðadeild…

    Ferðakveðja,

    BÞV





    10.01.2003 at 08:33 #465598
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég held að það sé liðin tíð að það ség hæft að segja til um bilantíðni bíla út frá upprunalandi, hvernig sem það er nú skilgreint. Um 1980 sýndu kannanir bandarísku neytendasamtakanna mikinn breytileika í bilanatíðni nýlegra bíla sem voru á markaði þar í landi. Í kjölfarið gerðu stóru banarkísku bílaframleiðendurnir átak í sínum gæðamálum en AMC lagði upp laupana. Ett af því sem þessar kannanir sýndu, var að það ver ekki markækur munumr á gæðum bíla með með merki sama framleiðanda, (t.d. Toyota eða Honda) eftir því hvort bílarnir voru framleiddir í USA aða Japan.

    Bílar þeir sem bera Jeep merkið eru nú framleiddir af fyrirtæki sem er með höfuðstöðvar í Þýskalandi, eru settir saman í verksmiðjum sem eru bæði vestan hafs og austan, úr hlutum sem koma víða að.

    Bíllinn sem ég ek er settur saman í USA með ítalskri vél og gírkassa frá Japan, nýr Jeep Cherokee sem hægt er að kaupa í Ræsi er líklega settur saman í sömu verksmiðu í Graz í Austurríki og M jepparnir, og með þýskri Benz vél.

    Ég veit ekki hvað 7 ára ábyrgðin er búin að vera til lengi, né hvort hún gildir á öllum markaðssvæðum, en miðað við það hvernig minn bíll hefur reynst, þá sé ég ekki ástæðu til að óttast um hag umboðsins. Ég á líka japanskan bíl frá sama umboði, sá bíll hefur bilað mun meira en jéppinn.





    10.01.2003 at 13:40 #465600
    Profile photo of Jón Hörður Guðjónsson
    Jón Hörður Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 680

    Eins og ég hef oft sagt áður þá á ég tvo ameríska. Annar er 1986 módel af Transam og hinn 1981 módel af Blazer K5.

    Báðir hafa reynst mjög vel og bila svo gott sem ekki neitt þrátt fyrir að maður leggi stundum svolítið mikið á dótið.
    Sem dæmi ætla ég að hafa smá sögustund.

    Blazerinn er á 38 tommum, hann er með GM12bolta (sem er langt frá því að vera sterkasta ameríska hásingin) að aftan, 4,88 hlutföll og tregðulæsingu.

    Ég lenti í því fyrir nokkrum árum að smurstöð gleymdi að setja á hana olíu þegar ég var að láta skipta á drifum eftir vatnasull.

    Ég keyrði jeppann í 3 mánuði (bæði styttri fjallaferðir og til og frá vinnu) með tóma hásingu.

    Eftir þann tíma brotnaði legan við pinjóninn. Ekkert annað brotnaði en þar sem að allt var orðið blátt þá varð að skipta um allt.

    Eflaust hef ég verið heppinn að ekkert gerðist fyrr en ég hefði getað sagt mér að eitthvað væri að gerast þegar bremsuborðarnir losnuðu á límingunum mánuði áður en að legan fór. En ég hélt að þeir hefðu bara verið lélegir, skipti um þá og hélt áfram að keyra.

    Það má vera að það hefði allt hrunið við fyrstu alvöru fjallaferð þar sem að keyrt væri í fleiri klukkutíma án þess að stoppa en það reyndi ekki á það.

    VÍS þurfti að borga brúsann þar sem að mér tókst að sína fram á mistök smurstöðvarinnar (og þeir borga ekki nema það séu órækar sannanir fyrir málinu) en það kostaði mikið strögl og læti og tók alltof langan tíma.

    Ég held að það beri nú vott um töluverðann styrkleika búnaðarins að þola út allann þennan tíma.

    Ég hef átt Blazerinn síðan ca. 1996-1997 en T/A síðan ca. 1998-1999. Ég get ekki sagt annað en að ég hafi tröllatrú á amerískum búnaði eftir mína reynslu af þessum öldungum!

    JHG





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 22 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.