Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Jeep 5.2
This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Már Guðnason 16 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.10.2008 at 11:42 #202999
Getur einhver gefið mér eyðslutölur á 5.2 grand cherokee á 38″…sirka? Á ekki 5.2 að passa beint ofan í fyrir I6 vélina? Þarf einhverju að breyta? Allar upplýsingar um 318 swap fyrir I6 vel þegnar…
Kveðja
Sigfús -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.10.2008 at 12:04 #630292
ég er með 95 árgerð af svona bíl á 38t.
Hann er með rétt innan við 17 lítra í langkeyrslu á cruisinu á 90-95km og með 20pund í gúmmíinuKv. Trausti
02.10.2008 at 16:08 #630294er líka með svona bíl á 38, hann er að eyða sirka 13-15 á langkeyrslu, ég nota ekki alltaf cruisið þannig að hann eyðir kanski aðeins minna hjá mér en öðrum…. allaveganna 13-15 á langkeyrslu en ég hef ekkert haft fyrir því að mæla hann innanbæjar 😀
Kristó
02.10.2008 at 16:42 #630296Hvaða drifhlutföll eruði með?
02.10.2008 at 18:20 #630298eru 4.88 hjá mér
02.10.2008 at 19:40 #630300það væri fróðlegt að vita hvort einhver hafi sett 5.2 í 4.0 bíl og hversu mikið mál það er sambandi við rafmagn og þessháttar
kv. Kristján
02.10.2008 at 22:07 #630302ég er á 4,88… ekkert nema hamingja, væri til í 5.13
03.10.2008 at 21:53 #630304Ég átti svona bíl og hann fór aldrei undir 22 innanbæjar og mátti góður þykja að fara undir 18 á langkeyrslu. Ekki búast við of lítilli eysðlu, Frekar að gera ráð fyrir meiru og svo getur þú reynt að gera betur.
Bíllinn minn var 97 módel með 5,2 á 4.88 hlutfalli. Þessi bíll rótvirkaði og besta við þetta allt er að cherokee á 38" er að eyða svona 25% minna en sambærileg árgerð af patrol með 2,8 diesel á 38" dekkjum… Er búinn að sannreyna það.
03.10.2008 at 22:58 #630306sammála með eyðsluna, minn eyðir litlu á langkeyrslu þvi ég er að beyta honum þannig,(þó finnst mér 18 að meðaltali á langkeyrslu mikið og hann eyðir ekki þannig nema að eg sé mjög gjafmildur gleðigjöfinni) og hann eyðir minna en patrol diesel, klárlega… versta er að finna pláss fyrir auka eldsneyti, það vandamál er ekki til staðar í patrolnum.
Kristó
p.s það er líka búið að setja mopar tölvu í minn, ekki orginal og k$n síu og 3" púst, talvan gerir undur, er ekki að skipta sér of mikið niður heldur notar togið mun meira, eykur það líka töluvert 😀
04.10.2008 at 12:42 #630308Það skiptir líka talsvert miklu máli hvað menn eru að keyra með mikið í dekkjunum. Ég finn slatta mun á eyðslu ef ég keyri með 30 psi eða 25 psi. reyndar gerir 4.0L lítið annað en að eyða, hún er full lítil fyrir svona stóran bíl að mér finnst. Sleppur kannski í XJ en ekki ZJ, (mitt álit).
Hvað eru vélarnar að snúast hjá ykkur á 90-100 með 4.88 hlutföll? Ég er með 4.56 og mér finnst hún snúast of hægt á 90-100. Finnst hann vera alltaf að rembast og skipta sér niður.
