FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Janúarferð Litlunefndar

by Þórarinn Guðjónsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Janúarferð Litlunefndar

This topic contains 17 replies, has 12 voices, and was last updated by Profile photo of Trausti Gylfason Trausti Gylfason 10 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 04.01.2015 at 20:51 #775926
    Profile photo of Þórarinn Guðjónsson
    Þórarinn Guðjónsson
    Participant

    Næsta ferð verður farin 17.jan. Stefnan er sett á Skjaldbreiðarsvæðið um Meyjarsæti. Svo fer eftir færð og veðri hvaða leið verður farin heim: Skjaldbreið og Bragabótarvarðan, Slunkaríki og jafnvel yfir Langjökul í Jaka, Kaldidalur og Jaki……     Skráning hefst fljótlega. Alltaf er þörf fyrir hópstjóra

  • Creator
    Topic
Viewing 17 replies - 1 through 17 (of 17 total)
  • Author
    Replies
  • 05.01.2015 at 17:37 #776007
    Profile photo of Gnýr Guðmundsson
    Gnýr Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 11
    • Svör: 42

    Skráning í Ferðina er hafin.

    Vinsamlegast notið skráningarformið frá Google sem vísað er i hér að neðan.

    Sjáumst hress

    Linkur á skráningu





    08.01.2015 at 01:35 #776036
    Profile photo of Trausti Gylfason
    Trausti Gylfason
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 67

    Hlakka mikið til ferðarinnar. Vona bara að þið virðið það að þetta er „litlanefndin“ þar sem litilir bílar eiga að fara í ferð saman en ekki tuða og skammast þegar við „litlu“ komumst ekki eins og hinir.

    Þetta er ferð fyrir óreynda og þá sem eru að byrja í þessu og eru á litlum bílum t.d. 32″ til 35″ ekki fyrir stærri bíla til að leika sér heldur til að vera með okkur og kenna okkur.

    Síðustu ferðir sem ég hef farið í hafa ekki verið nógu góðar þar sem bílar hafa verið skildir eftir vegna þess að þeir vour of litlir. Þá átti ekki að samþykkja áður en ferðin var farin ef þeir vour ekki velkomnir og svo fór ég eina ferð þar sem ferðinni var slitið upp á hálendinu þar sem flestir af farastjórunum vildu fara annað og nenntu ekki að fara með „litlu“ bílana niður á þjóðveg.

    Skellið frekar á „milli nefnd“ frekar en að eyðileggja litlunefndina.

    Einhverstaðar verðum við að fá að stíga okkar fyrstu skref og læra af okkar reyndari og betri mönnum.

    kv. Trausti Gylfa





    09.01.2015 at 11:27 #776047
    Profile photo of Hrannar Jón Emilsson
    Hrannar Jón Emilsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 178

    Góðan daginn

    ég skráði mig í þessa ferð en verð frá að hverfa vegna vélavandamála í bílnum hjá mér

    vonandi verður þetta bara skemmtileg ferð og þið skemmtið ykkur vel





    09.01.2015 at 23:28 #776073
    Profile photo of Kristján Kristjánsson
    Kristján Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 166

    Það væri nú gaman að fá hérna á vefinn hvað margir eru búnir að skrá sig í janúarferð Litlunefndarinnar.





    10.01.2015 at 02:59 #776075
    Profile photo of Trausti Gylfason
    Trausti Gylfason
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 67

    Kristján þetta er frábær hugmynd og eitthvað fyrir verfnendina að skoða ef þeir sjá sér fært að gera.





    10.01.2015 at 15:02 #776078
    Profile photo of Þórarinn Guðjónsson
    Þórarinn Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 121

    Smá tölulegar upplýsingar um ferðina

    Það eru tveir úr hjálparsveitinni skráðir, þeir verða þar sem þarf að aðstoða einhvern

    Það eru átta skráðir sem farastjórar og 35 skráðir almennir

    Samtals eru því núna 45 skráðir í ferðina

    Dekkjastærðir:

    <33 =4.  33=6. 35=15. 37=2. 38=14. 40=1. 44=2. 46=1

    Kv. TótiG litlunefnd





    10.01.2015 at 20:59 #776079
    Profile photo of Pétur Hans Pétursson
    Pétur Hans Pétursson
    Participant
    • Umræður: 25
    • Svör: 228

    Glæsilegt. Þetta verður flott ferð. Veðurspáin lofar góðu.





