Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Íslandskort 3.5 – útgáfa október 2007
This topic contains 33 replies, has 1 voice, and was last updated by Dagur Bragason 17 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
14.11.2007 at 13:37 #201173
Rakst á það í morgun að það er komin útgáfa 3.5 af Íslandskortinu hjá RSig. Sýnist að uppfærsla úr 3.0 kosti 1.990kr, uppfærsla úr 2.0 (í 3.5) kosti 9.900kr og fullt verð sé 16.900kr.
Ég veit s.s. ekkert hvað er umfram 3.0 í 3.5 en ef einhver er búinn að kíkja á þetta væri gaman að vita hvort það sé einhver munur… -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.11.2007 at 15:32 #603170
Sæll.. það er töluverður munur.
einn aðal munurinn sem ég sé er að allir slóðar eru orðnir mikið greinilegri á kortunum og sjást mikið fyrr (s.s. í 5 km zoom í stað 1.5 áður) og munar mikið um það. Hæðarlínur eru fleiri held ég og mikið fleiri slóðar en voru. Svo er líka búið að gps-mæla fleiri vegi, og öll ný gatnamót, götur og ný hverfi eru komin inn.
þetta er því ágætis fjárfesting.
ég varð reyndar fúll því þegar ég keypti 3.0 kortið var því lofað að þessi uppfærsla yrði ókeypis með… en svona er ísland í dag, það þarf ekkert að standa við gerða samninga, bara segja fokkjú og rukka
14.11.2007 at 15:40 #603172Mig minnti einmitt líka að þetta hefði átt að vera fríkeypis en þetta átti líka að koma í nóvember í fyrra ef ég man rétt 😉 Það er greinilega í lagi að tvíbrjóta samkomulag frekar en að einbrjóta.
1.990kr er s.s. enginn peningur en auðvitað ef maður vill taka þetta sem prinsipmál þá er það algert fjall af seðlum.
14.11.2007 at 17:05 #603174Eruð þið að segja að það sem var sagt á félagsfundinum um að þeir sem væru nýbúnir að kaupa kortin fengju næstu uppfærslu fría… að hún sé frí fyrir 1.900 kr. ???
Ég skil þetta ekki alveg enda er ég svo léleg í reikningi.
kv. stef… sú skarpasta…
14.11.2007 at 18:00 #603176Ég keypti útgáfu 3.0 í ágúst s.l. og var að fá nýju útgáfuna í gær, mér að kostnaðarlausu.
kv. Ólafur
14.11.2007 at 18:27 #603178Og var þetta sótt til RS eða fékkstu þetta heimsent ;)?
14.11.2007 at 21:55 #603180Mikið væri gott að fá einhvern ábyrgan aðila til að setja hér inn staðreyndir málsins – hverjir eigi að fá ókeypis uppfærslu o.s.frv.
Einnig er áhugavert að vita hversu stórt minniskort þarf að eiga til að koma nýju útgáfunni af öllu Íslandi inn.
Ágúst
14.11.2007 at 22:38 #603182sammála síðasta ræðumanni, er með 3.0 samkvæmt mapsource og væri frekar til í þetta nýrra, þetta með slóðana er búið að pirra mig mikið og væri því gott að fá uppfærsluna.
14.11.2007 at 23:47 #603184Ég er búinn að vera að nota þetta kort í tvær vikur og er komið inn á það fullt af nýjum slóðum og eitthvað af nýjum hverfum en þó minna en ég bjóst við.
Það er stór kostur hvað slóðarnir eru orðnir mikið greinilegri eins og Lárus benti á, en mér finnst menn kanski hafa gengið aðeins of langt þegar þeir ákváðu að setja inn slóða úr Húsadal yfir Markafljótið yfir á Emstruleið á móts við Fífihvamma. Það held ég að eigi eftir að verða ávísun á vandræði þegar túristarnir fara að elta hann.Mér finnst nú algert auka atriði þó maður þurfi að borga einhvern smáaur fyrir uppfærsluna því enginn lifir lengi á að gefa vinnuna sem fer í þetta.
Ég setti þetta inn á sama minniskubbinn og ég var með gamla kortið á, minnir að hann sé 64 Mb.
Kv. Smári.
15.11.2007 at 09:53 #603186Samkvæmt ábyrgum upplýsingum frá RS núna í morgun þá eiga þeir sem keyptu Íslandskort v3.0 eftir [b:1l36e0al]1. ágúst 2007[/b:1l36e0al] rétt á ókeypis uppfærslu í v3.5.
18.11.2007 at 21:29 #603188Getur einhver sagt m’er hvernig madur tekur burt "bankamerkin".
Buinn ad fara i Preference – Services: Off
Get tekid flest merki ut nema bankana og Hafsuluna.
Er thetta eins hja ykkur hinum.
Afsakid Islenskuna, thetta er timabundid.
kv.g…
18.11.2007 at 23:02 #603190Viðskiptavild mín gagnvart söluaðila kortsins (R.Sig)hefur minnkað í kjölfar þessara frétta ef rétt reynist. Persónulega finnst mér að söluaðili þurfi að gefa skýringu á brotnu samkomulagi sem við gerðum um að ég fengi nýja útgáfu í febrúar á þessu ári. Ég kannast ekki við að ég hafi samþykkt að fá [b:1ynt6ppa]ekki[/b:1ynt6ppa] uppfærsluna í febrúar 2007.
