Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Jeep Brute Double Cab.
This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060 11 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.04.2013 at 13:30 #225921
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.04.2013 at 16:44 #765203
Sæll Reynir.
Er þetta umræðuþráður sem þú setur hér inn. Ef svo er verður þú að koma með umfjöllun um innihaldið. Annars er þetta á mjög gráu svæði á spjallinu og er nánast auglýsing.
Kv. SBS.
12.04.2013 at 17:05 #765205Lokins alvöru double cab..
Ætli Atlie samþykki þetta?
12.04.2013 at 18:05 #765207Þú mátt líta á þetta sem auglýsingu ef þú vilt Sigurður,
En þetta er sett hér inn af því að mér fannst þetta áhugaverður bíll. Og líka til að vekja umræðu, sem er nú ekkert of mikið um hér inni á þessum vef.
Þú lætur bara vefstjóra eiða þessu ef þetta fer fyrir brjóstið á þér.
12.04.2013 at 19:50 #765209Sælir.
Jæja flott. Umræða er komin af stað en ekki um efnið. Reynir, komdu nú með texta sem hefði átt að fylgja tenglinum. Þessi afskiptasemi í mér er ekki mitt álit persónulega heldur eru það reglur spjallsins sem við í vefnefnd erum skyldurgir að fylgja eftir. Hér eru fáein fyrirtæki sem greiða fyrir auglýsingar. Ef svona er látið óáreitt verða þeir ósáttir og segja upp samningnum og fara annað. Menn mega ekki halda að vefnefndarmenn viðhafi geðþóttaákvarðanir. Þeir verða að halda síðunni samkvæmt lögum og reglun klúbbsins. Þetta verður vonandi góður þráður og áfram með pústið.
Kv. SBS.
12.04.2013 at 23:16 #765211[quote="SBS":3m8243of]Sæll Reynir.
Er þetta umræðuþráður sem þú setur hér inn. Ef svo er verður þú að koma með umfjöllun um innihaldið. Annars er þetta á mjög gráu svæði á spjallinu og er nánast auglýsing.
Kv. SBS.[/quote:3m8243of]
Hérna er frábært dæmi um hvers vegna þessi síða er orðin jafn slök og hún er.
Jeppamenn óttast reglugerðafarganið sem fylgir Esb aðild, en ég held það sé bara barnaleikur miðað við reglugerðafarganið sem þarf að fara eftir við notkun síðunnar.Í guðanna bænum slakið á.
Kv. Smári
13.04.2013 at 01:21 #765213Sælir.
Það er augljóst að þessi síða okkar fullnægir ekki þörfum fjölbreitilegra áhugamála félagsmanna. Á síðasta fundi vefnefndar var rætt að búa til nýjan spjall og mynda-flokk sem í fyrstu gæti heitað "Hópar" Þar gætu áhugahópar um ýmis áhugamálefni eignast sína einkasíðu hér. Það yrðu t.d. ferðafélagar, áhugasamir um bíltegundir, ungir félagsmenn sem ekki eiga samleið með okkur gamlingjunum (Svona til að byrja með), gps umræður, ljósmyndaáhugamenn, áhugamenn um ferðafrelsi, stikun vega, græðslu landsins, samskipti allra deilda í myndum og máli, spjall nefnda. Já vel á minnst " nefndir !!". Vitið þið félagsmenn að allt félagsstarf byggist upp á áhugasömu starfi deilda og nefnda. Nú er þörf á sterkum einstaklingum til starfa.
Kv. SBS.
13.04.2013 at 09:24 #765215[quote="SBS":1yfdg7bv]Sæll Reynir.
Er þetta umræðuþráður sem þú setur hér inn. Ef svo er verður þú að koma með umfjöllun um innihaldið. Annars er þetta á mjög gráu svæði á spjallinu og er nánast auglýsing.
Kv. SBS.[/quote:1yfdg7bv]
Maður skilur vel sjónarmið vefnefndarinnar, þessi þráður byrjar á dæmigerðu Facebook nennuleysi. Menn pósta einhverjum hlekk inn en nenna ekki að tjá sig neitt um það.
