This topic contains 37 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Sigurðsson 20 years ago.
-
Topic
-
Jeep Cherokee XJ
Ágætu félagar
Fyrir nokkru festi undirritaður kaup á Jeep Cherokee XJ, árgerð 1998 með fjögra lítra vélinni og fimm gíra beinskiptingu. Bíllinn er ekki ekinn nema 34000 km og er þess vegna hið besta efni til breytinga.
Þar sem mér hefur sýnst að nokkur áhugi sé á svona bílum þá langar mig að koma af stað spjalli um breytingar á þessu apparati, hvað er gáfulegt að gera og hvað ekki. Og ef einhver vill blanda inní þetta umræðu um það hvers vegna nokkur maður vill svona bensínhák í staðinn fyrir olíubrennara þá má alveg taka þá umræðu líka.
Meðal atriða sem mig langar að ræða um:– Hvernig dekk henta undir XJ, Mudder eða nýju FC Kevlar; við erum auðvitað að tala um 38? og ekkert annað.
– Á að nota léttmálmsfelgur og hafa allt sem léttast eða fara í stálið fyrir styrk.
– Hver er bestur í að vinna kanta á þennan bíl; ég veit af nokkrum sem smíða svona kanta en ég vil fella þá að plastinu sem er fyrir á bílnum.
– Hve mikið þarf að hækka; ég vil ekki bara koma dekkjunum undir heldur líka hafa fjöðrun.
– Er hagkvæmast að taka amerískt upphækkunarkit að framan, eða smíða sjálfur. Hvernig kit?
– Loftpúðar eða gormar að aftan? Hvað þarf hásingin að fara mikið aftar, hvernig gorma ef þeir eru það sem koma skal? Væri hagkvæmt að fá hásingu undan GrandCherokee með gormasætum og öllu sem til þarf fyrir fjöðrunina auk diskahemla eða er of mikið mál að mjókka þannig hásingu? Hver er bestur, hefur mesta reynslu, í að smíða svona fjöðrunarkerfi?
– Kanar telja nauðsynlegt að stytta millikassann til að koma fyrir lengra afturskafti með betri liðum; á að framkvæma þetta hér heima eða fá kit frá USA.
– Ef TeraFlex-kit er notað til að leysa millikassamálið er hægt að fá frá TeraFlex annað kit til að lækka lága drifið niður í 4:1; er þetta snjöll aðgerð miðað við tork og áhrif á dirf og sköft?
– Stærri bensíntankur er nauðsynlegur, hvernig má leysa það?Amerískar bensínkveðjur
Óli Guðgeirs
R-2057
You must be logged in to reply to this topic.