Forsíða › Forums › Spjallið › Færð á fjöllum › Jarðýta til björgunar !
This topic contains 44 replies, has 1 voice, and was last updated by Eiður Ragnarsson 15 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.03.2009 at 13:34 #204000
Er þetta það sem koma skal ? Verða björgunarsveitirnar á Jarðýtum hér eftir ?
En veit annars einhver hvar þeim tókst að finna krapa þarna ? Er ekki búinn að vera brunagaddur á þessu svæði í tæpan mánuð eins og annarstaðar á hálendinu ? Það væri gaman að fá staðsetningu á þessu.
Benni
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.03.2009 at 09:17 #642938
,,Það gengi aldrei upp að vera með svona litla og létta jeppa sem björgunartæki. Jeppar sveitanna þurfa að bera nokkra menn + þeirra búnað og allrahelst geta tekið sjúkrabörur. Hlutverk sveitanna er nr. 1, 2, og 3 að bjarga fólki – langt þar á eftir koma verðmæti"
tökum sem dæmi Cherokee, viktar óbreyttur 1600 kg. Breyttur sirka 1700 kg
Sá bíll getur tekið sjúkrabörur + sjúkragögn.
Annar slíkur getur tekið hjólsagir, spilbúnað og tjakka og slíkt.
Þriðji getur tekið 3-4 menn + búnað sem þeir þurfa.
4 bílinn getur tekið 3-4 menn + búnað.
Þar ertu kominn með létta bíla sem dreifa með sér búnaði.
fleiri = minni hætta á að stoppa í krapapittum,
Léttari = nota minna eldsneyti og léttara að losa úr festum.
Innrarými = dreifist á fleiri bíla.Nothæft = já.
Þessi endalausa stækkun á farartækjum er ekkert endilega betra þó svo að þeir líti betur út sem björgunartæki heldur en minni bílar. Þetta er þróunin sem við horfum á í dag.
ég er ekki að gagnrýna björgunarsveitir, ég er bara að benda á að það má gera hluti á fleiri en einn veg til að bjarga fólki og um það snýst málið ekki stærðin á farartækjum sem gera það
Ef menn þurfa að skilgreina þetta sem skítkast þá má nú gleyma allri þróun næstu ára ef allt er best sem til er nú þegar.
kv
Gunnar
11.03.2009 at 10:56 #642940Hurru Gunnar, þú hefur eitthvað misskilið þetta með börurnar. Þegar talað er um að bíll geti tekið börur þá er miðað við að þær séu ekki samanbrotnar
kv
Rúnar
11.03.2009 at 11:06 #642942Cherokee er of lítill til þess að taka börur og 3 menn og súkkan líka. Svo er líka málið að ef við eigum að vera með fleirri minni bíla, þá vantar okkur stærra húsnæði, borga fleirri tryggingar meira af viðhaldi og meira af mannskap
Svo er annað að við í björgunarsveitunum viljum vera með sem fæsta bílstjóra og fleirri á fæti, þar sem flest okkar útköll krefjast meiri fjölda mannskaps en ekki fjölda tækja.