13.04.2013 at 10:28 #765217[quote="fastur":123w1z8b]Lokins alvöru double cab..
Ætli Atlie samþykki þetta?[/quote:123w1z8b]
Hvar er AtliE þegar maður þarf á honum að halda.Ég ku ekki geta fengið mér lengri bíl nema að hann samþykki það. Kannski hann geti skell auka hurð á þetta fyrir mig.
13.04.2013 at 10:40 #765219Þessi pallbíll er gott dæmi um lélega hönnun Ameríkuhrepps á annars góðum bíl til að byrja með… þyngjum hann um helling setjum stærri rör undir hann.
2440 kg með 3.6 nýmóðins hásnúnings vél getur ekki skilað mikilli ánægju.
Wrangler hefur með nýjasta módelinu sínu alveg farið forgörðum í bílhönnun en neyðist líklegast til þess með öllum árekstrar skildum dagsins í dag. Síðan virðast þeir ekki geta hannað bílinn nógu vel svo hann megi vera með Hemi vélinni. (stóðst ekki árekstrarprófanir segja þeir)
Reyndar tel ég það vera smá ráðabrugg hjá Chrysler að bjóða þá ekki heldur vera með sterkan aftermarket… Mopar.. hemi vélar til sölu og ná þannig að selja sama aðilanum tvær vélar hehe… því það er löngu þekkt að þeir í ameríkuhreppi vilji stóra mótora með sínum bílum og sú krafa hefur verið á wranglernum í tugi ára og chrysler veit svo sannarlega af því…. spurning hvor einhverjar fleiri samsæriskenningar séu til um þetta ?????
kv
Gunnar… með V8 chrysler motor… tveir mótorar í sama bílinn hehe. en verður ekki Wrangler lengi.. CJ8 á dagskránni og Baja flugvélaáls fjöðrun PS MIG VANTAR CJ5-6-7-8 GRILL hehe ef þetta má……..
13.04.2013 at 10:43 #765221Birkir, ég er hér – vil bara ekki taka þátt í þessari umræðu.
Eins og allir sjá, þá er þetta vægast sagt siðlaust og fáránlegt að skrifa inn á þetta spjall, rétt eins og SBS segir.
Auðvitað hefði upphafsmaður að byrja á því að senda inn skriflega beiðni og fá samþykki vefnefndar áður enn hann stofnar til spjallþráðar og setur inn svona link.Við vitum öll að þessi linkur gæti haft mjög skaðleg áhrif á F4x4.is og má eiginlega segja að innlegg sem þessi séu nánast búin að eyðleggja klúbbinn.
Ég segi bara skamm og aftur skamm – ekki gera þetta aftur.
F4x4 kveðjur,
Atli E.p.s. er ekki örugglega búið að eyðleggja þennan þráð með því að vera tuða um annað enn hann snérist um í upphafi ?
13.04.2013 at 10:51 #765223Ég lofa að ég skal varast að skrifa hér inn aftur þar sem þetta er í annað skiftið sem ég fæ skammir fyrir.
En fyrra skiftið var þegar að ég linkaði inn á facebook síðuna mína myndum úr þorrablótsferð Húsavíkurdeildar í vetur.
Kv Reynir Hilmarsson Húsavík.
13.04.2013 at 13:57 #765225Skil ekki hvaða athugasemdir þetta eru hjá SBS. Fínt að henda inn svona linkum og dóti og skapa smá umræðu. Ekki eins og maður þurfi að skrifa greinargerð með tilvitnunum og heimildarskrá þegar það er póstað inná spjallið, eftir allt saman, er þetta spjall, ekki vísindalegur gagnagrunnur.
Þetta er dáldið töff bíll, þó að ég myndi sjálfsagt frekar kjósa heilt hús umfram pallbíl, en það er bara minn smekkur.
Áhugaverður punktur að vélin hafi verið höfð svona "lítil" sökum árekstrarprófana.Hvet ykkur eindregið til að hlusta ekki á svona "tuð" og halda áfram að skrifa á spjallið og pósta áhugaverðum linkum!
