Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Jeep Cherokee XJ
This topic contains 37 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Sigurðsson 20 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.02.2002 at 15:48 #191328
AnonymousJeep Cherokee XJ
Ágætu félagar
Fyrir nokkru festi undirritaður kaup á Jeep Cherokee XJ, árgerð 1998 með fjögra lítra vélinni og fimm gíra beinskiptingu. Bíllinn er ekki ekinn nema 34000 km og er þess vegna hið besta efni til breytinga.
Þar sem mér hefur sýnst að nokkur áhugi sé á svona bílum þá langar mig að koma af stað spjalli um breytingar á þessu apparati, hvað er gáfulegt að gera og hvað ekki. Og ef einhver vill blanda inní þetta umræðu um það hvers vegna nokkur maður vill svona bensínhák í staðinn fyrir olíubrennara þá má alveg taka þá umræðu líka.
Meðal atriða sem mig langar að ræða um:– Hvernig dekk henta undir XJ, Mudder eða nýju FC Kevlar; við erum auðvitað að tala um 38? og ekkert annað.
– Á að nota léttmálmsfelgur og hafa allt sem léttast eða fara í stálið fyrir styrk.
– Hver er bestur í að vinna kanta á þennan bíl; ég veit af nokkrum sem smíða svona kanta en ég vil fella þá að plastinu sem er fyrir á bílnum.
– Hve mikið þarf að hækka; ég vil ekki bara koma dekkjunum undir heldur líka hafa fjöðrun.
– Er hagkvæmast að taka amerískt upphækkunarkit að framan, eða smíða sjálfur. Hvernig kit?
– Loftpúðar eða gormar að aftan? Hvað þarf hásingin að fara mikið aftar, hvernig gorma ef þeir eru það sem koma skal? Væri hagkvæmt að fá hásingu undan GrandCherokee með gormasætum og öllu sem til þarf fyrir fjöðrunina auk diskahemla eða er of mikið mál að mjókka þannig hásingu? Hver er bestur, hefur mesta reynslu, í að smíða svona fjöðrunarkerfi?
– Kanar telja nauðsynlegt að stytta millikassann til að koma fyrir lengra afturskafti með betri liðum; á að framkvæma þetta hér heima eða fá kit frá USA.
– Ef TeraFlex-kit er notað til að leysa millikassamálið er hægt að fá frá TeraFlex annað kit til að lækka lága drifið niður í 4:1; er þetta snjöll aðgerð miðað við tork og áhrif á dirf og sköft?
– Stærri bensíntankur er nauðsynlegur, hvernig má leysa það?Amerískar bensínkveðjur
Óli Guðgeirs
R-2057 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.02.2002 at 16:29 #458988
Sæll Óli,
Ég er búinn að breita 87 árg af Jeep Cherokee (3ja dyra)fyrst fyrir 36" síðan fyrir 38" og þar á eftir settum við gorma undir að aftan og færðum afturhásingu aftur! nú núna er ég rétt að klára breita 98 árg af Grand.
Í stuttu máli það sem ég gerði:
38" breiting.
Fékk mér stífusíkkunarkitt frá Birni í Vélar og þjónusta undir að framan tók neðra gatið neðar eða 13cm síkkun og 2-2,5cm framar.
nota sömu gormana að framan og nota rör og kubba samtt: 11-13cm (fer eftir gormalengd)=43-44cm
lét kóna út stýrirarma (á þá reyndar til handa þér)
snytta stýristöng og setja stýrisenda á togstöng (Stál og Stansa)
smíði niður turninn fyrir hliðastífu og dempari færður ofar í festingu. lengri pinnar settir í ballansstöng.
Passa uppá samslátt og dempara!Aftan ef þú notar fjaðrirnar, er einfaldast að fá sér aukablað og 5cm kubb (Benni) þú þarft að velta hásingunni upp á móti millikassa og láta bora í millkassaöxulinn fyrir tvöfaldan lið (Guttarnir Mosó) láta smíða skaft með 2 földum lið! annars er alltaf eitthver víbringur í þessu.