Í minni sveit erum við með einn 44"patrol og 38"econoline, ég verð nú að segja að fyrir mitt leiti virkar patrol eða krúser best sem minni bílar, þar sem þeir eru þokkalega sterkir, eyða ekki of miklu og eru með þolanlegt vinnupláss að innan en svo er allt annað mál með fordinn í samanburði við bensinn, bensinn er jú mjög léttur og held ég að hann gæti hentað mörgum sveitum en þar sem að mín sveit er oft í óveðursútköllum þegar vindur er að blása í um 30 – 60 m/sek þá vill ég halda í fordinn sem stendur eins og klettur.kv
11.03.2009 at 11:11 #642944Þar sem að ég er eins og margir aðrir líka félagi í björgunarsveit langar mig að tjá mig aðeins um þessi mál. Ég er að mörgu leiti sammála því að það þurfi fjölbreytni í bílaflóru björgunarsveitanna en það fer ekki alltaf saman það sem er hagkvæmt og svo það sem væri æskilegt. Það hlýtur alltaf að vera dýrara að reka marga bíla heldur en kannski tvo eða þrjá, plús það að húsnæði til geymslu þarf að vera miklu stærra auk þess sem meiri mannskap þarf til að manna allan þennan flota af bílum. Ég er félagi í lítilli sveit úti á landi og þetta gengi bara ekki upp hér hjá okkur, höfum ekki húsnæði undir fleiri bíla en við höfum í dag og það kostar alveg nóg að reka þessa tvo bíla sem við höfum yfir að ráða. Við reynum að fara þar bil beggja og erum með Toyotu LC 120 á 38" sem er tiltölulega léttur og svo Ford Econoline á 46" sem er svo í þungu deildinni. Toyotan er meira notuð í snattið og svoleiðis en hinn í fólksflutninga og stærri verk. Því miður verðum við að sníða okkur stakk eftir vexti í þessu sem svo mörgu öðru. Sá kostur sem notaður er þegar þarf að komast fljótt yfir eru snjósleðar og þó þeir geti kannski ekki borið mikinn búnað eru þær góðir undanfarar, ekki má gleyma að fjórhjól á beltum koma líka vel til greina og geta borið meira en sleðarnir. Gleymum því ekki að björgunarsveitir hafa ekki úr endalausu fjármagni að moða og þurfa að spá í hverja krónu og því eru stærri bíla oft valdir því að þó að þeir séu kannski eitthvað dýrari þá er þetta oft spurning um að kaupa einn sem hentar í sem flest en kannski ekki tvo með sitthvort notagildið.
Kv BIO H-1995
11.03.2009 at 11:21 #642946Svo það komi nú fram einu sinni en, að á þeim tíma sem líður frá því að fólkið sem óskaði eftir aðstoð lagði af stað frá Bragabót eða hvaða stað sem þau fóru uppfrá, lenti í því að affelga og þangað til að björgunarsveitirnar komu til þeirra, getur veðrið og færðin breyttst alveg gífurlega, þetta ættu allir á Íslandi að þekkja.
Að ætla að halda því fram að það hefði verið eitthvað fljótlegra að hrigja í einhvern félaga úr bænum til þess að redda sér er alveg fáránlegt.Leyfum þeim sem tóku þátt í þessu útkalli að njóta vafans. Ég er alveg viss um það að aðstæður þarna hafa verið mjög erfiðar..
Gunnar,
Varðandi það að fleirri litla bíla heldur en færri stóra. Það hefur vissulega kosti og galla. Þarna voru á ferð tvær sveitir á tveimur bílum, mjög öflugum bílum. Kom það einhverntíman fram hvernig bíl fjölskyldan var á? Kannski var hún á 49" ford eða einhverju álíka ferlíki, hvað ætlar þú þá að gera með 4 litla Cheerokee? Tala nú ekki um ef að það hefði komið annað útkall á nálægu svæði, ætlaru þá að senda bílinn með sagirnar og bensínið þangað en hafa bílinn með sjúkrabúnaðinn í hinu verkefninu?Ég veit það fyrir víst að þessar sveitir, Björgunarsveitin Ingunn og Björgunarsveitin Biskup eru mjög svo færar og reynslumiklar í akstri í snjó og ófærð og sérstaklega á þessu svæði. Ef þeir hafa lent í vandræðum þá er það vegna óviðráðanlegra aðstæðna ekki vangetu.
Kv.
Otti S.
11.03.2009 at 11:24 #642948Auðvitða eru sveitir á þessu svæði, eins og annarsstaðar útbúnar vélsleðum og snjóbíl. Ef einhver hefði verið slasaður eða útkallið á einhvern hátt öðruvísi þá hefði verið hægt að senda önnur tæki.
Þannig að vélsleðar eru þau tæki sem sveitir nota til þess að komast hratt yfir. Jeppana til þess að koma mannskap og búnað á staðinn á ekki alveg jafn skömmum tíma og snjóbíllinn kemur svo öllu sem þú þarft á en lengri tíma.
Mér finnst flóran vera alveg nóg… Þetta eru bara sjálfboðaliðar.
Kv.
Otti S.
11.03.2009 at 13:37 #642950Eftir að hafa starfað í björgunarsveit í rúm 20 ár og lengst af sem bílstjóri hef ég komist að því að drauma björgunarsveitarbíllinn er stór og nettur, þungur og léttur.