Þó vil ég taka það fram að ég virði skoðanir þínar Sigurður, þá finnst mér spjallið meira virði lifandi en formlegt.
13.04.2013 at 14:56 #765227Sælir.
Starfsmaður fyrirtækis sem flytur inn bifreiðar, varahluti og margt fleirra í bíla hefur sótt um spjallaðgang í nafni fyrirtækisins. Okkur er ekki heimilt að veita þeim þann aðgang.Þá er þetta með gráa svæðið sem ekki er tilgreint nákvæmlega í reglunum en er þess vegna huglægt mat. Menn eru ekki allir á sama stað á því gráa svæði og má þess vegna búast við pústrum endrum og eins. Yfirleitt eru það nú "tuðarar" sem halda spjallinu lifandi eins og hér.
Kv. SBS.
13.04.2013 at 15:18 #765229Reynir, Ég tók mér það leyfi að deila Þorrablótsferðinni á Fb. F4x4 síðuna. https://www.facebook.com/f4x4.is Ef þér mislíkar það láttu mig vita. Þetta er að vísu á gráu svæði því það er svoddan haugur af "Toyotum" í ferðinni. 😉 Ef menn eiga svona góðar myndir og vilja fá þeim deilt á Fb. F4x4 látið mig vita á sbsv@islandia.is
Kv. SBS.
13.04.2013 at 17:01 #765231Man ekki betur en að ég hafi gefið þér leyfi til að deila því á sínum tíma.
13.04.2013 at 21:14 #765233Sælir félagar. Ég held að þetta geti orðið ágætis double cab þegar Ísl. eru búnir að fara um hann höndum og tækjum. En það sem mér þótti nú með því skoplegra þegar ég hraðlas þetta var, að hann er byggður á hugmyndum frá og svipar svolítið til, Landrover 130 pickupnum. Hahahahahaha. Svo sem ekki skrítið þar sem þeir eiga svipað langt ættartré/sögu.
kv. MGmagnum
13.04.2013 at 21:39 #765235Held að það sé kominn tími á að vefnefnd setji straff á SBS og leyfa honum að hugsa sinn gang!!! Sjálfskipaðri internetlöggu hef ég ekki séð í langann tíma!!
Sýnist hann hafa náð að eyðileggja þennan þráð áður en hann byrjaði.
Þvílíkt og annað eins bull.
Er þetta einhver leikskóli hérna, þú verður að setja lýsingu með línknum, þú verður að gera þetta, gera hitt……..
Ekki furða að þetta spjall hafi löngu farið til helvítis og það virðist vera botnlaust fyrir þá sem hafa ekki áttað sig á því.
Kv, Kristján
PS, þetta er minn síðasti póstur á þessu spjalli og vonandi síðasta heimsóknin líka.
13.04.2013 at 22:42 #765237Atli E er búinn að finna út úr því hvernig hægt er að modda hann fyrir heilu ferðahópana.
Hérna er útgáfan sem hann teiknaði fyrir ,,fast og félaga“[url=http://imageshack.us/photo/my-images/94/partywrangler.png/:sw6c5yx0][img:sw6c5yx0]http://img94.imageshack.us/img94/1707/partywrangler.png[/img:sw6c5yx0][/url:sw6c5yx0]
Uploaded with [url=http://imageshack.us:sw6c5yx0]ImageShack.us[/url:sw6c5yx0]
13.04.2013 at 23:38 #765239Sé að Jeep áhugi Atla er að vinda upp á sig enda svo sem ekki annað hægt eftir síðustu Þorrablótsferð, held að karlinn sé enn glottandi eftir að hafa fengið að fljóta með í Jeep alla helgina 😉
14.04.2013 at 01:34 #765241Þessi verður nokkuð góður þegar búið er að fara höndum um hann hérlendis.
Kv. SBS.
[attachment=0:p6z9cwz6]Jeep3.jpg[/attachment:p6z9cwz6]
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.