Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Ísetning vhf stöðvar
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 15 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.02.2009 at 14:49 #203733
Sælir gismó séníar.
Ætla að skella vhf stöð í bílinn og var að velta því fyrir mér hvernig best og algengast sé að tengja þær í rafmagnið. Er það bara að stelast í útvarpið eða beint inn á geyminn eða hvað?
Endilega lát heyra hvernig þið gerðuð þetta. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.02.2009 at 14:56 #639988
Sæll
legðu rafmagn beint frá geymi að stöðinni. það er mjög mikilvægt fyrir gæðin að þetta fari beint í almennilegt rafmagn. passaðu líka að nota ekki of granna víra í þetta.
settu öryggi á + eins nálægt rafgeymi og þú getur.
kveðja,
Lallip.s. oft er gott að láta bara fagmenn setja svona græjur í… minnkar líkur á íkveikju eða ónýtum græjum…
04.02.2009 at 15:09 #639990Þarf ekkert fagmenn í svona, hvaða vitleysingur sem er getur tengt talstöð! *hóst*
.
Nóg af fíflalátum. Eins og Lalli benti á, þá er best að leggja vír að geymi, og með öryggi sem næst geymi. mæli með lágmark 2,5q vír, jafnvel 4q ef þú nennir að standa í slíku. 2,5q hafa dugað mér fínt.
Mæli líka með að forðast að leggja þetta utan í loftnetskapla og þess háttar viðkvæmt dót.
Svo er það sem virðist alltaf gleymast, leggðu jörðina eins stutta og hægt er. Oft fínir boltar sem halda grindinni fyrir innréttinguna og svona sem eru með fínu jarðsambandi. OG Í ‘YOTA BÆNUM EKKI UMPÓLA +/- það lætur töfrareykinn sleppa úr tækinu, og þá virkar það ekki.
.
Hvernig bíll er þetta annars sem þú ert að troða þessu drasli í?
kkv, Úlfr
E-1851
04.02.2009 at 15:23 #639992Þetta er bara hann litli Trooperinn minn. Veit ekki hvernig vírar þetta eru sem fylgdu en giska á að þeir dugi, ekkert þynnyldi svo sem. Rauði plús og svartur mínus var það ekki…?
–
Kítta svo bara í allar glufur á tækinu svo töfrareykurinn sleppi ekki ef ég klúðra einhverju.
04.02.2009 at 15:32 #639994jú… rauður er + … (ég ætla að vona að þú hafir verið að fíflast…)
það ætti að virka.
Ef þú ert með vasatýpurnar af talstöðvunum (minna en útvarp) þá ætti þetta að passa í eitthvert hólfið í mælaborðinu minnir mig.
.
kkv, Úlfr
04.02.2009 at 15:33 #639996Það er ekkert mál að setja VHF stöð sjálfur í ef farið er eftir því sem kemur fram hér að ofan.
Sækið + beint á geymi og setjið öryggi sem næst geyminum. Ef aukarafkerfi er til staðar með öryggjaboxi er óhætt að fara inn á það (í gegnum öryggi), tryggja bara að straumurinn sé alltaf á óháð sviss. Hafa nógu svera víra, amk 2,5 kvaðröt (mm2).
Ef menn taka mínusinn líka af geymi þarf öryggi á hann líka við geyminn.
Athugið að jarðtengja stöðina vel.
Hins vegar borgar sig að láta fagmenn setja loftnetið og stilla það til ef þarf. Sérstaklega ef notuð er 1/4 bylgju eða 5/8 bylgju vippa. Þá er mikilvægt að fá góða jörð og klippa þarf loftnetið til í rétta lengd og mæla árangurinn með sérstökum mæli.
Ef menn nota hins vegar skipaloftnet þá þurfa þau ekki jörð og ekki er hægt að stilla þau. Þau er hægt að setja á bílinn án sérstakra þekkingar eða mælitækja.
Góð leið til að meta gæði VHF stöðva (gæðin ráðast af stöðinni, loftnetinu og ísetningunni), er að prófa að lykla endurvarpa sem eru langt í burtu þegar nokkrir ferðast saman. Þá kemur í ljós ef munur er á langdrægni stöðvanna.
Snorri
fjarskiptanefnd
04.02.2009 at 16:09 #639998Nú fylgja vírarnir með… og báðir með öryggi, ætti ég að klippa á jörðina framan við öryggið og setja beint í boddí eða tengja beint í geyminn án þess að taka öryggið af? Hvort er betra að vera með jörðina í geyminn með öryggi eða beint í boddí með/án öryggis?
Vírarnir eru nógu sverir segir vinnufélagi og loftnetstengi er til staðar, vantar bara stubbinn og hann fæ ég vonandi í nesradíó
04.02.2009 at 16:17 #640000Ef vírarnir sem koma með stöðinni ná fram á geymi, þá er langbest að tengja þá beint á geyminn, bæði plús og mínus. Nota þá öryggin sem koma með stöðinni. Passa að tengja tryggilega við geymasamböndin, setja skó á vírendana osfr.
Muna að jarðtengja stöðina í góða jörð með sverum og stuttum vír (amk 2,5 kvaðröt, 4-6 kvaðröt eru betri). Festingin fyrir stöðina er góð, fara þá undir einn festiboltann (á stöðinni), ef ekki er sértstakt jarðtengi á stöðinni. Stundum myndar festingin sjálf þetta jarðsamband ef hún er skrúfuð beint í stálboddý en ekki plastinnréttingu.
Snorri
fjarskiptanefnd
04.02.2009 at 16:36 #640002Snorri
Værirðu til í að útskýra nánar um skipaloftnet.
Er það, það sem menn nota á t.d. plastbátana ?
Gamli Bronco minn er með plasttopp, hef fengið svo margar útgáfur á hvað sé best að gera.Árni Bergs.
04.02.2009 at 17:05 #640004Á þetta við um öll rafmagnstæki að setja öryggi á milli ef maður tengir jarðsambandið inná geyminn t.d loftdælur eða ljósabúnað?
Og hvað mynduð þið halda að ég þyrfti að nota sverann vír til að tengja vinnuljósin upp á toppgrind miðað við að ca 50w perur eru notaðar? Er mælt með að taka þá jarðsambandið til baka í geyminn eða borgar sig að koma því fyrir sem næst ljósunum???Kveðja
Alli
04.02.2009 at 17:18 #640006Ef þú setur vír á geyminn, sem er minni en vírinn frá geymi útí grind/boddí. Þá þarftu öryggi, afhverju? Því að ef að sá sveri skratti missir samband, þá gætu annsi mörg tæki tekið jörð sína í gegnum tækið sem þessi vír lægi að, og þar af leiðandi, kveikt í honum ef hann er of grannur.
.
Annars á maður ekkert að vera að tengja þetta beint á geymi, bara beint niður í jörð. Boddíið í bíl er yfirleitt mikið öflugari leiðari en vírarnir sem við erum að nota.
.
kkv, Úlfr
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.