This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Eiríkur Sigurðsson 13 years, 8 months ago.
-
Topic
-
ÉG leifi mé að birta hér frásögn sem er eftir, Gunnlaugur Holm Torfason sem er frábær mannlísing , af þessum manni
Saga Gísla á Uppsölum:Gísli á Uppsölum var einstakur maður eins og alþjóð veit. Hann lifði af því sem landið gaf honum að því undanskyldu að hann þurfti að versla sér kaffi, sykur ofl. lítilsháttar. Naut hann aðstoðar nágranna sinna að nálgast þessar vörur frá Bíldudal en þangað kom hann aðeins einu sinni á ævinni til að sækja orgel sem hann hafði keypt sér annars kom hann aldrei til Bíldudals af þeirri einföldu ástæðu að þangað átti hann ekkert erindi. Hann undi glaður við sitt og kvartaði aldrei yfir sínum högum, frekar að hannhefði áhyggjur af öðrum.
Eins og þegar Hannibal sem var nágranni hans í seinni tíð færði honum þær fréttir að Eþópýjukeisara hefði verið steypt af stóli, kom áhyggjusvipur á Gísla og hann spurði Hannibal hvort hann vissi hvað yrði um konu og börn keisarans og hvort maðurinn fengi ekki örugglega aðra vinnu. Þegar Gísli komst á eftirlaunaaldur og fór að fá greiddan ellilífeyrir eignaðist hann fyrst nokkra peninga sem söfnuðust upp á bankabók en áður fyrr hafði hann lagt inn hjá kaupfélaginu nokkur löm til slátrunar á haustin sem dugði fyrir nauðsynlegust útgjöldum og þegar rafmagn var lagt á alla bæi í sveitinni var Gísli sá fyrsti sem fékk tengt því hann gat greitt strax fyrir rafmagnsinntakið.
Á sínum tíma voru þeir fjórir bræðurnir sem bjuggu með móður sinni á Uppsölum, það voru Gestur, Bjarni, Gísli og Sigurður. Þeir voru mjög pólitíski bræðurnir og deildu mikið um pólitík. Gestur var harður kommúnisti, Bjarni studdi Framsókn og Sigurður ofstækisfullur sjálfstæðismaður, ekki held ég að Gísli hafi verið mikið að kafa í pólitík honum var bara nokkuð sama hverjir voru að stýra landinu. Það var með pólitíikina eins og svo margt annað í hans lífi að það sem var ekki hans mál að skipti hann sér ekki af. Hinir bræðurnir þrír rifust svo harkalega við matarborðið að móðir þeirra tók til þess ráðs að láta stúka borðið niður í hólf sem hver sat við svo friður væri til að matast.
Eftir að móðir þeirra dó fór Gestur fyrstur að heiman, giftist og varð bóndi í Trostnasfirði, síðan fór Bjarni en hann var lamaður að stórum hluta og fékk inni hjá einhverri stofnun fyrir slíka menn. Voru þeir því tveir eftir Gísli og Sigurður báðir jafn sérvitrir og höfðu lítið samstarf sín á milli. Íbúðarhúsið var á tveimur hæðum og bjuggu þeir hvor um sig á sitt hvorri hæðinni og einnig áttu þeir hvor sín útihús og voru hús Gísla lengra frá bænum.
Ekki hjálpuðust þeir að við heyskap eða annað og þegar Sigurður eignaðist dráttarvél til að nota við heyskapinn leyfði hann ekki bróður sínum að nýta hina nýju tækni og var Gísla alveg sama, Sigurður átti traktorinn en ekki hann og við það sat. Svo kom að því að Sigurður hætti búskap og flutti til Bíldudals og var Gísli þá einn eftir og þótt Sigurður væri farinn datt Gísla ekki í hug að nýta útihús Sigurðar þótt þau væru mun nær íbúðarhúsinu og í betra ástandi en hús Gísla. Nei Sigurður átti þessi útihús og komu Gísla hreinlega ekkert við og eins var með íbúðarhúsið hann nýtti aldrei þá hæð sem Sigurður bjó áður vegna þess að það var hæðin hans Sigurðar og þangað átti Gísli ekkert erindi.
Sú saga var sögð að þegar hann var ungur hefði hann orðið ástfanginn af stúlku sem bjó í Tálknafirði en ekki er löng gönguleið úr botni Selárdals yfir til Tálknafjarðar, þá mun móðir hans hafa komið í veg fyrir að Gísli fengi að eiga þessa stúlku vegna þess að þá myndi Gísli flytja að heiman og reiddist Gísli svo að hann mun hafa strengt þess heit að fyrst svona væri komið myndi hann aldrei fara frá Selárdal nema tilneyddur.
Gísli horfði á heiminn með sínum augum og þótt hann væri ekki víðsýnn var hann ekki heimskur. Hann var ákeðinn og stóð við sitt. Áður en Ómar Ragnarsson gerði hina frægu þætti um Gísla kom Árni Johnssen sem þá var blaðamaður á Morgunblaðinu í heimsókn til Gísla, en ekki vildi Gísli mikið við hann ræða og sagði nágranna sínum síðar frá þeirri heimsókninni þannig: „Maðurinn virkaði þannig á mig að hann væri eitthvað skrýtinn og alla veganna er hann ekki eins og við hinir.“
En Ómar Ragnarsson náði góðu sambandi við Gísla eins og kom fram í hinum góðu þáttum Ómars um Gísla. Svo fór að lokum að heilsan brast hjá þessum heiðursmanni og lést hann á Sjúkrahúsinu á Patreksfirði. Það kom í hlut Sigurðar að sjá um að skipuleggja útförina þar sem Gestur og Bjarni voru báðir látnir. Þegar Sigurður ræddi við prestinn og sagði honum að best væri að athöfnin færi fram í Patreksfjarðarkirkju og jarðsett í kirkjugarðinum á Patreksfirði reyndi presturinn að ræða við Sigurð hvort ekki væri betra að hafa jarðarförina í Selárdal en þar er kirkja og beitti presturinn m.a. þeim rökum að Gísla hefði nú líkað það mun betur að fá að hvíla hinstu hvílu í dalnum sínum sem fór aldrei frá og þótti greinilega svo vænt um. En Sigurði varð ekki haggað og sagði prestinum: „Hvað heldur þú að Gísli geti verið að velta svona hlutum fyrir sér, skilur þú ekki að hann er steindauður.“
Eftir:,,, GHT
You must be logged in to reply to this topic.