FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

IROK GALLI

by Benedikt Sigurgeirsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › IROK GALLI

This topic contains 90 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson Gunnar Ingi Arnarson 18 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 23.09.2005 at 19:43 #196305
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant

    Sælir.

    Eitt sinn hóf ég hér umfjöllun um Irok dekkin 39,5″ og var mjög hrifinn og ættla að halda áfram hér með þá sögu sem líkust var ævintíri en virðist nú vera að snúast upp í martröð!!!!

    Konan vara að kalla í mat, framhald í kvöld.

    Benni

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 61 through 80 (of 90 total)
← 1 … 3 4 5 →
  • Author
    Replies
  • 26.10.2005 at 00:35 #527686
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    slappaðu nú aðeins af, var ég að tala um að það að einhvað væri banna eða ekki. Nei ég var að skerpa á þeirri hugmynd Skúla að fengnir væru hlutlausir aðilar til þess að kanna dekkin. Er erfitt að skilja það. eða verð ég að skrifa það hæggggt. En hvað um það ég er ekki dekkja sérfræðingur og læt aðra um að prófa þetta nýja, enda ekki nýjungagjarn og vill helst kaupa það sem kominn er góð reynsla á og þess vegna hef ég farið gunguleiðina og keypt Mudder. Því þá veit ég hvað ég er að fá fyrir peninginn. Og nenni ekki eða tími ekki þessari tilraunastarfsemi eins og þú og Gulli Rottuforingi.





    26.10.2005 at 00:40 #527688
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    "ég skil það rétt greiða einhverjar bætur (sem þeir allavega telja sanngjarnar"

    Við skulum rétt rúlla yfir hvað mér hefur verið boðið og rétt að taka það fram að mín dekk eru ca 20-30% slitinn.

    Fyrst var mér boðið 20.000,- í bætur og dæmi nú hver fyrir sig hvort það sé sangjarnt.

    Í gær var mér boðin 2stk 42" Irok í stað þessara 2ja sem eru ónít hjá mér og þá þarf ég að versla hin 2 á 40.000,- stikkið. Allt í lagi ég bauðst til að borga 50.000,- á milli þ.e fá 4stk 42" og GVS hirti ÖLL 4 dekkin af mér enn það fékk ekki hljómgrunn.
    Hvað á ég annars að gera við 2 39,5" Irok sem eiga kanski ekki eftir nema einhverja örfá kílómetra eftir áður en þau fara líka að springa, jú Ási kom með þá hugmind að selja einhverjum þau enn bara sorry ég hef ekki samvisku til þess…

    Ég mat dæmið svo að 50.000,- væri sangjarnt miðað við slit á mínum dekkjum því að eitthvað kostar svo að koma þessu á felgurnar o.s.fv

    Benni





    26.10.2005 at 00:49 #527690
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    Nei nú verður ekkert slappað af, nú er búið að koma mér í GALLAÐA gírinn og ég er hundleiðinlegur þegar ég er í honum þetta er bara einfaldlega Benni versus GVS round 1 og nú er búið að hringja bjölunni og ég er til í slag ef það er það sem þarf, GVS mun ekki valta yfir mínar tær það er alveg á hreinu.

    Benni





    26.10.2005 at 01:03 #527692
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    "Freyr er nú sjálfsagt sá sem mest hefur stúderað dekk og hvaða eiginleika þurfi til að henta til úrhleypinga, en ég veit hvorki hvort hann væri tilbúinn til að taka þetta að sér, né hvort GVS féllist á að maður jafn tengdur öðrum innflutningsaðila sé rétti maðurinn"

    Ég held að ekki sé hækt að finna mikið klárari einstakling í þetta dæmi, þótt Freyr sé að vinna hjá öðru fyritæki þá treisti ég honum fullkomlega og hef ekki trú á annað en GVS geri það líka, legg þó áherslu á að ekki bara mín dekk verði skoðuð heldur fleiri til að fá enn betri mynd á dæmið.

    Benni





    26.10.2005 at 10:02 #527694
    Profile photo of Vilhjálmur Kjartansson
    Vilhjálmur Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 20

    Það ætti nú að vera nokkuð ljóst að þegar ný dekk koma á markað og við förum að þeytast um öll fjöll með pínulitið loft í dekkjunum að ekkert nema reynslan getur sagt okkur hvort þau komi til með að þola misnotkunina.





