Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Isuzu Trooper plús eða mínus
This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Grímur Rafnsson 15 years ago.
-
CreatorTopic
-
05.01.2010 at 20:06 #209584
Vinur minn er að hugsa um að kaupa sér Trooper er eitthvað vit í því hjá honum. Hvort mynduð þið kaupa Pajero eða Trooper, báðir bílarnir eru á 33″ og eru árg. 2000 að ég held.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.01.2010 at 20:40 #674580
Það er nú það. Munurinn á 2000 árgerð af Trooper og Pajero liggur kannski fyrst og fremst í því, að Pajeroinn er fyrsta árgerðin af þessu nýja bodyi, þ.e. ekki með sjálfstæðri grind, heldur sjálfberandi yfirbyggingu og klafafjöðrun að aftan og framan og gorma allan hringinn. Trooper er hinsvegar byggður á grind og með heilt rör að aftan, snúningsfjöðrun að framan. Trooperinn hefur marga góða kosti, en helsti gallinn er sá, að hann er ekki á markaði lengur. Eitthvað hefur maður heyrt um að varahlutir séu að verða dýrir og torfengnir. Mekaniskir gallar við Trooper hafa verið fáir, en helst hefur það verið túrbínan, sem hefur veirð að hrella menn sem og einhver vandamál með kúplingu í beinskipta bílnum. Að mínu mati er Trooper nær því að kallast jeppi en Pajero, en sá síðarnefndi er þó í framleiðslu enn og talsvert til af þeim.
05.01.2010 at 21:27 #674582Þarf ekki endilega að vera að 2000 árg. af Pajero sé þessi týpa sem Ólsarinn talar um. Sumar típur af 2.8 lítra kynslóðinni (diesel) virðast allavega vera aulgýstar sem 2000 árgerðir. Trooperinn hefur það framyfir Pajeroinn að vera með kraftmeiri og togmeiri vél ásamt því að fást bæði beinskiftur og sjálfskiftur í talsverðu upplagi. Hinsvegar er Pajeroinn ansi kraftlítill, sérstaklega sjálfskiftur, og togið töluvert minna en í trooper. Svo er teljandi á fingrum annarar handar hversu margir beinskiftir 2.8 bílar eru til sölu, en öðruvísi myndi ég ekki taka svona bíl með þessari vél.
Trooperinn hefur marga galla í vélinni og ef maður hefur eitthvað fylgst með spjallinu hér á síðunni þá sést að túrbínur hafa verið að hrynja, endaslagslegur þurfa sitt eftirlit og viðhald, skynjarar og tengi er varða innspýtinguna verða fyrir einhverskonar skaða; olía á það til að leka á þá til dæmis, vandræði með að ná úr þeim glóðarkertum; festast gjarnan í álheddinu. Og svo er það örugglega margt fleyra sem maður hefur ekki alveg lagt á minnið.
En Trooperinn er víst ansi öflugur og sterkur til fjallaferða, en þá er reyndar spurning hvaða verkstæði hefur séð um að breyta þeim. Fjallasport sá um allnokkar en þá er best að hafa vaðið fyrir neðan sig. Flestar aðrar breytingastofnanir hafa kannski staðið sig eitthvað betur í breytingu þessara bíla.
Pajeroinn hefur það frammyfir flest alla þessara bíla hvað hann er þæginlegur í umgengni og hvað gott er að sitja í honum og stilla aksturstöðu svo vel fari um mann. Svo er á honum læsing á afturdrifinu sem er vacum-stýrð eins og í Patrol eða einfaldlega loftstýrð. Hvort sem er þá klikkar hún sama og ekkert.
Vert er að minnast á að millikassinn í Pajero er alveg argasta snilld og mjög þæginlegur og sniðugur. Háa drifið opið, háa drifið í gegnum opinn millikassa á það hjól sem er auðveldast að snúa, háa drifið læstur millikassi- á báðar hásingar og svo lága drifið læstur millikass. Sem sagt eins og í Cherokee með super select kassanum.
Gott að nota þessa sídrifs stillingu í hálku eða malarvegi og setjann svo bara í afturdrifið á sumrin.
