Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Jeep Hemi
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 19 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.11.2005 at 23:01 #196612
Sá hér (http://aev-conversions.com/Vehicle_Hemi.html)
flott að setja hemi í wranglerinn aðeins 355hö
þeir mæla með dana 44 framan og dana 60 aftan
vélaskiptin kosta 18þ dollara sem mér finnst ekki dýrt vél og allt innifalið (nýtt af færibandinu)
þetta gæti nú verið svolítið skemmtilegt tæki.
Gísli -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.11.2005 at 01:02 #531892
…þá áttu ennþá 4.0 l vélina og kassan til að selja upp í kostnaðinn…
11.11.2005 at 08:16 #531894
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er ekki slæmt hlutfall milli þyngdar og afls og spurning hvort maður yrði ekki að ská sig í vélsleðaklúbb, væri maður á svona jeppa. Annars skrítið að t.d. Rubicon-inn sé ekki boðinn með eitthvað stærri vél frá verksmiðju.
ÓE
11.11.2005 at 12:08 #531896Er ekki mikið sniðugra að taka gamlan 8 gata rokk upp frá a-ö og gera ýsmar betrumbætur í leiðinni? Þannig ekkert mál að ná þessari hestaflatölu með mikið minni tilkostnaði.
Freyr
11.11.2005 at 13:37 #531898Já finnst þér 355 hestöfl fyrir aðeins 18 þúsund dollara gott verð?
Ég get fengið frá Ameríku NÝJAN mótor sem skilar 400 hestöflum á 1/3 af þessu verði. Með öllu sem þarf til að slaka honum ofaní og setja í gang.
Tek það fram að mótorinn er prófaður í Dynobekk þannig að það fylgir á blaði staðfesting á afli vélarinnar.
Þannig að mér finnst nú hálfgerð bilun að borga 18 þúsund dollara fyrir. Og ekki gleyma því að ef þú ætlar að flytja þetta hingað heim að þá koma á þetta gjöld og skattar sem gerir þetta alveg ævintýralega dýrt.
Spáðu í það…. ;o)
Kv
Siggi
11.11.2005 at 14:26 #531900Það er hægt að gera þetta miklu ódýrar en fyrir 18000 dollara. Það er hægt að fá svona vél á partasölum þarna, þú færð mótorfestingarnar hjá Advance Adapters og vatnskassa og rafkerfi hjá Teraflex. Endar örugglega undir 5000 dollurum.
11.11.2005 at 15:21 #531902Vél skipting og allt sem fylgir Í komið ef það er gert úti og ´maður ætlar á annað borð að flytja bílinn inn þá borgar maður ekki neinn toll eða skatta af vinnunni þar að auki getur maður selt dótið úr bílnum á móti kostnaði þeir áætla allt að 7000 dollara fyrir "gamla"dótið sem kannski er allt nýtt. þetta er vél sem sett er Ný í bílinn ásamt skiptingu og millikassa allt nýtt og er aðeins 75 lbs þyngra en gamla sexan sem er í
það er auðvitað hægt að mixa allt þetta sjálfur í ef maður vill það frekar en munið tími er peningar
11.11.2005 at 16:05 #531904Það er hæt að fá lítið ekna Hemi á 4000$ á ebay.
En nú segir kaninn að í óbreyttum bíl eyði 355hp græjan aðeins 15l/100
Sem eru nú frekar ódýr hestöfl !!Veit einhver hér um rauneyðsju á bíl með svona vél hér á landi??
11.11.2005 at 18:41 #531906Þyngdarmunurinn á Jeep garand cherokee með 5,7 hemi og 4,0 frá AMC er tæp 400libs
75libs er sennilega bara þyngdarmunurinn sem kaninn kallar short block og er fáránleg tala að miða við.
kv guðmundur
11.11.2005 at 19:17 #531908………….er allt fyrir neðan hedd.
11.11.2005 at 19:52 #531910Nei veistu mér finnst þetta alls ekki ótrúlegt að það muni svona litlu á þyngdinni. AMC línuvélarnar eru soddan þungar sleggjur með stálhedd og massífa blokk
11.11.2005 at 21:58 #531912
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ekki tók ég eftir hvar þessi 75lbs. tala kemur fram, en sá hisvegar að Hemi vélin er sögð 57lbs (26kg) þyngri en 4.0 sexan.
