Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › IROK GALLI
This topic contains 90 replies, has 1 voice, and was last updated by Gunnar Ingi Arnarson 17 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.09.2005 at 19:43 #196305
Sælir.
Eitt sinn hóf ég hér umfjöllun um Irok dekkin 39,5″ og var mjög hrifinn og ættla að halda áfram hér með þá sögu sem líkust var ævintíri en virðist nú vera að snúast upp í martröð!!!!
Konan vara að kalla í mat, framhald í kvöld.
Benni
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.09.2005 at 19:30 #527606
Sælir…
Ég verð nú að tjá ykkur ánægju mína á þeim dekkjum sem ég nota ídag.
Ég er á Ground Hawg II micróskorin miðja og negldir kantar. Ég er búinn að keyra þessi dekk ca: 25 þúsund kílómetra og eru þau búin að slitna um ca: 20% – 25%, Hef ég verið með Dick Cepek undir sama bíl og það eina sem þau dekk höfðu umfram GH var veghljóðið inní bíl.
Ég hef reyndar ekki mikla reynslu af Mudder, en sú reynsla sem ég hef af þeim að þá eru þau mjög goð, eins og flestir jeppamenn segja.
Ef ég væri að fá mér ný dekk ídag að þá myndi ég hiklaust kaupa mér Ground Hawg, bíllinn drífur mjög vel á þeim og þau slitna minna hjá mér en Mudderinn þrátt fyrir að ég sé með allt annað en mjúkt aksturslag.
Ég hef ekki verið að hlífa dekkjunum í beygjum eða neitt svoleiðis.
Ég er reyndar að fara í smá breytingar á jeppanum hjá mér og var farinn að fylgjast aðeins með Iroc umræðunni uppá að fara þá uppá 39.5" og þar með hækka jeppan aðeins og vonandi enn að auka drifgetuna. Ég mun ekki taka þá áhættu í bili heldur halda mér við mín Ground Hawg, ég tek það fram að GH dekkin sem eru undir jeppanum hjá mér eru orðin ca: 3gja ára gömul og EKKI sprungin eins og Irokinn hjá Benna.
Gúmmí kveðja
Siggi ;o)
06.10.2005 at 00:51 #527608….
06.10.2005 at 01:01 #527610"Benna hverjar eru líkurnar að tvö dekk undir sama bílnum eru "gölluð" "
Nú er vitað um fleiri dekk sem eru að byrja að springa og það eru dekk sem fóru undir bíl í sumar og hefur ALDREI verið hleypt úr!!!
06.10.2005 at 10:35 #527612Það er örugglega rétt hjá Eik að það er misjafnt hvað dekk þola misnotkun okkar og eins finnst mér sannfærandi kenningin um að þykkari og/eða stífari hliðar dekkjanna auki hitamyndun og þar með hættu á að dekkin þoli ekki meðferðina. Þykkt og eiginleikar gúmmísins hefur þarna áhrif. Það er eiginlega spurning hvort hægt sé að tala um galla í þessu samhengi og það sem er kannski framúrskarandi gott í ‘rock-crawling’ hentar kannski ekki eins vel í snjóinn hér. Þetta er bara spurning um hvað reynslan segir okkur, en þá þarf að taka allt inn í, s.s. þessar spurningar sem Hlynur setti fram hér fyrir ofan. Það kom upp sú hugmynd í fyrra að safna gögnum um dekk og tilfelli þar sem þau hafa hvellsprungið og þá með því að senda félagsmönnum könnun. Þetta hefur reyndar ekki enn komist í verk. En gallinn við svona statistik er alltaf að meðferðin er misjöfn og við misbjóðum dekkjunum mismikið. Sumir er stokknir út að pumpa í um leið snjórinn er orðinn aðeins minni (og sitja svo fastir 10 mín síðar) meðan aðrir hika ekki við að keyra í 8 psi eftir malbikinu að næstu bensínstöð. Samt gæti svona könnun sagt okkur heilmikið.
Nú er ég ekki að segja að þetta skýri dæmið hjá Benna, enda eru þetta ekki fyrstu dekkin sem þurfa að þola Benna. Mér sýnist hins vegar Benni vera frekar iðinn við að flækjast þannig að það reynir örugglega á eiginleika dekkjana hjá honum.
Kv – Skúli
06.10.2005 at 20:25 #527614það er alveg ljóst að dekkin hjá Benni vor ekki gölluð , þau höfðu greinilega hitnað og það verulega .En aftur á móti væri gott að menn og konur mundu tjá sig um þessi dekk hér bæði fyrir mig og aðra félagsmenn.
kv Ási
06.10.2005 at 23:17 #527616Þegar menn þurfa að taka það fram að eitthvað "sé alveg augljóst" þá er það það yfirleitt ekki því annars hefði ekki þurft að benda á það. Spáðu í því Ási…
kv.
