Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Jafnvægisstöng
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Hafsteinn Þór Hafsteinsson 15 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
07.12.2009 at 18:01 #208968
Sælir félagar
Er alveg möst að hafa jafnvægisstöngina undir bílnum (38″ hilux)? Ég færði hásinguna fram um 35 mm og þá þarf ég að færa þessa stöng líka. Hafa menn þá bara snittað ný göt í grindina eða brasað eitthvað við stöngina sjálfa? Fæ ég nokkuð skoðun ef þetta vantar?
Kveðja Hjalli
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.12.2009 at 18:03 #670656
Fjarlægðu bara stöngina og allt sem henni fylgir, hún er ekki skilyrði fyrir skoðun
07.12.2009 at 18:12 #670658Menn láta þessar stangir oftast hverfa við gormavæðingu. Gormavæddum allan hringin á okkar bíl og þetta er ekkert að há okkur og engin athugasemd í skoðun. Meiri teygja án þeirra.
07.12.2009 at 20:34 #670660Það er hægt að hafa bíla sem eru með stýfa fjöðrun án jafnvægisstangar. Ef hann er ekki stýfur, þá er um að gera að hafa þetta í stað þess að dangla á þjóðveginum eins og pendúll.
Á þessu ónýta vegakerfi, eru ófáir þjóðvegirnir svo signir og snúnir að ballanstangirnar hjálpa þér að hafa stjórn á bílnum.
Ballansstangir dreifa ´þunga bílsins á öll fjögur í stað þess að leggjast á tvö, t.d. í hliðarhalla og þegar ´bíllinn misfjaðrar.
07.12.2009 at 21:25 #670662sæll hjali ég lét staungina í mínum hverfa þegar ég seti ome fjaðrirnar undir
kv Thorlacius
07.12.2009 at 21:41 #670664Tók báðar stangir undan hjá mér. Gormar framan – fjaðrir aftan. Dálítið skrýtið fyrst að keyra bílinn á eftir sérstaklega í hringtorgum en annars allt í lagi. Er ekki á leiðinni að setja þær undir aftur því bíllinn hefur meiri óþvingaða sveigju svona í torfærum. Hef fengið skoðun með bílinn svona hvort sem það er tilviljun eða ekki veit ég ekki. Myndi mæla með að prófa allavega.
07.12.2009 at 22:30 #670666Takk fyrir svörin strákar. Lúxinn er aðeins stífur á fjöðrunum þannig að þetta er flott þá;)
Kveðja Hjalli
07.12.2009 at 22:41 #670668Tek undir það að jafnvægisstangir eru ekki skoðunaratriði, nema þær séu til staðar og séu með slitnar fóðringar eða á annan hátt bilaðar.
En ég ætla að kasta því fram að jafnvægisstangir og jeppar eru eitthvað sem eiga enga samleið nema vitlaust fjöðrunarkerfi hafi verið valið undir jeppann.
Breytingarkveðjur, Úlfr
09.12.2009 at 21:11 #670670
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Fjarvera jafnvægisstanga er ekki efni til athugasemda við skoðun.
Jafnvægisstangir í jeppum eru oftast nær (eða eiga að vera) síðasta úrræði.
Oftast er hægt að halda "body roll" í skefjum með því að byggja bílinn ekki of mikið upp, hafa tengipunkta fjöðrunar eins utarlega og mögulegt er ásamt því jafnvel að setja þverstífur upp frekar ofarlega. Það er reyndar illmögulegt að framan á hásingabílum, en að aftan getur verið valkostur að hækka stífufestinguna niðri á hásingu í stað þess að síkka grindarvasann. Aukaverkun af þessu er reyndar örlítið aukinn hliðarsláttur þegar bíllinn misfjaðrar, en ekki svo miklu nemi.
Þegar gormar/púðar eru innangrindar að aftan eins og á flestum bílum í dag er gjarna þörf á jafnvægisstöng vegna þess hversu stutt er milli þeirra(væri næstum hægt að hafa einn í miðjunni…), sæmilegir demparar geta þó hjálpað til við að halda veltingnum í skefjum ef þeir eru utarlega á hásingu.
Við róttækar breytingar og nýsmíði reyna flestir að koma fjöðrunarbúnaðinum utarlega og sleppa við þvingunarstangir.