    26.10.2005 at 12:08 #527696
    Profile photo of HELGI JÓNAS HELGASSON
    HELGI JÓNAS HELGASSON
    Participant
    • Umræður: 26
    • Svör: 518

    OK Vilhjálmur segðu okkur
    hvernig eru dekkin hjá þér
    og hvað ertu búinn að keyra á
    þeim. Einhverjar sprungur?





    26.10.2005 at 15:17 #527698
    Profile photo of Kristbjörn þ Bjarnason
    Kristbjörn þ Bjarnason
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 26

    Sælir mín rynsla af jeppa mönnum á sóru dekkjunum er sú að þeir keira með alt of lítið loft
    miðað við þessa +2,2 tonna bíla og hraða sem ekið er á ættu menn að vera með lágmark 30 pund
    í venjulegum akstri
    mín reynsla 10 ár umfelgunum og sölu vildu menn
    alltaf hafa 20-26 pund sem er of lítið
    ég hef séð allar þessar dekkjategundir sprungnar í
    hliðunum eins og talað er um hér.
    sjálfur hef ég ekið nokra km á mínum irok 42
    alveg vinlausum nokra km og þau eru enþá ok
    kveðja krissi





    27.10.2005 at 11:36 #527700
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 1116

    [url=http://www.mmedia.is/gjjarn/irokgrein/:2jjujgpi]Tillaga að endurbótum[/url:2jjujgpi]





    27.10.2005 at 11:51 #527702
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég held að Guðmundur komist þarna nærri kjarna málsins. Ég er sammála því að stórir kubbar sem ná út á hliðarnar séu til bölvunar, en að það sé hægt að draga úr skaðanum með því að skera hressilega í þá.
    Ef ég man rétt, þá sagði Freyr á mánudagsfundi í september að Mudderinn væri 34 kg en AT 405 39 kg. Það væri gott að fá þetta á hreint.
    Það felst líka ákveðin vísbending í því að Interco heldur því fram í sínum auglýsingum, að þeirra dekk (superswaper, parnelli, trxus, irok etc) séu með sérlega sterkar hliðar. Ef þetta er rétt það þýðir það meira viðnám og þar með hitamyndun, þegar ekið er á dekkjunum linum.

    Það fylgir þessu líka að þekk þola úrhleypingar því ver sem þau eru gerð fyirir meiri burðargetu og hærri þrýsting. Dekk sem gerð eru fyrir stærri felgur en 15", eru yfirleitt burðarmeiri en samsvarandi 15" dekk.

    -Einar





    27.10.2005 at 12:21 #527704
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    ég vil benda á það að þessir hlutir verða líklega ekki vegna hita í dekkjunum, heldur núnings, en hitinn verður til við þennan núning

    allavegana held ég að dekk t.d. úti á spáni hitni mikið, samt sem áður held ég að salli inni í þeim sé engu algengari en hér.





    27.10.2005 at 12:24 #527706
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    Guðmundur Jónsson.

    Aldeilis frábært innlegg hjá þér!

    Það nýjasta í þessu er að við Ási höfum komist að samkomulagi og þá ekki bara fyrir mína hönd heldur okkar allra og útlitið er bara nokkuð gott kem að því í kvöld.

    Talið er að vandamálið tengjist eins og áður hefur verið minnst á í einhverjum pistli frá mér í kubbunum á hlið "21 okt, Staðreyndin er sú og gallinn er fólgin í því að í kringum kubbana koma sprungur og eflaust koma þessar sprungur vegna hita?" og að þeir valdi hita sem er að mestu einangraður innan í dekkinu og ekki er ólíklegt að að skurður geti bjargað málunum?

    En aðal málið er að GVS ættlar að taka á þessu á FULL POWER með okkur.

    Benni





    27.10.2005 at 12:54 #527708
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Frábært að heyra það. Málið er þá í góðum farvegi og flott að þeir Benni og Ási gátu fundið einhverja leið í þessu. Enda er þetta ekki bara stórt hagsmunamál fyrir okkur heldur ekki síður GVS. Innlegg Guðmudar er líka athyglisvert og vinkill á þessa umræðum um dekk sem hvellspringa. Þetta hljómar sannfærandi í mín eyru.
    Kv – Skúli





    27.10.2005 at 19:09 #527710
    Profile photo of Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 446

    Mér líst mjög vel á þennan skurð hjá Guðmundi ég held að hann auki sveigjanleika dekksins umtalsvert. Ég skoðaði dekkin hans benna, það lítur út fyrir að það verði staðbundin hitamyndun út frá kubbunum sem eru svona stífir út á öxlina. Hitinn virðist byggjast upp innanfrá þar sem kæling dekksins er minni en utaná og þar að auki erfiðara að fylgjast með hitanum því svona þykkt gúmmí einangrar ágætlega. en það er nokkuð ljóst að hitamyndun er meiri í svona þykkum dekkjum og menn verða kanski að passa þrystinginn betur en á gamla góða Muddernum eða Ground Hawk sem eru þunn og hafa reynst okkur vel til úrhleypinga. kostir Irok eru tvímálalaust að þau eru mun sterkari í grjóti.