06.10.2005 at 23:40 #527618það sem ég hefði kannski átt að segja var að eftir skoðun sá ég og mínir vinnufélagar að þessi dekk höfðu hitnað og það verulega svo að fyrir mér er það alveg augljóst.
kv Ási
06.10.2005 at 23:47 #527620Hvernig er hægt að sjá það á dekki hvort það hefur hitnað ?
Dekk sem aldrei hefur verið hleypt úr hefur varla hitnað, hafið þið skoðað dekkin sem Benni vísar til hér að ofan?-Einar
07.10.2005 at 00:01 #527622þegar dekk hafa verið keyrð með oflitlu lofti þá sér þú það þegar dekkið er tekið af felguni t.d. dekkin hanns Benna voru mjög illa farin á innan .En Einar hin dekkin sem er vitnað í hef ég ekki séð.
En hvað kallast að hleypa úr getur þú sagt mér það ,þá meina ég hvaða loftþrýsting er verið að tala um.
kv Ási
ps:nú er tilvalið fyrir þig að kíkja í kaffi og þá getum við skoðað þetta saman sjáumst
07.10.2005 at 00:02 #527624Hvernig illa farinn að innan?.
kv
Rúnar.
07.10.2005 at 00:07 #527626Ég sjálfur hef ekki langa reynslu í dekkjum , en aftur á móti hafa mínir samstarfsmenn 10-30 ára reynslu í dekkjum þeir vita hvað þeir eru að segja.
kv Ási
07.10.2005 at 00:19 #527628sem dæmi þá er gúmmíið farið að losna .
kv Ási
góða nótt heyrumt á morgun.
07.10.2005 at 12:22 #527630Ég get nú ekki lengur setið á mér , verð að vera með. Ég er hissa að sjá þessi dekk hjá benna eftir aðeins 12-13000 km akstur því að ég er með svona dekk sjálfur búinn að keyra á þeim 32.000 km og hleypa mikið úr þeim nánast um hverja helgi í fyrravetur en þau eru ekki svona tætingsleg hjá mér. Ég passaði í sumar að fara ekki niður fyrir 13-14 pund á mölinni og virðist það hafa virkað
því þau hitnuðu aldrei, en síðasta vetur í snjónum var ég að hleypa niður í 2pund og það svínvirkaði.
Að öðru ..Eik.. þú sem skrifarum dekk og úrhleypingar og hita á dekkjum eins og prófessor
í þeim fræðum spyrð.. Ása hvernig hann sjái að dekkin hitnuðu.. ef dekk hitna safnast gúmísalli innan í þeim og þau springa líka að innan en til að sjá sprungurnar þarftu að bæla dekkið aðeins niður
eins og það sé úrhleypt.
…PS… Benni ég mundi vilja tala við þig um dekkin í síma viltu gefa mér símann þinn?
kveðja Helgi
21.10.2005 at 01:00 #527632Mér er svosem alveg sama hvað tuðar og tautar á Ása þessi dekk eru meinGÖLLUÐ !
Ási segir sjálfur að hann hafi minna vit á dekkjum og það má fullyrða að sama gildir um aðra þó um sé að ræða menn með áralanga reynslu í þessum geira á þeim forsemdum að þessi dekk eru ný og tiltörlega líti reynsla farin að koma á þau fyrren núna.
Það að fullirða blákalt svona út í bláinn að ég hafi keyrt á dekkjunum of linum og beinlínis eyðilagt þau svoleiðis, Ási hverskonar hálviti heldur þú eiginlega að ég sé, ólíkt þér er ég búinn að aka um á flestum gerðum af dekkjum í gegnum árin og hef þannig öðlast einhverja smá reynslu og þú getur engan veginn fullyrt um það hvernig þessi dekk hafa farið svona illa eins og þú segir að ég hafi hleypt of mikið úr eða að þau hafi ofhitnað vegna þess að þetta eru ný dekk og þar að leiðandi lítil reynsla komin á þau ennþá. Hinsvegar fullyrði ég hér enn og aftur að þessi dekk eru hinir mestu gallagripir og rökstyð það með því að þau eru farin að springa líkt og mín undir jeppum sem hafa einungis verið á þeim nú í sumar og aldrei verið hleypt úr, hvernig skírir þú það? Annað sem kom í ljós að á samskonar jeppa og ég á og er með IROK og aldrei verið hleypt úr vou dekkin orðin haugsprungin að framan en fín að aftan líkt og hjá mér… Staðreyndin er sú og gallinn er fólgin í því að í kringum kubbana koma sprungur og eflaust koma þessar sprungur vegna hita? og klárlega er það hönnunargalli eða galli í gúmmíblöndu og má geta þess að gúmmíblanda í þessum dekkjum á að vera ný og á þeim forsemdum meðal annarra rökstyð ég það að það gildir einu hversu lengi þú er búinn að vera í þessum bransa þá leiðir reynslan alltaf sannleikann í ljós og hann er að koma hér fram í æ fleiri tilfellum og það á jeppum sem settu þessi undir nú síðasta vor og hafa aldrei hleypt úr. Sannaðu til, Ási minn, þú hefur kanski ekki ENN fengið kvartanir undan því að IROK sé ekki að gera sig, það kemur!
