Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Jæja snillingar
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Gísli Rúnar Kristinsson 15 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.01.2009 at 09:22 #203674
Fýrir nokkru var ég með þráð þar sem ég var að leyta að ástæðum um krafleysi í Navara ( Sjá hér fyrir þá sem nenna að lesann ) og var mikið rætt. nú er allt rafmagnsjúnit komið í lag og flesstir skynjarar nýjir en ég þjöppumældi bílinn um daginn og hann þjappar engan veginn nóg. Samt þjappar hann JAFNT á öllum, þjappar um 210 pund, en á að þjappa rúm 400 þund. nú er ég að leyta að ástæðu og ég er búinn að yfirfara tímann. hann virðist vera réttur, Mér finnst hringir vera ólíklegir því hann þjappar jafnt á ÖLLUM. hvað gæti verið þá hellst að. get ég náð stimplunum upp ef ég tek heddið af og pönnuna undan. veit að klafadótið er fyrir pönnunni en hefur e-h tekist að skipta um hringi með vélina í og bara heddið af?
Nú var heddið tekið í gegn í kistufelli fyrir morðfjár og nýjir ventlar og knastásar settir í, heddið planað og þrýstiprófað.HJÁLP HJÁLP. bíllinn er lokains klár og þetta er það eina sem stöðvar hann.
Hvað haldiði að sé að -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.01.2009 at 09:56 #639222
Heddið sem var tekið upp í Kistufelli, er það sama heddið og var á bílnum fyrir eða var orginalheddið ónýtt og núverandi hedd fengið sem varastykki? Ef svo er er mögulegt að þau seú ekki alveg eins, þ.e. sprengirýmið sé ekki alveg eins í þeim? Er bíllin turbo, er mögulegt að skift hafi verið um stimpla og stimplarnir séu ekki réttir, yfirleitt eru ekki sömu stimplar í turbo og ekkiturbo. Veit svo sem ekki mikið um þessa hluti en er svona með þessar vangaveltur og mér finnst munurinn á þessum þjöpputölum benda á eitthvað í þessa veru. kveðjur, Logi
29.01.2009 at 09:59 #639224Samkvæmt lýsingu þá er mín ráðlegging að rífa mótorinn úr og gera almennilega við þetta. Að fara í kjallarann með hann í húddinu er vísir á vandamál, þú skemmir bara meira en þú lagar. Þó að hann þjappi jafnt á öllu segir það ekki rassgat, lág þjappa og heddið nýuppgert segir allt sem segja þarf “kjallarinn er í drasli“ sættu þig við það og þá líður þér miklu betur á eftir. Ef þú getur skrúfað sjálfur svona vél í sundur og svo saman aftur þá er þetta ekkert svakalegur kostnaður.
Maður lendir alltaf annað slægið í svona aðstæðum og hangir á vonarþræði að þetta sé bara eitthvað að heyrninni eða léleg olía eða álíka en það endar nær alltaf með að vonarþráðurinn slitnar og maður byrjar að tæta í sundur og laga.
Það er leitt að vera svona svartsýnn en veruleikinn er bara fúll.
kv. vals.
29.01.2009 at 11:07 #639226Manni dettur í hugt tvennt sem tengist kjallaranum og lágri þjöppu. Bognar stimpilstengur (allar), eða stimpilhringir. Fyrst að vélin var ekki í gangi þegar hún fór í sjóinn þá eru varla bognar í henni stengurnar, nema þær hafi bognað við ræsingartilraunir með vélina fulla af sjó!? Hinsvegar eru það hringirnir sem gætu vel verið fastir inni í raufunum, en það er sérkennilegt ef hann þjappar jafnt á öllum.
Ef stimpilhringir eru fastir og þjappan svona lág þessvegna þá ætti það ekki að leyna sér. Mótorar sem eru orðnir svoleiðis pústa þvílíkt niður í sveifarhúsið að ef t.d olíuáfyllingarlokið er tekið af þá stendur þar strókurinn upp. Það er auðvelt að tékka á því. Það er heldur ekki skýring á öllu kraftleysinu, vélar glata furðulega litlu afli þó að stimpilhringirnir séu í döðlum. Ég segi fyrir mig mér þykir afar ólíklegt að þú finnir lausn á þessu vandamáli í kjallaranum.
Þó að manni finnist það rökrétt að finna út af hverju þessi þjöpputala sé svona lág þá eiga svona mælingar til að plata mann illa. En það er erfitt að horfa framhjá þeim engu að síður. Ég held að það sé búið að telja upp það helsta sem gæti verið – rangt hedd, vitlaus tími o.s.frv. Eitt skaltu hafa bak við eyrað – ef pústkerfið hefur fyllst af sjó og staðið svoleiðis gæti það verið stíflað eftir volkið.