Að setja svona bíl á gorma er svolítil smiðavinna en ekkert stórmál!
Kanta færðu hjá Gunnari Inga uppá Höfða!.
Þeir sem þekkja þessar breitingar best er Kjartan G. (Bifreiðaverkstæði Guðvarðar og Kjartans Guttarnir s.566 6257)
Síðan er þér velkomið að hringja í mig s- 863 4649 en ég er búinn að velta mér uppúr þessu síðustu 5-6 ár.
kv,
Viðar s- 863 4649
E-1423
13.02.2002 at 05:04 #458990Algengast er að þessir bílar séu hækkaðir að aftan með aukablöðum og klossum. Ég vildi ekki nota aukablöð þar sem þau gera fjöðrunina stífari. Mín reynsla er sú að ef maður vill komast vel áfram á snjó, þá skiptir góð fjöðrun oft meira máli en vélarafl. Orginal blaðfjaðrirnar fjaðra þokkalega vel, en þær voru farnar að slappast verulega.
Þessum fjöðrum hættir til að bogna, og hættan á því eykst
þegar settir eru klossar og stærri dekk. Af þessum ákvað ég að nota ekki orginal fjaðrirnar.
Þeir kostir sem ég taldi koma til greina voru að
nota OME fjaðrir (fást hjá Benna), eða smíða stífur og
setja gorma eða loftpúða.
OME fjaðrirnar hafa reynst mjög vel undir Toyótum, bæði
4 runner og LC-60. Til að hækka bílinn ætlaði ég að
síkka festingarnar frekar en að nota klossa. Ég fékk mér lengri hengsli með smurkoppi til þessa.
Kosturinn sem ég valdi á endanum var að fara í Loftpúða. Þeir hafa þann kost að hægt er að stilla þá eftir hleðslu bílsins sem gefur kost á mýkri fjöðrun en annars væri mjöguleg án þess að fórna burðargetu bílsins. Loftpúðarnir eru það mjúkir að við að fylla endsneytistankinn og setja 3×20 lítra brúsa skottið, þá sígur aftur endinn um næstum 10 cm.
13.02.2002 at 09:26 #458992
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta spjall fer ágætlega af stað.
– Samkvæmt Viðari þarf að færa framhásinguna framar til að koma 38" undir. Þetta útilokar að hægt sé að nota amerískt upphækkunarsett þannig að það er afgreitt. Í mínum bíl er "Up-Country Suspension" sem þýðir að hann er talsvert stífari á fjörðum en standard fjöðrunin er. Ég held ekki að ég muni nota hvorki gormana eða fjaðrirnar sem eru í bílnum.
– Einar hefur valið að nota loftpúða aftan í sinn Cherokee og það hefur augljóslega sína kosti. Mér hefur sýnst púðarnir vera gjarnir á að rifna og að mörgu leiti viðkvæmari en gormafjöðrunin. Er þetta rétt?Kveðjur
Óli G.
R-2057
13.02.2002 at 11:42 #458994Ég er sammála því að það þurfi að færa framhásingu ef á
setja stærra en 36", það er á mörkunum með 36 tommuna.
Ég held að það þurfi ekki að færa afturhásingu fyrir
38. Ef á að færa eitthvað að ráði, þá er kúlan komin mjög
nærri bensíntanknum.Ég missti loft úr púða á Langjökli í Nýliðaferð
http://um44.klaki.net/la02/m1.html
Eftir að ég kom heim tókst mér að koma lofti í hann, og nú
virðist ekkert vera að. Sú skýring sem ég dettur helst í hug
er að gúmíið hafi frosið við neðra sætið og dregist til
að ofan, við hafi loftið sloppið út. Þetta er alveg hliðstætt
við það þegar dekk losnar frá felgubrún.
Það væri gaman heyra hvort aðrir hafi lent í svipuðu.Líkleg ástæða fyrir þessu er að ég á eftir að ganga frá
pústinu. Milli þverstífu, samsláttarpúða, loftpúða dempara
og eldsneytistanks er lítið pláss fyrir púströr. Ég á eftir
að fara á pústverkstæði og heyra hvernig fagmönnum líst á.