Kv. Haffi
05.01.2010 at 21:45 #674584
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Minn pajero árg. 2000 er ekki nýja boddýið og með rör að aftan. Trooper er að mínu mati og allra sem að ég hef heyrt tala um þessa bíla léleg eftirlíking af Pajero og margir kvillar sem að fylgja kaupum á Trooper.(þekki nokkra bílasala sem að eru á sama máli)
Ef Pajero er 2800 disel er hann pottþétt ekki nýja boddýið.
Ef það er verið að tala um svipað verð er ekki spurning að taka Pajeroinn, að ég best veit hefur Trooperinn alltaf verið slatta ódýrari en Pajero.
Kv. Halli sem er á 44" pæju sem að vantar ekki afl og brosi bara
05.01.2010 at 23:42 #674586Ég mundi ekki hugsa mig um og taka Pajero. Og öfugt við þann sem var hér fyrir ofan mundi ég velja sjálfskiptinguna með 2,8ltr. vélinni (enn þá ferkar 3,2 ltr vélina að sjálfsögðu).
Átti ’98, 38" svona útbúin bíl í 3 ár með 2,5" púst, uppskrúfað olíuverk og aukin boost þrýsing og krafturinn var allt í lagi.
Ekkert bilerí ,,!!! Ekki neitt!!!. Herti upp framlagera einu sinni og endurnýjaði púst sökum ryðs. Mjög þægilegir í umgengi (7 manna hlýtt sófasett á hjólum) en ekki hægt að kalla sparneytin, 17l/100km innabæjar á 38".
Held að Trooper sé bilanatík, ekki síst gamlir þar sem vandamál eins og föst hitkerti, heddpakkning og spíssaleki er að kosta formúgu.
mbk.
l.
12.01.2010 at 00:23 #674588Ég er á 38" Trooper og hef heyrt allar þessar sögur bæði slæmar og góðar. Trooperinn er mjög rúmgóður 7 manna bíll sem eyðir hjá mér 12,5l í blönduðum akstri. Ég talaði við marga áður en ég keypti minn og þar voru menn sammála um að Trooperinn væri með betri ferðabílum, mjúk fjöðrun og þægileg sæti. Gallarnir við vélarnar hef ég heyrt að séu aðalega túrbínan og spíssaþéttingar sem bæði voru í ábyrgð og umboðið bar kostnaðinn af því að skifta hvorutveggja út. Mér finnst menn frekar fljótfærir að dauðadæma þessa bíla útaf þessum bilunum þegar allir þessir bílar bila og tala nú ekki um að það eru ekki margir 2.8 Patrolar með orginal vélina ennþá og grindurnar í þeim hverfi óþarflega fljótt,þó hef ég ekkert á móti Patrol og skilst að þeir séu nú einir bestu ferðabílarnir í boði.
12.01.2010 at 09:02 #674590Ég verð nú að vera sammála seinasta ræðumanni. Þú heyrir hryllingssögur af öllum tegundum og þegar menn hafa átt einn bíl sem bilar ekki þá eru það orðin trúarbrögð hjá viðkomandi. Ég átti 2000 Trooper á 35" sem reyndist mér mjög vel, ekkert mál að skipta um glóðarkertin, túrbínan var til friðs, kúplingin eins og best verður á kosið og svo var skipt um spíssa og einhver lúm í innköllun hjá IH. Gæti ekki beðið um betri jeppa fyrir mig, 12 Lítrar innanbæjar, gott tork og vel rúmgóður. Trooperinn er svo langt frá því að vera eftirlíking af Pajero, sem eru líka góðir jeppar, en ég var einnig á svoleiðis bíl um nokkurt skeið. Ég myndi segja að Trooperinn sé mjög áreiðanlegur bíll, sérstaklega beinskiptur, en eins og með alla bíla er hætta á að lenda á mánudagseintaki, og þau gefa allri tegundinni slæmt orðspor. Fyrir snjóakstur veit ég að trooperinn er mjög góður á 35" því fulllestaður og ferðbúinn er hann 50-100 kg þyngri að framan en að aftan, sem er mjög góð þyngdardreifing. Ég þekki ekki Pajeroinn að þessu leiti.
Trooperinn er aðeins bilanatík hjá þeim sem hugsa illa um bílana sína og þá eru þeir allir bilanatíkur.
