Forsíða › Forums › Spjallið › Færð á fjöllum › Jarðýta til björgunar !
This topic contains 44 replies, has 1 voice, and was last updated by Eiður Ragnarsson 15 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.03.2009 at 13:34 #204000
Er þetta það sem koma skal ? Verða björgunarsveitirnar á Jarðýtum hér eftir ?
En veit annars einhver hvar þeim tókst að finna krapa þarna ? Er ekki búinn að vera brunagaddur á þessu svæði í tæpan mánuð eins og annarstaðar á hálendinu ? Það væri gaman að fá staðsetningu á þessu.
Benni
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.03.2009 at 15:06 #64289810.03.2009 at 17:30 #642900
Maður hringir á björgunarsveitina og þeir eru 12 tíma að koma sér á staðinn sem 5 manna fjölskylda fór á einbíla.
Ég held ég myndi frekar biðja eh félaga minn að setja póst hér á þráðinn og biðja um hjálp frekar en að bíða eftir björgunarsveitinni..
Ég held að björgunarsveitin þurfi að fara hugsa sinn gang í vélbúnaði til björgunar. Patrolar og aðrir álíka þungir bílar með alltof miklum björgunarbúnaði vikta bara alltof mikið til að vera björgunartæki.
Frekar að fara á 4 léttum bílum heldur en tveimur alltof þungum. og dreifa þannig bæði áhættu og þyngd á alla bílana. Hver bíll þarf t.d. eki að vera með sama búnað… líkt og er í dag að mér skilst. Þannig má bæði auka líkur á björgun og hafa fleiri bíla til að bila og festast og bjarga hvorum öðrum.
Semsagt, kraftmiklir léttir bílar (undir 1800 kg). Svipuð hugmynd og vélsleðar eru.
Nú er ég ekki að segja að björgunarsveitir séu ekki að gera sitt besta og eftir bestu þekkingu en það má alltaf gera betur.
kv
gunnar….nú verður maður aflífaður fyrir að segja skoðun sína
10.03.2009 at 17:37 #642902Björgunarsveitin sem ég er í er með bílana (2 Econlina) út búna þannig að þeir geti bjargað sér til byggða einbíla við verstu aðstæður.
Sem stundum þarf vegna bilana eða annarar óvæntrar uppákomu.Kveðja Árni F.
10.03.2009 at 18:02 #642904þu gengur semsagt að þvi sem visu að billinn sem a
að bjarga se i lagi og komist heim, þvi ekki þyddi
að setja þau i Willis þvi að hann væri fullur af þessum tveimur hjalparmönnum sem kæmu i honum, nei takk eg held eg vildi heldur sja alvöru bil koma til bjargar, willinn og þessir lettu geta bara leikið ser a hellisheiðinni og skjaldbreið.
En i alvöru þa held eg að það se ekki neitt grin að
menn velja Patrol eða Ford eða annað það hlytur að
vera astæða eins og plass og hiti og vinnuaðstaða.
kveðja Helgi
10.03.2009 at 18:49 #642906"willinn og þessir lettu geta bara leikið ser a hellisheiðinni og skjaldbreið."
Helgi, þessir bílar komast nú lengra en það og gott betur …..
10.03.2009 at 18:50 #642908Það gengi aldrei upp að vera með svona litla og létta jeppa sem björgunartæki. Jeppar sveitanna þurfa að bera nokkra menn + þeirra búnað og allrahelst geta tekið sjúkrabörur. Hlutverk sveitanna er nr. 1, 2, og 3 að bjarga fólki – langt þar á eftir koma verðmæti. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa pláss, hita, ýmiskonar björgunarbúnað, fyrstuhjálpargögn – allt frá plástrum upp í börur og súrefnistæki. Þannig að það að gera út nokkra litla jeppa hefur nær ekkert notagildi fyrir sveitirnar – og um leið gera þeir okkur ekki mikið gagn (nema ef eina erindið er að þiggja spotta). Nær öll okkar notkun á jeppum er að koma björgunarmönnum á vettvang en ekki þannig að jepparnir séu sjálfir það sem bjargar málunum.
.
Vissulega væri gott ef einhverjar sveitir (þær sem eru svo stórar að þær eiga nokkra bíla) ættu létta jeppa sem fara hratt yfir en notagildið er bara svo takmarkað að það er mjög erfitt að réttlæta svoleiðis fjárfestingar.