    12.01.2015 at 12:51 #776084
    Profile photo of Eiríkur Ingi Bengtsson Helgason
    Eiríkur Ingi Bengtsson Helgason
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 4

    Sammála trausta Gylfa





    12.01.2015 at 13:25 #776085
    Profile photo of Ragnar Freyr Magnusson
    Ragnar Freyr Magnusson
    Participant
    • Umræður: 4
    • Svör: 17

    Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki tekið eftir þessu tuði gagnvart litlum bílum í öllum þeim ferðum sem ég hef tekið þátt í seinustu 3 ár hjá litlunefndinni. Almennt séð hefur allt verið gert til að liðsinna fólki en í þau skipti sem bílar hafa verið skildir eftir hefur yfirleitt verið um að ræða bilanir eða önnur vandræði og fólki alltaf gefnir kostir sem og fólki alltaf skutlað tilbaka og fylgt að þjóðvegi. En svo er líka allt í lagi að gefa bílum séns í byrjun ferðar og ef færið reynist erfitt þá geta menn fengið að fljóta með öðrum eða snúið við, það er nú það sem menn gera að staðaldri í eigin ferðum.

    Einnig er mikil fjölbreytni í bílstjórum og getu þeirra, t.d. var eftirminnilegt þegar óbreyttur grand cherokee fór inn í laugar á meðan margir stærri bílar (35″), ég þar á meðal,  áttu í vandræðum vegna máttleysis / vankunnáttu / trega við úrhleypingar o.s.frv.

    En það er rétt að litlanefndin er ætluð minni bílum og það þarf að plana ferðirnar með það í huga enda hefur verið rætt að fara ferð síðar á árinu þar sem stærð dekkja verði takmörkuð.

    Hvað mig varðar þá hefur litlanefndin alltaf staðið sig til fyrirmyndar og hjálpað öllum sem þurftu hjálp og þakka ég þeim fyrir það. Ég er búinn að læra helling á þessum ferðum svo keep up the good work!





    12.01.2015 at 14:40 #776087
    Profile photo of Kristján Guðmundsson
    Kristján Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 4
    • Svör: 47

    Sælir hvenær verður kynningin fyrir ferðina og hvar.?

    Ég er búin að skrá mig en er á Egilstöðum og  er bara að spá hvenær ég þarf að vera komin til RVK

     





    13.01.2015 at 00:08 #776092
    Profile photo of Trausti Gylfason
    Trausti Gylfason
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 67

    Ragnar Freyr það er alveg rétt að í flest öllum ferðum er skipulag og stjórnun til fyrirmyndar. En það eru dæmi um brotalamir sem vert er að benda á til að gera þetta enn betra. Sem dæmi þá ætluðum við á langjökul að mig minnir í fyrra það skall á mjög slæmt veður þegar við komum að rótum jökulsins og hætt var við ferðina. Sumir þeirra sem vour á stærri bílunum vildu samt gera eitthvað og fóru annað og í raun var ferðinni slitið þarna, ég fékk enga fylgd niður á þjóðveg og lét ég alveg í mér heyra eftir þessa ferð.

    Hvað hefði gerst ef ég hefði lent í vandræðum á leiðinni? Flestir farastjórarnir voru farnir annað og báðir í mínum hóp ef ég man rétt.

    Það verður líka að ræða það sem er ekki nógu gott ekki bara tala á jákvætt um allt. Til þess að þessi nefnd geti þroskast og orðið betri þá verður að benda á það sem mætti fara betur.

    Í einni ferð þá benti ég á það eftir á að það voru að minnsta kosti tveir bílar sem áttu ekki að fá að fara með þar sem þeir voru á svo slæmum dekkjum. Báðir 35″ en á nánast renni sléttum dekkjum. Farastjórar verða að hafa bein í nefinu til að stoppa svona af. Í minni fyrstu ferð var bílinn minn skoðaður hátt og lágt til að ath hvort hann væri nógu góður í ferðina en í þeirri síðustu var ekki einu sinni litið á hann.

    Ég er ekki að reyna að vera þessi neikvæði gaur heldur bara benda á það sem betur mætti fara og tek ofan fyrir allri þeirri góðu vinnu sem litlanefndin er að vinna. En það er alltaf hægt að gera aðeins betur.





    13.01.2015 at 00:28 #776093
    Profile photo of Sigurður Bjarni Gilbertsson
    Sigurður Bjarni Gilbertsson
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 26

    Sælir, var að velta fyrir mér hvenar seinasti dagur til þess að skrá er?

    langar til þess að koma en er ekki alveg búinn að ákveða mig ennþá.

    svo var ég að pæla með kynningarfundinn er skyldumæting á hann? er nefnilega útá landi og kannski erfitt að bruna í bæinn eina kvöldstund og keyra heim aftur.

     

    Kv Siggi Bjarni





    13.01.2015 at 07:05 #776094
    Profile photo of Guðlaugur Jónsson
    Guðlaugur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 23

    Góðan dag!
    Ég er aðeins farinn að bíða eftir því að Kristjáni verði svarað. Ég er í bænum en mér finnst samt gott að vita með einhverjum fyrirvara hvenær fundurinn á að vera eða hvort það verði fundur.

