FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Jeep Cherokee XJ

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Jeep Cherokee XJ

This topic contains 37 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Magnús Sigurðsson Magnús Sigurðsson 20 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 12.02.2002 at 15:48 #191328
    Profile photo of
    Anonymous

    Jeep Cherokee XJ

    Ágætu félagar

    Fyrir nokkru festi undirritaður kaup á Jeep Cherokee XJ, árgerð 1998 með fjögra lítra vélinni og fimm gíra beinskiptingu. Bíllinn er ekki ekinn nema 34000 km og er þess vegna hið besta efni til breytinga.

    Þar sem mér hefur sýnst að nokkur áhugi sé á svona bílum þá langar mig að koma af stað spjalli um breytingar á þessu apparati, hvað er gáfulegt að gera og hvað ekki. Og ef einhver vill blanda inní þetta umræðu um það hvers vegna nokkur maður vill svona bensínhák í staðinn fyrir olíubrennara þá má alveg taka þá umræðu líka.
    Meðal atriða sem mig langar að ræða um:

    – Hvernig dekk henta undir XJ, Mudder eða nýju FC Kevlar; við erum auðvitað að tala um 38? og ekkert annað.
    – Á að nota léttmálmsfelgur og hafa allt sem léttast eða fara í stálið fyrir styrk.
    – Hver er bestur í að vinna kanta á þennan bíl; ég veit af nokkrum sem smíða svona kanta en ég vil fella þá að plastinu sem er fyrir á bílnum.
    – Hve mikið þarf að hækka; ég vil ekki bara koma dekkjunum undir heldur líka hafa fjöðrun.
    – Er hagkvæmast að taka amerískt upphækkunarkit að framan, eða smíða sjálfur. Hvernig kit?
    – Loftpúðar eða gormar að aftan? Hvað þarf hásingin að fara mikið aftar, hvernig gorma ef þeir eru það sem koma skal? Væri hagkvæmt að fá hásingu undan GrandCherokee með gormasætum og öllu sem til þarf fyrir fjöðrunina auk diskahemla eða er of mikið mál að mjókka þannig hásingu? Hver er bestur, hefur mesta reynslu, í að smíða svona fjöðrunarkerfi?
    – Kanar telja nauðsynlegt að stytta millikassann til að koma fyrir lengra afturskafti með betri liðum; á að framkvæma þetta hér heima eða fá kit frá USA.
    – Ef TeraFlex-kit er notað til að leysa millikassamálið er hægt að fá frá TeraFlex annað kit til að lækka lága drifið niður í 4:1; er þetta snjöll aðgerð miðað við tork og áhrif á dirf og sköft?
    – Stærri bensíntankur er nauðsynlegur, hvernig má leysa það?

    Amerískar bensínkveðjur
    Óli Guðgeirs
    R-2057

  • Creator
    Topic
Viewing 17 replies - 21 through 37 (of 37 total)
← 1 2
  • Author
    Replies
  • 19.02.2002 at 16:53 #459028
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 1116

    Sæll aftur Einar
    9"fordin geingur vitanlega ekki það er í vitlausa átt
    en dana 44 er hinsvegar til í 4.888 44-9. það væri sterkur leikur.

    kveðja GJ





    20.02.2002 at 08:30 #459030
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Samkvæmt Chrysler viðgerðabók fyrir ’95 XJ og TJ (wrangler) voru þá notaðar tvær afturhásingar, Dana 35C og 8 1/4. Það var tekið fram að 35C væri staðalbúnaður en 8 1/4 væri stundum notuð í bíla sem ekki væru með ABS bremsum. Það er hvergi minnst á Dana 44, þannig að hún virðist ekki hafa verið notuð í þessa bíla, a.m.k ekki á Bandaríkjamarkaði.





    20.02.2002 at 10:36 #459032
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir félagar

    Ég er búinn að vera offline vegna bilunar í nokkra daga; hér er komið fullt af áhugaverðum athugasemdum og ábendingum.

