Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Jeep J8
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 15 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.12.2008 at 19:01 #203352
Loksins sjá http://www.rockcrawler.com/
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.12.2008 at 10:01 #634490
2.8 lítra dísel sjsk, blaðfjaðrir aftan, meira járn í grindinni og því þyngri …. er þetta ekki allt þyrnir í augum alvöru Jeep manna !
Mér finnst þessi setning líka fyndin "The Jeep J8 combines legendary capabilities and dependability that makes the Jeep Wrangler and Wrangler Unlimited famous, with unmatched cargo capacity and an exceptional towing rating," -> þetta gæti verið lýsing á Patrol.
kv
AB
12.12.2008 at 10:23 #634492Fyrir utan að pattinn ber ekki nema ca 600-700 kg meðan þessi hefur burð upp á rétt tæp 1400 kg
Og þar sem Chrysler framleiðir ekki þessa bíla þá verða þeir kannski framleiddir á næsta ári líka
Annars gæti þetta verið þokkalegt efni í bíl. Laus við allt óþarfa rafmagnsrusl og annað bull.
Hásingarnar eru örugglega rusl en með þennan burð í skráningarskýrteininu og mótor sem er væntanlega frá VM þá ætti að vera hægt að gera alvöru bíl úr þessu.kv
Rúnar.
12.12.2008 at 11:39 #634494af hverju ekki að kaupa sér bara Unlimited, það er nú ekki eins og hann sé hlaðinn nýmóðins búnaði og kemur á gormum, læstur framan og aftan með D44 !
12.12.2008 at 12:40 #634496Ég held að ástæða þess að verksmiðjan er í Egyptalandi, sé sú að, þar er ódýrt vinnuafl, mengunarvarnarkröfur eru nánast ekki til staðar, markaðurinn er Afríka og fleira í þeim dúr. Semsagt, þetta er gert til að komast hjá háum framleiðslukostnaði og reglugerðafargani. Þessi bílar verða aldrei fluttir til Evrópu og ef það gerist, verður útilokað fá skráningu vegna þess að þeir uppfylla ekki þær kröfur sem gerðar eru til ökutækja í Evrópulöndum.
Að öðru leyti gæti þetta verið ágætis bílar, fyrir utan að vera með mótor sem gengur fyrir húshitunarolíu.
Kv.
Steinmar
12.12.2008 at 12:45 #634498Hvað meinaru með Vm ?? Er þetta ekki bara 210 hestafla díselvélin frá Bens?
12.12.2008 at 12:55 #634500Samkvæmt Google, er vélin frá VM.
http://www.4wdandsportutility.com/…/photo_04.html
Þetta er slóðin.
[url=http://www.4wdandsportutility.com/.../photo_04.html:1bognxuw]http://www.4wdandsportutility.com/…/photo_04.html[/url:1bognxuw]Kv.
Steinmar
12.12.2008 at 13:17 #634502Þetta er örugglega Euro 4 mótor, enda dótið selt í Evrópu með svona mótor.
Annars verður þessi sennilega aldrei seldur á almennum markaði, heldur eingöngu til stofnana og samtaka.Helsti gallinn við unlimited bílinn í dag er að mínu mati að þetta er stór bíll með burðargetu smábíls.
kv
Rúnar
12.12.2008 at 14:54 #634504Til hvers að kaupa sér Wrangler með sömu burðagetu og sömu vél og einhver dráttarvél.
Ef ég hefði áhuga á slíku, myndi ég fá mér patrol eða hilux, nóg til af svoleiðis dóti.
12.12.2008 at 14:56 #634506virðist vera 50/50 í eigu GAZ og GM….!
Fyrirtækið sem framleiðir diesel vélarnar handa Jeep er sem sagt 50% rússneskt.
http://www.allbusiness.com/manufacturin … 995-1.html
12.12.2008 at 15:20 #634508já Jeep Wrangler Unlimited er orðinn svo lítið langt frá Wrangler eins og maður á að kannast við hann. Eithvað yfir 2 tonn og með ömurlega vél, svona miða við hvað 4L vélin er góð.
12.12.2008 at 15:36 #634510Ég læt það nú vera þó að hann sé orðinn aðeins lengri, en að troða einhverri ömurlegri diesel vél í hann, finnst mér verra.
12.12.2008 at 15:43 #634512Reyndar finnst mér 2 dyra unlimited bíllinn sem var framleiddur í 1-2 ár í kringum 2006/2007 (er ekki hætt að framleiða hann) mest spennandi í þessari flóru.
dísel vélin sem um ræðir er 2.8 Tdi, 167 hö og ætti að geta komið þessum bíl áfram ef hún er með eitthvað almennilegt tork.
12.12.2008 at 16:16 #634514Virðist vera þokkalegt. Þessi mótor virðist þó vera eitthvað niðurtjúnnaður í þessum bílum því hann er gefinn upp af VM sem 460 NM en bara 400 NM í J8.
Svo þetta eru alvöru tölur.
VM framleiðir reyndar líka 3.0 lítra V6 mótor sem skilar 550 NM. Svoleiðis mótor í gömlum (og þar af leiðandi léttum) Wrangler væri náttúrulega bara algjör killer. V8 power með 1 stafa eyðslutölum.Bara svona til að benda á þá er std 350 chevy 290 hp og 440 NM. 550 NM eru 406 ib.-ft.
kv
Rúnar.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.