Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › IROK GALLI
This topic contains 90 replies, has 1 voice, and was last updated by Gunnar Ingi Arnarson 17 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.09.2005 at 19:43 #196305
Sælir.
Eitt sinn hóf ég hér umfjöllun um Irok dekkin 39,5″ og var mjög hrifinn og ættla að halda áfram hér með þá sögu sem líkust var ævintíri en virðist nú vera að snúast upp í martröð!!!!
Konan vara að kalla í mat, framhald í kvöld.
Benni
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.10.2005 at 22:50 #527646
Að einn maður standi í lappirnar fyrir fyrirtæki og haldi hlífiskyldi með því,ef dekk eru gölluð hvaða staðlaðir gallar eru það sem menn fara eftir.
Ég get bara sagt það að ef ég hefði keypt þessi dekk fyrir tugi þúsunda,myndi ég ættlast til að þau myndu duga lengur en raun ber vitni(sama ber lýsingu Benna)og miðað við þessa endingu á þessum dekkjum þá er mín ágiskun að þetta sé galli.
21.10.2005 at 23:38 #527648Getur verið Ási að IROK’inn sé byggður upp með aðrar forsendur í huga heldur en fyrverandi Super Swamper dekk. Getur verið að gúmíblanda og byggingarlag dekksins henti einfaldlega ekki okkur sem keyrum á mjög lágum loftþrýstingi í lengri tíma?
Ef að svo er þá er ég svekktur því að ég hafði jafnvel hugsað mér að kaupa svona gang næsta sumar því að ég hef ekki séð þessi dekk gera neitt annað en góða hluti bæði í snjó, sandi og drullu. Ég lennti einmitt í því í sumar að eyðileggja 35" BFG AT dekk vegna úrhleypinga og ykkur til hrós þá voru það prófesorarnir í GVS sem benntu mér á það að dekki var vírslitið og rukkuðu ekki fyrir að reyna að balancera það. En það skildist mér að væri ekkert einsdæmi með þau dekk. Leiðinlegt fyrir þá sem hafa keypt sér 37" IROK til að nota á sumrin og þurfa svo að skipta strax við fyrsta snjó yfir á vetrardekkin afþví að það er ekki þorandi að hleypa úr.Ég vona bara að þessi dæmi sé einhver spes tilfelli bæði ykkar vegna og jeppamanna því að það tæki mjög gott dekk út sem valmöguleika.
22.10.2005 at 01:04 #527650Ég er einn af þeim sem keypti svona dekk í sumar og nota þau sem sumardekk. Mín hugmynd var að vera á þessum dekkjum eins lengi fram á vetur og kostur er. Hugmyndin var að nota þau í snjóakstri í fyrstu snjóum með afar litlum loftþrýstingi (2-3 pund). Síðan þegar vetur væri að fullu genginn í garð með nægum snjó og tilheyrandi hálku skipti ég yfir í 44" DC. Er verið að segja hér að þessi dekk séu ónothæf á þennan hátt, þ.e.a.s. á 2-3 pundum? Hver er reglan, ef einhver er, til að halda dekkjunum í lagi gagnvart loftþrýstingi? Ég þekki Benna vel og höfum við ferðast mikið saman, ég hef alloft elt hann á sama eða minni loftþrýsting á mínum 44" DC og eru þau í fínu lagi. Eru þessi dekk þá ekki að virka úrhleypt í snjó? Spyr sá sem ekki veit.