Ath: Í flestum aðstæðum sem sæmilega breyttir jeppar eru smíðaðir fyrir minnka jafnvægisstangir veggrip, það getur þó verið óþægilegt þegar bíllinn leggst í beygjum.
Range Rover var ekki með jafnvægisstangir, og ekki heldur Defender, gæti verið komið í þá báða í dag. Þar voru gormarnir bara utarlega og virkar feikna vel.kkv
Grímur
09.12.2009 at 22:56 #670672Smá athugasemd við þetta síðasta, það var jafnvægisstöng í Defendernum hjá mér að aftan (árg 97, gormabíll með gömlu RangeRover fjöðruninni) en hún er reyndar löngu farinn og ekki verið saknað. Það er nú eiginlega dæmi um hvernig Landróverinn aðlagar sig að aðstæðum, hann losaði sig sjálfur við stöngina á Arnarvatnshæðinni, enda var hún þar bara til óþurftar og leiðinda.
Kv – Skúli
10.12.2009 at 11:53 #670674Um 1990 kom Range Rover með jafnvægistangir en að öðru leiti að ég held óbreyttur fjöðrunarbúnaður. Í akstri á þokkalega góðum vegum varð hann miklu skemtilegri í akstri (var hann nú góður fyrir) með jafnvægisstangirnar. Hann varð aftur á móti stífari á grófum vegum.
Kv. Steinar
10.12.2009 at 23:58 #670676
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er eins og mig grunaði Skúli, jafnvægisstangirnar voru settar í Landróverinn til að koma honum í gegnum elgsprófið.
Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp í Defender 90 County síðan ’87. Það voru ekki margir þannig í einkaeigu á þeim tíma….3 stykki að mig minnir. Ók honum ekki sjálfur fyrr en um 1990…13 ára eða svo.
Skemmtilegri bíl á virkilega slæmum malarvegum (Kjalvegi, línuvegum o.s.frv.) er vart hægt að hugsa sér, sérstaklega þegar ekið er hratt. Minn fyrsti jeppi var svo Range Rover árgerð 1981 sem ég setti á 38,5"(1997). Sami karakter, bara aðeins lengri og alveg ofsalega skemmtilegir aksturseiginleikar. Þar voru heldur engar jafnvægisstangir, enda fann ég ekki fyrir neinum veltingi sem skipti máli. Mikilvægt atriði í því samhengi er að veltipunktur afturhásingarinnar liggur frekar ofarlega, sem minnkar "body roll" í beygjum og hliðarhalla, líkt og ég reyndi að lýsa hér að framan.
Ég er ekki ennþá búinn að finna bíl sem hefur eins skemmtilegan karakter og þessir Rover-ar, enda þótt XTra-cabinn hafi verið ansi skemmtilegur og skilað mér miklu lengra en ég átti von á. Það er bara eitthvað við það að keyra Landróver, fjöðrunun er einfaldlega ofsalega vel heppnuð.
Þeir skilja sem reynt hafa.
kkv
Grímur
11.12.2009 at 10:55 #670678LandRover Defender stóðst nú reyndar ekki elgsprófið síðast þegar ég vissi. Og ólíkt öðrum bílaframleiðendum sem innkalla bíla og koma með fallegt orðaðar yfirlýsingar frá markaðsdeildinni, þá svaraði Sohull bara með "so what?"
Sá ekki alls fyrir löngu heljar grein um rannsóknarniðurstöður frá Mercedes Benz um massíf elgspróf eftir A-benz ævintírið þeirra hér forðum daga. Þar voru hundruð blaðamanna látnir keyra A benz (eftir endurbætur) í gegnum elgsprófið. Innan við helmingur þeirra stóðst prófið, bílstjórarnir þ.e.a.s. Flestir keyrðu út úr brautinni. Sýnir hvað þetta próf er strangt, og í raun óraunhæft.
11.12.2009 at 22:38 #670680Nákvæmlega rétta sjónarmiðið, so what, við erum að framleiða jeppa en ekki hraðbrautardrossíu. Einu skiptin sem ég raunverulega finn að jafnvægisstöngin er ekki undir er í hringtorgum, þá leggst hann kannski aðeins meira en so what. Og svo í einhverju brölti og þá eru áhrifin jákvæð.
11.12.2009 at 22:44 #670682 -
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.