This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 19 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Nú er Chrysler – samsteypan búin að setja á markaðinn nýjan Jeep, 7 sæta bíl að nafni Jeep Commander. Þetta virðist vera ansi öflugt tæki ef dæma má af upplýsingum á heimasíðu þeirra (http://www.jeep.com/commander) Það er reyndar fleira í farvatninu hjá þeim. Prototypa af farartæki að nafni Jeep Rescue, sem er að stofni til byggður á undirvagn Ram 2500, en að vísu með frábrugðnum fjöðrunarbúnaði, hefur vakið athygli margra jeppamanna en það mun ekki enn ákveðið hvort þetta tæki fer í fjöldaframleiðslu. Svo er pick-up typan Jeep Gladiator komin í framleiðslu og þar er líka athyglisvert tæki á ferðinni. Hann verður að sögn m.a. boðinn með 2,8 lítra diesel vélinni sem er í Jeep Liberty. Manni hefur skilist að sú vél sé hönnuð af Mercedes Benz og sé bæði aflmikil og sparneytin. Sem sagt, ýmislegt í farvatninu hjá þeim vestan hafs. Hafa menn eitthvað verið að skoða eitthvað af þessu með innflutning í huga, eða eru kannski þegar komnir bílar til landsins?
You must be logged in to reply to this topic.