.
Kveðja Freyr, félagi í Björgunarsveitinni Ársæl
10.03.2009 at 18:54 #642910"Maður hringir á björgunarsveitina og þeir eru 12 tíma að koma sér á staðinn sem 5 manna fjölskylda fór á einbíla"
.
Er þetta ekki smá fljótfærni hjá þér gunnar? Hvað var fjölskyldan lengi að fara þessa leið? hvernig hefur veðrið breyst? er ekki komin nótt? Hvernig hefur færið breyst o.s.frv……….?
10.03.2009 at 18:57 #642912Strákar eruði ekki farnir svolítið framúr sjálfum ykkur núna…? vitið ekkert hvernig aðstæður voru eða hvað kom fyrir og strax farnir að setja útá… mér finnst þessi eilífa gagnrýni sem virðist einkenna þetta spjall hérna fyrir neðan allar hellur… (Ég veit ekkert hvað kom þarna fyrir enn ég hugsa að mennirnir sem eru að reyna að redda þessum bíl upp séu alveg dómbærir á það hvað þeir þurfa í þetta verkefni)
10.03.2009 at 19:13 #642914hvaða vitleisa er þetta að vera gagngrína björgunnarsveitirnar þið vitið ekkert um aðstæður þessir men eru að vinna vel og vita hvað þeir eru að gera hættið þessu
10.03.2009 at 19:24 #642916Ég held að pistillinn sem Gunnar Ingi setti inn, á alls ekki rétt á sér. Held að menn þurfi nú að kanna aðeins aðstæður og ástæður þess sem að þetta óhapp átti sér stað. Það getur margt komið fyrir og ættu menn nú sem stunda þennan vef að vita best.
Og að segja að björgunarsveitir eigi að hugsa sinn gang í vélbúnaði. Ég spyr bara; hefur þú komið inn í hús björgunarsveita og séð tækin sem þar eru.
Kemur Freyr nú vel inn á þetta með bíla sveitana að þetta er nú ekki bara að vera með 300+ í húddinu og geta farið sem hraðast yfir. Þetta er meira en það, búnaður vinnuaðstaða í bílum og þess háttar.
Og minni ég bara á það að þetta er nú sjálfboðaliða starf og sem meðlimur í björgunarsveit sjálfur að þá er þetta ekki það sem maður vill heira. Eftir alla þá vinnu sem maður er búinn að leggja í svona starf og lesa svo um það hér að menn ættu að hugsa sinn gang.
Vita menn hvernig bíllar þetta voru sem lentu í þessum krapapitt?Og svo segja bílarnir ekki alla söguna bílstjórinn segir nú ansi mikið í þessu öllu saman.
Kristján Hagalín
10.03.2009 at 20:04 #642918Mikið ofboðslega er fréttin á RÚV illa skrifuð.
Maður verður engu nær um hvað var að gerast, frekar er að spurningar vakni í gegnum allan lesturinn.
Skrifin bera þess merki að blaðamaður tyggur orðrétt upp slitrur af samtölum við fólk án þess að skilja sjálfur um hvað málið snýst eða þekkja hið minnsta til staðhátta.
"Rauðafell fyrir ofan Laugavatn "
Hvar í ósköpunum er það?"Þegar búið var að laga bíl fjölskyldunnar stóð til að fylgja henni til byggða, en ekki var hópurinn kominn langt þegar báðir björgunarsveitarbílarnir lentu í krapapytti."
Þessi krapapyttur er norðan við Hlöðufell skv. fréttinni, er það á leið til byggða frá stað "ofan við Laugarvatn" ?
Snorri.
10.03.2009 at 20:06 #642920þetta var 44" Ford sem fór niður,
Rauðafell er rétt sunnan við Hlöðufell,
10.03.2009 at 21:43 #642922Gunnar þu hefur tekið mig of alvarlega þarna eg var að grinast einsog þu kanski sast sagði eg
….en i alvöru talað………. og broskall
Ok Helgi
10.03.2009 at 22:30 #642924Ég er ekki alveg klár á því, en ég held að Ingunn eigi bara þennan eina bíl. Again, ég er ekki viss, en ég veit að þeir eiga þennan.