Þinn annars vinur
BenniPS.
Helgi
896 6001
21.10.2005 at 01:10 #527634"safnast gúmísalli innan í þeim og þau springa líka að innan"
Þetta getur gerst vegna margra annara vandamála annara en vegna hita eða úrhl. t.d hefur margsinnis sést gúmísalli koma úr fólksbíladekkjum þó svo að Ási og félagar í GVS hafi ekki séð það?
ATH.
GVS mun ekki bæta skaðan, buðu mér reindar minnir mig 20.000 kall fyrir 2 dekk sem eru 20-30% slitin bara svo allur sanleikur komi fram hér í þessari umræðu.
21.10.2005 at 02:18 #52763649" IROK Explodes on tire machine!
——————————————————————————–
I went to 4WPW yesterday to see some old co-workers and pick up some parts, I asked what had happened to the set of IROKS that were there. They said that they had sold them. Well 4wpw doesnt have a tire machine that can mount these big F$#^ers so they sent them to another tire shop. Well the tire the guy was mounting was defective or he overinflated one (they wern’t sure). The tire exploded! The guy broke all of his ribs and lost 4 fingers. His fingers developed GanGreen and he had to have part of his arm amputated. It also blew his ear drums. They later learned that 2 of the tires were supposed to go through Quality Control AGAIN! Somehow they just slipped through. I just thought that I would share this story. Don’t get me wrong I’M NOT KNOCKING Super Swamper they make great products!!! I feel sorry for that guy.
http://www.pirate4x4.com/forum/showthread.php?t=246377
Kv.
Benni
21.10.2005 at 20:35 #527638jæja Benni ég véit ekki hvað ég hef upp úr því að svara þessu en þú talar um allan sannnleikan ,það er rétt að ég bauð þér að ég skildi reyna að hjálpa þér að lámarka þann skaða sem þú hefur orðið fyrir .Nei þú þáðir það ekki heldur hótaðir mér því að þú mundir fara með þetta í neytandasamtökin sem er gott mál því að neytindalögin eru mjög skýr bæði fyrir mig og þig .Enda hef ég alltaf sagt að menn eiga að segja satt þannig lærum við öll mest.
öll ummerki á þínum dekkjum benda til illrar meðferðar.
svo finnst mér nú alveg frábært þegar þú talar um hönnunargalla eða ranga gúmmíblöndu hjá eins virtum framleiðanda einsog Interco sem er með mikla þróun og prufanir á dekkjum .
svo að lokum það mindast ekki salli í dekkjum nema það komi eitthvað fyrir….
kv Ási
ps:ekki gera lítið úr því sem mínir menn segja um dekk þeir vita mun meira en þú heldur og meira en þú .?
21.10.2005 at 21:07 #527640Ási hvað eru reynsluboltarnir þínir með mikla reynslu ég veit að það eru miklar sviftingar á mannamálum á svona dekkjaverkstæðum ( eru þetta faglærðir dekkjamenn?)eða strákar af götunni ef þetta eru fagmenn með reynslu. Hvaða fræði hafa þeir lagt fyrir sig?(hvað eru þeir lærðir til að gera þá expert dekkjamenn)Ég veit að það eru sjálfsagt verkfræðingar /efnafræðingar og sjálfsagt fleiri fræðingar í dekkjabissnes en að vera sérfræðingur við að vinna á dekkjaverkstæði hvað felst í því?
‘eg er ekki að reyna að vera með neina stæla en var bara svona meira að spá?
kveðja
Gísli Þór
R 3337
21.10.2005 at 21:19 #527642"svo að lokum það mindast ekki salli í dekkjum nema það komi eitthvað fyrir…."
Ég má til með að leggja mitt á vogarskálarnar hérna. Það vill svo skemmtilega til að ég var að vinna á verkstæði sem þjónustaði yfir 60 ökutæki hérna í reykjavík sem eru lang flest hvít með fallegum borðum eftir hliðini. Í yfir 3 ár sá ég um allt viðhald og þar á meðal dekkjaskipti ásamt vinnufélögum og svona salli eins og þið talið um í dekkjum er eitthvað sem ég sá oftar en einu sinni.
Þeir bílar sem komu oftast inn voru bílar sem maður þekkti eins og handabakið á sér og þeir voru ekki að koma með dekkja vandamál. Maður sá þetta frekar í vetrardekkjum en sumardekkjum, afhverju veit ég ekki.Þannig að þessi fullyrðing þín Ási er ekki alveg rétt.
P.s.
Ég er EKKI dekkjasérfræðingur en hef smá reynslu.
21.10.2005 at 21:47 #527644Sæll Gísli þessir menn sem ég er að vitna í hafa allir bb cc og aa gráður frá háskóla í dekkjadeild frá Harvard. Nei að sjálfsögðu eru þetta menn sem byggja sína þekkingu á reynslu rétt eins og þið.
kv Ási:-)
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.