Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Jafnvægisstilling
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur 20 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.12.2004 at 13:18 #195062
Hafa menn eitthvað prófað að „jafnvægisstilla“ dekk með því að setja drasl inn í þau? Kanninn er að framkvæma allskyns æfingar með þetta. Þar setja menn golfkúlur, loftbyssukúlur (BB’s) og jafnvel kúlur úr tölvumúsum til að fá svokallaðan „dynamic radial force equalization effect“.
Sjá t.d. hér.
Einnig er selt sérstakt efni í þetta, en þar sem kananum finnst það dýrt þá grípa þeir til annarra ráða.Bjarni G.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.12.2004 at 14:24 #511204
…..en maður verður nú að testa!
ég er á gatslitnum túttum sem skoppa útum allar trissur hvort eð er, hvað ætli maður geti notað? held að golfkúlur séu heldur stórar… þær komast heldur ekki inn í gegnum ventilinn :D.. hugsanlega að maður ætti að prófa Högl, nema þau séu of lin
hvað segja menn? enginn testað þetta? hvað annað en högl getur maður notað? getur maður keypt stálkúlur einhversstaðar?
kv. lallirafn experimental
16.12.2004 at 15:07 #511206… einnig eru til úti hringir sem settir eru uppá áður en dekk er sett (sett á bak við dekkið undir bílinn).
Á þessu er gúmmíhringur, sem inniheldur málmsalla, sem að mótast við smá hraða.. þe verður ekki virkt fyrr.
Eins lesið að vörubílsstjórar hafi gert þetta með því að setja svipað efni inn í dekkin, og gerir það nokkurn vegin það sama.
Þar eru menn ekki að leysa bara ballanceringu á dekkjum heldur líka ójöfnum í drif og stýrisbúnaði.. þe allan skjálfta.
Eini fylgikvillinn er smá hiss hljóð í efninu, áður en það nær að móta sig þegar menn eru ekki á mikilli ferð, en held það sé nú ekki vandamál fyrir jeppa og trukkakarla
16.12.2004 at 15:39 #511208Lallirafn, ég sá nú dekkin hjá þér um daginn manstu og ég myndi bara afskrifa þau. Gatslitið eins og þú segir og það liggur við að hægt sé að lesa morgunblaðið í gegnum gúmmípjötlurnar.
Elvar
16.12.2004 at 16:08 #511210Já Elvarni.. ég veit
skortur á peningum og almennri skynsemi veldur því að þessar túttur eru enn undir. En bíllinn er nú kallaður (Hámarks-)Hraðinn af ástæðu sko
ég hugsa að hann sé of latur til að gera eitthvað af sér þótt þetta tætist í sundur á ferð hjá mér……. en maður náttlega á ekki að vera að taka svona sjensa, það er rétt.
Ég er búinn að setja ný dekk á fjárhagsáætlun næsta árs en sú áætlun er enn í nefnd (konan) og óvíst með framhaldið.
Mér er samt sagt að þessi gæðaspotti sem ég keypti um daginn af ónefndum aðila eigi að redda öllu, líka svona vandamálum svo ég er rólegur í bili 😀
Láttu mig vita ef þér dettur eitthvað sniðugt í hug sem við getum sett inní þessi handónýtu hræ mín……
kveðja,
Lallirafn
16.12.2004 at 21:40 #511212…
http://www.off-road.com/toyota/tech/balancers/Þetta er örugglega sniðugt fyrir þá sem vilja ekki troða málmsalla eða öðru í dekkin hjá sér.
17.12.2004 at 09:05 #511214Mér sýnist að það væri einfaldast að prófa þetta með því að setja vatn, með forstlegi eins og við á, til þess að prófa þetta. Eitt til tvö glös í hvert hjól ættu að duga.
Ég myndi hafa áhyggjur af því að hlutir eins og loftbyssuskot eða álíka gætu valdið sliti á dekkinu, sem gæti orðið til þess að það færi að leka lofti.