    Kveðja Guðlaugur





    13.01.2015 at 10:32 #776096
    Profile photo of Gnýr Guðmundsson
    Gnýr Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 11
    • Svör: 42

    Komið þið sæl öll

    Nú hafa 60 manns skráð sig í ferðina á laugardaginn. Veðurspáin lofar góðu og allt útlit er fyrir góða ferð. Lokað verður fyrir skráningu í kvöld, þriðjudag klukkan 22 og því er um að gera að drífa sig ef maður er að hugsa málið.

    Við mætum að vanda við Skeljungsstöðina við Vesturlandsveg klukkan 8:30 á laugardagsmorgunin.

    Kynningarfundur vegna ferðarinnar verður haldinn í félagsheimilinu okkar, að Eirhöfða 11 á morgun, miðvikudag klukkan 20:00.

     

    Við hvetjum alla til að mæta, en fyrir þá sem ekki komast, þá sjáumst við á laugardagsmorguninn.

     

    Bestu kveðjur

    Litlanefndin





    13.01.2015 at 22:48 #776102
    Profile photo of Trausti Gylfason
    Trausti Gylfason
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 67

    Vill taka það fram að þó svo ég hafi bent á eitthvað sem betur mætti fara hjá Litlunefndinni þá er ég alls ekki að gera lítið úr henni síður en svo. Án hennar hefði ég aldrei þorað að fara út fyrir þjóðveginn og sú reynsla og kunnátta sem ég hef í dag er alfarið henni að þakka.

    Þessi nefnd er skipuð sjálfboðaliðum og farastjórar í ferðunum eru þar launalaust og gera þetta sér og öðrum til ánægju. Þessir menn eiga heiður skilið og verður seint þakkað almennilega.

    Ástæða þess að ég skrifa þetta er sú að menn gætu miskilið þessar ábendingar mínar og já kannski er ég að taka of djúpt í árina með þessum skrifum hér að ofan. Það er ekki gaman fyrir þessa góðu menn að standa í þessari sjálfboðavinnu og svo fá gagnrýni á þeirra störf.

    Ef einhver hefur móðgast vegna skrifa minna þá biðst ég innilegar afsökunar á þvi það var aldrei tilgangur minn.

    Þannig að ég ætla bara að segja takk fyrir mig Litlanefnd og hlakka til laugardagsins veit að hann verður góður og vona að þið  haldið þessu góða starfi áfram.

    Með viðingu og vinsemd

    Trausti Gylfason





    17.01.2015 at 17:14 #776135
    Profile photo of Friðrik S. Halldórsson
    Friðrik S. Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 17
    • Svör: 129

    sælir

    Eru ekki einhverjar fréttir úr ferðinni ?

    kv

    Friðrik





    18.01.2015 at 00:39 #776137
    Profile photo of Trausti Gylfason
    Trausti Gylfason
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 67

    Friðrik stutta fréttin er sú að þetta var snildar ferð. Fær 9,9 í einkun af 10 mögulegum hjá mér. Það er bara vegna þess að ég komst ekki síðustu 100 metrana 😉

    Nokkrir lentu í vandræðum með bílana fyrsta ves var að ég held hjá Sigga Like á stöðinni held að það hafi verið eitthvað rafmagnsves er ekki viss. En það vour nokkur húdd opnuð , afelgað og annað bras eins og gengur og gerist en veit ekki betur en allt hafi endað vel. Ég lenti í smá tjóni þar sem Gnýr hjálpaði mér að taka restina af hlífðarpönnunni af og takk fyrir hjálpina. En það er lítill fórnarkostnaður fyrir svona ferð.

    Færðin var passleg ekki of auðvelt og ekki of erfitt. Lentum í leiðinda skafrenning sem svo gekk yfir.

    Ferðin heim gekk eiginlega of vel sérstaklega hjá okkar hóp og var Gnýr farin að kvarta undan því að enginn festi sig en það var honum sjálfum að kenna hann var of naskur á að finna „réttu“ leiðina ef svo mætti að orði komast þar sem hann leiddi nú sauðina 😉

    Í heildina litið frábær ferð og vel skipulögð passlegt bras og skemmtilega mörg afbrygði af veðri.

    Ég er bara rétt í þessu búinn að ganga frá öllu og núna ætla ég að verðlauna mig eftir langan og strangan dag með virkilega góðu viskí fyrir svefnin.

    Takk fyrir mig þeir sem voru með mér í þessari ferð og þeim sem að henni komu.

    ps. eitt sem ég tók eftir í þessari ferð sem vert er að minnast á þegar við vorum á heimleið. Bílar voru að bila eða  töfðust af einhverjum öðrum ástæðum. Það virtist ekkert hafa áhrif á flæðið. Menn voru bara færðir um hóp sem var kannski aðeins á eftir þeim blönduðust bara þeim hópi þegar þeir voru tilbúnir. Þetta varð til að við vorum að skila okkur flest allir á svipuðum tíma heim. Það er greinilegt að þessir menn hafa skipulagt svona ferðir áður 😉





  • Author
    Replies
Viewing 17 replies - 1 through 17 (of 17 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.