FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Jeep millikassar

by Gísli Sverrisson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Jeep millikassar

This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Arnór Magnússon Arnór Magnússon 19 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 19.02.2006 at 15:55 #197358
    Profile photo of Gísli Sverrisson
    Gísli Sverrisson
    Participant

    Heilir og sælir félagar.

    Ég er að velta fyrir mér nafngiftunum á Cherokee millikössunum. Að því er ég best veit eru hægt að fá kassana með eftirfarandi eiginleikum:

    1.afturdrif – sídrif – læst háa – læst lága
    2. afturdrif – læst háa- læst lága
    3. sídrif – læst lága

    má vera að það sé til ein variation í viðbót, en augljóslega er fyrsti kosturinn af þeim framangreindu bestur og sá 3. sístur. Ég er með 5.2. Grand með síðasnefnda kassanum. Er möguleiki að setja í kassa #1 án mikilla mixinga? Hvað heitir sá kassi?

    kveðja,
    Gísli Sveri

  • Creator
    Topic
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)
  • Author
    Replies
  • 19.02.2006 at 17:18 #543360
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    Þesiir millikassar eru til í Cherokee:
    .
    NP 207: Afturdrif – Læst hátt – Hlutlaus – Læst lága. Notaður í XJ ’84-’87, lága drif 2.6:1
    .
    NP 231: Afturdrif – Læst hátt – Hlutlaus – Læst lága. Notaður í XJ ’88-’01 og ZJ (Grand) ’93-’95
    lága drif 2.72:1
    .
    NP 242: Afturdrif – Sídrif – Læst hátt – Hlutlaus – Læst lága. Notaður í XJ ’87-’01 og Grand Cherokee, lága drif 2.72:1
    .
    NP 249: Sídrif – Hlutlaus – Ólæst lága. Notaður í ZJ ’96-’98
    .
    NP 247: Sídrif (tölvustýrt) – Hlutlaus – Læst lága
    .
    Síðan eru til einhverjir fleiri millikassar en þessir eru þeir helstu.
    .
    Þessi kassi sem er #1 hjá þér er NP 242, hann passar í með einhverjum mixingum en er það eitthvað sem stoppar mann?
    [url=http://jeephorizons.com/tech/tcase.html:1jov98rw]http://jeephorizons.com/tech/tcase.html[/url:1jov98rw]
    Á þessari síðu stendur allt um hvað þarf að gera til að koma honum í.
    Sá kassi er heldur ekki með vökvakúplingu fyrir sídrifið eins og hinir sídrifskassarnir heldur er hann með mismunadrif.

    kv. Kristinn





    19.02.2006 at 19:20 #543362
    Profile photo of Gísli Sverrisson
    Gísli Sverrisson
    Participant
    • Umræður: 30
    • Svör: 332

    Takk fyrir gott svar.
    Hverju breytir mismundadrifið í kassanum annars, meiri eyðsla eða? Ég hafði alltaf ímyndað mér að allir sídrifnir kassar væru með mismunadrif. Hvernig virkar þessi vökvakúpling og hvort er betra?
    bkv.
    Gísli





    19.02.2006 at 20:22 #543364
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    Ég held að mismunadrifið sé bara einfaldari búnaður en vökvakúplingin sé "betra" sídrif. Svona svipað eins og diskalæsing eða mismunadrif í hásingu.
    Vökvakúplingarnar slitna með tímanum og verða svikular.
    Síðan verður að passa það með mismunadrifið að steikja það ekki, heldur læsa millikassanum þegar færið er orðið þannig.

    kv. Kristinn





    19.02.2006 at 20:38 #543366
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    Eftir mínum upplýsingur var ein af mörgum endurbótum sem var gerð á Grand Cherokee 1996 að NP 249 millikassin var eftir það með læstum millikassa í lágadrifi, þ.e. Sídrif – Hlutlaus – Læst lága.
    Þegar þessar silikon (þetta er ekki nein olía heldur seigfjlótandi silikon kvoða) kúplingar fara að bila er það ekki þannig að þær fari að svíkja heldur öfugt, þær missa þann eiginleika að gefa eftir.





    19.02.2006 at 21:43 #543368
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    Heyrðu þetta er alveg laukrétt hjá þér með lága drifið. Ég hélt að þeir hefðu allir verið með ólæst lágt drif en Jeep bókin mín góða segir annað!

    kv. Kristinn





    19.02.2006 at 22:19 #543370
    Profile photo of Arnór Magnússon
    Arnór Magnússon
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 640

    Sælir

    Ég var fyrir stuttu að ljúka við að skipta út 249 kassanum mínum fyrir 242. Ég notaðist við þessar leiðbeiningar sem Kristinn vísar í hér að ofan. Gott ef það varst ekki þú Kristinn sem bentir mér á þær á sínum tíma.

    Þetta var ekkert rosalegt mál, alls ekki. Þetta er komið í hjá mér en ég er ekki búin að keyra bílinn ennþá þar sem hann er í meiri breytingum hjá mér. En það bendir allt til þess að þetta sé í lagi.

    Ástæðan fyrir því að ég skipti var sú að ég gat t.d. keyrt bílinn upp í ruðning með framdekkin og ef afturdekkin stóðu á svelli þá gat ég sett í drive og bílinn spólaði bara að aftan. Svo þandi ég hann upp í svona 1200 snúninga og þá byrjaði hann að spóla að framan líka. Ekki gott í mjög þungu færi.

    Ég er að vísu með 1993 árgerð af bíl sem að læsir sér ekki í lága.
    Ég keypti mér XJ bíl árgerð 1989 og reif kassan úr honum. Þar get ég líka tekið nöfin og þarf ekki lengur að borga 26.000 kr þegar ég þarf að skipta um legu að framan.

    Kveðja
    Arnór





  • Author
    Replies
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.