13.02.2002 at 22:05 #458996
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það borgar sig að færa fr.hásinguna fram ef að stefnt er á 38" dekk. Fáðu stýfu-síkkunar-kitt hjá Birni eins og Viðar talaði um.Þú getur alveg notað gormana sem eru í bílnum að framan , þarft þá að nota tvö sett af álklossum eða síkka eða hækka gormasætin á boddýi/hásingu. Það er alveg hægt að færa aft.hásinguna svolítið aftur því að þegar búið er að hækka bílinn upp er ekki mikil hætta á að hásingin nái upp í bensíntankinn.
Það verður svolítið þröngt um pústið ef smíðuð er gorma-loftpúða fjöðrun það veit ég af eigin reynslu, pústið var leitt á milli langstýfanna og út fyrir grindina þ.e aftur eftir og samsíða hjólskálinni og grindarbitanum h/m og er allt í lagi,að minnsta kosti sá ég enga betri lausn.
Ég myndi fá mér brettakanta frá Gunnari, persónulega finnst mér besta smíðin á brettaköntum frá honum.Kveðja Jón
14.02.2002 at 09:03 #458998Sæll félagi,
Þessir bílar eru flottir til breytinga, hvað dekkin varðar þá er ég á 36 Modder og þau svínvirka, ég keypti "Weld" léttmálmsfelgur hjá Benna, fyrir vetarar akstur breykkaði ég krómfelgur, það er happilegra þar sem ekki er auðvelt að rétta álið ef þú skemmir felgu, stálfelguna má berja til.
Er ekki nóg fyrir þig að fara á 36"? minn bíll flýtur ótrúlega á 36" mödder.
Mér sýnist þú fá fínar upplýsingar hér á spjallinu, þegar þú vilt svo fá fleyri hestöfl í 4L vélina þá er það auðvelt, ég er komin með gríðalega skemtilega vél sem hann Nonni "kroni" á heiðurinn að.Ég mæli svo með lofti að aftan vegna hleðslu, minn er fínn fullur af dóti en er frekar stífur annars.
mbk.Mundi
14.02.2002 at 17:51 #459000Sælir strákar,
Það er ýmislegt sem rifjast upp þegar maður les póstinn frá ykkur. T.d. er það alveg rétt hjá Eik að ending fjaðra er frekar stutt í þessum bílum. Ég henti gömlu fjörunum í upphafi og fékk mér Ranko fjaðra sett, milli stíft aukablað og 36" dekk. á meðan þetta var nýtt var fjöðrunin fín en eftir 2ár sett ég stíft aukablað til að koma undir hann 38" þá varð hann stífur innabæjar en ágætur fullhlaðinn á fjöllum. Gormafjöðrunin sló þetta allt út og loftpúðar hljóma mjög girnilegir. Hinns vegar er lykil atriði að vera með góða samsláttarpúða t.d. úr 90 cruser og splæsa í góða dempara (stillanlega Koni) og gorma. Ef þú gerir þetta ertu í góðum málum. Ég notaði Range Rower gorma frá BSA þessir þessa grænu, að aftan þeir voru líklega full stífir en þess ber þó að geta að ég fór með afturhásinguna aftur um 14cm. Það þarf að fara með afturhásinguna aftur um 2-5cm í það minnsta, til að stilla hana af í miðri hjólaskálinni. það ætti ekki að hafa vera vandræði með tankinn en vanda þarf hliðarstífu frágang svo hún sé ekki að naga utan í hann! p.s. það er yfirleitt hægt að hnika bensíntankinum aftur um örfáa cm. Ég tók hann úr og breitt honum 135l. Ef orginal tankur hjá þér tekur bara 78l eða þar um bil skaltu opna hann stytta eða breita önduninni í honum þú gætir náð þér í auka 20-30l þannig án mikillar fyrirhafnar og vandræða. Orginal gormarnir að framan eru fínir, ég var með Trailmaster gorma undir að framan hjá mér sem voru frekar stífir, og í dag nota ég orginal gormana í Grandinum að framan "draumur". Hinnsvegar renndi ég utanaf 90cruser samláttarpúðum til að koma þeim inní gormana og þannig fæ ég alltaf mjúka lendingu. Það er ekki gott að fara með framhásinguna mikið fram það kostar allskonar vandræði, 2-4cm max. Miklu frekar klippa meira og færa gólfið örlýtið inn (þess þar þó líklega ekki)! Þú kemst ýmislegt á 36" á svona bíl en ég hvet þið til að stíga skrefi í til fulls og svífa um hálendið á 38".