29.01.2009 at 11:59 #639228Var að velta fyrir mér þessari þjöppumælingu. Þori ekki alveg að fara með það en EF hún er rétt þá held ég að vélin færi ekki í gang köld, jafnvel alls ekki. Það er eitthvað skrítið við mælinguna. 210 psi er eitthvað sem maður sér í háþrýstri bensínvél með þjöppu 11:1 eða svo. (fleira spilar inn í) Ég hefði haldið að diesel næði ekki að sprengja á svo lágri þjöppu. Hvað segja jeppakarlar um þetta?
29.01.2009 at 13:07 #639230Ég verð nú að vera sammála Óla með að þetta eru svolítið skrýtnar þjöpputölur. Ég veit að þjöppun í 2,8 Terrano vélinni er gefinn upp 427 psi og lágmarkið er 356 psi. Held að sé vélin að mælast með svo lága þjöppu ætti hún að minnsta kosti að vera leiðinleg í gang ef hún þá færi yfir höfuð í gang.
Kv. BIO
29.01.2009 at 18:43 #639232já. er sammála um að maður myndi halda að hún ætti ekki að ganga á svona lítilli þjöppu. en jafnvel í mesta frosti dettur hún í gang án olíugjafar og dettur í fínt rölt.
þar sem ég á ekki þjöppumæli fyrir diesel vélar setti ég kaggan í þjöppumælingu hjá TOPPI í kópavogi og var þetta niðurstaðan. er að pæla að rífa heddið af um helgina og kippa einum stimpli úr og tékka hringina. getur verið að ég hafi fengið of þykka heddpakkningu?
Já alveg rétt. þetta er Orginal heddið uppgert.
29.01.2009 at 19:32 #639234Gísli, andar mótorinn mikið upp um olíuáfyllinguna í hægagangi? Gætir þú hellt á hann olíu í hægagangi?
Ef svarið við seinni spurningunnu er já – þá eru hringirnir ekki vandamálið.
29.01.2009 at 19:35 #639236…….
29.01.2009 at 19:46 #639238í nissan terano er skinjari á rörinu frá loftsíuni ef hann klikar
þá fer bílin ekki ífir 3000 sn
svo eru loft slaungur sirka 5-6mm þær fara inn á lítin pung sem er vinstra meigin að mig mynir ef þær vígslast þá verður bílin kraftlaus
29.01.2009 at 19:49 #639240jæja, var að skreppa út ég tékka á önduninni og það blæs hressilega upp um olíutappann. enginn svaka blástur en finn alveg fyrir honum með hendinni í 30-40cm hæð. eru þetta á bara ekki fastir hringir á öllum?
29.01.2009 at 20:05 #639242Jú, það lítur út fyrir að hringirnir séu þá fastir. Ég tel af og frá að þú eigir að finna blásturinn í 30 cm hæð yfir gatinu í hægagangi.
29.01.2009 at 22:08 #639244Sæll
Miðað við það sem fram hefur komið sting ég upp á því að þú reynir eitt áður en þú rífur mótorinn í sundur. Þegar það vantar svona upp á þjöppu gefur það oft mjög góða raun að taka kertin úr og setja smá sjálfskiptiolíu ofan í sílindrana. Þú leyfir þessu að sitja í smá tíma, 15-30 min, setur smá meiri olíu og startar svo án kertanna. Olíumagnið er ca 2-3 skot af smurkönnu í hvert skipti.
Ég hef ekki gert þetta á dísel bílum en þetta hefur gefist vel á bensínbílum, sem hafa misst þjöppu vegna t.d. vitlausrar blöndu og stirðra hringja. Mér finnst þetta vera reynandi áður en þú skrúfar í sundur.– Árni
29.01.2009 at 22:30 #639246í fyrsta lagi tekuru ekki stimplana úr bara með því að taka heddið af það er ekki hægt.
í öðru lagi þá blása svona vélar oftast helling upp úr áfyllingarlokinu þá þær þjappi fullkomið er búinn að margprófa það.
í þriðja lagi farðu meðbíllinn upp í kistufell og láttu þá bilanagreina bíllinn er mun ódýrara enn að rífa bara eitthvað eftir ráðleggingum á netinu.
29.01.2009 at 22:49 #639248sæll.
í fyrsta lagi veit ég alveg að ég næ ekki stimplinum úr bara með því að taka heddið af. talaði um að taka pönnuna líka undan og komast að sveifarásnum þaðan í inngangi þráðarinns.í öðru lagi er þetta full mikill blástur upp um olíutappann og er nánast búið að útiloka allt annað.
í þriðja lagi sér maður strax hér á vefnum hver hefur e-h marklegt að segja og eru margir grúskararnir hér töluvert færari en gæjarnir uppí kistufelli(með fullri virðingu fyrir öllum þar). að fara með bílinn þangað og bilanagreinann myndi kosta 50 kall og og þeir myndu segja mér að það þyrfti að skipta um hringina og hóna vélina. og að messtum líkindum væri það bara grúskari eins og ég og þú að vinna fyrir kaupinu sínu.