Trooperinn er vissulega ódýrari en aðrir jeppar í sama flokki en þú ert bara að fá meiri bíl fyrir minni pening. Pajero er aftur á móti vel ofmetinn í verði, mætti taka svona 20% af verðmiðanum til að það sé gott verð fyrir bílinn. En allir hafa sína skoðun.Trooper plús++
12.01.2010 at 12:51 #674592Sælir
Langar að koma með smá innlegg í þetta mál frá sjónarhóli Trooper eiganda. Sjálfur er ég einn slíkur. minn fyrsti Trooper var 2000 árgerð af 35" breyttum bíl sem reyndist mér vel í alla staði. Í kjölfarið fékk ég mér 38" bíl og kom þá ekkert annað til greina en Trooper í ljósi þess að fyrri reynsla var mjög góð og mikið fékkst fyrir peninginn.
Hvað varðar galla og viðhald þá verð ég að segja það óþekkt fyrirbæri í minni Trooper eign.
Einnig get ég viðurkennt fúslega að ég hafði þónokkra fordóma gangvart þessum bílum áður en ég eignaðist minn fyrsta, en get ekki fært rök fyrir því hvers vegna, einhvernvegin lá þetta bara í loftinu og menn sögðu bara þetta eru ekki góðir bíl.
Ég get ekkert annað en verið ánægður með bílinn/bílana sem ég hef átt og hef ég ferðast mikið á þeim báðum.
hvað varðar eyslu þá er enginn bíll sem er eins sanngjarn og Trooperinn. 38" bílinn minn sem er beinskiptur og með 5,38 hlutföll er að eyða eins og fyrri ræumaður sagði um 11,5-12,5 fer eftir keyrslu, loftþrtýsting í dekkjum og fl.svo ekki spurning þú ert að fá mikið fyrir peninginn í Trooper. með fullri virðingu fyrir Pajero.
mbk
Rafn Magnús Jónsson
12.01.2010 at 21:13 #674594Eflaust færðru mikið fyrir aurinn ef þú kaupir Trooper en það endar það líka, við kaupin. Ef þú hefur hug á því að breyta meira og fara í hlutföll og læsingar þá er hætt við því að þú rekist á þónokkra veggi því að það er langt síðan að það fór að verða vesen á fá þessa hluti.
Ég hef umgengist Trooper töluvert, bæði breytta og óbreytta og þetta eru fínustu bílar en það vantar talsvert uppá að þeir verði jafngóðir ferðabílar og Pajero. Ég er kanski hlutdrægur eftir að hafa átt Pajero í 5 ár.Ef félagi þinn fær þokkalega verðlagðan og lítið ekin Pajero þá ætti hann að taka hann umfram Trooperinn, hann kemur aldrei til með að sjá eftir því.
12.01.2010 at 22:54 #674596Skemmtileg þessi bílaumræða.
Reyndar er ég hissa á því að ekki hafi komið til stríðs milli bíleigenda hvað sé nú besti billinn….Mig langar aðeins að bæta við þetta og sumt hefur sjálfsagt komið fram.
Undirritaður hefur átt Tooper sem var skráður 2003, sjálfskiptan hvað sem hver segir. Hann er sjálfagt einn af þeim allra síðustu sem voru framleiddir.
Fékk alls kyns comment og skilaboð eins þegar hefur komið fram.Þegar þú kaupir Trooper færð þú eftir farandi:
Neikvætt
a. Hita-miðstöð er ekki sérlega góð. Eiginlega hálf kraflaus og þegar þú þarft virkilega á henni að halda
aa. Hitar bílinn ekki sérlega vel. Þó erum við ekki að tala um neina Land Rover miðstöð…b. Vandamál með endaslags skífur.
bb. Ef kaupa á Trooper mundi ég birja á því að láta mæla endaslags-skífur,Sérstaklega ef búið er keyra hann mikið. Fá seljandi til að borgi f. þessa mælingu þó svo hún sé ekki sérlega dýr aðgerð.c. Vandamál með spíssa þar sem vont getur verið að ná þeim úr.
cc. Ef ekki er búið að láta skipta um spíssa þarf að aðeins að stoppa og hugsa máli. Veit til þess að þetta var ekki gret í nærri öllum bílum þó svo að IH hafi boðið þetta að kostnaðarlaus. Fékk ég reiking frá þeim upp á 400.000 sem ég reyndar borgaði ekki þar sem þetta var algert klúður hjá IH. Þeir rústuðu heddið og ætluðstu svo til þess að ég borgaði nýtt. Skoða þarf allar vinnuskýrslur hjá IH ef þetta er gert hja IH.