Er mikill styrkleikamunur á 4.88 og 4.56? Ég er með dana 44 fr + aft.Hefur einhver sett 5.2 í 4.0L bíl?? Passa mótorfestingarnar fyrir báðar vélarnar?
kveðja
Sigfús
06.10.2008 at 19:36 #630310alltaf gaman að heyra svona eyðslutölur 13-15 er bara engan veginn raunhæft á svona bíl þó svo það hafi eihvern tíma náðst við bestu aðstæður.er með xj með 4.0 2000 árg og hef náð honum niður í 12 lítra á langkeyrslu einu sinni á 80 kmh alla leið annars er hann 15-16 og er hann að eyða mun minna enn grandinn.raunhæf eyðsla er um 18+ á langkeyrslu og 22+++ innanbæjar.
06.10.2008 at 19:44 #630312virkar ágætlega 1.l á hundrað kg. fyrir blöndung og 0,7 fyrir innspytingu virðist alltaf stemma þegar eg hef mælt eg timi lika að hafa loft í dekkjunum 28psi á malbikið er best fyrir eyðsluna á 38" dekkjum
06.10.2008 at 20:28 #630314sæll,
ég er búinn að fara í gegnum það að setja v8 í 6cyl bíl… mótorfestingarnar færast með v8 vélinni… boltagötin eru til staðar í grindinni…
ég tók allt rafkerfið úr v8 bílnum,,, ekkert vesen með það, en ég sá smá breytileika á þeim…..
en ef þú ætlar að nota tölvuna úr v8 bílnum við 6cyl rafkerfið sem fer inní bíl veit ég ekki hvort það gangi 100%….. eflaust hægt að finna uppl. um það á netinu….
6cyl eyðir jafnmikið ef ekki meir í innanbæjar venjulegri keyrslu en v8 eyðir meir ef það er verið að gefa mikið inn….. /(en það er líka mun skemmtilegra með v8 vélinni á gjöf)
kv.
Davíð
06.10.2008 at 20:34 #630316nákvæmlega það er nú alltí lagi að þetta eyði aðeins svo lengi sem það gerist eitthvað í staðinn þegar stígið er fast 😀
06.10.2008 at 21:14 #630318Það að eyðslan á bílnum á crusinu á 90-95km/h
stendur í 16,8-16,9 lítrum á hundraðið,
Eftir að hafa mælt hann 5x og alltaf sömu tölurnar.
Loftþrýstingur 20 pund.
og ég er ekki vanur því að mér sé brigslað um ósansögli og frábið mér það. Ég hef engann hagnað af því að fara fram með lygar.
Kv. Trausti Bergland S: 8984499P.s. Hvað varðar eyðslu innanbæjar þá dettur mér ekki í hug að mæla hana, en ég hugsa að 25+++
sé þar mun líklegra en 22+
06.10.2008 at 21:22 #630320hef ekki hugmynd um hvað bíllinn hjá þér er að eyða indjáni en mér er nokk sama, minn er að fara með 13-15 í langkeyrslu, og ég hef aldrei meira en 21 psi í dekkjum (38), ætla mér ekkert að vera með einvherjar yfirlýsingar hérna, ég keyri heldur ekki nema bara á 95, kanski er það ástæðan…
allaveganna, þá hef ég ekki orðið var við að eyðslan hjá mér sé 18+, þú lætur mig kanski vita ef þú veist betur um minn bíl 😀
Kristófer
06.10.2008 at 22:12 #630322persónulega,(þarf ekki að endurskapa mat þjóðarinnar) finnst er mer 5.2 ekki heillandi,eg var með 4.0 i minum bil sem gerði ekkert að viti og eg hugsaði mikið um 5.2 og skipti við felaga minn a bíl, þeir eru alveg eins breyttir sömu dekk,sömu hlutföll nema hans bill er 5.2 og minn 4.0 og snar hætti við við þær hugleiðingar vantaði ekkert a afl á hásnúningnum en leið og atti að keyra ut a vegi var sama vandamálið og með 4.0l velina sma helv. hæð og draslið buið að gira níður þeir eru baðir a mjög svipuðum snuning a 90-100 um 1800sn svo var farið i snjóinn og það var sama helv. vandamalið buinn að gira niður við sma areinslu og druslan buinn að spóla sig niður svo eg akvað að prufa að stroka 4.0l velina i 4.6 l og ef það virkar ekki þa set eg ls1 i draslið og hana nu!!! finnst 5.2 velin bra ekki vinna nóg niðri væri alveg til i að eiga það bra með orginal til að fara i buðina eða eithva og svo prufaði eg 4runner hja felaga minum með ls1 a 38 með 456 hlutföll og það er hamingjan ekkert gira niður við sma areinslu eða hæð a vegi en eins og eg sagði mitt alit!! kveðja björninn
07.10.2008 at 09:15 #630324Voðalega verða menn alltaf jafn viðkvæmir þegar að er farið að ræða hvað bílarnir eyða. Ef að bíll hjá einhverjum er að eyða 13-15 og þinn bíll eyðir 20+ við svipaðar aðstæður er þá ekki frekar ástæða til að endurskoða akstursmátan eða opna húddið heldur en að níða skóinn af viðkomandi manni.
