This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Það sagði mér flugvirki um daginn að á flugvéladekkjum væri merking, lítill málaður punktur, þar sem para ætti við ventilinn. Þá ætti ballansinn að vera nánast góður. Ef depillinn væri hinum meginn tvöfaldaðist skekkjan. Á fólksbíl sem ég á athugaði ég þetta, og viti menn gulur depill er á dekkinu. Bar reyndar ekki saman við ventilinn svo ég spyr menn: Er þetta sú merking sem ég held að þetta sé, er ekki eðlilegt að framleiðendur sendi frá sér dekkin með tilliti til þess að ventill er á felgunni. Nú er þetta eflaust smáatriði (38″ reyndar smíðuð áður en hjólið var fundið upp), en veit einhver svarið?
Kveðja,
Lalli (í góðu jafnvægi).
You must be logged in to reply to this topic.