This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Páll Halldór Halldórsson 22 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Nú er ég í brasi…
Ég er búinn að vera síðustu vikur í skúrnum að taka upp vélina úr Pajeróinum, eftir að trissuhjól virtist taka upp á þeim andskota, að yfirgefa vélarsalinn, án samþykkis eigandans. Verð að viðurkenna, að sennilega ferst mér betur að aka þessum elskum, en að laga þær…. Gæti skrifað heila bók um þessa upptekt mína…
En það sem ég stend frammi fyrir núna að mig vantar trissuhjól framan á vélina, sem er MMC V-6 3000 og er ekki til hjá Heklu, né þessum helstu partasölum, er sérhæfa sig í Pajeró.
Þar sem ég hef alla tíð haft tröllatrú á auglýsingunum hér á síðunni, seldi td fullt að „drasli“ rétt fyrir jólin… og keypti að sjálfsögðu fullt að öðru „drasli“ fyrir allan peningin og þar er ég ánægðastur með felgurnar fínu frá Jóni Snæbjörns. En enginn hefur svarað mér í þetta sinn…..
Er ekki einhver þarna úti sem getur hjálpað mér með þetta trissuhjól…..plís…
Kv
Palli
You must be logged in to reply to this topic.