Kveðja Erlingur Harðar
22.10.2005 at 01:18 #527652Ég get skilið að þú reynir að verja irok dekkið þetta leit vel út. ég kom meira að segja upp í GVS og var að skoða dekk frá ykkur en þá aðallega 42" en fékk ekki þessa rómuðu þjónusu sem að þú skrifar okkur um á okkar góða spjalli. En ef ég má gefa mína skoðun á þessu máli með Benna þá eru þið að gera mikil mistök varðandi svar þitt/ykkar gagnvart honum
því að eins og þú kanski ekki veist þá hafa flesti(ef ekki allir) jeppamenn ekið á of litlu lofti tímunum saman og persónulega hef ég ekið allt of hratt og allt of lengi á of litlu lofti á mínum dekkjum en þau hafa haldið allt sem ég hef ætlast af þeim og jafnvel miklu meira en það …..Þess vegna eru menn ennþá að halda tryggð við þessa sömu framleiðendur semog við flestir gerum. EF þú / þið viljið komast inn á þennann dekkjamarkað þá finnst mér að þú þurfir að kynna þitt dekk sem þú hefur verið að gera gagnvart okkur en líka taka strax ábyrgð á því sem að þú ert að selja. ÞÚ veist til hvers við notum dekkin og þú veist hvað við höfum komist upp með með aðrar tegundir. Að halda því fram að við JEPPAMENN gerum upp á milli tegunda í akstri er eins og að segja að Rotturnar séu sjálfstæðismenn….. en það er bara eitt af því sem stenst ekki……… án gríns þá held ég að þú þurfir að hlusta betur á kaupendur dekkja ykkar og sjá fyrir þeirra vandamálum áður en þið hendið þeim út. Þetta er þröngur kaupendahópur sem kaupir dekk yfir 35" þannig að ef að þið (nennið) að hlusta á röflið í okkur og bæta okkur áb dekk þá hlýtur að vera eitthvað út úr þessu að hafa þess vegna er þetta vitleysa að þinni hálfu að neita Benna um þær bætur sem að hann átti réttilega skili af ykkar hálfu.
GÞÞ
22.10.2005 at 21:23 #527654Jóhannes ég er ekki að halda neinum hlífðarskiidi yfir mitt fyrirtæki heldur fyrst og fremst að ræða þessi mál við ykkur og þín ágiskun er líklega ekki verri en hver önnur.
Stebbi þetta sem sem þú talar um gæti verið rétt eða rangt en það verðum við að finna út í sammeiningu.
Erlingur ég mundi halda að þú ættir bara að halda þér við það sem þú ætlaðir að gera og fylgjast með dekkjunum varðandi hita.
Gísli mér þykir það miður ef ég hef ekki veitt þér þá þjónustu sem þú átt skilið en það hlítur að hafa verið ástæða fyrir því alla vegana hef ég gaman að fá ykkur þó það sé bara í kaffi en það er mjög mismunandi tími sem ég hef og það engin að tala um það megi ekki hleypa úr þeim og ef það kemur fram galli þá tek ég á þvi eins vel og ég get.
en að lokum er ykkkur velkomið að kíkja til mín í GVS og skoða dekkin hanns Benna ,
kv Ási
22.10.2005 at 21:38 #527656"Ég get nú ekki lengur setið á mér , verð að vera með. Ég er hissa að sjá þessi dekk hjá benna eftir aðeins 12-13000 km akstur því að ég er með svona dekk sjálfur búinn að keyra á þeim 32.000 km og hleypa mikið úr þeim nánast um hverja helgi í fyrravetur en þau eru ekki svona tætingsleg hjá mér."
Jæja Helgi er það eitthvað sem þú villt deila með okkur hinum er snertir þín Irok dekk.
Kv.
Benni
24.10.2005 at 09:38 #527658Ég verð að segja það viðbrögðin hér sem sumir ágætis menn viðhafa eru til þess að ég mun hugsa mig mjög vel um áður en ég kaupi dekk þar. Það virðist vera nánast undantekningalaust alltaf okkur sjálfum að kenna ef eitthvað kemur uppá. Ég mæli með að ef menn vilja kynna ný dekk og dásama að þeir hinir sömu hafi þá virðingu að taka ábyrgð á þeim. Það er öllum fullljóst að við notum stór jeppadekk til að hleypa úr þeim lofti. Ef þau endast ekki nema 12000 km er það einfaldlega ekki hæft til sölu undir breitta bíla. Svona auglýsing þar sem kúnninn er bara vitleysingur ef hann kvartar er sú allra versta sem til er fyrir fyrirtæki. Ég verð samt að taka fram að ég sjálfur hef ennþá ekki upplifað þessa reynslu hjá þessum aðilum. Þetta er eingöngu mitt mat miðað við þau skrif sem hafa farið fram á neti klúbbsins.
