This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Heiðar S. Engilbertsson 18 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Ég var að velta fyrir mér ýmsu varðandi stríðið um ferðafrelsi. Þar sem löggæslumenn eru farnir að notast við vegalengdir sem eru einungis 15-20 metrar fá ákveðnum stöðum, þ.a.s 15 metra frá slóð sem dæmi. Þá er farið að skipta máli hvernig ákveðin hnit eru tekinn.
Hver er tildæmis munurinn í metrum á ÍSN 93 og WGS 84 eða Hjörsey 1955.
Þar sem mér hefur verið sagt að þessir smámunir skipta ekki máli hingað til. En nú hef ég staðfesta vitneskju að það sé rangt og hafi rétt fyrir mér í því að hver metri skipti máli. Því velti ég fyrir mér eftirfarandi.Segjum að ég sé staddur í Skagafirði við punkt 6513172-1925989 WGS 84. Og sé tekinn þar og ákærður fyrir utanvegaakstur. Í lögregluskýrslunni segi að ég hafi verið tekinn, og staðsetningin hafi verið 6513000-1925000. Hver er munurinn á minni staðsetningu og staðsetningu ákæranda. Og gerum ráð fyrir að það komi ekki fram hvort hnit lögreglunar hafi verið tekinn í ÍSN 93, WGS 84 eða Hjörey 1955. Heldur verði að geta sér þess til. Hver gæti mesti hugsanlegi skekkju munur orðið. Öðru vildi ég bæta við. Hver geta áhrif fjölda tungla verið, er mögulegt að við það að vera í sambandi við og fá gervitungl að það myndi skekkju ? eða.
Væri eðlilegt í framtíðinni að gerð væri krafa um það að löggæslumenn notuðust við ákveðna gerð g.p.s tækja og þeir notuðust ávalt við ÍSN 93, eða þá WGS 84. Og einhver lámarks fjöldi tungla væri inni. Væri einnig eðlilegt að gert væri ráð fyrir ákveðnum skekkjumörkum fyrir dómi. Og fæli það t,d í sér að viðmiðunin væri 50 metrar plús-mínus. Því víða háttar þannig til að ökumenn leggi á ákveðin svæði, t,d ýmsa útsýnis staði sem eru oft einhverja tugi metra frá merktri slóð.
You must be logged in to reply to this topic.