    – Hvað varðar afturfjörðun sýnist mér að ég ætti að halda mig við blaðfjaðrirnar sem eru í bílnum í bili, þær eru í fínu standi þó þær séu kanske heldur stífar. Það má smíða loftfjöðrun þegar fjaðrirnar fara að slappast.
    – Framfjörðunin er meira mál. Ég er ekki hrifinn af að setja þykka klossa undir gormana, spurning um að fá gorma úr 4? upphækkunarsetti. Í amerískum upphækkunarsettum er ekki gert ráð fyrir að stífufestingar séu síkkaðar eins og menn gera hér heldur eru stífurnar hafðar lengri og þá mun brattari. Er það verri lausn að hafa stífurnar brattari heldur en að síkka festingarnar?
    – Ég vil frekar fara í mikla boddývinnu og hafa hækkunina minni ? sýnist samt 8 til 10cm vera raunhæft hvð hækkun varðar.
    – Gírun framan og aftan: Hef heyrt af þessu áður, að framhjól eigi að snúast aðeins hraðar en ég geri svipað og Einar, skipti oft úr og í framdrifi í hálku og held að allt sem veldur spennu í drifrásinni sé slæmt. Vilji maður fara þessa leið, eru þá til hlutföll í kringum 4.88? Ef einhver frá bílabúðunum fylgist með þessu þá getur hann kannað málið og svarað.
    – Hvað segir viðgerðabókin um afturhásingu í 1998 bíl með Off-Road og Towing pökkum, er það ekki örugglega D44?
    – Millikassinn í mínum bíl er NP231. Mér þótti það fín hugmynd að lækka lága drifið í 4/1 en það virðist ekki vera ef marka má fram komnar athugsemdir.

    Ég held að á þessu stigi sé ekkert annað að gera en að fara að skrúfa.

    Óli G.





    20.02.2002 at 10:58 #459034
    Profile photo of Einar Bárðarson
    Einar Bárðarson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 88

    Sæll félagi talaðu bara við Bjarna í Formverk hann ætti að geta reddað ýmsu fyrir þig hann átti svona bíl og hann getur eins og eg segi sennilega reddað ýmsu





    20.02.2002 at 12:55 #459036
    Profile photo of Viðar Örn Hauksson
    Viðar Örn Hauksson
    Member
    • Umræður: 16
    • Svör: 171

    Sæll Óli,

    Mín skoðun er sú að ekki sé gott að láta framstífurnar halla mikið. Það bæði takmarkar fjöðrun og bíllinn heggur svolítið. Eins verður hann líklega leiðinlegur í stýri!

    Trailmaster settið sem bæði Benni og Bílabúð Benna flutti inn hér um árið, var með síkkun,lengri gormum og stuttu fjaðrablaði sem flestir hentu. Eins voru margir ekki ánægðir með gormana (þóttu stífir) ég notaði þá í 4 ár (var allt í lagi) en mæli frekar með orginal gormi eða ef þú finnur lengri gorm í svipaðri mýkt og geti þá slept kubbunum. Það er líka hægt að smíða nýtt gormasæti neðar á einfaldan hátt! nota rör upp til styrkingar. Kubbarnir eru ekki til vandræða og ef þú setur svolítið sílkon á milli þeirra hreyfast þeir alls ekki neitt.

    Þessi fram hækkun sem flestir eru að nota er mjög einföld í ísetningu og lítil sem engin suðuvinna!

    4.88 hlutfall færðu hjá strákunum í Jeppasmiðjunni s-482 2858.

    Eftir að hafa sofið á þessu með mismundi hlutföll að framan og aftan. Er ég komin á þá skoðun að það geti ekki verið gott í snjó þar sem hjól þurfa taka jafnt á!

    kv,

    Viðar





    21.02.2002 at 15:56 #459038
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 1116

    það er ástæða fyrir því að gormarnir í trailmaster/ranco settinu eru svona stífir,
    ekki það að ég ætli nokrum manni að nota þá en:
    þessi 4" hækkun er hugsuð til að fá pláss fyrir stærri dekk, við stærri dekk
    eigst vægið sem kemur á hásinguna í ingjöf og hemlun
    þetta vægi er nýt í 3 4 og 5 link til að hafa áhrif á með hve miklum kraft
    hásingin fer upp og niður við hemlun og ingjöf. þetta eru mikklu meiri kraftar en sumir virðast gera sér grein fyrir. í þessu setti er ekki neitt til að auka
    bilið lóðrétt á milli festinganna á hásingunni
    (það er það sem þarf til að minnka þessa krafta)
    Það er líka hægt að minnka bilið í boddíinu en þá aukast kraftarnir í stífunum.
    Þetta þíðir að séu stór dekk og orginal gormarnir notaðir með þessu setti stendur bíllin á grönunum í hvert skifti sem hemlað er.
    Og leiðin sem farin er til að laga þetta í USA
    er að hafa gormana ekki bara stífa heldur nánst massífa.
    það fylgdi þessu setti sem ég er að tala um eithvað dót til að síkka allar stífurnar í
    bodíinu um 4".Ég held að 3" settin séu ekki með þessu dóti.
    ég hef aldrei notað þetta sett sjálfur en ég hef aðeins komið að því að reyna að
    gera aftur bíl úr apparatti sem var með þessu í.
    ef þú vilt halda í sem mest að uprunalegum eiginleikum ættir þú að gera þetta svona
    fyrir 38" fást nokkuð rétt hlutföll í þetta með því að færa efri stífurnar upp um 60mm
    á hásingunni og neðristífurnar niður umm 40mm í boddíinu
    með þessu endast líka öll gúmí jafn vel og í Óbreytum bíl og bæði efri og neðr stífa
    halla líkt og áður. (Hallinn upp að 10-20 gráðum skiftir mikklu minna máli en bilið á milli stífana).
    Síðan brennirðu allar gorma og demparafestinar af og færir allt í einu upp um þá hækun sem þú vilt fá með því að snikka plötur á milli.