Reyndar var ekki auðvelt fyrir þá að finna nýtt hedd og tók nú aldeilis tíma. 3 mán..d. Mjög latir þegar þeir eru kaldir. Sá sem ekki þekki til gæti haldið að bíllinn væri úrbærddur eða eitthvða álíka.
e. Klafar að framan og þarf að hjólastylla bílinn alltaf öðru hverju.
..Örgglega eitthvað sem ég gleymi.
Þá er það hið jákvæða
a. Frábærir akturseiginleikar.
b. Gaman að keyra hann og Frábær alhliða jeppi.
bb. Gott að keyra hann bænum þó svo hann sé á 35+. Spurningin er hvað á að nota hann í og hversu oft hann er uppi á fjöllum osfrv.c. Frábær fjöðrun .
d. Mjög góð sæti og mjög gott rými í aftursætum. Meira en nóg pláss fyrir fætur ofl.
dd. Þegar ég segji góð sæti þá meina ég góð sæti. Ég er feitur en það fór alltaf vél um mig í Trubbanu.e. Hann er reyndar ekki með læst dirf en þó nær hann að krafsa sig ótrúlega.
ee. Oft hef ég heyrt " Þú ferð þetta nú aldrei" . Svo þegar allt er um garð gengið er ég kominn upp og sá sem mælti er enþá að reyna við bekkuna.Hvað varðar MC Pajero þekki ég ekki nægilega þessa bíla en vinur minn á einn slíkan árg. 99 eða 00 og hef ég ferðast nokkuð með honum.
Er þessi árgerð ekki með loft-púðunum sem voru alltaf eitthvað að gefa sig ???Zen
12.01.2010 at 23:01 #674598[quote="zenworks":3da012lh]Hvað varðar MC Pajero þekki ég ekki nægilega þessa bíla en vinur minn á einn slíkan árg. 99 eða 00 og hef ég ferðast nokkuð með honum.
Er þessi árgerð ekki með loft-púðunum sem voru alltaf eitthvað að gefa sig ???[/quote:3da012lh]Nei Pajero hefur aldrei komið með loftpúðafjöðrun, þeir eru bara svona góðir. Svo eru Pajero og Trooper eigendur greinilega svona geðgóðar og umburðalyndar skepnum að það þarf ekkert að rífast um hlutina.
13.01.2010 at 00:38 #674600Þakka fyrir fróðlegan og málefnalegan þráð, gaman þegar umræðan endist eitthvað án þess að menn fari í pissukeppni.
Hér að ofan er talað um hversu illa gangi að fá aukahluti í breytingar á drifrás í trooper, það er t.d. langt síðan lægri hlutföll voru fáanleg en aftur á móti er til lægra hlutfall í millikassann hjá KT á Akureyri.
Hinsvegar er ágætis úrval af aukahlutum í Pajero en hvernig er verðið á þeim í dag? Einhverntíman var ég að spá í L200 sem vantaði hlutföll og læsingar, ég athugaði verðið og hætti snarlega við. Það var u.þ.b. tvöfallt dýrara í L200 en Toyota og Ameríska t.d.
Freyr
13.01.2010 at 01:05 #674602[quote="stebbi":1ly7u0ps][quote="zenworks":1ly7u0ps]Hvað varðar MC Pajero þekki ég ekki nægilega þessa bíla en vinur minn á einn slíkan árg. 99 eða 00 og hef ég ferðast nokkuð með honum.