Annars er ég ekki í aðstöðu til þess að prófa þetta því 36 tommu mödderarnir sem ég hef ekið á siðastliðin þrjú ár hafa aldrei verið balanseraðir þar sem ég hef aldrei orðið var við neitt sem benti til þess að þess væri þörf. Raunar hafa þessi dekk aldrei á dekkjaverkstæði komið.-Einar
17.12.2004 at 11:48 #511216Vandamálið við vatnið er að það er á stöðugri hreyfingu, og sest ekki, þannig að það er mjög háð að bíllinn sé alltaf á sömu ferð… annars hringsnýst það bara held ég. (rennur of vel). Einnig frekar eðlislétt miðaðvið þann salla sem er notaður í þetta.
Sallinn sem menn eru að setja í dekkin, sest eftir að bíllinn er kominn á ferð, og því myndi maður halda að það væri lang besta lausnin.
En ég er enginn sérfræðingur
Bara hugleiðing…
17.12.2004 at 12:23 #511218Diskarnir sem Guðmundur [url=http://www.off-road.com/toyota/tech/balancers:1c0y8pqz]vísar[/url:1c0y8pqz] innihalda á annaðhvort olíu með járnögnum eða kvikasilfur sem væntanlega eru sífellt á hreyfingu, eins og vatnið. Ég held ekki að vatnið sé of létt, það er miklu meira pláss inni í dekkinu heldur en inni í disk sem er innan við felguna.
Einn kostur sem ég sé við þessar aðferðir, er að þær ráða við að vega upp á móti áhrifum frá bognum öxlum eða nöfum, þar sem hefðbundin hjólastilling er gagnslaus.
Svo er náttúrulega allt sem forðar manni frá því að skipta við íslensk dekkjaverkstæði af hinu góða.
-Einar
17.12.2004 at 13:13 #511220"Svo er náttúrulega allt sem forðar manni frá því að skipta við íslensk dekkjaverkstæði af hinu góða"
og hvað meinar þú með því:)
17.12.2004 at 13:42 #511222Það sem ég skil ekki
Ef maður setur eitthvað inní dekkið, vatn eða salla eða notar umrædda hringi með kvikasilfri. Hvernig hegðar þetta dót sér til að virka sem jafnvægisstilling?Ég sé þetta svona fyrir mér og lýsi því með dæmi
– Frekar lélegt dekk sem kalla má hoppidekk er látið snúast á 60 – 100 km hraða. Sett í það tvö glös af vatni blandað með frostlegi. Ég hefði haldið að vatnið myndi setjast útí banann á dekkinu og safnast sérstaklega þar fyrir sem dekkið bólgnar út og valda þar meiri þyngd og restin af vatninu dreifist um önnur svæði inní dekkinu. Þar sem meiri þyngd er kominn á þann stað í dekkinu sem veldur hoppinu veldur það öflugri hopp-eiginlekum dekksins.Meiri pælingar
Mér hefur verið sagt að þessi stóru dekk almennt eru örlítið egg-laga frekar en kringlótt.
Má draga þá ályktun að líklega má finna tvo bolla í hverju dekki um það bil álíka stóra beint á móti hvor öðrum og eiga þar með að vega upp kastið í dekkinu?????Kveðja
Elvar
17.12.2004 at 17:03 #511224Ég fann [url=http://centramatic.com/Demo/demo.php:1hbsige1]video[/url:1hbsige1] sem sýnir hvernig þetta virkar. Þetta er hrein snilli.
Bjarni G.
17.12.2004 at 17:44 #511226Hver verður fyrstur til að ná í umboðið fyrir þessu ?
Held að þetta sé ekki vitlaust, held að margir myndu kaupa þetta þar sem menn eru að eyða stórpeningum í dekk..
Kostar um $200 sett af 4, passar í ferðatösku, hmm hvern get ég fengið til að koma þessu heim fyrir mig
Held þetta hljóti að vera öflugra en að setja eitthvað í dekkin, þar sem dekkin eru ekki endilega hringlaga.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.