Mér finnst persónulega ekkert ótrúlegt að lítil V8 vél sé að ná 13-15 í rólegri langkeyrslu, það er engin áreinsla og lár snúningur sem gefur mönnum möguleika á því. Annað en 4cyl díselrellur sem eru með gjöfina í teppinu og endalausa áreynslu, samt eiga svoleiðis bílar að vera "alltaf" í 12 á hundraðið að sögn eigenda. Nú á ég bæði 4cyl díseljeppa og 8cyl Jeep og vel ég frekar bensínhákinn ef ég er að skreppa út á land vegna þess að það kostar minna.
08.10.2008 at 18:24 #630326Ég er aðeins búinn að vera að pæla í svona 38" breyttum Cherokee.
En ég spyr þá bara í framhaldi af þessari umræðu. Hvor er hentugri vél, V8 eða L6. Standa þær svipaðar í eyðslu?
08.10.2008 at 21:43 #630328Nú hef ég átt 38" grand cherokee með 4.0L vélinni í rúmt ár og mér finnst vélin vera of lítil fyrir jeppa af þessari stærð + þyngd. Vélin er að rembast alltof mikið sem skilar mikilli eyðslu. Tek það fram að ég er ekkert búinn að gera til að auka aflið í henni, allt original! Getur vel verið að það sé hægt að hressa uppá hana með ýmsum aðgerðum. (t.d. stróka hana)
Er að fara huga að skiptum fyrir V8 5.2 úr öðrum grand og gæti trúað að sú vél eyði svipað og 4.0L vélin ef ekki minna og skilar meira afli í staðinn. En ef maður fer að pína hana þá eyðir hún örugglega talsvert meira en 4.0 í átaki.
Reyndar gæti ég trúað að 4.0 vélin sé fín í XJ cherokeeinn þar sem hann er mun léttari.
Bara mínar hugleiðingar….Svo er hægt að lesa sig til hjá http://www.novak-adapt.com fullt af fróðleik þar:
"The trick is to match engine size to the load, then only use the reserve power when needed. Engine torque output is essentially related to cubic inch displacement of any engine. The RPM that maximum torque is produced at is related to the length of the stroke of any engine. "kv
Sigfús
08.10.2008 at 21:52 #630330ég er að smíða motor í minn grand cherokee
383 chevy
og er að copera vél sem er seld sem blueprint vél og ætla ég að setja allt það sama í mína
ég er búinn að smíða festingar í bílinn og skiptingin og millikassinn kominn í, ég notaði bara gamla 305 til að tilla í meðan ég var að mæla fyrir festingum og smíðaði þær eftir henni
en hér er vélin sem ég er að copera en hún verður þannig upp sett að hún er ekki að snúast mikið yfir 6000 rpm og er með rosa góða vinnslu niðrihttp://www.jegs.com/p/Blueprint+Engines/761275/10002/-1
kv. Kristján
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.