    28.10.2005 at 19:02 #527712
    Profile photo of Guðmundur Magni Helgason
    Guðmundur Magni Helgason
    Participant
    • Umræður: 82
    • Svör: 767

    -Þau hitna meyra ef þau eru með kubba niðrá hliðarnar..- Hvernig hafa Mickey thomson bayja claw komið út? þau eru með mikla kubba niðrá hlið?
    Enginn óánægður með reynslu af þeim eða bara almenn ánægja…





    28.10.2005 at 19:13 #527714
    Profile photo of Ásgeir Halldórsson
    Ásgeir Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 848

    ég held að það hafi nú ekki margir keypt þannig dekk, þau voru alltof stíf og snjórinn festist í munstrinu…þau bældust ekki einu sinni undir Patrol. ég hef allavega ekki séð mörg svona dekk á götunni í dag.





    28.10.2005 at 23:34 #527716
    Profile photo of Erlingur Harðarson
    Erlingur Harðarson
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 1668

    Þetta eru al ónýt dekk til úrhleypinga vetri. Að mínu mati ætti enginn að hleypa of miklu úr þessum dekkjum. Ég gerði það og þau fóru samstundis á nákvæmlega sama hátt og dekkin hjá Benna. Að vísu voru þau orðin fjögurra ára gömul og ekin um 50þús km, nokkuð slitin svo að það var ekki eftirsjá í þeim.

    Kveðja Erlingur Harðar





    29.10.2005 at 00:10 #527718
    Profile photo of Elvar Níelsson
    Elvar Níelsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 649

    Mér þykir súrt að ekki skuli koma fram sem einskonar endir á þessa umræðu hver niðurstaðan er og hvernig Ási ætlaði að koma til móts við Benna eða í hverju samkomulag þeirra liggur.

    Kveðja
    Elvar





    29.10.2005 at 00:15 #527720
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    Hver er niðurstaðan?

    Ætlar Gúmmívinnustofan að skera í dekkin okkur að kostnaðarlausu eða hvað?

    Kveðja
    Elli.





    29.10.2005 at 00:38 #527722
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    Þetta mál er ekki búið en er farið að snúast okkur báðum í hag þ.e. bæði okkur jeppaköllum og-kvinnum og GVS. Við Ási tölum saman á mánudag næst og mun ég eða hann koma með einhverjar uppl. Það er alveg ljóst að GVS mun mæta okkur hvort það er með skurði þ.e. skurði á hliðum eða hvernig sem þeir gera það. Persónulega finnst mér að við ættum að fá skurðinn á hliðunum okkur að kostnaðarlausu og finnst ekkert ólíklegt að það verði meðal þess sem þeir koma til með að bjóða okkur en við bara sjáum til eftir helgi. Núna er hugurinn við árshátíð og skemmtileg heit, konan er reyndar að þrífa klósettið í skrifuðum orðum og er greinilega ekkert skemmt en það er ekki mitt mál, ég er ekki húsmóðir á þessu heimili híhí…

    Benni





    29.10.2005 at 18:24 #527724
    Profile photo of Ásgrímur Stefán Reisenhus
    Ásgrímur Stefán Reisenhus
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 390

    einsog ég hef sagt áður þegar koma upp vandamál einsog þessi þá þurfum við að taka á þessu saman ,en að sjálfsögðu er það þannig fyrir mig að til þess að ég geti verið sem liðlegastur þá skiptir tímasetningin miklu máli fyrir mig .Þá meina ég að það sé ekki standadi röð af bílum í umfelgun á sama tíma en þiðeruð að sjáfsögðu mínir bestu og skemtilegustu viðskiptavinnirnir mínir og ég vona að vinnum úr þessu saman.

    kv Ási Góða skemtun.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 61 through 80 (of 90 total)
← 1 … 3 4 5 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.