"The HEMI weighs in at [b:2i1b94im]485lbs.[/b:2i1b94im] The stock 4.0L is [b:2i1b94im]428lbs[/b:2i1b94im] and the 2.4L is 346lbs. [b:2i1b94im]Compared to the 4.0L the HEMI is only 57lbs heavier.[/b:2i1b94im] One other interesting comparison is to the older 5.2L and 5.9L engines which weigh 514lbs and 547lbs respectively. The 4.7L at 470lbs, is only 15lbs lighter."ÓE
11.11.2005 at 22:17 #531914Það má bæta við stærri skifting svo vikta hásinganar eithvað 44 og 60,jeppinn gæti verið nálagt 2 tonum svona útbúinn.
Kveðja Magnús.
11.11.2005 at 22:50 #531916Höfum það rétt óskar þetta snerist við í hausnum á mér! en það sem ég les út úr uppl á þessari síðu þá er (bíllinn)aðeins 57lbs þyngri sem sagt með stærri skyftingunni og ef maður velur rubicon þá fær maður d 44 að framan og aftan þær ættu að halda aflinu
Gísli
11.11.2005 at 22:55 #531918Elsku kútarnir mínir.
mikið finnst mér það ánægjulegt að hérna séu menn að ræða um vélar, octantölur en ekki cetan og stór kílówött megi dísillin og skriðgírahelvítin fara fjandans til. (og þar með patrolar því þeir eru ekki með bensínvélar)úr skítnum KLÁMI.
11.11.2005 at 23:11 #531920Patrol fæst með 280 hrossa bensínvél í miðausturlöndum
http://www.nissan-me.com/patrol/patrol_ … ations.htmAf hverju fæst hann ekki hérna…
11.11.2005 at 23:56 #531922[b:1yt8zmwe]Af síðunni góðu[/b:1yt8zmwe]
[i:1yt8zmwe]
AEV’s HEMI conversion may require more extensive modifications depending on how the vehicle is set up. Rubicon axles work well for 33" and smaller tires, for anything larger than 33" tires, we highly recommend installation of stronger axles (HP Dana 44 Front & HP Dana 60 Rear). Any Jeep transfer case will work fine with the HEMI TJ (242, 247, 231, 241OR).
[/i:1yt8zmwe]Ég var að tala mann í Canada og hann vildi eiginlega ekki trúa mér þegar ég lýsti bílnum sem er á 38"dekkjum og sagði að ég hefði ekkert verið í því að brjóta öxla (var satt þá) og alls ekki aftur öxla. Það á við með orginal sexunni. Allir sem ég veit um sem hafa sett stóra massíva áttu í húddið hafa endað á því að skifta öllu út aftur úr.
Þannig að þú þarft með þessari græju líklegast að setja stóru rörin undir.
Kveðja Fastur ,,Fáir hestar´´
12.11.2005 at 01:04 #531924Birkir
Hvaða öxul hefur þú brotið, fram eða aftur? Ertu ekki annars með Dana 30 og 35?
12.11.2005 at 11:48 #531926Ég á sett af wrangler-hásingum sem eru falar fyrir mjög lítið ef þið viljið eiga varahluti í þetta drasl.
magnusbk@thi.is
12.11.2005 at 13:36 #531928
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég held nú að 60 hásing sé nú overkill miðað við íslenskar aðstæður, þar sem verið er að breyta bílum fyrir notkun í snjó. Sjálfsagt þyrfti þó að styrkja eitthvað 44 hásinguna til að mæta þessu aukna afli.
"Curb weight" á 2006 Wrangler Unlimited Rubicon er 3977lbs (1804kg) 6 gíra beinskiptur og 4013lbs (1810kg) sjálfskiptur, þarna líklegast átt við blæjubíl þar sem harður toppur er aukahlutur. Þetta er sá þungi þegar jeppinn er með fullan tank af eldneyti tilbúin til notkunar án ökumanns, farþega, farangurs eða annarra hluta sem ekki eru á/í bílnum frá framleiðenda.
Ef ég gef mér að sterkari sjálfskipting sé 20lbs þyngri en sú sem fyrir er þá ætti svona Unlimited jeppi með HEMI vél og sterkari skiptingu að vigta (óbreyttur að öðru leiti) 1855kg..
http://www-5.jeep.com/vehsuite/dispatch.do
ÓE
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.