This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Nú eru fáanleg kort hjá Aukaraf.is (Magellan) og hjá Haf.is og rs.is beint í tækin. Hvernig líkar mönnum kortin þeir sem hafa keypt? Erum við að fá það sem okkur vantaði? Sjálfur var ég að leita að ferðatölvu+navtrack en hikaði eftir að ég heyrði einn segja við „RIKKA“ í rs hvort ekki væri von á alminilegu tæki með innbyggðu korti.. hann væri hundleiður á leiðslum og lausum seinvirkum tækjum í framsætunum. Best væri að losna við tölvuna …..sameina í eitt tæki. Er það reynsla annara? Ykkar? Ég er með Garmin emap deluxe m 8m minniskub svo nýja íslandskortið frá rs+haftækni … passar í og sló til á 15þ. Hef ekki mikla reynslu enþá af því en líkar mjög vel við það sem ég hef séð. Allir sveitabæir fjöll dalir hæðartölur og örnefni til staðar Aukarafsíslandskortið segja þeir á vefsetrinu kosta 21þ en bara í magellan tæki. Magellan tækinu gps 315 mínu var stolið í fyrra úr bílnum það virkaði mjög vel auðveldara að sjá á það í snjóbirtu og skipanir skírari en í garmin emap en ég valdi það eingöngu vegna gps punkta á internetinu sem flestir eru í garmin formati.Gaman væri að fá skoðanir á íslandskortunum hér á eftir……
Hálendiskveðja félagi r2414
You must be logged in to reply to this topic.