Kveðja Theodór.
24.10.2005 at 11:37 #527660Ég vil taka fram að ég keypti ekki mín IROK 39.5" dekk hjá Gúmmívinnustofunni heldur hjá Dekkjahöllinni á Akureyri. Á báðum stöðum hef ég fengið frábæra þjónustu. Ég hef að vísu ekki talað við neinn söluaðila um dekkin mín (galla) enda er EKKERT að þeim. Ég trúi því að ekki fyrr en að fullreyndu að söluaðilar hafni ábyrgð sé um augljósann galla að ræða. Ég verð að segja að ég hef fulla trú á bæði Dekkjahöllinni og GVS. Hjá GVS fékk ég afar góðar viðtökur í sumar er ég leitaði þangað með jafnvægisstillingu og þar á bæ vildu menn allt fyrir mig gera. Sama sagan er úr Dekkjahöllinni.
Kveðja Erlingur Harðar
24.10.2005 at 11:39 #527662Sæll Benni og þið hinir afsakið að ég svara svona seint netið ekki heima bara í vinnunni.
ég ætla að deila með ykkur minni reynslu sem
ég var búinn að segja Benna. Í sumar (jún) féek ég gat á innanvert framdekk við ..0..kubbinn neðan
við stóru kubbana og tók ég eftir því að það voru
komnar sprungur við alla hina og ca 3 vikum síðar opnaðist annað gat og fleiri voru við það að opnast
ég fékk nýtt dekk hjá Ása lánað því að hann sendi
bita úr dekkinu mínu út til skoðunar en nú eru liðnir 3 mán. og ekkert svar komið enn.
Mér finnst svo skrítið að þetta er bara að innan
ekki til sprunga að utanverðu, vildi að þetta væri ekkert alvarlegt því að mér finnst dekkin FRÁÁBÆR
og vildi helst ekki þurfa að kaupa annað.
kveðja Helgi
24.10.2005 at 15:40 #527664Erlingur!
Hvað ert þú búinn að aka mikið á þínum dekkjum.
Heldur þú að það nái 5000 km!Benni
24.10.2005 at 15:48 #527666Getur verið að þau skemmist að innan fyrst?
það er þá eitthvað sem er nýtt og ég hef ekki séð áður og ýtir enn frekar undir GALLA kenninguna því fram til þessa hafa dekk byrjað að springa að utan fyrst og oftast eingöngu að utan…Benni
24.10.2005 at 17:17 #527668Benni þegar ég segi að innan átti ég að sjálfsögðu
við að innanverðu á dekkinu samt að utan.
rólegt hérna núna
24.10.2005 at 20:55 #527670hvernig væri nú að þið hinnir sömu og hafið verið að lýsa ykkar skoðunum á þessu, kæmuð til mín og skoðuðu dekkin og segðu mér hvað ykkur finnst um þaug þannig getum fundið lausn á þessu saman .það er engin lausn að kalla allt GALLA, ég er tilbúin að vinna í þessum dekkjamálum með ykkur og koma með það nýjasta á markaðinum en einsog ég hef sagt áður þá þurfum við að gera þetta saman.
kv ÁSI
24.10.2005 at 21:02 #527672Já Benni, 5000km eru hér um bil það sem ég er búinn að keyra þau. Það amar ekkert að þeim að sjá og gerir það líkast til ekki í vetur enda eru þau í geymslu.
Kveðja Erlingur Harðar
25.10.2005 at 19:50 #527674Ási er búinn að staglast svolítið á því að dekkin séu illa farinn að innan og mikill gúmmísalli hafi verið inni í dekkjunum.
