Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Íslandskort 3.5 – útgáfa október 2007
This topic contains 33 replies, has 1 voice, and was last updated by Dagur Bragason 17 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
14.11.2007 at 13:37 #201173
Rakst á það í morgun að það er komin útgáfa 3.5 af Íslandskortinu hjá RSig. Sýnist að uppfærsla úr 3.0 kosti 1.990kr, uppfærsla úr 2.0 (í 3.5) kosti 9.900kr og fullt verð sé 16.900kr.
Ég veit s.s. ekkert hvað er umfram 3.0 í 3.5 en ef einhver er búinn að kíkja á þetta væri gaman að vita hvort það sé einhver munur… -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.11.2007 at 08:57 #603210
Takk fyrir það Snjókall.
Skil ekki afhverju slóðarnir eru hafðir hálf ósýnileigir í forritinu sem maður þarf að nota til að keyra eftir, það er meiri þörf fyrir að sjá þá vel þar heldur en í mapsource.
Kv. óánægður eigandi íslandskorts 3.5
26.11.2007 at 09:06 #603212En hvernig eru slóðar síðan á skjá á tæki? Ég reyndar svindla pínu og nota "Navigation" til að lýsa þá upp í áberandi lit þegar ég er að keyra eftir tækinu (myndi væntanlega gera sama ef ég væri með nRoute á tölvu í bílnum hjá mér sem mun gerast fljótlega…).
Set t.d. waypoint við endann á slóðanum og segi "Go to".
26.11.2007 at 12:40 #603214Ég er komin með nýju útgáfuna og var að keyra eftir Skjaldbreiðsleið um daginn, sem er s.s. ekki í frásögur færandi, en ég ferlaði (track) leiðina þegar ég keyrði eftir veginum.
Það kom mér verulega á óvart að nokkrum sinnum keyrði ég bara alls ekkert á veginum samkv. kortinu heldur munaði töluverðu stundum.
Mestur var munurinn 97m á milli ferils og "vegarins" og var ekki hægt að skella því á skekkjuna í tækinu, þar sem hún fór aldrei yfir +/-5-6m.
Þetta er til þess að ég treysti því ekki að keyra slóða eftir kortinu nema að hafa feril.
26.11.2007 at 12:56 #603216Þetta sé ég mjög oft og sammála ekki hægt að setja þetta á skekkjuna í tækinu. Enda s.s. línan á kortinu bara [b:py8t72rg]viðmið[/b:py8t72rg]… treysti augunum frekar en kortinu og ef ég hef ekki augun þá þarf ég að hafa a.m.k. einn annan hlut til staðfestingar, t.d. track.
Nú veit ég ekki hvaðan þessar algengu leiðir rata inn á kortið, þetta gætu verið teiknaðir ferlar eftir loftmyndum en ekki mældir slóðar.
26.11.2007 at 13:56 #603218Góðan daginn,
svona kort í staðsetningartækjum hvort er til sjós eða lands eru eingöngu til viðmiðunar. ÞAÐ MÁ EKKI UNDIR NEINUM KRINGUMSTÆÐUM STÓLA Á ÞESSAR UPPLISÝNGAR. Skekkja getur verið meiri í tæki en segir eins getur (og er oft) verið skekkja í kerfinu.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
26.11.2007 at 17:42 #603220Hvernig fer þá kaninn að því að láta street pilot vera svona nákvæmann, af hverju er það ekki hægt hér. Þetta ætti ekki að vera svona ef trökkin sem Ofsi er að gera fyrir LM eru rétt.
26.11.2007 at 17:45 #603222sæll Bragi
Líklega er [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/1025/24424:y2zkjxm4][b:y2zkjxm4]þetta[/b:y2zkjxm4][/url:y2zkjxm4] nú ástæðan fyrir því að það munar svona miklu á veginum skv korti.
kv
Agnar
27.11.2007 at 14:12 #603224Ég hef nú keyrt nokkrum sinnum þarna sl. 2 ár og ekki tekið eftir neinum breytingum á veginum.
Ef ég myndi búa til leið (route), í Mapsource eða í tækinu sjálfu, eftir þessum vegi þá myndi ég enda út í hrauni á nokkrum stöðum.
Vissulega geta breytingar hafa átt sér stað og get ég ekki svarið fyrir allar beygjurnar þarna, en ég er þó viss um nokkrar þeirra.
Ég vona að ferlaverkefnið "hans Ofsa" komi til með að laga þetta og fleiri slóða sem líklega eru ekki réttir.
27.11.2007 at 14:20 #603226Veginum var breytt að mig minnir 2003 en það var gert í tengslum við uppsetningu á nýju línunni. Eins og þú sérð á myndinni þá munar talsvert á nýja veginum og þeim gamla á þessum kafla en þetta er tekið vestarlega, tiltölulega nálægt Kaldadal. Ég man ekki til þess að veginum hafi verið breytt mikið norðan við Skjaldbreið og Hlöðufell.
kv
Agnar
27.11.2007 at 16:23 #603228Á kortum R-Sigmundssonar eru ferlarnir auðvita misjafnir að gæðum. Og svo er með alla þá gagnagrunna sem til eru. Þó svo að þeir fari hratt batnandi. Það er einnig sodið algengt að góða ferla vanti af þekktari leiðum. Því þá finnst mönnum einhvernvegin að það þurfi ekki að ferla svona þekktar slóðir, þ.a.s að það hljóti að vera til ferlar af þeim. Það er reyndar búið að mæla þessa leið og mældi Óskar Erlingsson hana í sumar með Landmælingum svo hún er til í gagnagrunni 4×4. mæld með 2 sek/ millibili á hraðanum undir 40 km með skekkjumörkum undir 2 metrum. Þessi skekkja sem þarna er verið að vitna í gætu hugsanlega verið vegna þess að ferlað hafi verið með Hjörsey 1955, á sýnum tíma. Eða að afstaða tungla hafi verið óhagstæð, en við mælingar þarf stundum að stoppa og bíða eftir hagstæðari afstöðu tungla og getur biðin stundum varað í 30 mínútur. Þessu taka ekki allir eftir á venjulegur g.p.s tækjum ef ekki er hægt að stilla inn viðvörun t,d þegar einungis eru inn ex mörg tungl.
27.11.2007 at 22:23 #603230Ofsi, er þá ekki verið að ferla eftir Hjörsey 1955 í dag? Og ef ekki á hvað ætti ég þá að stilla nýja fína Garmin tækið mitt, ef ekki Hjörsey 1955?
27.11.2007 at 22:35 #603232WGS 84 er málið í dag krúttið mitt. Þessi Hjörsey er einangrunarstöð fyrir fólk sem kemur úr námi frá Bifröst.
Góðar stundir
27.11.2007 at 22:38 #603234Hjörsey 1955 er staðsetningagrunnur sem eldri landmælingakort voru miðuð við, en nú á tímum er mögulegt að nota hnattræna miðviðum og eru flest ný kort miðuð við WGS 84.
Ef tækið er stillt á Hjörsey 1955 og kortið miðað við WGS 84 þá kemur skekkja sem getur numið 200 metrum.
Af sömu ástæðu er æskilegt að að menn eru sammála kvort egi að nota metra eða fet í samskiptum flugmanna og flugumferðarstjóra.
kveðja Dagur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.