Útköllin eru svo margbreytileg að útilokað er að græja sig þannig að maður sé alltaf með þann búnað sem hentar best hverju sinni, og þó svo það væri hægt þá eru þær upplýsingar sem við höfum þegar lagt er af stað oft svo gloppóttar að erfitt er að velja rétta búnaðinn. Aðstæður sem við getum þurf að glíma í einu útkalli eru svo margbreytilegar og stundum væri gott að vera á 33" Suzuki og svo 54" Ford 100 metrum seinna.
Ég held mér sé óhætt að segja að við hugsum okkar gang og endurskoðum búnaðinn eftir hvert einasta útkall því engin 2 útköll eru eins.
Við þurfum því að velja okkur einhvern meðalveg sem hentar hverri sveit eftir þeim verkefnum sem mest er verið að fást við. Þetta hefur skilað því að bílafloti sveitanna er frá Skoda og upp í 49" Ford.
Að mínu mati þarf björgunarsveitarbíll að vera hæfilega léttur til að fljóta vel á snjónum og hæfilega þungur til að geta dregið eitthvað og staðið af sér vond veður, eins er þyngdin til bóta í straumvatna akstri. Bíllinn þarf að hafa öfluga vél sem jafnframt er eyðslugrönn því mikið eldsneyti er mörg kíló. Svo þarf hann að vera áreiðanlegur, en það finnst mér mikið skorta á hjá ofurjeppunum.
Hjá minni sveit hafa Landcruiser 80 og Patrol verið þeir bílar sem henta best þeim verkefnum sem við erum mest að fást við.En svo komum við að þeim miskilningi sem virðist vera nokkuð algengur að björgunarsveitarfólk séu einhver ofurmenni sem geti allt.
Björgunarsveitarfólk er bara venjulegt fólk sem hlotið hefur þjálfun til að fást við fjölbreytt verkefni og aðstæður sem upp geta komið.
Það að maður sé bílstjóri hjá björgunarsveit gerir mann ekki hæfari til að fást við erfiðar aðstæður en mann sem ferðast mikið á eigin vegum við allar aðstæður.Það sem skilur björgunarsveitarfólk frá öðrum er þessi furðulega hvöt til að hjálpa náunganum, hverjum sem er, hvar sem er og hvenær sem er, fólk sem er tilbúið að stökkva úr matarboði fjölskyldunnar á jóladag til þess að fara á Vatnajökul í leiðindaveðri til að sækja einhvern ameríkana í 3. skipti, bara af því að hann langaði að reyna einu sinni enn að labba yfir á versta tíma.
Ég vil skora á þá sem telja sig hafa eitthvað við þekkingu og reynslu björgunarsveitanna að bæta að skrá sig í næstu sveit því okkur vantar alltaf gott fólk.
Kv. Smári.
11.03.2009 at 18:09 #642952Ágætis umræða hérna, en ekki vakti nú fyrir mér að koma þessu af stað þegar ég stofnaði þráðinn. Heldur langaði mig að vita meira um aðstæður og kannski staðsetningu (hnit).
En ég hef svo sem ekki verið í björgunarsveit – allavega ekki af neinu viti. En ég þekki nú aðeins til og mér hefur frekar sýnst að það hafi verið vandamál að finna almennilega ökumenn á þessa bíla sem til eru – allavega þar sem að ég þekki til. Og því væri ekki til bóta þar að fjölga farartækjunum.
Auk þess hef ég nú ferðast með og fylgst með þessum litlu léttu bílum við erfiðar aðstæður…. Ja hérna ef að þetta væru björgunartækin þá væri nú illa fyrir okkur komið.
En þessar sveitir eru hvað eftir annað að vinna þrekvirki við ótrúlegustu aðstæður og eiga stórkostlegann heiður skilinn – og það var enganveginn ætlunin að gagnrýna þær með fyrirspurninni.
En mig langar enþá að vita hvar þetta var…
Benni
P.S.
Ef að Fordinn er ónýtur hjá Ingunni þá gæti ég vitað um bíl handa þeim….
11.03.2009 at 20:12 #642954blaðagreinin var nú kanski ekki nógu vel skrifuð. en ég skildi þetta þannig að annar björgunarsveitarbíllinn hefði farið í gegnum ísinn.