Illa farin að innan: eins og áður hefur komið hér fram hjá mér einhverstaðar var talað um að gallinn gæti verið fólgin í að líming á strigalögum sé að gefa sig líkt og hefur gerst hjá bæði Interco og fleiri framleiðendum. Þá er það ósköp eðlilegt að dekkin líti ekki eins og ný út að innan, þvert á móti eiga þau einmitt að líta ílla út að innan. Þegar líming gefur sig á smá köflum eins og möguleiki er að hér sé að gerast rifnar strigalagið og dekkin springa svo illa að þau fara að leka, það er ekki neitt sem heldur gúmmíinu saman á þeim kafla. Þetta kemur úrhleypingu og hita ekkert við, þetta er hrein og klár galli! Og ætlast ég ekki til að GVS fatti samhengið í þessu, þvert á móti munu þeir vissulega reyna að snúa útúr eins og fram hefur komið hér á vefnum og menn hafa bent á. Af hverju losnar svo límingin í þessum dekkjum en ekki öðrum ef það er málið? Það er ekki vegna hita og ekki vegna þess að of mikið hefur verið hleypt úr þeim. Ef svo væri af hverju er þá farið að að springa hjá mönumm (í fleirtölu) sem versluðu þessi dekk í sumar og hafa aldrei hleypt úr.
Ef þið hafið séð dekk sem er ónýtt vegna þess að það var hleypt og mikið úr þá sjáið þið að það er allt öðruvísi heldur en mín dekk. Ég legg til að Ási taki nú eitt dekk, hleypi úr því og aki það til ólífis þá KANNSKI tekur hann mark á einhverju sem er verið að reyna að TROÐA inn í hausinn á honum. Þetta er að verða hálf sorglegt ef hann virkilega heldur að hann komist upp með að líta á okkur sem einhverja hálfvita sem höfum ekki hugmynd um hvernig við eigum að hugsa um hlutina okkar og hvernig ekki. Það er sko alveg á hreinu að fyrir hönd okkar jeppamanna og-kvenna þá mun ég ekki láta vaða yfir mig né aðra félaga mína á illa lyktandi og skítugum skóm eins og er verið að reyna að gera, nú er ég að verða fúll.Ég vil að þeir sem aka um á þessum dekkjum og eru búnir að aka 10.000+ skoði dekkin sín og sendi mér email á b@islandia.is eða hafi samband
símleiðis. Ákveðinn process er þegar farinn í gang vegna þessa vandamáls og er ég bara einn af mörgum sem stend í þessu.Benni
896 6001
25.10.2005 at 22:43 #527676Hver er uppgefinn hámarkshraði (speed rating) fyrir þessi dekk?
25.10.2005 at 23:19 #527678Þessi dekkjamál okkar eru svolítið snúið fyrirbæri því það er auðvitað alþekkt að við erum að misnota dekkin eins og Eik komst að orði hér fyrir ofan. Hins vegar vill svo vel til fyrir okkur að allavega sum dekk virðast þola þessa misnotkun ótrúlega vel, en allnokkrar tegundir hafa ekki verið að standa undir þessu. Hvort skemmd á dekkjum sem vitað er að er misboðið á þennan hátt stafi beinlínis af misnotkuninni eða einhverju öðru er kannski erfitt að segja, Benni hefur sína kenningu um það og mér sýnist seljandi þeirra aðra, en allavega er staða okkar sem stundum úrhleypingar ekkert sérlega sterk í þessu ljósi.
Á hinn bóginn má segja að þegar söluaðili selur +38 tommu dekk til íslenskra jeppamanna má ljóst vera til hvers þau eru keypt til að keyra á þeim úrhleyptum og markaðurinn fyrir þessi dekk hér byggir algjörlega á því að það sé hleypt úr þeim sama hvað framleiðandinn segir um æskilegan loftþrýsting. Söluaðilar hér eru því að gera út á þessa þörf og þeir þurfa auðvitað að gera sér grein fyrir því.