Kveðja
Elvar Níelsson
S: 6935352ps. R.Sig er heimilt að hafa samband við mig persónulega til að afhenda mér það sem mér ber.
22.11.2007 at 11:17 #603192Smá pælingar.
Það er sem sagt hægt að fara og láta uppfæra tveggja ára gamalt kort og þá fyrir 1900 kr. það þarf ekki að kaupa nýtt kort. Hvað með þær rútur og vegpunkta sem að eru inni þeir detta ekkert út er það?
kv. stef.
22.11.2007 at 11:36 #603194Það fer eftir hvaða útgáfa það er… líklega ertu með 2.0 og þá kostar það 9.900kr.
Uppfærsla úr 3.0 kosti 1.990kr, uppfærsla úr 2.0 (í 3.5) kosti 9.900kr og fullt verð sé 16.900kr.Rútur, trökk og punktar eiga að vera aðskilin í minni frá kortum, hins vegar ef tækið biður þig um að uppfæra "firmware" eða eitthvað slíkt þá tapast punktanir og ágætt að vera búinn að tengja það hvort eð er við tölvu og setja allar þessar upplýsingar í MapSource skrá sem backup… það er alltaf gott að eiga backup.
22.11.2007 at 17:25 #603196Þegar ég keypti mitt tæki snemma á árinu, þá var mér lofað því að ég fengi nýju uppfærsluna ókeypis. Ekki ódýrt, heldur ókeypis. Það voru ýmsir gallar í 3,0 svo sem eins og það að tiltekin örnefni, sveitabæir ofl. voru ekki rétt staðsett, t.d. öfugu megin við veg, bæirnir hérna út Reykjaströnd í Skagafirði voru út á miðjum firði og það var þannig líka í Eyjafirði og vafalaust víðar.
Ég er nú ekki hrifinn ef menn svíkja svona gefin loforð. Það var almennilegheita piltur sem ég man ekki nafnið á, ef ég hef þá heyrt það, sem ég talaði við þegar ég varð var við þessa galla og hann fullyrti að ég fengi nýja uppfærslu ókeypis í maímánuði. Svo þegar ég kom þar í byrjun júní, þá var sagt að þetta kæmi í september og í september var þetta ekki komið. Það hefur greinilega margt breyst í þessu fyrirtæki við eigendaskiptin. Svona þjónusta var ekki meðan þeir feðgar stjórnuðu.
22.11.2007 at 17:55 #603198Vitið þið það félagar, getur maður notað kortið frá R.S. í 2 GPS tæki og 2 tölvur?
Er svona að spá, er að fá mér eitt minna sem er meðfærilegra á sleða og er svo með bæði fartölvu í bílinn og tölvu heima.
Vitið þið hvernig þetta kort virkar varðandi þetta?
.
Kv. Baddi blái
22.11.2007 at 18:12 #603200Það er hægt að skrá tvö GPS tæki.
en ef einhverju var lofað finnst mér sjálfsagt að menn reyni að sækja það loforð til þeirra aðila sem því lofuðu… ekki nokkur spurning!
22.11.2007 at 18:30 #603202Ég er búinn að kaupa uppfærslu úr 3.0 fyrir 1.990 kr. sem ég er alveg sáttur við að borga. Slóðarnir eru mun greinilegri á nýju kortunum og það eitt gerir kortið mun skemmtilegra. Þegar ég spurði hvort uppfærsla úr 3.0 ætti að vera ókeypis sagði sölumaðurinn mér að það hefði staðið til en margt hefði komið til að það breyttist. Hnit rukkaði Landmælingar eða öfugt sem ekki stóð til, útgáfunni seinkaði af ýmsum ástæðum sem leiddi til þess að mun meira að nýjum gögnum var í nýju útgáfunni. Niðurstaðan er allavega sú að ég var státtur við að borga þessar krónur því ég vil endilega að kortið verði betra og betra.
Kveðja
Snjókallinn
23.11.2007 at 20:29 #603204Þá er ég búinn að uppfæra kortið hjá mér úr 2.01 í 3.5. Það er mikill munur í mapsource, allir slóðar greinilegri og mun meira af slóðum auk þess sem búið er bæta litina t.d. í vötnum.
Ef ég opna nýja kortið (3.5) í nRoute þá koma allar breytingar í ljós nema að slóðarnir eru ennþá í ljós gráu sem er mikill galli að mínu mati. Ein af meiginn ástæðunum fyrir því að ég fékk mér nýja kortið var að fá slóðana skýrari.
Ég nota nRoute nær eingöngu þegar ég er að ferðast og er þetta því mjög fúlt.
Mig langar að vita hvort þetta sama vandamál sé til staðar hjá öðrum sem eru komnir með nýju uppfærsluna, væri gaman að vita hvort þetta sé stillingar atriði hjá mér eða bara légleg vinnubrögð útgefanda.ps. er með map detail stillt á high.
kv. Hilmar Örn
25.11.2007 at 20:09 #603206Hvernig er það er einginn búinn að skoða nýja kortið í nRoute og athuga hvort slóðarnir eru ljósir eða dökkir.
kv. Hilmar Örn
26.11.2007 at 00:09 #603208Slóðarnir eru gráir í nRoute en svartir í MapSource hjá mér í útgáfu 3.5. Hins vegar er ég ekki að skilja af hverju er ekki hægt að hafa þetta eitt og sama forritið, það var hægt að nota MapSource til að keyra eftir í "gamla daga".
Kveðja
Snjókallinn
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.