This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 18 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Loksins eitthvað jákvætt í þessum málum —-
Tekið af ruv.is:
Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra vilja friða Þjórsárver og hætta við gerð Norðlingaölduveitu. Jónína segist vilja stækka friðlandið og Guðni vill skapa frið um náttúruna og endurskoða stefnu Framsóknarflokksins í stóriðju- og umhverfismálum.Í gær féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur um að gerð set- og miðlunarlóns Norðlingaölduveitu, norðan og vestan Þjórsárvera, þyrfti að sæta umhverfismati. Með dómi sínum felldi Héraðsdómur úr gildi 3 ára gamlan úrskurð Jóns Kristjánssonar, setts umhverfisráðherra, um að framkvæmdin væri undanþegin umhverfismati.
Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra, segir að æ fleiri rök hnígi að því að stækka friðlandið og hætta við veituna. Guðni Ágústsson er sammála Jónínu. Hann vill stækka friðlandið og hætta við Norðlingaölduveitu. Hann segir ennfremur að mikilvægt sé að framsóknarmenn endurskoði afstöðu sína í þessum málum.
You must be logged in to reply to this topic.