Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Irridium kerfið
This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Heimir Jóhannsson 22 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.01.2003 at 12:02 #191956
Sælir félagar
Hvað sega menn um þetta Irridium farsímakerfi sem var verið
að kynna fyrir okkur á síðasta félagsfundi?Þetta kerfi virðist vera alveg sambærilegt við Tetra en
þónnokkuð ódýrara,er þetta eithvað sem maður ætti að fara
að huga að fljótlega?
kv Lúther -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.01.2003 at 12:30 #466166
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég vill benda þér á að það er mun dýrara að nota iridum
kerfið í fyrsta lagi þá eru tækin dýrari eða um 190.000.-
í öðru lagi þá er mánaðargjaldið 2.500.-
í þriðja lagi þá er mun dýrara að hringja í almenna kerfið
eða um 150 kr mín ef ég man rétt.Tetra tæki kostar um 100.000.-kr
Mánaðargjald tetra 990.-
Að hringja úr Tetra í almenna kerfið
er frá 13 kr upp í 32 krEn þetta eru auðvitað gerólík kerfi Iridium er gervihnattakerfi og ætti maður því að vera öruggur um
samband allstaðar sem er auðvitað mikið öruggi.Tetra byggir hinsvegar á jarðstöðvum sem þurfa að vera býsna
margar til að covera allt landið en uppsetningu senda er
langt frá því lokið. Það sem mér persónulega finnst einna
skemmtilegasti kosturinn við Tetra er hinn svokallaða Landsrás.
08.01.2003 at 13:21 #466168
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Einhvern vegin finnst mér samt líklegt að gervihnattakerfin séu framtíðin í þessu. Það var líka að heyra á Landssímamanninum í gærkvöldi að það megi búast við að kostnaður þar komi til með að lækka, sérstaklega ef það verður virk samkeppni þarna. Nú veit ég ekki hvernig Globalstar kerfið stendur, en slík samkeppni myndi örugglega verða til þess að verðið lækkaði.
Það kom líka fram þarna í gær að Landssíminn er bundinn að því að reka NMT kerfið til 2007. Ef gervihnattakerfin verða þá komin á samkeppnishæft verð hlýtur það að verða til þess að þeir hætta með NMT kerfið um leið og þeir geta, þó það sé ekki á áætlun í dag. Það hlýtur líka að draga úr vilja þeirra til að leggja meiri kostnað í kerfið, betra að mjólka bara úr því með sem minnstum tilkostnaði.
Skúli H.
08.01.2003 at 13:42 #466170Sælir
Síminn hefur verið að bjóða Motorola Iridium síma á um 70.000 kr. Þetta eru notaðir símar sem koma frá Motorola sjálfum og líta út eins og nýir. Það eru fáir eftir en hugsanlega fást fleiri símar frá framleiðanda.
Símarnir sem kosta um kr. 190 þ. eru nettari og henta betur göngufólki. Þeir munu líklega fljótlega lækka í 150-160þ
Mánaðargjald er kr. 2000 + VSK
Mínútugjald er eftirfarandi:
73 kr. milli Iridium síma
127 kr. úr Iridium í fastlínusíma
153 kr. úr fastlínu í IridiumMeð bestu kveðju
Kjartan
08.01.2003 at 17:59 #466172
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir,
Mér finnst persónulega verðið vera of hátt á símtækjunum og kerfið of dýrt til daglegra nota en mér finnst að menn eigi að nota áfram NMT kerfið og vera með VHF stöð í bílnum. Ef menn eru að fara á staði þar sem lítið samband er geta menn leigt Irridium síma fyrir 1000kr á dag hjá landsímanum og yfir vetrartíman þegar hópar eru að fara saman uppá hálendið og jöklana finnst mér þetta mjög mikið öryggistæki til slíkra ferða. Kveðja Þórður.
08.01.2003 at 20:50 #466174Ég sammála því að það er of dýrt að nota þessa síma til að spjalla um daginn og veginn. Ég keypti mér svona síma fyrir nokkrum árum síðan, og hef ekki notað hann til að hringja nema í neið. Kosturinn við síman er að ef þú sleppir því að kaupa í hann kort þá þarft þú ekki að borga neitt fyrir hann á mánuði. En þú getur alltaf hringd í 112 þó þú sért ekki með kort í honum. Og þá ertu kominn með besta örygistæki sem völ er á. Mér líður allavega betur ef ég ferðast einn, að vera með þetta í bílnum hjá mér. Ég er búinn að prófa signalið á nokkrum stöðum á landinu og þetta tæki er ALLTAF inni. Loftnetið er kannski aðeins of stórt.
Annars held ég að framtíðinn verði ekki í Global Star eða Iridium. Í sjálfum sér eru þessi kerfi ekki mjög hentug, þó svo að þau séu rosalega tæknilega fullkominn. Gallinn er nefnilega að þessir hnettir eru svo langt frá jörðu. "Þeir eru hafðir langt frá jörðu til að þeir þurfi ekki að vera of margir til að spanna allan heiminn." Þá verður loftnetið á símunum að vera það stórt og símarnir það orkufrekir að það verður erfitt að bjóða mönnum sem eru vanir að hafa litlla gemsan sinn þetta "tól".
Það eru áform um að skjóta upp einu mjög þéttu gervihnattakerfi sem mun koma til með spanna allan heiminn. Þetta kerfi verður spannað af hundruð hnatta. Þetta er allavega komið á teikniborðið. Og ef Microsoft ætlar að taka þátt í þessu!! Þá er ekki langt að bíða eftir því að maður verður kominn með lítinn Nokia/Microsoft gervihnattasíma. Að sjálfsögðu verða þeir með internet sambandi.
Þannig að Iridium og Global Star eru gamla NMT símakerfi framtíðarinnar.
kv,
heijo
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