    Ef þú velur 4.88 ferðu bara í búðina eftir hlutföllum fyrir d44 og d30
    og færð 4.888 og 4.8750 sem er 1.0/0.997 mjög gott.
    og taktu eftir að þú finnur fyrir minni spennu í drifrásinni en með 1/1 og skiftir
    úr og í frammdrifið á "hundraaðogfimmmmmmmmtíu" upp kaffistofubrekkuna á gler hálku.
    ef þú ert með dana35 færðu bara 4.875 og brosir þá bara ekki alveg jafn mikið.

    Ég fékk umm dagin í hendurnar 4.56 hlutfall í d44
    það var í fallegum kassa frá dana spicer og kostaði
    35.000 kr þegar ég fór að skoða það sá ég að það var
    ekki alveg nýtt og eingar merkingar á því sem ég kannaðist við.
    Það var líka alveg ótrúlega hreinnt.
    Kom þá á daginn að líklega var búið að keira á því frá kóreu til íslands???
    Ég læt ykkur eftir að ráða í hvernig ég fann þetta út.

    gj





    21.02.2002 at 23:40 #459040
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég vildi að ég hefði vitað af aðferðinni sem Guðmundur nefndi, að losa statifið sem gormurinn, samsláttarpúðinn, demparinn og balancestöngin tengjast, frá hásingunni og færa upp. Þetta heldur réttri afstöðu fyrir þessa hluti og leysir líka fyrstu ástæðuna fyrir því að það þarf að breyta stífunum, nefnilega það að neðristífan rekst í plötuna sem gormurinn hvílir á, þegar bíllinn fjaðrar sundur. Það er samt þörf á að breyta stífufestingum til að fæara hásinguna aðeins framar, og það er til bóta að auka blið milli stífanna.
    Varðandi stífurnar, þá er skiptir mestu að þær séu samsíða. Ef þær eru samsíða þá skiptir ekki öllu máli þó þær halli aðeins. Ég er búinn að síkka neðri stífunrnar þar sem þær tengjast grindinni, en á eftir að lyfta efri stífunum á hásingunni. Vegna þessa dúar bíllinn aðeins þegar bremsað er, en þetta venst og er ekki verulega til ama. Bíllinn er samt fínn í stýri. Ég á líka eftir að færa gatið þar sem þversífan tengist hásingunni, til að miðja hásinguna.
    Eg setti OME gorma en held að það væri líka allt í lagi að nota orginal gormana með stærri klossum.Með aðferðinni hans Guðmundar þar hvorki að skipta um gorma né setja klossa.
    Ég myndi alls ekki nota gorma úr Amerískum kittum.
    -Einar





    22.02.2002 at 22:34 #459042
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 1116

    Einar

    Ég heyri að þú fylgir þessu en samt ekki alveg.

    Ef þú ætlar að halda stífunum alveg samsíð
    (ef horft er á hliðina á bílnum) nýtir þú þér ekki
    aðal kosti þess að vera með linkaða fjöðrun.
    Í gamladaga þegar flestir rallybílar voru með
    afturdrifi og linkaðar afturhásingar
    urðu til þó nokkur vísindi í kringum uppsetningar á þessu.
    Heilu heimsmeistarakeppnirnar í rally unnust á skilningi keppenda á því hvernig hægt er að stýra veggripi hemmlun og
    stýriseiginleikum þessara bíla með því einu að færa einn
    festipunkt(par h og v) í 4linkinu.
    Einn eða tveir sentimetrar (upp eða niður) geta breytt svona
    bíll úr druslu í sigurvegara eða öfugt.
    þú sagðir að hægt væri að lifa við þetta með að bíllinn fer
    niður að framan þegar þú bremsar sem er auðvita rétt
    en þessu fylgir ímislegt annað.
    Hvað ef ég segði þér að þú drífur líka minna út af þessu?
    kanski ekki mikið en alveg öruglega eitthvað.
    Þegar svona uppsetur jeppi stendur frammi fyrir
    lausri og ósléttri brekku gerist meðal annars þetta.
    Bíllin setur meiri þyngd á aturhjólin en annars (vont)
    og frammhásingin eltir ver ójöfnur sem veldur
    óstöðugu gripi.(mjög vont)
    Af hverju er of langt og flókið mál til að
    skrifa umm á þessu spjalli.
    (Ég er líka ekki nógu flinkur penni til að far út í þetta).
    þetta er kanski að verða hálfgerður titlingaskítur en samt
    fanst mér ég verða að koma þessu að.
    Þú finnur mig á http://www.gjjarn.com ef þú villt vit af hverju?