Með þennan bakgrunn í huga held ég að það sé æskilegt að menn geti tekið á svona málum í sameiningu, þ.e. við notendur og seljendur. Ef hægt er að draga ályktanir af því sem kemur fram hér að ofan er GVS eða Ási til í samstarf um að koma þessu máli í einhvern skynsamlegan farveg og ef ég skil það rétt greiða einhverjar bætur (sem þeir allavega telja sanngjarnar), en eru ekki tilbúnir til að samþykkja að svo stöddu að um galla sé að ræða. Benni aftur á móti harður á því að skemmdin hafi ekkert með meðferð að gera heldur sé beinlínis um gölluð eintök að ræða ef ég skil málið rétt. Þriðji möguleikinn er svo einfaldlega að dekkin henti ekki til úrhleypinga og þá er þetta ekki galli, stafar af ofannefndri ‘misnotkun’ okkar og dekkin henta okkur ekki og búast má við að flestir aðrir eigendur þessara dekkja standi frammi fyrir sama vandamáli. Svo er enn ein spurningin hér að ofan, þe. þola dekkin ekki hraðann?
Hvað gerum við þá? Spurning hvort eigi að fá einhvern sem báðir aðilar treysta og hafa þekkingu til að meta þetta, til að skoða skemmdu dekkin og skera úr um hvað sé í gangi. Félagi okkar Freyr er nú sjálfsagt sá sem mest hefur stúderað dekk og hvaða eiginleika þurfi til að henta til úrhleypinga, en ég veit hvorki hvort hann væri tilbúinn til að taka þetta að sér, né hvort GVS féllist á að maður jafn tengdur öðrum innflutningsaðila sé rétti maðurinn. Annar félagsmaður, Sveinlaugur í Barðanum hefur líka örugglega talsverða reynslu af þessum dekkjum, Höfðadekk sömuleiðis fengið allmörg dekk inn á gólf hjá sér í sjálfsagt ýmsu ástandi, svo einhverjir séu nefndir.
Allavega hvet ég báða aðila til að anda með nefinu og reyna að fá einhverja vitræna niðurstöðu í þetta. Við komumst ekkert áfram í þessu öðruvísi, sama hvað við reynum að kryfja málin hér á vefnum. En rétt að það sé skýrt að ég er ekki að mælast til þess að málið sé settlað og látið sofna, betra að staðreyndirnar liggi ljósar. Í því sambandi má nefna að Ási hefur margsinnis kallað eftir því að menn segji frá reynslu sinni af þessum dekkjum og þessi umræða hlýtur að flokkast undir það, allavega ef menn gæta að því að hún sé sanngjörn.
Kv – Skúli
25.10.2005 at 23:39 #527680Skúli !
Hvernig skírir þú þá það þegar dekk sem eru frá því í sumar og ekki hefur verið tappað
úr lofti eru líka að springa alveg nákvæmlega eins og mín, finnst þér það kanski eðlilegtBenni
26.10.2005 at 00:01 #527682mér finnst það nú ekki vera í verkahring Skúla að útskýra neitt. Heldur kom hann með þá ágætustu uppástungu að hlutlausir aðilar einsog Sveinlaugur í Nýbarðanum skoðaði dekkinn. Enda eðliglegra að fá hlutlausan fagmann til þess, svona til þess að fá fleiri sjónarmið fram. ekki satt.
26.10.2005 at 00:16 #527684Er semsagt ekki lengur leifilegt að velta fram og aftur spurningum hér eða telur þú Skúla ekki hæfan til að svar hér? Ég tel að skúli sé full fær um að svara þessari spurningu sjálfur enda er hann ekki hér í hlutverki dómara heldur kom hér með uppástungu sem mér líst mjög vel á og tel að ekki eigi eingöngu að skoða mín dekk heldur líka annara til að fá enn frekar botn í málið Bæði t.d svo ég nafngreini einhverja helgi hjá Toyota í Keflavík og HrefnuGulli eru með mjög mikið skemd dekk og ef ég man rétt er Helgi með 2 ónít!
Benni
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.