Er þessi árgerð ekki með loft-púðunum sem voru alltaf eitthvað að gefa sig ???[/quote:1ly7u0ps]Nei Pajero hefur aldrei komið með loftpúðafjöðrun, þeir eru bara svona góðir. Svo eru Pajero og Trooper eigendur greinilega svona geðgóðar og umburðalyndar skepnum að það þarf ekkert að rífast um hlutina.[/quote:1ly7u0ps]
2.8 lítra Pajero kom með dempurum sem voru stillanlegir innan úr bíl, hægt var að stilla stífleika þeirra og er þetta svona hleðslujöfnun. Þessir demparar endast nú ekki að eilífu frekar en aðrir demparar og það er dýrt að skipta þeim út. Sjálfsagt er hægt að setja bara venjulega í í staðinn.Ég er nú þeim kostum gæddur að hafa átt bæði 2.8 lítra Pajero (33", sjsk) og Trooper 2000 módel (38", beinskiptan).
Mér fannst Pajero fínn ferðabíll, gott að sitja í honum og góð fjöðrun en fannst hann heldur latur, var ekkert sérstaklega hrifinn af sjálfskiptingunni. Millikassinn er þrælsniðugur. Fáir gallar í þessum bíl en hef ekki keyrt svona bíl í alvöru snjó á alvöru dekkjum.
Trooperinn var flottur all around ferðabíll, það fylgdi með honum sægur af nótum vegna viðgerða, túrbína, spíssar, drif og ég veit ekki hvað og hvað. Hann var læstur að aftan með Algrips vacum læsingu og var á lægri hlutföllum. Eyddi ekki neinu í snattinu, var með leðurinnréttingu og allt voða smekklegt. Svo fór ég á fjöll á honum og eftir tvær vetrarferðir þá seldi ég hann í hvelli, hann var nú eiginlega ekki betri en það….. en fínn var hann í snattinu og í langferðalög. Þeir eru með veik framdrif og svo er ekki lengur hægt að fá lægri hlutföll í þá sem eru vond tíðindi fyrir þá sem brjóta framdrif með lægra hlutfalli.
kv/AB
Smá viðbót … svo ég svari nú spurningunni þá get ég alveg mælt með Trooper en það er ýmislegt sem þú þarft að tryggja að sé búið að laga/yfirfara í þeim. Hann ætti að vera talsvert ódýrari en Pajeroinn. Ef þetta eru jafndýrir bílar þá myndi ég taka Pajero, ekki spurning, það eru einfaldlega færri óvissuþættir með svoleiðis bíl. En þetta fer auðvitað allt eftir eintakinu sem verið er að skoða.
13.01.2010 at 11:09 #674604Fínir bílar og væru enþá betri ef þeir hefðu jafngóða verkstæðisþjónustu og Toyota
Hef átt bæði pajero og trooper, breytti báðum, báðir fínir bílar, vacum læsinginn sem var seld heitir meca eða mecca. sjálfur setti ég arb loftlæsingar í hann framan og aftan. drifköggulinn að aftan er sambærilegur að stærð og dana 60 en að framan er hann eins lítill eða stór og er algengt í flestum jeppum af hans stærð.
Það fer líka eftir hver stillir drifinn og hvernig þú keyrir hversu lengi þau endast.
Sjálfskipti bíllinn virðist þurfa að hitna áður en hann fær fullt afl en ekki sá beinskipti.
Bilanir í Trooper hafa margar átt frekar upp á umboðið að klaga en ekki bílinn.
Furðulegt þótti mér að eigendur fréttu frá öðrum Trooper eigendum að það væri claim á spíssa en ekki frá umboðinu sjálfu.
Trooper er fín kaup fyrir peninginn en það þýðir ekki að þú getir keypt eitt stykki og sleppt því að viðhalda honum.
Ég man ekki eftir jeppa sem er ekki með eitthvað pillerí.
13.01.2010 at 19:27 #674606Bilanir í Trooper hafa margar átt frekar upp á umboðið að klaga en ekki bílinn. gaman væri að vita hvað bilanir væru framleiddar hjá umboðinu ?
13.01.2010 at 20:12 #674608Átti Trooper á 35" og keyrði hann 150.000 km. Glóðarkerti fóru í 25 þús. Bætt af IH. Smurþrýstingsskynjari fór í 120.000. Skipt um spíssa á kostna IH í 130-140 þúsund. Traustur, sterkur, þægilegur ferðabíll. Þetta vélavandamál má minnka eða nánast útiloka með fyrirbyggjandi og reglulegu viðhaldi. Hef annars ekki heyrt um neitt annað sem bilað hefur í þessum bílum. Hjóllegur endast von úr viti, gírkassi og drif eru sterk, undivagn traustur, góð fjöðrun. Ágætur kraftur og gott tog og eyðslan er sáralítil. Menn fá helling fyrir peningin með því að kaupa Trooper. Og svo að síðustu er rétt að nefna það fyrir áhugamenn um dökkgræna Troopera að ég fann dollu með lakki í skúrnum — ef einhver vill bletta sinn þá getur hann fengið dolluna hjá mér. Síðasta tilraun, svo verður hún að spilliefni.