    kv Gj





    26.02.2002 at 23:00 #459044
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Það sem ég sagði um stífur í síðasta pistli var líklega dálítið villandi. Ég ætlaði alltaf að breyta bæði efri og neðri stífunum, ég á bara enn eftir að breyta efri stífunum.

    Ef stífur eru samsíða og láréttar, þá hafa hemlunar- eða drifkraftar ekki áhrif á fjöðrunina. Ef stífur eru hallandi þá er, með því að hafa þær ekki alveg samsíða, hægt að losna við samspil fjöðrunar og drifkrafta. Það er líka rétt að með stærri dekkjum reynir meira á stífur og fóðringar, með því að auka bilið milli stífa er hægt að snúa þessu við.

    Samspil milli drif og fjöðrunarkrafta getur m.a. valdið því að hjólin fari að hoppa sem dregur úr gripi.

    Ein praktísk spurning, hvernig er best að lyfta stífufestingum á hásingunni? Fóðringin vinstra megin er í gati sem virðist vera steypt í drifkúluna. Ég hef heyrt að það sé vandkvæðum bundið að sjóða við svona steypt stykki.

    -Einar





    27.02.2002 at 11:15 #459046
    Profile photo of Viðar Örn Hauksson
    Viðar Örn Hauksson
    Member
    • Umræður: 16
    • Svör: 171

    Strákar!

    eruð þið ekki að gera ykkur þetta full flókið og erfitt! Ég ætla ekki að fullyrða að þið hafið rangt fyrir ykkur en með því að lifta öllum festingum á hásingu verður örugglega meir hreyfing á henni í gúmíum (ruggar). Flestir sem breyta þessum bílum með góðum árangri nota síkkunina frá Birni í Vaganar og þjónusta, þá getið þið stillt neðri stífuna lárétta og efri stífan hallar örlítið ekki óáþekkt og hún gerir orginal. Að nota kubba hefur þá kosti að þeir ryðga ekki og ekki útfrá þeim eins og suðum. Þið losnið örugglega ekki við að snúa stýrisendum niður og önnur smíði er nokkuð einföld.

    Ég skoðaði einu sinni Grand sem var breitt með því að lifta gormafestingu á hásingu að framan um 10-12cm og ég var ekki hrifinn! Sambland að hvorutveggja fyndist nær lagi.

    Annað praktískt: Ef neðri stífan er höfð lárétt miða við hækkun rekst hún alls ekki í plötuna sem demparinn festist við, nema þú ætlir að stökkva og svífa á honum en þá er betra að hann stoppið þarna, en nokkru á öðrum stöðum eins og demmpurum eða togstöngum.

    Satt að segja fynnst mér þið vera fara fjallbaksleið í þessu!

    Ekki það! að jeppamenn eru mestu sérviskupúkar sem fyrirfynnast og er ÉG ÞAR MEÐ TALINN!!!!

    Jeppakveðjur,

    Viðar





    03.02.2004 at 18:01 #459048
    Profile photo of Halldór Guðni Sigvaldason
    Halldór Guðni Sigvaldason
    Participant
    • Umræður: 1
    • Svör: 15

    Sælir

    Mig langar til að fá uppskrift bérna frá gummij hvernig best er að setja upp 4-link, ef stífurnar eiga að halla mismunandi mikið og vera jafnvel mislangar og heppilegt bil á milli stífanna, en ég er nú líka oft að spá í muninn á að nota 4-link að aftan eða þá að nota bara Range Rover/Bronco framstífur að aftan, er 4-link útfærslan betri þar sem Toyota smíðar svoleiðis undir sína bíla?

