This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristinn Magnússon 17 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Jæja ég er hérna með Jeep Cherokee/Wrangler línu sexu hrærigraut sem neitar að fara í gang! Ég reif Cherokee ’91 4.0 og setti vél og skiptinu í Wrangler ’87, fiffaði rafkerfið til og hann flaug í gang. Síðan skipti ég vélinni út fyrir 4.7 strókaða vél, tengdi allt saman aftur og hann neitar að fara í gang. Það kemur hvorki neisti íné bensín úr spíssum, bensíndælan kemur samt inn þegar svissað er á.
Ég er búinn að prófa að skipta um crank skynjarann, það hjálpaði ekkert til. Þá prófaði ég líka að tengja framhjá Automatic Shutdown Relay, það breytti heldur engu. Þekkir einhver hér inná þessa mótora, eða getur bent mér á GOTT verkstæði sem gæti hugsanlega náð einhverju viti í þetta??? Maður er alveg að fara yfirum á þessu!
You must be logged in to reply to this topic.