13.01.2010 at 21:29 #674610[quote="Daggi":1y3m9zlu]Bilanir í Trooper hafa margar átt frekar upp á umboðið að klaga en ekki bílinn. gaman væri að vita hvað bilanir væru framleiddar hjá umboðinu ?[/quote:1y3m9zlu]
ja ef þú veist eitthvað um vélar sem fyllast af dieselolíu sem hefði eftilvill mátt komast hjá ef umboðið hefði staðið sig í að kalla bíla inn.
13.01.2010 at 21:44 #674612Það er rétt með þeir hjá IH hef’ðu getað gert þetta eins og menn og kallað alla Trooperana inn þegar ljóst var að spíssarnir voru gallaðir og láku. Þeir tóku bara þá bíla sem komu inn í ýmiskonar viðgerðir/viðhald og skiptu um spíssa svona í leiðinni. Annars eru þeir ekki einir um svona slappa þjónustu. Ég þekki til Kia smábíls, 2004 sem var kraftlaus og eyddi miklu. Það var ekki verið að hafa fyrir því að kalla alla þá bíla inn. Eigandinn frétti það hjá næsta manni á þvottaplani (á eins bíl, nýkominn úr innköllunar-viðgerð) að það væri galli í bílunum sem umboðið lagfærði . Það þurfti að ganga á eftir því að fá það gert. Vandamálið var gallaður bolti á strekkjara á tímareim.
14.01.2010 at 10:36 #674614
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
[quote:e81ht4oh]Þakka fyrir fróðlegan og málefnalegan þráð, gaman þegar umræðan endist eitthvað án þess að menn fari í pissukeppni.[/quote:e81ht4oh]
já gaman af þessu en hvort er betra Nizzan eða Toyota hahaha grín en að efni þráðarins þá veit ég um Tropper sem er komin í 300þús km án vandamála eina sem eigandinn kvartar undan er að það vantar select trak í millikassann.
14.01.2010 at 11:49 #674616Ég keyri talsvert um á Trooper, notaður sem skólabíll, mikið til á malarvegi. Mjög fínn bíll í flesta staði, skemmtileg vinnsla og frábær fjöðrun. Meira að segja grær kúplingin meina sinna, þegar hann var keyptur í þetta verkefni fyrir rúmu ári síðan þá var kúplingin léleg og þurfti að passa sig, svo smá skánaði hún og núna er hún bara einsog meðalslitin og snuðar ekki neitt En einn daginn fer hún svosem, það er vitað…
Gallarnir sem ég sé við hann eru tveir, sætin eru talsvert óþægileg, í fyrravetur var brjósklos að pirra mig og þá var enginn bíll verri til að sitja í heldur en trooperinn, til að geta setið bærilega í honum þá setti ég eldhúsrúllu við mjóhrygginn og þá rétt meikaði ég að sitja í honum. Hinn gallinn er síðan að hann er ferlega lengi í gang, þarf að starta í 3-5 sec og fer það eftir hita á mótornum. Lengra start á köldum mótor. Mér hefur verið sagt að hann þurfi að ná fullum smurþrýsting uppá knastás til að opna fyrir olíuna og þessvegna sé þetta svona. Frekar druslulegt, að þurfa að starta og starta til að koma druslunni í gang.
En annars mæli ég með þessum bílum, umrætt eintak er á 35" og mjög þægilegur, mjög góður beyjuradíus og allt.
14.01.2010 at 12:11 #674618kannski hefðu fleirri bílaframleiðendur átt að hafa þetta öryggi að bíllinn fari ekki í gang fyrr en smurþrýstingur er nógur t.d landcruiser 80 þá þyrfti ekki að skipta um legur í mótornum á 100þús km fresti.
Átti svona trooper og var mjög ánægður með hann
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.