Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › íslenkt mál
This topic contains 28 replies, has 1 voice, and was last updated by Pétur Friðrik Þórðarson 17 years ago.
-
CreatorTopic
-
04.01.2008 at 12:45 #201522
í staðinn fyrir að segja veltur skulum við segja oltinn.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.01.2008 at 19:53 #608934
hér var enginn að rakka neitt niður. Þetta var bara ábending en nú virðist sem þið sem ætlið að ráðast á þann sem kemur með ábendingar og kalla hann þann sem allt veit.
05.01.2008 at 20:19 #608936fyrst það er nú verið að gagnrína menn fyrir íslenskuna hér á þessum þræði þá spyr ég bara hvað með þetta P.S. á þetta ekki að vera E.S. þar að segja ekki Past Said heldur Eftir Skrifað
kv. Atttto
e.s.
ég hélt að þetta væri vefsíða jeppamanna ekki íslensku klúbbsins
05.01.2008 at 20:34 #608938Ég sem hélt að ég væri að slá um mig á latínu vegna þess (útaf því fyrir þá sem að eru sandkassanum) að p.s. í mínum huga er postscriptum á latnesku sem að þýðir eftirskrift eða e.s. á íslensku.
Bara svona ef að það er verið að leiðrétta á annað borð.
kv. stef…. ekki sú skarpasta…
05.01.2008 at 21:29 #608940eru menn ólmir í að taka þátt í umræðunni. Ef menn hefðu leitt þessa athugasemd mína hjá sér þá væri þetta löngu grafið og gleymt, amk horfið af aðalsíðunni.
06.01.2008 at 00:47 #608942Hvort – berast menn á banaspjót – eða – berjast menn á banaspjótum – í þessari umræðu? Rökstyðjið svarið!
Og svo samkvæmt gamalli íslenskri hefð;
Verið ævinlega margblessaðir og sælir og megi guð blessa alla ykkar framgöngu í bráð og lengd.
Pétur á Kommanum
06.01.2008 at 00:49 #608944Þetta var of mikil karlremba. Ætlaði að segja – blessuð og sæl osfrv. Kv. Pétur
06.01.2008 at 01:31 #608946Af því að ég er hér á heimavelli gæti ég svosem lagt orð í belg. Þó gæti farið svo að það þætti einhverjum menntahroki, en þá verður bara að hafa það. Menn semsagt berast á banaspjót, þ.e. bera spjót hver (hvor ef bara eru tveir á ferð) á annan rétt eins og tveir menn slást ef þeir slá hvor annan. (Áflog eru semsé ekki slagsmál). Ef menn berjast á spjótum á sennilega að fara að grilla þá því þá sprikla þeir á spjótinu. Og þannig var nú það.
Hitt er svo annað að mörg málglorían finnst hér á spjallinu eins og annarsstaðar þar sem menn tala eða skrifa. Sú sem mér finnst hvimleiðust er svokallaður "erað-ismi" sem mun verða tungunni svolítið skeinuhættur ef ekki verður að gert. "Erað-ismi" felst í því að nú hættir fólk að beygja sagnir og notar vera+nafnhátt. Mér er að ganga vel. Við vorum að spila illa. Hverju er x-mótorinn að skila? Hvað ertu að fá í kaup? Auðvitað eru tilvik þar sem vera+nafnháttur á rétt á sér en það er eingöngu í þeim tilvikum þar sem átt er við stutt, yfirstandandi ástand eður verknað og endalokin eru í sjónmáli. "Ég er alveg að drepast." "Mér leiðist" hljómar hinsvegar miklu betur en "mér er að leiðast." Og svo getur þetta haft mismunandi merkingu. "Ég er að borða hákarl" þýðir ekki það sama og "ég borða hákarl." Geri menn sér ekki grein fyrir þessum mun munu það verða barnabörnin okkar sem ekki geta beygt nokkra sögn, nema vera. Og þar með munum við ekki ná nokkru sambandi við þau, þau munu ekki geta skilið hið gullfagra rit Setrið og þaðan af síður Njálu, ekki einu sinni Litlu gulu hænuna.
Og hvaða erindi á svona pistill inn á síðu jeppamanna? Staðreyndin er sú að við erum Íslendingar. Það sem skilur okkur frá öðrum þjóðum er ekki það að við séum klárari, sterkari, fallegri, betur innrættir en þær. Það sem skilur okkur frá hinum er tungan og menningin. Þann dag sem við missum tunguna missum við líka menninguna því að henni er tungan lykillinn. Kannski væri veröldin ekkert verri þó svo færi, en óneitanlega fátækari því margbreytileikinn gerir lífið þess vert að lifa því. Hvernig væri t.d. umhorfs á þessu spjallborði ef hér skrifuðu eingöngu eigendur rauðra toyota bíla? Halda menn að það yrði fjölbreytt og þar með skemmtilegt? Sem sagt; notum málið að viðurkenndum og viðeigandi hætti því annars missum við tengslin við fortíðina og fábreytnin eykst. Værum við annars ekki fátækari ef við gætum ekki lesið sögur af Páli Arasyni, Guðmundi Jónassyni og bækur Jóns Snælands?
Og nú er mál að linni.
06.01.2008 at 02:32 #608948Takk Guðmundur. Ég heyrði eitt sinn að þetta væri frá rómverskri hernaðartækni komið. Í stríði bárust fylkingar hvor að annarri. Sú sem varðist árásinni kraup og stakk niður í jörðina spjótsköftunum sem vísuðu þá skáhallt upp og fram. Reyndist sumum banaspjót.
Það er alltaf rétt að vanda málfar og stafsetningu en ég tel að á þessum spjallvef sé inntak þess sem skrifað er meira virði en gullaldarmálfar. Ég hef mikla ánægju af að lesa skoðanaskiptin á vefnum og dáist að hvernig menn nota hann til að koma hugðarefnum sínum á framfæri eða að leita sér upplýsinga.
Menn gera létt grín að sjálfum sér og öðrum. Þannig á þetta að vera. Þá nenna menn að lesa pistlana sér til gagns og gamans.
Svo áfram félagar – nú eða fjelagar. Firyrgjefið ef Ýslesku sjení fynna eitthverjar vyllur.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.