Legur í framhásingum eru ágætar en afturhásingu borgar sig að opna 1x ári og pakka upp jafnvel bara skipta um legur ca: 18-20mánaða fresti allt eftir því hvað þú ert að nota jeppann mikið. (þær fóru aldrei á fjöllum, hjá mér en voru stundum ljótar við skoðun)Varðandi vélina: skaltu passa að granna öndunarslangan sem fer ofaní ventlalokið (aftarlega) og sogreinina framanlega sé alltaf hrein t.d. láta blása úr henni við hverja smurningu!!!! lykil atriði fyrir endingu vélar!
kv,
Viðar
14.02.2002 at 22:36 #459002Ég er að nota orginal drifskaft og loftpúða með 36" dekkjúm og loftpúðum. Ég hef ekki orðið var við titring frá drifrás með loftpúðana rétt stillta. Langstífurnar eru næstum samsíða drifskaftinu þannig að það ætti að vera mjög lítil hreyfing á dragliðnum.
Þegar fjaðrirnar eru ofan á hásingunum, þá hreyfist hásingin fram og aftur þegar fjaðrirnar svigna. Þetta eykst ef hækkað er með klossum. Ég geri ráð fyrir að þetta sé ástæðan fyrir þeirri útbreyddu skoðun að það þurfi að setja fastan flans á millikassann og fá skaft með draglið, þegar Jeep bílum er breytt.
-Einar
16.02.2002 at 17:51 #459004Sælir
Ég hef át tvo svona bíla og ekið þeim
samtals um 200þús km á 38" dekkjum
þar af minst 30þúskm utan vegaLámarks hækkun að mínu viti er 8cm en það kostar mikkla boddívinnu Kantana sem ég hef notað lét ég Gunnar I smiða. Þegar ég fékk seinna settið hjá honum sagðist hann ætla að eiga klár mót af þeim, það var 1996 að mig minnir. Þessir kantar fara alveg upp að brotinu í hliðinni á boddíinu. Með þessu fæst ca 15cm samanslag sem ég hef látið duga. En athugaðu að það getur verð mikill hæðarmunur á þesumm bílum orginal þannig að þessir 8cm sem ég tala umm eru ekki mjög áreiðanlegir. Hafðu allt eins létt og þú getur en eftir mínu viti færðu engar álfelgur sem eru nógu sterkar í rettu offsetti og sem brotna ekki nema Welld racing og þær kosta? Welld racing felgan er 8kg í 13"breidd Orginal stálfelga í 13" með 2mm breikun er 11kgVið erum oftt þrír saman sem notum allir svona stálfelgur með góðum árangri.
Mér finst varla taka því að fara í ál fyrir 12 kg og það kostar umm 10þúsundkall á kg. Þú þarft ekki að skifta út dragliðnum nema að þú hækkir bílinn mjög mikið.Afturtuhásingin hjá þér er AMC20,Dana35 eða Dana44 Ef þú ert með Dana44 þá skaltu nota hana. Hún kemur orginal ef bíllinn er keyptur með towing pakka. Ef þú ert með dana 35 er til í einu setti 30 rillu öxlar og Detroit Lockerfrá Superior Axle fyrir umm 900 US dali. EF þú ert með AMC20 þá þarftu að skifta henni út. Grand Cherockee er til með mörgum afturhásingum (minst þremur) og þú færð ekki hlutföll í sumar þeirra. Eithvað af því gæti samt hentað. Ég smíðaði mér 9" ford í báða mína bíla og lét smíða 31 rillu öxla eftir máli hjá Currie Enterprises þá var kittið í 35 hásinguna ekki til svo ég vissi.