[img:30aitzsg]http://www.123.is/bjsv.ingunn/upload/Myndir%20me%C3%B0%20f%C3%A6rslum/RIMG0111.JPG[/img:30aitzsg]
10.03.2009 at 22:47 #642926Það er rétt, það er þessi bíll, vesenið með klakann þarna er víst að þarna eru nokkur lög af ís með vatni á milli þar sem bíllinn fór niður… þegar ég heyrði í þeim að þá vissu þeir ekki enn hvað var langt niður á fast undir bílnum, en voru komnir í 3 lög af ís og vatni…
11.03.2009 at 01:14 #642928það veit eingin hvað ísinn er þykkur á svona augnablikum.það er mjög gott að fá bj.sveitinna á staðinn með allan þann útbúnað sem þeir hafa en það er líka mjög gott að fá sína félaga á staðinn, sem eru vanir fjallamensku og kunna til sinna verka.kv jói
ps. þetta er ekki þráður til að vera að rífast um það hver hefur rétt eða rangt fyrir sér.
11.03.2009 at 08:19 #642930Ég er reyndar alveg sammála því að margir af þessum björgunarsveitarbílum eru orðnir allt of stórir og þungir. Að sjálfsögðu virkar það vel fyrir björgunarstörf að hafa stóran og stæðilegan bíl í vondu veðri og til að bjarga vegfarendum. Þessir bílar eru samt langt frá því að vera það eina rétta sem björgunarsveitarbílar og eru ekkert öflugri í snjóakstri en staðalbílinn. Síðan þegar þessir stóru bílar lenda í ógöngum þá er meira mál og þarf eins og sést á þessum þræði að fá aðstoð úr byggð. Þar sem að þessir ofur-bílar hafa ekki neina ofur-yfirburði þá er það rétt eins og að Gunnar nefnir að björgunarsveitir skoði sín mál með tilliti til léttari bíla og fjölbreittni. Ég er síðan mjög svo sammála Hagalín að bílstjórinn skipti máli og er það nú höfuðmálið, ég held að það megi huga meira að þjálfun ökumanna hjá björgunarsveitum.
Já þessi vefur er til þess að skiptast á skoðunum.Kveðja Pétur R.
11.03.2009 at 08:44 #642932Mín reynsla af þessu (sem fyrrverandi yfirolíumaur Hjálparsveitar skáta í Reykjavík í all mörg ár) er að helsti gallinn við bíla eins og Pattann og 80-cruiserinn er að þeir eru einfaldlega of litlir.
Þessi bílar þurfa að sinna allskonar hlutverkum og þó að það sé að sjálfsögðu hægt að finna betri græjur til einstakra verka við einstakar aðstæður þá eru þetta mjög góð alhliða tæki. Ekki gleyma því að stór hluti starfa venjulegrar björgunarsveitar eru framkvæmd á lálendinu, og þessi tæki þurfa að virka þar líka.Þó svo að six-pakk af súkkum eða willisum væri líka snilld, þá myndi mig ekki langa til að standa í öllum þeim fjáröflunum sem þarf til að standa undir rekstrarreikningnum af slíkri útgerð.
Ef þörf er á öflugri tækum til snjóaksturs þá hef ég nú ekki enn séð jeppa sem skákar öflugum snjóbíl
ps. getur verið að þessi staður sé á sama stað eða svipuðum og Discoverinn fór niður um, um árið?
kv
Rúnar.
11.03.2009 at 09:05 #642934Sem betur fer er flóra bíltegunda hjá björgunarsveitum jafnmikil og hjá okkur jeppaeigendum. Og nú er kominn einn góður kostur í viðbót, bíll sem er svipað þungur og 44 tommu Patrol, hefur meira innanrými en Econoline og heitir Mercedes Benz Sprinter ;o)
Kv
Palli
11.03.2009 at 09:17 #642936Ég held að það sé nú alveg á hreinu að það er ódyrara að gera út minni bíla (auðvitað einstaklingsbundið) en ef maður tekur fasta liði eins og eldneytiseyðslu, dekkjakaup, olíu skipti ofl. þá held ég að það sé farið að halla mikið á td. ofur Ford þótt að það væru 2 litlir á móti.
En já lýst vel á Sprinter eins og þú setur þetta fram palli. Held samt að margir ökumenn björgunarsveita haldi sig frekar við Amerískt því að þeir vilja ekki missa "lúkkið"
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.