This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Gunnar Ingi Arnarson 17 years ago.
-
Topic
-
Jæja góðir hálsar ég kynni til sögunnar jeppa sem er eins ólíkur jeppa í akstri og hægt er, en guð minn góður hann sándar vel og höndlar eins og lítill sportbíll.
Þetta er kannski ekki draumur allra jeppamanna sem hafa hug á því að fara út fyrir malbikið en þið sem hafið ekki prufað þennan bíl þá eruð þið að missa af góðri skemmtun.
Það hefur verið í umræðunni að innréttingin standist ekki kröfur á við BMW x5 og Benz ML sem segir sér sjálft þar sem þeir bílar eru helmingi dýrari en allavega þá var nú áherslan hjá mér að þegar ég sast upp í þennan bíl í dag þá var það fyrsta sem ég gerði var að slökkva á útvarpinu og óvart ýta á bensíngjöfina í neutral………………….. usssss ég hef aldrei á ævinni heyrt jafn flott V8 hljóð… og uss þessi slyddujeppi vinnur endalaust… þetta er hálf kjánaleg vinnsla í jeppa.
Maður heldur að bíllinn sé að fara velta þegar kemur að beygjunni en þegar nær dregur gerir hann ekkert annað en að faðma beygjuna með þægindum og á fleygiferð.Ég horfði aldrei á innréttinguna á þessum skemmtilegu 5 mínutum og var með slökkt á græjunum allan tíman…
430 hp og 420 ft í togi og 2.3 tonn eru alveg að skemmta mér..Algjörlega ónothæfur bíll á fjöll og í raun frekar ópraktískur en mér er alveg sama.. hann er mjög töff og kemmst alveg á óskalistann yfir skemmtitæki framtíðarinnar.
Þetta er líklegast eini laumusportbíllinn sem væri hægt að segja frúnni að við værum bara að kaupa frúarabíl handa henni 😉
Heill sé Jeep og SRT teymið þeirra.
kv
Gunnar
You must be logged in to reply to this topic.