Frammhásingin (Dana30 rewers) er fín fyrir 38" þó veit ég að menn hafi verið að begja Þær en ég held að það sé ekki vandamál ef þú notar felgur með 5 1/2" offsetti(innvíðar) og 12 til 13" breiðar
þú færð allar tegundir lása í Dana30. Ef þú ert með drifloku á hægröxlinum þá borgar sig að festa hana á fyrir allt nema loftlás og rafspinn. Fyrir beinskiftan bíll myndi ég velja 4.88 hlutföll og passa að frammdrifið verði áframm aðeins hærra(það skiftir máli) Ég er með sjáfskiftan bíll með 4,55 að framan og 4,57 að aftan. Þú skalt prufa standard hlutfall í millikassa. Í mjög þungu færi vantar stundum afl í háadrifinu og þá er óþolandi að vera bara með 55km hámarkshraða í lágadrifinu.
Að vera á hámarkshraða rétt áður en bíllinn poppar upp úr "hræðilegt" Nema þú ætlir að tjúna upp fyrir 300hö og nota lágadrifið bara sem skriðgír.Mér hefur sýnst oft illa ganga að setja gorma eða loft að aftan. Sumir af þeim bílum hafa sprúngið illa í kringumm gorma og demparafestingar ef þeir eru illa notaðir. En það er vel hægt ef burðarþolsfræðin er höfð í huga við verkið.
Ég nota sjálfur orginal augablöðn með einhverju gramsi þar fyrir neðan og langa stóla á hásinguna. Það hefur komið mér á óvart hvað hægt er að géra með gömlu flatjárnunum. Það er hvergi neitt tankapláss að viti nema inni í bíl en hægt er að setja sílsatanka sem ná inn að gólfbitunum samtals umm 40l án þess að tapa hæð.Einhver sagði mér fyri 4 eða 5 árum að hægt sé að koma 80 90L á orginal tankinn með því að breyta áfillingunni.Ég vona að þetta hjálpi eitthvað
Guðmundur Jónsson.
17.02.2002 at 20:55 #459006
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Guðmundur.
Hvað áttu við með standard hlutfalli í millikassa?
Kveðja Jón
17.02.2002 at 21:19 #459008standard hlutfal er eftir því sem ég best veit
2,72/1 en það getur verið hærra
en lang flestir þessir bílar eru með því
það er ekki til í þessum bílum að há drifið sé líka gír
eins og súkan og róverinn
er bíllinn með full time forweeldrive(mismunadrifi í millikassa?kveðja GJ
17.02.2002 at 21:38 #459010Ég held að allir XJ, TJ (wrangler) og ZJ (grand cherokee) séu með 1/2.72 í millikassanum. Það er hægt að fá kit til að breyta þessu í 1/4. Standard hlutfallið er með því læsgta sem gerist. T.d eru Nissan og MMC flestir eða allir með rétt um 1/2.
-Einar
17.02.2002 at 23:06 #459012
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það eru tvær gerðir sem að ég hef séð í þessum bílum þ.e.XJ eldri bílunum þeir heita 231 og 242.
242 millikassinn er með 2wd,full time 4wd,part time 4wd og Lo 4wd og þá er enginn vacum membra h/m á framhásingunni
231 millikassinn er með 2wd, part time 4wd og Lo 4wd og þá er membran á framhásingunni.
Ég hef ekki séð annað hlutfall en 2.72 í þessum millikössum.
Kveðja Jón
18.02.2002 at 12:50 #459014Guðmundur!