11.03.2009 at 21:21 #642956Sælir
Ef einhver er enn efins um ágæti björgunarsveitanna ættu þeir þá að skoða heimasíðu Ingunnar á Laugarvatni. Þeir halda úti skrá yfir útköll en þar er bara hægt að sjá til 2008 ennþá. Menn verða að gefa því gaum að þessi sveit er staðsett á Laugarvatni sem er frekar fámennt pláss. Félagatalið er líklega ekki rétt þarna frekar en hjá öðrum sveitum því að margir eru félagar til þess að styrkja sveitina um árgjaldið. Ég gæti trúað að 90% vinnunar í þessari sveit sé unnin af innan við 10 manns í sjálfboðavinnu að sjálfsögðu. Þá er lagt kapp á að tæki sé gert útkallshæft strax og það kemur í hús. Einbíla sveit má ekki við að vera bíllaus lengi, gefur augaleið.
Það væri gaman hinsvegar að fá fréttir af því hver örlög bílsins verða og hversu fljótir þeir verða að gera sig útkallshæfa aftur, með stórum jeppa.
Benni. Það eru þónokkrar björgunarsveitir búnar snjóbílum sem eiga meira sameiginlegt með troðara heldur en farartæki með stórri tönn og hrikalegum beltum og eru þannig einskonar "vetrar jarðýtur".
Kv Jónsi
http://www.123.is/bjsv.ingunn/
11.03.2009 at 23:36 #642958Jónsi, það er rétt hjá þér að félagatalið er að miklu leyti menn sem borga árgjaldið til að styrkja sveitina um einhverja aura, þarna uppfrá búa um 300 manns þannig að tekjur af flugeldasölu eru engar, þrátt fyrir lítið samfélag að þá hefur þessi björgunarsveit sitt eigið húsnæði, sinn eigin bíl 44" breyttann, 3 vélsleða og bát og það er líka rétt hjá þér að þessu er haldið gangandi af um 10 manns og fara þeir sennilega í fleiri útköll á hverjum vetri en nokkur björgunarsveit á höfuðborgarsvæðinu, það eru hreinlega óteljandi útköll til af því þegar þurft hefur að draga bíla á gjábakkavegi og þau eru fæst skráð á heimasíðuna sem hefur reyndar munað fífil sinn fegri, hefur ekki verið uppfærð í svolítinn tíma. Bíllinn er víst ekki í sem bestu standi eftir þetta, hann var víst í einhvern einn og hálfann sólarhring með vatn yfir sæti þannig að það má búast við því að það sé komið vatn inná flest það sem vatn á ekki að komast inn í en mér skildist á félögum mínum að þetta yrði tryggingamál og farið verði yfir bílinn og ákveðið hvað verði gert. Ég er semsagt einn af þeim sem greiðir árgjaldið hjá sveitinni og fékk smá upplýsingar first hand af þessu máli.
12.03.2009 at 13:35 #642960Sælir Pétur heiti ég og er í Björgunarsveit Biskup,það vill svo til að það var ég sem var í þessari björgun,ekki ætla ég að fara að tíunda það hvaða bílar henta sveitum best það eru greinilega nógu margir snillingar til þess. við erum með Patrol árg 2005 á 46"dekkjum sem við erum bara sáttir við og hentar vel í það sem við erum að gera,málsatvik eru þau að á laugadagskvöld erum við kallaðir út og tjáð að það sé 5 manna fjölskylda í vandræðum rétt vestan við Rauðafell sem er austuraf Miðdalsfjalli,reynt var að fara upp hjá Miðdal en það var vonlaust sem kom síðan í ljós að snjóbíllinn úr grímsnesi varð frá að hverfa um nóttina eftir áránguslausa tilraun mikill snjór og blindbylur.þannig að við ákveðum að fara upp á Gjábakkaveg og fara inn á Þjófahraun framhjá Bragabót inná hlöðuvelli síðan niður Rótarsandinn,þetta var verulega seinfarið mikill skafrenningur og púðursnjór, komum að fólkinu um hádegi og amaði svosem ekkert að fólki en dekk var affelgað og loftdæla biluð, var þetta lagað og kíkt á hvort við gætum farið fram Miðdalsfjallið en ákveðið var að fara upp Rótarsandinn aftur og Hlöðuvelli framhjá Hlöðufelli og inná línuveg síðan niður mosaskarðið en þegar við erum að nálgast nyrðsta hluta hlöðufellsins þá er mjög blint og stoppum förum út og sjáum þá að við erum útá ís sem okkur þótti reyndar svoldið sérkennilegt því að þetta á nú að vera vatnslaust svæði, förum við að pikka holur hingað og þangað til að finna leið útúr þessum ógöngum teljum okkur gera það og svo fór sem fór Patrolinn datt niður með afturendan en Fordinn fór allur niður síðan er önnur saga seinna um björguninna. Takk fyrir
12.03.2009 at 14:02 #642962Takk fyrir þetta Pétur. Nú vitum við allavega hvað var að gerast þarna á jeppamannamáli.