    Halldór





    03.02.2004 at 19:27 #459050
    Profile photo of Ingi Björnsson
    Ingi Björnsson
    Participant
    • Umræður: 73
    • Svör: 1022

    Langar bara að koma því framm að þessar ford/range rover framstýfur heita framstýfur af því að þær eiga að vera að framan, ef þær eru settar að aftan þá lyftist bíllinn alltaf að aftan þegar tekið er af stað og lækkar þar af leiðandi þegar bakkað er. Það snýst alltaf uppá hásinguna.´
    Ég myndi ráðleggja þér að gleyma þessum pælingum með framstýfur að aftan,,, menn eru aldrei ánægðir með það. svo Four-link eða V-Link er málið. Lýttu undir Range rover eða nýja boddy af grand og þar færðu hugmyndir um V-link. Svo er toyotu four-linkið mjög gott líka, efnið kostaði þegar ég keypti það uþb 6000 kall.í Héðinn í garðabæ, til sniðið og fínt.

    Link baráttu kveðjur. Ingi R-3073.





    19.02.2004 at 01:28 #459052
    Profile photo of Arnór Magnússon
    Arnór Magnússon
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 640

    Sælir

    Þetta er alveg magnaður þráður og mun ég sennilega ekki þurfa neinar fleiri tækni-upplýsingar til að breyta Cherokee´num hjá mér á 38".
    EN nú er ég með 93 árgerð með quadra-drive millikassanum. Þetta er enn sem komið er, að reynast mér allt í lagi á fjöllum á 35" en þegar 38" er komin undir þá veit maður ekki.
    Ef ég er að skilja þetta rétt þá er bara einskonar tregðulæsing í millikassanum. Þetta hlýtur að slitna með tímanum?
    Gallinn er þegar ég lendi í leiðinlegu færi þá virðist eitthvað vanta upp á.
    Annað dæmi er að ég get td. keyrt að snjóruðningi sett í lágadrifið og Drive og ef aðstæður "henta" (harður snjór) þá spólar hann bara að framan eða bara að aftan í hægagangi m.ö.o hann læsir sér örugglega aldrei alveg. Svo stíg ég létt á inngjöfina upp í svona 1200rpm þá grípur hann um leið á þeim dekkjum sem hann spólaði ekki.

    Mér sýnist á þessu að ég þurfi að skipta um millikassa og get þá notað þennan sem númer tvö… Eða hvað?

    Kveðja
    Izeman





    19.02.2004 at 08:45 #459054
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Þrjár tegundir af millikössum frá NV hafa verið notaðr í Jeep ZJ (grand cherokee), NV231, NV242 og NV249. NV231 er ekki með sídrifi, með NV242 er hægt að velja milli sídrifs, afturdirfs eða læsts fjórhjóladrifs. Þú er líklega með NV249, samkvæmt [url=http://www.alldata.com/techtips/2003/20030323b.html:1wejpldi]þessari síðu[/url:1wejpldi] er sá kassi með seigjutengi sem getur þurft viðhald. Það ætti ekki að vera mikið mál að finna annaðhvort NV231 eða NV242 millikassa, þessir millikassar hafa verið notaðir í flestum Jeep, og mörgum öðrum amerískum jeppum síðustu 20 árin.

    -Einar





    19.02.2004 at 11:14 #459056
    Profile photo of Arnór Magnússon
    Arnór Magnússon
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 640

    Sæll eik

    Takk fyrir það. Jú þetta er sami kassi og hjá mér, á þessari síðu.
    En veit einhver hvort ég þurfi þá ekki að nota sérstaka olíu á millikassan, þá sömu og notuð er á hásingar með diskalæsingum.
    Ég skipti um olíu á kassanum um leið og ég fékk bílinn en setti bara venjulegan sjálfskipti vökva. Gæti það verið ástæðan fyrir því að hann sé smá tíma að grípa? Eða kanski er það bara eðlilegt.
    Æ þetta er of flókin búnaður, best að skipta bara við fyrsta tækifæri :)

    Kveðja
    Izeman





    28.10.2004 at 00:36 #459058
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    vildi bara smella hér inn sniðugri síðu

    http://www.tandjperformance.com/index.htm





    28.10.2004 at 20:51 #459060
    Profile photo of Magnús Sigurðsson
    Magnús Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 32
    • Svör: 430

    Ef ég er að skilja þetta rétt, þá myndi ég halda að með því að hækka gormasætin frá hásingu myndi þingdarpungtinn hækka sem ég held að sé ekki gott í jeppa. Gormasætið ætti að vera sem næst miðju eða fyrir neðan mitt hjól.
    Kveðja Magnús.





  • Author
    Replies
Viewing 17 replies - 21 through 37 (of 37 total)
← 1 2

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.