Viltu skýra þetta nánar með mismun á hlutföllum þ.e. framan og aftan?
kv,
Viðar
18.02.2002 at 18:34 #459016sæll Viðar
Til að jeppar höndli vel í hálku í 4×4 verður framm drifið
alltaf að toga aðeins. ef ekki stýra bílarnir illa. þetta er gert með mismunandi tanna deilingu í hlutföllunum.
til dæmis er gamall Scout sem er með dana 44 bæði að framan
og aftan og á hlutföllum sem við köllum venjulega 4.10
með deilinguna 45/11 að framan en 39/9 að aftan
það er 4,09 að framan og 4,11 að aftan
svo kemur alltaf öðru hverju fyrir að þessu sé víxlað
og þá veða bílarnir alveg okeyrandi.
Ég hef séð þetta gert á þegtum breytinga verkstæðum
þar sem verið er eð mixa amerisk drif eins og
12 bolta GM og dana44 í japnska bíla.
Nissan var leingi eini japanski bílaframleiðandin
sem virtist vita að þetta skifti máli.
Ég held að allir sem hafa átt eldri hilux eða 4runner kannist við að það var oft verra að vera í frammdrifinu í
hálku. það er vegna þess að toy frammleiddi ekki drifin nema í einni tanna deilingu.GJ
18.02.2002 at 18:37 #45901839/9 á að vera 37/9
18.02.2002 at 22:32 #459020Ég fékk mér í sumar hlutföll fyrir framdrif (D30 reverse) og afturdrif (D35c). Bæði hlutföllin eru eins, 39/8 = 4.8750.
Ef fylgja ætti ráðum Guðmundar, gæti aftur hlutfallið verið 44/9=4.8889. Með slíkum hlutföllum færu framhjólin 352 hringi meðan afturhjólin fara 351. Þetta hefur kosti í beyjum því framhjólin fara þá lengri leið.
Orginal hlutföllin í mínum bíl eru 3.73, ég haft alltaf staðið í þeirri trú að þau séu 41/11=3.7272, en ég hef ekki talið tennurnar.-Einar
19.02.2002 at 09:16 #459022Þetta hljómar mjög sannfærandi!
Eruð þið vissir um að hlutföllin séu fáanleg í Jeep með þessum mismuni? Lengi var aðeins fáanlegt 4.56 í 30dana (rev) og 35dana. Síðar komu 4.88 hluföll sem pössuðu í þessar hásingar.
kv,
Viðar
19.02.2002 at 09:37 #459024Ég efast um að 44/9 hlutföllin séu til í Dana 35C, en ég
veit það ekki. Ég er ekki viss um að ég myndi nota þau þó
þau fengjust. Það er kostur að vera laus við spennu í
drifrásinni, þegar ekið er á beinum vegi, þó það kosti það
að bíllinn láti aðeins verr að stjórn í beyjum.Ég er vanur því að skipta oft úr í framdrifið á ferð. Þessa
dagana er það erfitt því eitt dekkið er aðeins öðruvísi,
sem á beinum vegi gerir það mikla spennu að bíllinn fer ekki
strax úr framdrifinu þegar stöngin er færð.-Einar
19.02.2002 at 12:09 #459026Einar
ég veit að þegar komið er í þetta lág hlutföll er oft ekki umm auðugan garðað gresja.
Ég leit aðein eftir þessu en fann ekkert skárra í 35 hásinguna
Ef þú vilt halda þér við hærra framdrif veit ég að 9" ford
er til í 4,86 en það kostar að skifta um hásingu.
þetta er samt ekkert til að gera veður út af meira en helmingur allra jeppamanna
á Íslandi nota 1/1 án þess að kvarta
en ef þú hefðir verið með hærra afturhlutfall
myndi ég als ekki nota það saman.Hér á þæðinum um dagin talaði ég umm að AMC20 væri til í yngri Cherockee og Wrangler
það er rangt sú hásing heitir víst Chrysler "eithvað" og eins og það var orðað í
heimildum. It has been used as an alternative to the Dana 35c when supplies are short.
hún er víst mjög algeng í’97 XJ bílnum.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.