Ég er ekki frá því að þarna myndist alltaf eitthvert vatn.
Ég setti gráa patrolinn þarna niður ca 1996 eða 1997. Það var minnir mig norðan við eða rétt austan við Hlöðufell á leið í Mosaskarð. Við vorum að keyra í góðum gír í góðu skyggni seinni hluta vetrar á að því er virtist góður og traustur snjór þegar Pattinn hlussaðist allt í einu niður og stoppaði í gufumekki. Hann fór ekki alveg niður úr þessu, snjórinn var þykkur ofaná og Pattinn hékk einhvern veginn í honum. Vatn var í holunum við öll hjól. Hjalti kippti honum uppúr þessu afturábak á Toyotunni og þá kom í ljós að djúpt var í botn í holunum. Við náðum varla niður í botn með skóflu.Ef þetta er sami staður, þá er væntanlega ástæða til að vara við vatni að vetri á þessum slóðum þó að þetta sé þurrt á sumrin.
Snorri
12.03.2009 at 14:41 #642964Það væri kannski ekki verra, ef til er, að fá GPS punktinn á þessum pytti.
12.03.2009 at 15:00 #642966Sammála Gústa – það var það sem fyrir mér vakti, að fá af þessu hnit.
Annars hef ég nokkrum sinnum séð fullt af vatni í pittum þarna og í hrauninu frá Hlöðufelli og að Mosaskarði – og reyndar helvíti mikið af holklaka, þannig að það má án efa koma sér í vesen þarna víða.
Benni
12.03.2009 at 15:58 #642968Sælir félagar, hnitin koma á eftir er í vinnunni þannig að ég er ekki með það á mér,
frétti hjá félögum mínum á Laugarvatni að Fordinn er á leitinni til Reykjavíkur til skoðunar hjá viðkomandi tryggingafélagi.
Kveðja Pétur
12.03.2009 at 16:30 #642970Sælir hér kemur staðsetningin þar sem bílarnir fóru niður
N 64.26.052
W 20.34.345
Kveðja Pétur
12.03.2009 at 21:00 #642972[url=http://photos-b.ak.fbcdn.net/photos-ak-snc1/v2604/33/60/1473258867/n1473258867_30289033_6267904.jpg:13flo1d7][b:13flo1d7]Mynd[/b:13flo1d7][/url:13flo1d7]
————————————————-
[img:13flo1d7]http://photos-b.ak.fbcdn.net/photos-ak-snc1/v2604/33/60/1473258867/n1473258867_30289033_6267904.jpg[/img:13flo1d7]
12.03.2009 at 21:40 #642974Ég hef lent í sviðuðum aðstæðum og Pétur lýsir á sviðuðum slóðum, það var reyndar við gatnamótin Línuvegur/Hlöðufell, þá datt einmitt undan rassinum á patrol, og reyndist dýpið vera um 160cm, svo þetta svæði virðist halda leysingarvatni ótrúlega vel.
13.03.2009 at 00:28 #642976sælir, ekki er punkturinn á myndinni alveg réttur því að óhappið átti sér stað svona ca,100-150m frá nyðrsta hluta Hlöðufells rétt við slóðan frá hlöðuvöllum uppá línuveg.
Ég er svosem ekki óvanur því að sjá krapa á þessum slóðum en það sem var skrítið við þetta var að það virtist vera mjúkur blettur í uppsafnaða vatninu þarna þrátt fyrir hörkugadd síðustu daga á þessu svæði.
ísinn var nokkuð traustur allt í kring.
KV. Pétur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.