þegar að það er búið nú þegar að henda 300 kalli í vélina og öðrum 3-400 kall í bílinn. allt fyrir utan vinnu þá fer maður að pæla í hvad hlutirnir kosta..
eina sem mér dettur í huga að geti verið að ef þetta eru ekki hringirnir er að e-h hafi klikkað í upptektinni á heddinu.
29.01.2009 at 23:09 #639250Sælir
Mér dettur eitt asnalegt í hug sem væri þess virði að prófa. Þjöppumælar, eins og öll önnur áhöld geta bilað og það gæti orsakað vitlausa mælingu. Láttu annan aðila þjöppumæla fyrir þig til að vera viss. Minnir að í Hynes repair manual er notast við þessa olíuaðferð en það er til að bilanagreina. Þá var sullað 2-3 skvettum úr olíukönnu og mælt strax á eftir. Ef mælingin kemur betur út eru góðar líkur á að stimpilhringirnir séu lélegir. Þetta er reyndar ætlað á bensínvél en ég get ekki skilið af hverju mætti ekkki prófa á díesel líka. Nokkur á móti?
Annars átti ég svona Navöru fyrir doltið síðan sem fór eftir eina jeppaferð að láta svona eins og asni, náði ekki að snúast nema stundum uppfyrir 3000 sn/pr min og alveg grútmáttlaus (var svosum engin keppniskerra fyrir). Þá var pínulítil vírnetshráolíusía stífluð inní olíuverkinu. Það var alveg mekanískt. Sían var á bólakafi lengst ofaní verkinu undir skrúfu á því ofaná aftarlega. Sían var ca 12-16mm þvermál og smellpassaði í gatið.
Kv Jónsi
29.01.2009 at 23:28 #639252Als ekki rífa vélina í sundur til að að athuga hvort leki niður með stimplum.
Til er aðferð til að mæla þetta.
Glóðarkertið er tekið úr og viðkomandi stimpli, settur í nákvæmlega í topp stöðu, á þjöppu/afslagi.
Síðan er loftslanga með þrýstimæli sett í glóðarkertisgatið og loftþrýstingi hleipt á ca 3 bar og lokað fyrir. Síðan er að fylgjast með hvað þrýstingurinn sígur hratt.
Ef leki er þá er hægt að hlusta eftir honum hvort leki niður með stimpli( olíuáfyllingu), með sogventlum(loftinntaki), og með útblástursventlum( pústurrör).
Ef enginn þrýstingur myndast þá er ventill opinn(vélin ekki í þjapp/afslagi) og ef hún snýst þá er stimpillinn ekki alveg í nákvæmri topp stöðu.
Gott er að mæla alla strokka og eða mæla í annari samskonar vél til að fá samanburð.kveðja Dagur
30.01.2009 at 15:27 #639254Jæja. skrapp upp í kistufell að ræða við þá eins og sumir hér mældu með og þeir eru 99,99% að þetta séu spíssarnir sem eru farnir. segja að smá blástur upp um olíutappann sé eðlilegt. þannig áður en ég ríf vélina úr sakar ekki að prufa spíssaskipti.
þannig að óska eftir spíssum. lánuðum til að byrja með og til kaups ef þetta eru þeir.
vitiði um e-h félagar
30.01.2009 at 16:15 #639256Getur þú ekki rifið spíssana úr og látið þrýstingsmæla þá? frekar heldur en að prófa bara að skipta um þá…
En er þetta vél með einrörakerfi (common rail) eða bara tölvustýrðu olíuverki?
.
Einrörakerfið er meira bras hvað varðar spíssa, því þar er inndælingin tölvustýrð á hverjum spíss. M.ö.o. það er segulloki á hverjum spíss sem opnar fyrir hann.
Gæti verið að það sé eitthvað klikkeri í því. Væntanlega búið að skoða það allt, en maður veit aldrei. 😉
.
kkv, Úlfr
E-1851
30.01.2009 at 18:47 #639258quote : veit að klafadótið er fyrir pönnunni en hefur e-h tekist að skipta um hringi með vélina í og bara heddið af?
þetta stóð nú í fyrsta póstinum frá þér.
enn gott að þú talaðir við þá í kistufelli,mér er bara allveg sama hvað menn eru klárir hér eða annars staðar maður gerir ekki við bíl í gegnum síma eða internet.
þar að auki kostar nú oftast ekki mikið að bilanagreina bíla á verkstæðum
30.01.2009 at 20:53 #639260Ég veit alveg hvernig hægt er að ná fullri þjöppun á þessa bifreið og eigandi bifreiðarinnar fær meira að segja greitt fyrir þessa þjónustu. Það kalla ég nú gott í þessu árferði, ekki veitir nú af aurunum. Ég lofa því að þetta vandamál er alveg úr sögunni fyrir fullt og allt. Það verður tekið vel á móti þér.
Ég hef persónulega nýtt mér þessa þjónustu með góðum árangri og peningarnir komu sér vel, ella hefði ég eitt stórfé í áframhaldandi viðgerðir.
Fyrirtækið sem hér um ræðir heitir Hringrás ehf.ps Munum að brosa.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.